Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1974
Frá skátamóti í Botnsdal
Landsmót skáta að
r
Ulfliótsvatni í sumar
Landsmót skáta, hið sextánda
í röðinni, verður haldið að Úif-
ljótsvatni dagana 14.—21. júlí
n.k. en undirbúningur fyrir
það er nú hafinn af fullum
krafti. Vegna iandsmótsins og
með tiiliti til framtíðarreksturs
hefur mótsstjórn gert áætlanir
um uppbvggingu mótsstaðarins
í samráði við Úlfljótsvatnsráð.
Verið er að leggja nýja vatns-
veitu með virkjun linda og í
bígerð er að smfða snyrtihús
með vatnssaiernum og böðum,
ieggja skólplagnir og rotþrær,
gera bíiastæði og vegabætur
auk uppgræðsiu á landi með
sáningu og áburðardreifingu.
Verður þetta fjölmennasta
landsmót, sem hér hefur verið
haldið, en áætlað er, að á þriðja
þúsund skáta sæki mótið. úm
250 erlendir skátar hafa boðað
komu sína á mótið, flestir frá
Norðurlöndunum en auk þess
frá Grænlandi, Frakklandi,
Englandi, Sviss, Þýzkalandi og
Bandaríkjunum.
A Landsmótinu í sumar verð-
ur mjög fjölbreytt dagskrá og
geta þátttakendur valið um
leiki og þrautir, keppni af ýmsu
tagi, fræðslu og ferðalög.
Keppni skátaflokka og drótt-
skátasveita, sem hófst í febrú-
ar, lýkur á mótinu, Þá verður
haldið íþróttamót og ekki má
gleyma varðeldum af ýmsu
tagi. Aætlað er. að ylfingar og
ljósálfar heimsæki mótið og
verður þá sérstök dagskrá fyrir
þau. Laugardaginn 20. júlí
verður mótssvæðið svo opið til
heimsókna.
Þjónustustarfsemí af ýmsu
tagi verður rekin á mótinu og
má þar m.a. nefna almenna
póst- og símaþjónustu, full-
komna sjúkrahjálp með lækni
og hjúkrunarkonu auk þess
sem Landsbankinn mun starf-
rækja þar útibú. A meðan mót-
ið stendur yfir verður gefið út
dagblað, sem flytja mun fréttir
af mótinu, viðtiil. greinar og
annað efni. sem mótsgestir
vilja koma á framfæri.
Tvær tjaldbúðir verða á mót-
inu, skátatjaldbúð og fjöl-
skyldutjaldbúð. Skátatjaldbúð-
in er fyrir alla starfandi skáta
og fær hvert félag þar sitt af-
markaða svæði, sem það á að
sjá um. I fjölskyldutjaldbúð
geta dvalizt hjón með börn sín
undir skátaaldri, ef annað
hvort hjónanna eða bæði hafa
verið skátar, eða ef þau eru
foreldrar skáta.
Ramma mótsins hafa skátar
nefnt ..Landnám ', en með þvi
vilja þeir minnast 1100 ára
landnáms á Islandi og hvetja til
nýs „landnáms" skáta á Úlf-
ljótsvatni.
Mótsstjóri verður Bergur
Jónsson verkfræðingur en með
honum í mótsstjórn eru Unnur
Seheving Thorsteinsson, sem er
varaformaður, Jarl Jónsson
fjármálastjóri, Magnús Hall-
grimsson tæknistjóri, Sigurjón
Mýrdal dagskrárstjóri og Inga
Jóna Þórðardóttir útbreiðslu-
stjóri og ritari mótsstjórnar.
Umsóknarfrestur er til 1. júní
n.k. Fyrir þann tima þarf að
greiða 1000 kr. tryggingagjald,
en þátttökugjald er alls 4800 kr.
fyrir einstakling i skátabúðun-
um allan mótstímann. 1 þvi
gjaldi er innifalið matur, móts-
handbók og mótsmerki.
Eins og gefur að skilja er nóg
að gera við undirbúning móts-
ins og hjálpfúsar hendur þvi
vel þegnar. Sjálfboðaliðaferðir
verða farnar hverja helgi fram
til móts. Skorað er á alla skáta
15 ára og eldri að koma til
vinnu. Ferðir eru þátttakend-
um að kostnaðarlausu, drykkir
og ein heit máltíð á dag. Þátt-
takendur þurfa að skrá sig á
skrifstofu BlS, Blönduhiíð 35.
Þess má að lokum geta, að
margir erlendu skátanna óska
eftir að fá að dveljast á íslenzk-
um heimilum í allt að vikutíma
eftir mótið. BÍS fer þess á leit
við fólk, sem hefur hug á að
bjóða heim einum eða fleirum
erlendurn skátum, að hafa sam-
band við skrifstofuna.
4* -4 4
Merki landsmótsins
r
— N-Irland
Framhald af bls. 27
íngu haldið áfram og ákveðið að
hefja verkfallið um miðjan maí-
mánuð, — ef hið svonefnda
Sunningdale-samkomulag um
trlandsráðið o.fl. yrði samþykkt í
endanlegri atkvæðagreiðslu á
fieimaþinginu í Stormont, 14. mai.
Daginn fyrir atkvæðagreiðsl-
jna skýrðu forystumenn UWC
þeim Craig og Paisley frá fyrir-
ætlan sinni. Þeir reyndu að telja
þá á að bíða með verkfallið, vildu
reyna frekari stjórnmálaleiðir og
jafnvel efna til smáskæruverk-
falla á stöku stað, áður en til svo
rótttækra aógerða væri gripið. En
allt kom fyrir ekki og eftir að
Sunningdale-samkómulagið hafði
verið samþykkt í Stormont með
44 atkvæðum gegn 28, var verk-
fallinu lýst yfir.
Straumrof, götuvígi
og hótanir . . .
Megináherzlan hafði verið lögð
á að undirbúa verkfall í rafstöð-
um og vélaiðnaði og fór þegar að
bera á rafmagnsskorti. Jafnframt
hafði ráðið komið sér upp nefnd-
um á öllum stærstu og veigamestu
vinnustöðum og sýndi sig nú, að
þær höfðu unnið vel. Þegar næstu
daga lagðist niður vinna í hverju
fyrirtækinu á fætur Öðru hvort
sem starfsfólkið vildi eða ekki.
Sveitir úr varnarsamtökum
Ulster UDA tóku þátt í aðgerðun-
um og fóru vopnaðar kylfum og
öðrum bareflum um verzlunar-
hverfi víðsvegar um landið og
neyddu kaupmenn til að loka
verzlunum.
Forystumenn ráðsins og helztu
stjórnmálaforíngjar öfgasinna
fóru stðan á fund brezka aðstoðar-
ráðherrans, Stanleys Ornes, og
settu fram kröfur sínar um af-
sögn samsteypustjórnarinnar, af-
nám irlandsráðsins og nýjar kosn-
ingar, sem stjórnarmyndun yrði
síðan byggð á, þ.e.a.s., að völdin
kæmust aftur í hendur meirihlut-
anum, mótmælendum, sem eru
tveir þriðju hlutar íbúanna.
Viðræðurnar urðu mjög harðar,
— en þess er getið, að vinsemd
hafi ekki verið mikil fyrir, því að
Stanley Orne hafi verið þekktur
fyrir samúð og stuðning við
réttindabaráttu kaþólskra á árun-
um fyrir 1970.
Orne hafnaói enda öllum kröf-
um mótmælenda og síðar lýsti
Harold Wilson, forsætisráóherra
Bretlands, því yfir, aó stjórn hans
mundi ekki láta öfgamenn knýja
sig til fráhvarfs frá fyrri stefnu.
Um hana hefði veríð einhugur í
brezka þinginu á sínum tíma og
framtíð N-Irlands væri undir því
komin, að henni yrði fylgt fram.
Eftir þennan fund hljóp enn
meiri harka í aðgerðirnar og svo
sem kunnugt er af fréttum var
allt athafnalff N-írlands lamað áð-
ur en yfir lauk. Mjög var farið að
sverfa að mörgum íbúanna, bæði
vegna peningale.vsis og skorts á
matvælum sem eyðilögðust í stór
um stíl vegna verkíallsins, sem
náði til vöruflutningaverka-
manna sem annarra, er ekki
fengu eldsne.vti á bifreiðar sinar.
Götuvígi voru sett upp til að koma
í veg fyrir, að fólk færi til vinnu
sinnar og þeim hótað öllu illu,
sem gerðu sig líklega til að brjóta
boð verkamannaráðsins. Aðeins
læknar og hjúkrunarfólk fengu
að vinna og var þó takmarkað
rafmagn til sjúkrahúsa. Af flest-
um öðrum vinnustöðum var
straumur alveg tekinn og jafnvel
skólum varð að loka í miðjum
prófum, sem olli mörgum
óþægindum. A íbúðarhverfi var
straumi hleypt öðru hverju en
fyrirvaralaust og misjafnlega
lengi í senn.
Miklar deifur urðu um það ínn-
an samsteypustjórnarinnar hvort
beita skyldi brezka hernum gegn
verkfallsmönnum. Kaþólskir voru
því fylgjandi en Faulkner harð-
neítaði. Meriyn Rees var heldur
hlynntur íhlutun hersins, en her-
stjórnin sjálf mjög hikandi —
fékk þó þúsund hermenn til við-
bótar þeim 15.500, sem fyrir voru.
Eftir að verkfallið hafði staðið í
viku var herliðinu beitt til að rífa
götuvígi, en þau voru jafnharðan
hlaðin á ný. Síðustu dagana var
settur hervörður við olíustöðvar
en margir höfðu af því áhyggjur,
að brezki herinn stæði allt í einu
milli vopnaðra sveita mótmæl-
enda og lýðveldissinna, sem létu
hatur sitt og reiði bitna á brezk-
um hermönnum eigi síður en
hver á öðrum. Östaðfestar fréttir
hermdu raunar, að af hálfu hers-
ins og lýðveldissinna — IRA —
hefðu farið fram leynilegar
vopnahlésviðræður. Alla vega
hafði IRA sig lítt í frammi og
sögðu kunnugir, að innan þeirra
vébanda væri öllum kröftum beitt
að liðssöfnun og undirbúningi
hugsanlegra átaka við öfgasveitir
mótmælenda.
Eiga Bretar að
fara eða vera?
1 Bretlandi gerast þær raddir æ
sterkari, sem halda því fram, að
brezka stjórnin eigi að láta N-Ir
land lönd og leið, leyfa mótmæl-
endum og kaþólskum að berast á
banaspjót og þeim sterka að sigra.
Fylgjendur þessarar stefnu
benda á, að hverskonar viðleitni
brezkra stjórnvalda til að leysa
hnúta írlandsmálanna hafi beðið
skipbrot; allar aðgerðir hafi verið
of miklar fyrir annan aðilann og
of litlar fyrir hinn, allt frá því
Gladstone lagði fram frumvarp
um heimastjórn Irum til handa
árið 1886.
Helzta röksemd gegn þessu er
sú, að mótmælendur geti með
sanni sagt, að Bretar hafi búið til
þetta vandamál á sínum tíma —
mótmælendur séu á Irlandi fyrir
tilstilli brezkra stjórnvalda fyrr á
öldum — og því beri Bretar
ábyrgð á framtíð þeírra, beri
skylda til að tryggja, að þeir verði
ekki ofurseldir kaþólsku valdi.
En þá benda talsmenn hinna á, að
N-lrland geti orðið Bretlandi það
sem Suður-Vietnam varð Banda-
rikjunum. Reynslan hafi nú sýnt,
að það sé sama hvað Bretar geri
til að leysa málin af sanngirni,
öfgasinnar mótmælenda og lýð-
veldissinna muni ætíð — hvor
fylkingin með sínum hætti —
koma í veg fyrir, að Bretar losni
við þennan þunga bagga með
sæmilegri virðingu.
Ríkjandi eru hinsvegar
sjónarmið þeirra, sem segja það
enga lausn, að Bretar láti af íhlut-
un um málefni N-Irlands, þá megi
búast við fullkominni borgara-
styrjöld. Mótmælendur muni
hefja hefndaraðgerðir gegn
kaþólskum vegna hryðjuverka-
starfsemi IRA á síðustu árum og
þá hljóti frska lýðveldið
óhjákvæmilega að dragast inn í
átökin með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum, sem aldrei gætu orðið
Bretum til álitsauka. Fylgjendur
þessa sjónarmiós telja, að halda
beri áfram tilraunum á grund-
velli Sunningdalesamkomulags-
ins og brezku áætlananna frá
1973, hvað sem mótmælum og
verkfallsaðgerðum lfði. Og þeir
telja, að öfgasinnar n-írskra mót-
mælenda hefðu fljótlega gefizt
upp á verkfallinu, hefði sam-
steypustjórnin þráazt lengur við.
Með stofnun írlandsráðsins var
stigið stórt skref til að sætta hina
stríðandi aðila. Veigamestu atrið-
in í þvi efni voru kannski annars-
vegar viðurkenning írsku stjórn-
arinnar á skiptingu Irlands og
því, að mótmælendur yrðu ekki
neyddir til sameiningar og hins-
vegar, að ráðið átti að verða vett-
vangur samvinnu milli iandshlut-
anna, samvinnu, sem er
óhjákvæmileg og hlýtur að fara
vaxandi.m.a. vegnaaðildar Irlands
og Bretlands að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu. Fengi þetta ráð friö
til að starfa um hríð og sýna hvers
samvinnan innan þess væri megn-
ug, væri e.t.v. von um frið á Ir-
landi. Þá væri hugsanlega hægt
að sannfæra íbúana, sem stutt
hafa öfgafylkingar beggja aöila,
um að sá kostur væri a.m.k.
skömminni til skárri en stöðugar
blóðsúthellingar. —mbj.