Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 Fimm þjóðhátíð- ir um næstu helgi NU HAFA landsmenn þegar haldið átta þjððhátfðir á þessu sumri, auk þess sem 11 alda afmælisins var minnst á ýmsum stöðum hinn 17. júnf sl., en þar má nefna Borgarnes og Vopna- fjörð. Hafa öll þessi hátfðarhöld farið fram með miklum ágætum eins og fréttir hafa borið með sér. Um næstu helgi verður efnt til þjóðhátíða á fimm stöðum á landinu. Þjóðhátíð Borgfirðinga verður að Reykholti 6. júlí. Húnvetningar efna til þjóðhátíðar Afengissalan jÆstum43% FYRSTU þrjá mánuði ársins nam heildarsala áfengis 564 millj. kr., en var 394.8 millj. kr á sama tíma I fyrra. Þannig hefur áfengissalan aukizt um 170 m. kr. fyrstu þrjá mánuði ársins 1974 miðað við árið á undan, en það er um 43%. Þess ber þó að geta, að nokkrar verð- hækkanir hafa orðið á áfengi á þessum tfma. Eðlilega er áfengissalan mest í Reykjavík eða 453.8 m. kr., á Akureyri var hún 49.6 m. kr., á Isafirði 15.1 millj. kr., á Siglufirði 7.5 millj. kr., á Seyðisfirði 12.3 millj. kr. og í Keflavík 25.9 millj. kr. •"í Kirkjuhvammi við Hvamms- tanga 6. — 7. júlí. Norður-Þing- eyingar halda þjóðhátíð í Ásbyrgi hinn 7. júlí, og Austfirðingar efna til sameiginlegrar þjóðhátíðar að Eiðum 5. — 7. júlí. Þá halda Suðurnesjamenn þjóðhátíð sína að Svartsengi um næstu helgi. Þjóðhátíð á Akranesi stendur yfir daganá 4. — 11. júlí, en auk þess eru Akurnesingar þátttekendur í Reykholts- hátíðinni. Aðalfundir flugfélaganna: Tapið nam 105 milljónum kr. Heildartekjur beggja félaganna 4,8 milljarðar — Fluttu um 600 þúsund farþega LOFTLEIÐIR og Flugfélag tslands fluttu 596.006 farþega á sl. ári. Þar af voru 409.556 fluttir landa á milli en 186.450 I innanlandsfluginu. Þar að auki flugu 27.480 farþegar I leiguflugi þannig að samtals ferðuðust 623.486 farþegar með flugvélum félaganna beggja og nálgast það þrefalda tölu fslenzku þjóðarinnar. Reykjanes- kjördæmi KJÖRDÆMISRAÐ og alþingismenn Sjálfstæðis- flokksins f Reykjaneskjör- dæmi þakka öllum þeim, er studdu Sjálfstæðisflokkinn f Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar 30. júnf. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, er störfuðu við framkvæmd kosninganna fyrir D-listann og stuðluðu með störfum sfnum að hinum glæsilega sigri Sjálfstæðis- flokksins. Kjördæmisráð flokksins í Reykjaneskjördæmi. Sjálfstæðis- Þessar upplýsingar koma fram f fréttatilkynningu Flugleiða hf. um aðalfundi flugfélaganna, og er það einnig greint frá þvf, að vöru- flutningar Loftleiða og Flug- félags tslands hafi numið 10.746 lestum, þar af 4.605 lestum innan- lands. Fluttar voru 1422 lestir af pósti, þar af rúmlega 570 innan- lands. Heildartekjur félaganna árið 1973 námu rúmlega fjórum milljörðum átta hundruð og fjór- um milljónum króna. Tap á rekstri félaganna varð um 105 milljónir króna eftir að afskriftir að upphæð tæplega 308 milljónir króna. Enginn arður verður greiddur hluthöfum fyrir árið 1973, að því er segir í fréttatil- kynningunni. Stjórn Flugleiða hélt aðalfund miðvikudaginn f sfðustu viku og ennfremur voru haldnir aðal- fundir Flugfélags tslands og Loft- leiða. Sem kunnugt er var stjórn- um félaganna veitt fullt og ótak- markað umboð á aðalfundum fé- laganna fyrir ári til að stofna hlutafélag í þeim tilgangi að yfir- taka öll hlutabréf flugfélaganna og var þessi ráðstöfun sfðan stað- fest með sérstakri löggjöf. A aðal- fundi þessum voru jafnframt kosnar stjórnir félaganna og jafn- framt ákveðið að þær skyldu gegna störfum til aðalfundar 1976. Einnig var ákveðið að skipa matsnefnd til þess að meta eignir félaganna með tilliti til hluta- bréfaskipta. Matsnefnd hefur enn ekki lokið störfum en jafnskjótt og niðurstöður liggja fyrir mun stjórn Flugleiða hf. gefa út hluta- bréf til hluthafa í samræmi við endanlegt mat. Jafnframt verður þá boðað til hluthafafundar til upplýsinga um hag og fram- kvæmdir félagsins. Starfsmannafjöldi félaganna er nú 2240 manns. Þar af starfa um 580 erlendis, 280 á Hótel Loftleið- um og Hótel Esju og 1370 við flugreksturinn hér á landi. Varaþingmenn Þrír bílar í árekstri Kiðafelli 2. júlí. UM KL. 19 I kvöld varð árekstur á Kiðafellsárbrú og slasaðist þar ein kona, sem var farþegi f einum bflanna. Var hún flutt með sjúkrabifreið til Reykjavfkur. ÖII umferð stöðvaðist f um það bil eina klukkustund vegna þessa. Orsök slyssins mun vera sú, að hemlar bíls, sem var að koma að brúnni, gáfu sig með þeim af- leiðingum, að hann lenti fyrst á bfl, sem kom á móti, og tók af honum frambrettið. Ekki var nóg með það heldur hélt bfllinn áfram og lenti á bfl, sem kom niður brekkuna á móti og var að fara á brúna. Allir bílarnir eru mjög mikið skemmdir. I haust stendur til að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Kiðafellsá, svo vonir standa til, að þessi hættulega brú valdi ekki fleiri slysum. Hjalti. A StÐARI árum hefur mjög færzt I vöxt, að varamenn taki sæti á alþingi og sitji þar um langan eða skamman tfma. Er þvf ekki úr vegi að Kta á, hverjir þessir vara- menn eru. Reykjavfk Varaþingmaður Alþýðuflokks- ins er Björn Jónsson. Varaþing- menn Framsóknarflokksins Sverrir Bergmann og Kristján Friðriksson. Fjórir fyrstu vara- þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru Geirþrúður H. Bernhöft, Gunnar J. Friðriksson, Kristján J. Gunnarsson og Aslaug Ragnars. Varaþingmenn Alþýðubandalags- ins eru Vilborg Harðardóttir og Sigurður Magnússon. Reykjanes Varaþingmaður Framsóknar- flokksins er Gunnar Sveinsson, varaþingmenn Sjálfstæðisflokks- ins Ingvar Jóhannsson, Guðfinna Helgadóttir og Eðvarð Júlíusson, Eitt atkvæði á Yestfjörðum á við fjögur á Reykjanesi Var á við tvö 1959 VEGNA Alþingiskosninganna hefur athygli manna beinzt að kjördæmaskipuninni f landinu og þeim breytingum, sem orðið hafa á búsetu I einstökum kjör- dæmum frá þvf að kjördæma- breyting var sfðast gerð 1959. Eins og fram kom f Mbl. I gær, bar þetta mál á góma f sam- ræðum leiðtoga stjórnmála- flokkanna I sjónvarpinu á kosn- inganótt og virtust þeir sam- mála um, að tfmabært væri að endurskoða þessa skipan. Þórarinn Þórarinsson, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík, lýsti fylgi við það fyrirkomulag, sem er f V-Þýzkalandi, þar sem bæði er kosið I einmenningskjör- dæmum og af landslista. Gylfi Þ. Gfslason, formaður Alþýðu- flokksins, benti á, að við borð hefði legið, að flokkur, sem hlaut rúmlega 10 þúsund at- kvæði, kæmi ekki manni á þing. Geir Hallgrfmsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, benti á nauðsyn þess, að full- trúatala á Alþingi endurspegl- aði skoðanir kjósenda og Magnús Kjartansson, efsti maður á lista Alþýðubandalags- ins f Reykjavfk, sagði, að flokkur sinn legði áherzlu á, að sem mestur jöfnuður rfkti f þissum efnum. Morgunblaðið hefur athugað Lvernig atkvæðamagn að baki hvers þingmanns I hverju kjör- dæmi hefur breytzt frá því að kjördæmabreytingin var gerð. Kemur m.a. í ljós, að á árinu 1959 við haustkosningar voru 2428 kjósendur að baki hvers hinna fimm þingmanna Reykja- neskjördæmis en voru 4613 í kosningunum nú. Kjósendum f Vestfjarðakjördæmi, sem voru 1142 á bak við hvern þingmann þess kjördæmis 1959, hefur fækkað í 1119 nú. Þannig er hvert atkvæði greitt á Vest- fjörðum nú rúmlega fjórum sinnum þyngra á metunum en atkvæði greitt í Reykjaneskjör- dæmi, en á árinu 1959 vó það rúmlega tvöfalt meira. Kjör- dæmakosnir þingmenn beggja kjördæma eru fimm og er að- eins tekið tillit til þeirra hér og ekki uppbótarsæta. Miðað er við kjósendur á kjörskrá en ekki þá, sem greiddu atkvæði. Séu uppbótarþingmenn teknir með í þetta dæmi kemur í Ijós, að hvert atkvæði á Vestf jörðum er 3,6 sinnum veigameira en atkvæði í Reykjaneskjördæmi. Á árinu 1959 vó hvert Vest- fjarðaatkvæði sem næst þrem- ur Reykjavíkuratkvæðum en nú vegur það til jafns við fjög- ur atkvæði greidd í Reykjavík. Ef ná ætti sama hlutfalli og var 1959 þyrftu þingmenn Reykvík- inga að vera 16, miðað við að þingmannatala Vestfirðinga sé óbreytt. A sama hátt þyrftu þingmenn Reykjaneskjör- dæmis að vera 10 til að hlutfall- inu frá 1959 sé haldið. Þyrfti því þingmönnum að fjölga um níu til að vega upp á móti þeim fólksflutningum, sem orðið hafa til Reykjavíkur og Reykjanes frá 1959, ef miðað er við, að þingmönnum sé hvergi fækkað. Þess skal þó gætt I þessu sambandi, að ekki hefur verið tekið tillit til breyt- inga á atkvæðamagni að baki hvers þingmanns I þeim kjör- dæmum, sem ekki hafa verið nefnd og kann að vera, að í einhverjum þeirra þyrfti þing- mönnum að fjölga af sömu sökum. Til þess að lesendur geti sjálfir áttað sig á þeim breyt- ingum, sem orðið hafa á fjölda kjósenda að baki þingmanna hvers kjördæmis, eru hér birtar tölur, sem sýna þennan fjölda 1959 og 1971. Tölurnar frá 1959 eru I sviga. Reykjavfk 4494 (3235) Reykjaneskjördæmi 4613 (2428) Vesturlandskjördæmi 1567 (1301) Vestfjarðakjördæmi 1119 (1142) Norðurlandskjördæmi vestra 1207 (1159) Norðurlandskjördæmi eystra 2235 (1822) Austurlandskjördæmi 1393 (1161) Suðurlandskjördæmi 1775 (1451) og varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins Karl G. Sigurbergsson. Vesturland Varaþingmenn Framsóknar- flokksins eru Alexander Stefáns- son og Daníel Agústfnusson, Sjálfstæðisflokksins sr. Ingiberg J. Hannesson og Jón Sigurðsson frkvstj. og varaþingmaður Alþýðubandalagsins Skúli Alexandersson. Vestfirðir Varaþingmenn Framsóknar- flokksins eru Ólafur Þ. Þórðarson og Bogi Þórðarson, Sjálfstæðis- flokksins Jóhannes Árnason og Hildur Einarsdóttir og varaþing- maður SFV Jón Baldvin Hanni- balsson. Norðurland vestra Varaþingmenn Framsóknar- flokksins eru Guðrún Benedikts- dóttir og Bogi Sigurbjörnsson, Sjálfstæðisflokksins Sigrfður Guðvarðardóttir og Ólafur Óskarsson, og varaþingmaður Alþýðubandalagsins Hannes Baldvinsson. Norðurland eystra Varaþingmenn Framsóknar- flokksins eru Kristján Ármanns- son, Hilmar Daníelsson og Heimir Hannesson, Sjálfstæðisflokksins Halldór Blöndal og Vigfús Jóns- son og Alþýðubandalagsins Sofffa Guðmundsdóttir. Austurland. Varaþingmenn Framsóknar- flokksins eru Vilhjálmur Sigur- björnsson, Þorleifur K. Krist- mundsson og Helgi Þórðarson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins Pétur Blöndal, og Alþýðu- bandalagsins Sigurður Blöndal. Suðurland. Varaþingmenn Framsóknar- flokksins eru Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Ólafsson, Sjálfstæðisflokksins Siggeir Björnsson, Gísli Gfslason og ÓIi Þ. Guðbjörnsson, og varaþingmaður Alþýðubandalagsins Þór Vig- fússon. Uppbótarþingmenn. Varamenn uppbótarþingmanna Alþýðuflokksins eru Bragi Sig- urjónsson (N-land eystra), Pétur Pétursson (N-land vestra), Jón Hauksson (Suðurl.) og Erling G. Jónasson (A-land), Sjálfstæðis- flokksins sr. Ingiberg J. Hannesson (V-land), Halldór Blöndal (N-land eystra) og Sigríður Guðvarðardóttir (N-land vestra), Samtakanna Ólafur Ragnar Grfmsson (A-land), og Alþýðubandalagsins Kjartan Ólafsson (V-land), Soffía Guðmundsdóttir (N-land eystra) og Skúli Alexandersson (V-land).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.