Morgunblaðið - 03.07.1974, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.07.1974, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. • Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. * Islenzka þjóðin hef- ur nú fellt vinstri ríkis- stjórn Ólafs Jóhannesson- ar. Sigur Sjálfstæðisflokks- ins í alþingiskosningunum sl. sunnudag leiddi til þess, að Ólafur Jóhannesson varð að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í gærdag. Afsögn forsætis- ráðherra markar tímamót. Þriggja ára valdaferli óheillastjórnar er lokið. Niðurstöður kosninganna sýna skýra kröfu fólksins um nýja stefnu, ný vinnu- brögð og nýja strauma f íslenzkt þjóðlíf. Engum blandast hugur um, að vinstri stjórn Fram- sóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem nú hefur beðið ósigur, var óheillastjórn frá upphafi vega. Þessi ríkisstjórn var ekki ein- ungis óheillastjórn, hún var ekki síður stjórn óheil- inda og bræðravíga. Það er rétt, sem Gylfi Þ. Gíslason lagði svo þunga áherzlu á nú fyrir kosningarnar, að kommúnistar eru óhæfir í stjórnarsamstarfi. Þeir eru of óábyrgir til þess, að stjórnarsamvinna með þeim geti lánazt til lengd- ar, enda hefur engin ríkis- stjórn, sem þeir hafa átt aðild að, setið út heilt kjör- tímabil. Eitt alvarlegasta atriði í stefnu fráfarandi vinstri stjórnar var ábyrgðarleysi í varnar- og öryggismálum landsins. Framsóknar- menn létu þar undan kröf- um kommúnista og lögðu loks á sl. vetri fram sam- eiginlegar tillögur stjórnarinnar um brottför varnarliðsins. Þessari stefnu hefur nú verið hnekkt. Þjóðin hefur þar kveðið upp skýran dóm. Fyrsta verk nýrrar ríkis- stjórnar, hverjir sem hana kunna að skipa, verður því að draga til baka þær tillög- ur, sem vinstri stjórnin lagði fyrir Bandaríkja- menn. Vinstri stjórnin markaði óðaverðbólgustefnu sína þegar á fyrstu valdad'jgun- um. Fyrstu verk hennar voru að framkvæma í einu vettvangi allar sýndartil- lögur frá veru stjórnar- flokkanna í stjórnarand- stöðu. Þetta leiddi til 300% hækkunar á fjárlögum og stórbrotnari verðbólguhol- skeflu en í nokkru öðru Evrópulandi. Afleiðing þriggja ára vinstri stefnu í efnahags- og fjármálum er sú staðreynd, að stoðum hefur verið kippt undan rekstri atvinnufyrirtækj- anna og samdráttur og at- vinnuleysi blasa við, ef áfram verður haldið á sömu braut. Ríkisstjórninni var þegar fyrir tveimur árum ljóst, að efnahagsstefna hennar hefði leitt til öng- þveitis. Á þeim tíma kröfð- ust stuðningsblöð stjórnar- flokkanna þess, að tekin yrði upp ný efnahags- stefna. Stjórnin aðhafðist hins vegar ekkert. Innan hennar var engin samstaða um aðgerðir og stuðnings- menn hennar sögðu sig úr lögum við þá stefnu, sem hún fylgdi. Ýmist var það svo, að stjórnin gat ekki lagt fram frumvörp til lausnar á efnahagsringul- reiðinni, sem hún sjálf hafði valdið, eða slík frum- vörp voru dregin til baka, þegar sýnt þótti, að óbreyttir þingmenn stjórnarflokkanna vildu ekki styðja aðgerðir hennar. Með þessum hætti gátu ráðherrarnir setið í valda- stólunum í full tvö ár til viðbótar. En á meðan magnaðist óðaverðbólgan og staða atvinnuveganna versnaði. Loks var svo komið í maímánuði sl., að lengur varð ekki haldið áfram. Þjóðin hefur nú hafnað vinstri stefnu og bræðravígum og krefst traustrar stjórnar. í upphafi gaf vinstri stjórnin sjálfri sér nafn- bótina: Stjórn hinna vinn- andi stétta. Endalokin urðu þó þau, að forseti Alþýðusambands íslands var rekinn úr ríkisstjórn- inni og hann lýsti yfir því, að hún hefði fylgt verka- lýðsfjandsamlegri stefnu. Og annar af þingmönnum stjórnarflokkanna sagði hiklaust, að vinstri stjórn- in hefði fylgt mestu kaup- ránsstefnu, sem um getur. Þannig voru samskipti vinstri stjórnar við laun- þegasamtökin í landinu, þó að tveir af forset- um Alþýðusambandsins gegndu þar ráðherrastörf- um. Með afsögn ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar er einnig lokið ferli mestu bræðravíga og innbyrðis óheilinda, sem um getur í samvinnu stjórnmála- flokka í ríkisstjórn. Þetta hefur ekki einvörðungu lamað starfsgetu stjórnar- innar heldur einnig grafið undan ’ virðingu lands- manna fyrir landsstjórn- inni og Alþingi. Ráðherrar hafa orðið berir að ósann- sögli á Alþingi; í mikilvæg- ustu málum hafa þeir gefið gagnstæðar yfirlýsingar og forsætisráðherrann varð að standa upp á Alþingi og skýra frá því, að einn af ráðherrunum talaði ekki sem ráðherra, er hann sæti alþjóðlegar ráðstefnur fyrir íslands hönd. Þjóðin hefur nú í kosn- ingum loks knúið þessa óheillaríkisstjórn til af- sagnar. Um leið er þess að sjálfsögðu krafizt um land allt, að söðlað verði um og Alþingi tryggi nýja ríkis- stjórn, landvarnir og heil- brigða efnahags- og fjár- málastefnu. ÓHEILLASTJÓRN HEFUR SAGT AF SÉR ÞR ÝSTINGUR A LEIÐTOGAFUNDI Brezhnev. Þau mál, sem nú eru til um- ræðu í sovézkum blöðum, veita nokkra vísbendingu um um- ræður Kremlverja sjálfra um toppfundinn. Ýmsir kunna að spyrja," segir æðsti stjórnmálaforingi hersins, Alexey Yepishev hers- höfðingi, „hvort það borgar sig að beina svo mikilli athygli að varnarviðbúnaði á sama tíma og bættri sambúð miðar áfram.“ Yepishev hershöfðingi yfir- maður stjórnmáladeildar her- aflans svaraði spurningum þeirra í aðalriti flokksins, Kommunist. Skoðanir þeirra, sagði hann, eru „algerlega rangar,“ því að skrefum f friðarátt „verður að fylgja efling alls hernaðarviðbún- aðar“. Annað mál, sem er á dagskrá, snýst um það, hvort telja beri bætta sambúð varanlega. Þegar öllu er á botninn hvolft, segir í annarri grein, hefur áður orðið þíðuástand í alþjóðamálum, á sjötta áratugnum. En það ástand var „skammlíft“, og þegar það tók enda, „brauzt kalda stríðið út af nýjum krafti". Svarið, sem efasemda- mennirnir fá, er á þá leið, að nú EFTIR VICTOR ZORZA hafi orðið „grundvallar- breyting á valdahlutföllum“, Sovétríkjunum í vil, og bætt sambúð muni því vara. Enn eitt málið, sem er á dag- skrá, snýst um það, hvort Sovét- ríkin eigi að veðsetja I hendur Vesturveldunum náttúru- auðlindir sínar um mörg ókomin ár samkvæmt þeim geysivíðtæku olíu- og gassölu- samningum, sem nú er verið að gera við Bandarfkin og önnur ríki. Olíuráðherra Sovétrikj- anna, Shashin, gaf nýlega í skyn í viðtali að hann væri mót- fallinn slíkum sölusamningum, en Tass bar það opinberlega til baka og sagði, að athugasemdir hans mætti ekki túlka á þá lund. I þætti í sjónvarpinu í Moskvu var reynt að lægja ótta vissra ,,félaga“, sem héldu því fram, að salan mundi hafa ' „skaðleg" áhrif á efnahag Sovétríkjanna. „Okkur vantar gas, kol og olíu handa okkur sjálfum,,, sögðu þeir. Skortur væri á eldsneyti á sumum svæðum, samt „erum við nú reiðubúnir að selja það“. Þeir spurðu:„Eyðum við ekki megn- inu af náttúruauðæfum okkar með því að selja þau úr landi?" Þegar sovézkir ráðherrar gefa í skyn, að þeir séu mót- fallnir opinberri stefnu og fréttaskýrendur . sjónvarps vitna til svipaðra skoðana--þó ekki sé til annars en kalla þær „ímyndaðan ótta“~ verður að gera ráð fyrir þvf, að baráttan f því máli sé hafin á æðstu stöðum, það er í sjálfu stjórn- málaráðinu. I Washington má greina samsvarandi baráttu, sem þar er háð, þegar Jackson öldungardeildarmaður for- dæmir áform dr. Kissingers um að láta bandaríska peninga flæða inn í Rússland. Þegar James Schlesinger landvarnaráðherra, segir, að ágreiningur sinnogKissingers um skilyrðin fyrir samningum á fundi æðstu manna um tak- mörkun vígbúnaðar sé „mjög mikið ýktur", að ágreiningur sé aðeins um, á hvað leggja beri „áherzlu", telja ýmsir frétta- skýrendur í Washington það vera staðfestingu á því, að djúp- stæður ágreiningur ríki á æðstu stöðum. Embættisbróðir Schles- ingers í Moskvu, Andrey Grechko landvarnaráðherra, er varkárari þegar hann Ijóstrar upp um ágreining í Kreml. Stjórnmálaráðið, segir hann, tekur ekki aðeins með í reikninginn þá atburðarás, sem er líklegust — það er áfram- haldandi framför bættrar sam- búðar — heldur er það jafn- framt viðbúið óvæntustu og hættulegustu þróuninni, sem getur orðið erlendis. Fljótt á litið virðist hann vera að hæla Brezhnev fyrir að vera viðbúinn því versta. En Yepishev gerir sömu athuga- semd í öðru samhengi, sem sýnir, að þetta er árás á Brezhnev. Sagan, segir hann, varar við vanmati á hættunni á stríði — hvort sem slíkt vanmat er vísvitandi eða „óviljandi". Hann segir, í raun réttri, að með því að samþykkja tillögur Bandarfkjamanna um tak- mörkun vígbúnaðar vanmeti sumir sovézkir leiðtogar hættuna, jafnvel þótt þeir geri það ekki vísvitandi. Eða eins og Schlesinger orðaði það, þegar hann ræddi um hergagna- samning æðstu manna, Nixon mundi ekki „vitandi vits“ skaða hagsmuni Bandaríkjanna. I þessu fólst, að hann kynni að gera það óafvitað og það endur- rómar varnaðarorð sovézku haukanna til yfirmanna sinna. Schlesinger segir, að „ótíma- bært“ sé að kvarta undan því, að Watergate geri Nixon til- leiðanlegan til tilslakana á toppfundinum og segir gagn- rýnendum forsetans að „bíða eftir niðurstöðum Moskvu- fundarins áður en þeir felli slfka dóma“. Þeir sérfræðingar f Washingngton, sem telja þetta dulbúna hótun um afsögn ef Nixon gengur of langt á topp- fundinum, telja, að forsetinn muni taka viðvörunina til greina. Brezhnev álítur Schlesinger og þá, sem eru sammála skoðunum hans, „stuðnings- menn vígbúnaðarkapphlaups- ins“. Þeir halda því fram, sagðí Brezhnev í síðustu ræðu sinni, þar sem hann ræddi undirbúning toppfundarins, að það „jafngildi því að taka áhættu“ að takmarka vígbúnað eða að draga úr honum. En hann var að svara jafnt vest- rænum sem sovézkum „stuðningsmönnum víg- búnaðarkapphlaupsins", þegar hann sagði, að það væri „óendanlega meiri áhætta“ að halda áfram að stafla upp her- gögnum. Til eru þeir í „erlendum“ blöðum, sagði hann, sem eru svartsýnir á hugsanlegan árangur toppfundarins. Sum mál, játaði hann, eru ekki komin á það stig, að unnt sé að leysa þau, „en, félagar, við getum ekki staðið í stað“. Var hann að svara mönnum í Moskvu, sem telja, eins og sumir halda í Washington, að toppfundurinn geti litlu fengið áorkað, að í hæsta lagi verði staðið f stað? Það, sem lesa má milli lfnanna í sovézkum blöðum, gefur vissulega til kynna, að lagt sé fast að Brezhnev að gera engar til- slakanir gagnvart Nixon, nákvæmlega eins og fast er lagt að Nixon að slaka ekkert á gagnvart Brezhnev.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.