Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1974 Frá Ferða- félagi íslands: SÁ hluti landsins, sem einna verst hefur orðið fyrir barðinu á hinum breyttu lffsháttum Islend- inga, eru Vestfirðirnir. Þegar á landnámsöld munu þeir hafa ver- ið byggðir til jafns við aðra lands- hluta og hafa verið fullsetnir, ef marka má gamlar heimildir. Þótt meginhluti þeirra sé lítt byggileg- ur að áliti okkar, sem nú lifum, er það samt staðreynd, að allt fram á okkar daga var búið á flestum þeim stöðum, þar sem unnt var að festa bú, ýmist innst í fjarðar- botni eða á yztu annesjum. Okkur, sem nú lítum rústir þessara bú- staða, er óskiljanlegt, hvernig mannlíf gat þrifizt á þessum slóð- um, svo óyndislegir eru þeir sjón- um okkar. En fullyrða má, að af- koma fólksins, sem þarna lifði, var sízt lakari en hjá öðrum ann- Fimm ferðir um Vestfirði ars staðar á landinu. Kom þar margt til: Skammt undan voru fengsæl fiskimið, egg og fugl í björgum og hvarvetna selur fyrir ströndum. Hinir dugmiklu og þol- góðu íbúar hagnýttu sér þessa björg til hins ítrasta, auk þess bústofns, sem þeir gátu fram- fleytt á þessum harðbýlu og land- kostalitlu bújörðum. Gegn lífsþægindum þéttbýlisins fór hin kröfuharða og þæginda- snauða tilvera fólksins halloka. Smátt og smátt fluttist það burtu og á fáum áratugum lögðust heil- ar byggðir í eyði. Þar sem áður var iðandi, skapandi mannlíf er nú auðn, sem með tímanum hylur merkin um mannlífið, sem var. Minnismerkin blasa samt við, auð hús og tóttir. Undanfarin sumur hefur Ferðafélag Islands skipulagt ferð- ir um Vestfirði, einkumumnyrzta hluta þeirra, Hornstrandirnar. Þær eru allar komnar í eyði og er nú mannabústaður þar aðeins á einum stað, hjá vitaverðinum, sem býr f Hornbjargsvita. Á áætlun félagsins eru 5 ferðir um Vestfirði. Fjórar þeirra verða I júlí og ein í ágúst. Þessar ferðir eru algjörar útileguferðir. Fólkið hefur tjöld og allan útbúnað með- ferðis. Það verður að búa í tjöld- unum, snæða nesti og er það flyt- ur sig milli staða verður það oft- ast að bera megnið af farangri sfnum á bakinu eins og íbúarnir forðum. Utbúnaður allur verður því að vera vandaður og góður og duga, þar til komið verður aftur til byggða. Þrjár þessara ferða verða um Hornstrandir, en þær eru sem kunnugt er norðan Isafjarðar- djúps. Sú fyrsta hefst 11. júlí, en þeirri síðustu lýkur 31. s.m. Allar hefjast þær í Reykjavík kl. 8 að morgni. Verður haldið rakleitt til Isafjarðar með áætlunarbifreið og daginn eftir með bát norður yfir Djúpið að þeim stað, þar sem gönguferðirnar hef jast. Fyrsta ferðin hefst 11. júlí og lýkur þann 17. Báturinn flytur þann hóp að eyðibýlinu Sléttu, austan Grænuhlíðar. Þar verður aðalbækistöðin. Á næstu fjórum dögum verður gengið um vestasta hluta Hornstranda, einkum Aðal- vík, Fljótavík og út á Straumnes. Fyrir hálfri öld var byggt hvert ból á þessum slóðum og mikið athafnalíf alls staðar. Hátt í 20 býli munu hafa verið setin þar, þegar bezt lét og á Sæbóli, stærstu og mestu jörðinni, voru fyrir 30 árum milli 70 og 80 manns búsettir. Einnig var fyrr á tímum allmannmargt á Látrum, sem eru við norðausturbotn Aðal- vfkur. Að fjórum dögum liðnum kemur báturinn aftur að Sléttu, sækir hópinn og flytur hann inn Djúp að Bæjum með viðkomu í Æðey. Á sjöunda degi verður svo haldið til Reykjavfkur með áætlunarbíl frá Bæjum, ekið suð- ur yfir Þorskafjarðarheiði og komið á aðalveginn við Kollabúð- ir í Þorskafirði. Hefur þá verið farin hringferð um Vestfirði. önnur Hornstrandaferðin hefst á sama hátt og sú fyrsta þann 15. júlf. Stendur hún yfir til 24 s.m. Frá Isafirði verður siglt með báti f Veiðileysufjörð. Þar verður stig- ið á land og þar verður aðalbæki- stöð hópsins næstu 6 daga. Gengið verður þaðan í Hlöðuvík, Hornvík og á Hornbjarg auk fleiri staða, ef tími vinnst til. A þessu svæði eru enn merki um mannabústaði. Má nefna Steinólfsstaði í Veiðileysu- firði, Kjarnansvfk, Hlöðuvík, Búð- ir og Hælavík í Hælavík og Horn, Höfn, Rekavík og Hornvík. Ekki má gleyma hinum þekktu fugla- björgum, Hælavíkurbjargi og Hornbjargi. Segja þeir, sem þang- að hafa komið, að sú ferð sé þeim ógleymanleg. Sex dagar á þessum slóðum eru fljótir að líða og munu flestir hafa í huga við brottför að fara a<Sra ferð um þessar slóðir fyrr en seinna. Báturinn kemur á 9. degi ferðarinnar og sækir hóp- inn, sem fer til Reykjavíkur með sama hætti og hópurinn í fyrstu ferðinni. Þriðja og síðasta ferðin um Hornstrandir á þessu sumri hefst þann 22. júlí og lykur 31 s.m. Frá Isafirði verður siglt inn Hrafns- f jörð og slegið upp tjöldum í botni fjarðarins. Verður nú austasti hluti Hornstranda skoðaður. Frá Hrafnsfirði verður svo haldið yfir Skorarheiði f Furufjörð. Verður síðan tímanum eytt þar um slóðir næstu 5—6 daga. Eftir aðstæðum gefst fólki kostur á að koma f Barðsvík, Bolungarvfk, Furu- fjörð, Þaralátursfjörð og Reykja- fjörð. I öllum þessum fjörðum stóðu býli áður fyrr, eitt eða fleiri í hverjum firði. Geta menn virt fyrir sér aðstæðurnar, sem búend- ur áttu þar við að búa áður. Er enn margt fólk iifandi og á bezta aldri, sem sleit barnsskónum á þessum slóðum. Að Reykjum í Reykjafirði er heit laug og skaðar ekki að hafa sundföt með í ferð- ina þangað. Unnendur jöklaferða fá þeirri löngun fullnægt, því að Drangajökull er í örskotsfjarlægð og freistar uppgöngu. Á 9. degi kemur svo báturinn, sækir hóp- inn og flytur hann inn Djúp eins og hina fyrri, að Bæjum með við- komu í Æðey. A 10. degi verður svo ekið til Reykjavíkur. Löngum hefur verið trú manna, að íbúar Hornstranda væru ekki allra og vissu lengra en nef þeirra nær. Hvað satt kann að vera í þessu er ekki tóm til að ræða hér, en á hitt má benda, að landshættir og náttúruöfl hafa lagzt á eitt um að herða fólkið og kenna því þá lexíu, að annaðhvort yrði það að leggja sig algjörlega fram til að vinna sigur í lífsbarátt- unni eða tapa ella. Hér var enginn millivegur. Hljóta þessar aðstæð- ur að hafa sett sitt mark á fólkið. Kemur þá í hugann erindið eftir Jón Helgason í kvæðinu Afangar: Kögur og Hom og Heljarvfk huga minn seiða löngum; tætist hið salta sjávarbrim sundur á grýttum töngum; Hljóðabunga við Hrollaugsborg herðir á stríðum söngvum, meðan sinn ólma organleik, ofviðrið heyr á Dröngum. Fjórða ferðin um Vestfirði I júlí hefst þann 20. og lýkur 27. s.m., verður 8 daga ferð. Er fyrirhugað að aka að Rauðasandi á Barða- strönd og ganga síðan með tjöld og farangur á bakinu norður til Bolungarvíkur. Verður gengið um fjöll fyrir fjarðarbotnum og reynt að kynnast sem bezt lands- lagi og náttúru þessa stórbrotna landshluta. Eins og á Hornströnd- um eru mörg býli, sem setin voru á þessum stöðum, nú komin í eyði og eftir standa græn tÚRtneð hálf- fjöllnum rústum mannvirkja. Inn úr botni Arnarfjarðar ganga Geirþjófsfjörður, þar sem Gísli Súrsson faldist og var veginn, og í Dynjandisvogi er fegursti foss Vestfjarða, Dynjandi. Hér hefur verið drepið stutt- lega á nokkur atriði, sem blasa við sjónum vegfaranda, eða koma í huga hans, er hann leggur leið sína um þessar slóðir, en svona ófullkomin lýsing nægir ekki. Ef forvitnin hefur vaknað, verða menn sjálfir að fara á vettvang. Ef úr því verður, munu þeir ekki iðrast þess. T.E. FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 3 Heimasimi 84847 IBUÐIR TIL SÖLU Fossvogur Vorum að fá til sölu mjög skemmtilegar 3ja herbergja íbúðir á hæð, með 1 herbergi í kjallara, í Snælandshverfinu Kópavogsmegin I Fossvogi. Seljast fokheldar með fullgerðri mið- stöð, húsið frágengið að utan, sameign inni frágengin að mestu, með gleri í gluggum ofl. Afhendast 15. marz 1975. Gott útsýni. Stutt í verzlanir og önnur sameiginleg þægindi. Teikn- ing til sýnis á skrifstofunni. Fast verð. Árni Stefánsson, hrl. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Skólavörðusig 3 á 2. hæð. Símar 2291 1 —19255. Háaleitisbraut falleg 5 herb. íbúð á 1. hæð i blokk. BlLSKÚR FYLGIR. 4ra herbergja hæð um 1 14 ferm. i 4ra ibúða húsi i Laugarneshverfi. Laus fljótlega, bilskúrsréttur. Hæð m. bilskúr glæsileg 6 herb. hæð i 4ra ibúða húsi við Heimana. 4 sveifnher- bergi, sér hiti, þrennar svalir, mjög góðir útborgunarskilmálar. (Upplýsingar ekki i síma). 3ja herb. m. bílskúr til sölu 3ja herb. hæð í tvibýlis- húsi i Kópavogi, laus fljótlega, bilskúr fylgir. Verzlunar eða iðnaðarhúsnæði til sölu um 1 40 ferm. i Austur- borginni, GÓÐ BÍLASTÆÐI. Sumarbústaðalönd á úr- vals stað sérstakt tækifæri. Hafnarfjörður Nýkomið til sölu Kaldakinn 2ja herb. nýleg kjallaraibúð. Allt sér. Verð kr. 2,4 — 2,5 millj.a Fagrakinn 2ja herb. kjallaralbúð i steinhúsi. Allt sér. Verð kr. 2,4 — 2,5 millj. Garðavegur 3ja herb. íbúð á neðri hæð i steinhúsi. Allt sér. Verð kr. 2,6 — 2,7 millj. Sléttahraun 3ja herb. nýleg endaibúð á 2. hæð i fjölbýlishúsi. Verð kr. 3,8 — 4 millj. Kaldakinn 3ja herb. aðalhæð i steinhúsi með bilgeymslu. Verð kr. 3,3 millj. Álfaskeið 4ra herb. endaibúð á 2. hæð i fjölbýlishúsi. Tjarnarbraut 5 herb. stór ibúð á miðhæð á fallegum stað. Sérhiti og sér- inngangur. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764,___________________ iS A iSnS A A iS> & A & A A A A 01£> <S> & _____ & i 26933 i § Miðbraut Seltj. & & 5 herbergja 145 fm glæsileg A & sérhæð. Bilskúrsréttur. $ & Torfufell A A 137 fm raðhús á 1. hæð, enda- § - h|-'' % a A Háaleitisbraut $ 5 herbergja 136 fm glæsileg ^ ibúð á 3. hæð. * Hvassaleiti q 4 herbergja 100 fm ibúð á 4 & hæð. Bílskúr. & Hraunbær & 3ja herbergja falleg ibúð. * Maríubakki A 3ja herbergja glæsileg íbúð á 2. A hæð. ^ Hraunteigur A 3ja herbergja ibúð á 1 hæð. &Krókahraun Hafn. A3ja herbergja glæsileg ibúð á 2. ®hæð. Bilskúrsréttur. . &Dvergabakki A2ja herbergja góð ibúð. V Sölumenn ^ Kristján Knútsson Lúðvik Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.