Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 Fa /7 «/ /. i t v 4 lAim LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL zr 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444*255551 HL, BÍLALEIGA car rental SENDUM AHI OAM-MMTAl.* I Hverfisgötu 18| 27060 SKOOA EYÐIR MINNA. Skodr ItlOAH AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. Ferðabílar hf. Bilaleiga — Sími 81 260 Fimrn manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um). I ■ t ■ ÁLfNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER 0SAMVINNUBANKINN Skuldabréf Tökum i umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Rikistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbrpfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 1 6223 Þorleifur Guðmundsson heima 1 2469. Mustang Boss '70 Mustang Boss '70 til sölu með V8 vél sem er aðeins keyrð 600 km. Kraftmikill bíll i toppstandi, með alls konar aukaútbúnaði, krómaðar felgur, breið dekk, „Hurst" beinskipting, loftdemp- arar, lituð gler, útvarp drill og spoiler. Skipti möguleg. Upplýsíngar milli kl. 10—6 virka daga simi 25833. Kosningasigur Sjálfstæðis- flokksins 1 gær var endanlega bundinn endi á nær þriggja ára valda- feril vinstri stjórnarinnar. Ólafur Jóhannesson hefur beð- izt lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Hinn mikli sigur Sjálfstæðisflokksins tryggði endanlega fall vinstri stjórnar- innar. Sjálfstæðisflokkurinn var ótvfræður sigurvegari alþingis- kosninganna. Þannig segir Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, f viðtali við Morgunblaðið f gær, að ekki sé unnt að loka augunum fyrir þvf, að sjálfstæðismenn hafi verið sigurvegarar kosning- anna. Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, sagði, að sér hefði komið mest á óvart fylgis- aukning Sjálfstæðisflokksins. Og Gylfi Þ. Gfslason, formaður Alþýðuflokksins, segir, að aðal- sigurvegari kosninganna hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn. Sigur Sjálfstæðisflokksíns er óumdeilanlegur. t Reykja- neskjördæmí varð at- kvæðaaukningin 50% og vfða um 20%. Þessi úrslit eru ótvfræð traustsyfirlýsing við stefnu Sjálfstæðisflokksins og formann hans, Geir Hallgrfms- son. Kosningaúrs’:tin eru endanlegur dómur yfir þeirri vinstri óstjórn, sem rfkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur staðið fyrir undanfarin þrjú ár. Þau eru krafa fólksins um nýja stefnu og ekki sfzt ný vinnu- brögð. Athyglisvert er, að tap Fram- sóknarflokksins er mest úti á landsbyggðinni, þar sem hann hefur þó verið talinn standa traustum fótum. Þannig tapar flokkurinn fylgi í kjördæmum forsætisráðherrans og fjár- málaráðherrans. Og f Vest- fjarðakjördæmi, þar sem Stein- grfmur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, er f efsta sæti, heldur flokkurinn áfram að tapa, en hann varð fyrir miklu áfalli þar f sfðustu alþingiskosningum. Fólkið vill varið land önnur meginniðurstaða kosninganna er sú, að stefnu vinstristjórnarinnar f varnar- málum er hafnað. Þjóðin hefur fellt dóm yfir ógætilegum vinnubrögðum vinstri flokk- anna þriggja f varnar- og öryggismálum þjóðarinnar. Brottför varnarliðsins var eitt af grundvallaratriðum mál- efnasamnings vinstri flokk- anna. Alþýðubandalagið hefur jafnan litíð á framkvæmd þess sem forsendu fyrir stjórnar- samvinnu. Þvf hefur hiklaust verið haldið fram, að þessi væri vilji meirihluta þjóðarinnar. Nú hefur þeirri kenningu ræki- lega verið hnekkt. I viðtali við Morgunblaðið f gær segir Gylfi Þ. Gfslason: „Þá er það ánægjulegt við úrslit kosninganna, að meirihluti er ekki á hinu nýja Alþingi fyrir þeim tillögum f varnarmálum, sem rfkisstjórnin hefur lagt fram f Washington. Stefna nýrrar rfkisstjórnar, hver svo sem hún verður, hlýtur því að verða önnur.“ Þetta er mergurinn málsins. Þjóðin hefur fellt sinn dóm. Þingmenn Alþýðubandalagsins verða að sætta sig við, að mikill meirihluti þjóðarinnar vill tryggja áframhaldandi varnir f landinu, eins og nú háttar. Rök- rétt afleiðing þessara kosninga- úrslita eru þvf þau að kalla til baka viðræðugrundvöll þann, sem Einar Ágústsson lagði fram fyrir bandarfsk stjórn- völd. Vmsir höfðu búizt við þvf, að þeir flokkar, sem höfðu skýra stefnu f varnarmálum myndu vinna á f þessum kosningum. Niðurstaðan varð lfka sú, að Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur. En Alþýðubanda- lagið stóð f stað, hvað atkvæða- magn snertir. Sú niðurstaða er einkar athyglisverð. Hún sýnir mjög greinilega fram á, hver afstaða landsmanna er f þess- um efnum. pi irl og svarad LesendaþjonustaMORGUNBLAÐSINS 1 □ ÍJtstrikanir í kosningum: Bjarnþór Aðalsteinsson, Stórateigi 20 Mosfellssveit, spyr: „Hvernig virka útstrikanir í kosningum"? Páll Líndal, formaður Yfir- kjörstjórnar í Reykjavík, svar- ar: ,,í stuttu máli má segja, aö sé strikað yfir nafn á lista fær listinn atkvæðið, en ekki sá einstaklingur sem strikað- ur er út. Annars er þetta mál svo margþætt, að engin leið er að gera þvi skil i stuttu máli, og verð ég að visa til kosninga- laganna, en þar er þetta útskýrt rækilega. Kosningalögin má fá sérprentuð. Inn í málið fléttast t.d. spurningin hve margar út- strikanir þurfi að vera til að breyting á röð manna eigi sér stað, og ótal fleiri atriði“. □ Skákir Karpovs og Spasskís Ingvar Ingvarsson, Kirkju- teigi 8 Keflavik, spyr: „Ætlar Morgunblaðið að birta skákir Karpovs og Spasskis?" Jón Þ. Þór, skákskýrandi Mbl. svarar: „Einvígi Spasskís og Karpovs varð að miklu leyti útundan vegna prentaraverkfallsins. Þó hefur verið birt ein skák úr einvíginu í Mbl. Mikið skákefni bíður birtingar, m.a. frá Ölymp- íuskákmótinu, og því eru litlar líkur á því að fleiri skákir verði birtar úr fyrrnefndu einvígi. □ Fyrirlestur Þórhalls Vilmundarsonar í sjónvarpið? Þormóður Guðlaugsson, Bauganesi 21, Reykjavík, spyr: „Er sjónvarpið ekki til viðtals um að flytja fyrirlestur Þór- halls Vilmundarsonar, sem hann flutti í Háskólabíði?" Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins svarar: Það er búið að ákveða að taka kenningar Þörhalls Vilmundar- sonar til meðferðar í sjónvarpi. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið hvenær það verður gert, né hvernig efnið verður unnið. Þórir S. Guðbergsson: Áfengisneyzla unglinga ábyrgð foreldra og meðborgara Mikill hluti ist. unglinga er hraustur og heilbrigður æsku- lýður. Góða fyrirmynd í orði og athöfnum ber vissulega vel að þakka. Góð fyrirmynd er sjálf- sagt miklu veigameiri þáttur í öllu uppeldi en flesta grunar. Flestir unglingar hafa ein- hvern tíma reynt að reykja, stela eða bragða áfengi. Sumir drekka lítið, aðrir meira og enn aðrir geta ekki hætt. Mörgum er ljós sú staðreynd, að það er mun meiri hætta á þvi að ungl- ingur verði „ofneyzlu" áfengis að bráð á skömmum tíma en t.d. maður á fimmtugs aldri. Sumir sjá að sér og gæta sín — aðrir koma e.t.v. auga á hættuna, en varast hana ekki samt. Hvað veldur? Hvers vegna hætta sumir að drekka og aðrir ekki? Hvers vegna halda svo margir unglingar áfram að fremja hvers konar afbrot, þeg- ar margir eða flestir félagar þeirra hætta því? Hverjar eru orsakirnar? Hverjum er það að kenna?Umhverfinu með auknu þéttbýli og fbúðaskipulagi, sem oft veldur einangrun og litlum persónulegum samskiptum og vináttu? Slæmum félagsskap í nágrenninu eða hverfinu, sem dregur unglingana út f hringiðu afbrota og áfengis- neyzlu? Uppeldinu með for- eldrunum í fararbroddi, fyrir- mynd þeirra og oft vanrækslu og getuleysi? Eða er það e.t.v. skólanum að kenna, sem stund- um gleymir uppeldishlutverki sfnu og leggur einhliða áherzlu á kennslu og þekkingasvið barnanna? Er það þjóðfélaginu og skipulagi þess að kenna, sem oft lætur vandamálin afskipta- laus þangað til þau eru ill- eða óviðráðanleg? Svona mætti lengi telja, en verður ekki gert. Flestum er ljóst, að hér er ekki um að ræða „annaðhvort eða“ heldur „bæði og“. Orsakirnar geta verið margar og oft æði flóknar. Stundum virðist ómögulegt að finna nokkrar megin orsakir og við verðum undrandi, er við heyrum um afbrot eða áfengisneyzlu sumra unglinga, þar sem „allt“ virtist vera í lagi. í eftirfarandi tveimur grein- um langar mig aöeins til þess að benda á tvo mikilvæga þætti, sem áður eru nefndir: ábyrgð foreldra og skóla. Félagslegur arfur — ábyrgð foreldra Fyrir nokkru ræddi undir- ritaður við 14 ára ungling. Hann hafði framið yfir 30 af- brot, innbrot og þjófnaði, tvisv- ar stolið bfl og ekið langar vega- lengdir og sagðist svo „drekka sig fullan“ um hverja helgi. Þegar hann var spurður af hverju hann drykki sagði hann: „Ja, til þess að gleyma vanda- málunum, flýja að heiman frá öllu rifrildinu og látunum. Þau vilja ekkert með mig hafa hvort sem er.“ Hvers konar uppeldi hafði hann hlotið? Hvernig var æska hans og hversu mikla um- hyggju hafði hann hlotið frá upphafi? Faðir hans misnotaði mikið áfengi, var oft atvinnulaus af þeim sökum oe leiddi bað loks til skilnaðar hjónanna, þegar pilturinn var um tveggja ára. Móðirin varð að vinna úti, hún sjálf hafði ekki notið mikillar alúðar og öryggis í æsku og hafði nú enn minni tíma en áður til þess að gefa syni sínum óskipta athygli sfna, þegar hann þurfti á því að halda. Hann várð því tíður gest- ur hjá ömmu sinni, en naut hennar aðeins til 5 ára aldurs og var einn viðstaddur andlát hennar. Upp frá því sagði hann, að hann hefði farið að ráfa um og byrjaði að stela smáhlutum og peningum. Er hann var um níu ára giftist móðirin aftur og fluttist í nýtt bæjarfélag, en stjúpfaðirinn misnotaði einnig áfengi og vildi auk þess Iftíð með strák hafa að gera. Hann skorti alúð, öryggi og um- hyggju. Honum var sjaldan eða aldrei hampað f fangi móður eða föður, aldrei klappað góð- látlega á kollinn á honum eða strokið um hár hans o.s.frv. Hann heyrði sjaldan uppörv- andi orð eða mildan og hlýlegan tón og nú bættist það auk þess við, að þegar stjúpfaðirinn drakk, sem var býsna oft, lét hann bæði móðurina og soninn fá það óþvegið. Drengurinn verður útundan, honum líður illa heima hjá sér. Svo fer hon- um einnig að ganga illa í skólanum, tekur ekki eftir, er óstundvís og lærir ekki heima og svo fer hann að skrópa af því að honum líður lfka illa þar og þá mætir honum andúð og mót- spyrna þess vegna. Hann þráir umhyggju og öryggi, náið sam- félag og skilning, en mætir fyrirlitningu og fordæmingu. Gömlu vinirnir hans snúa við honum baki, af því að hann er „ljótur strákur" og jafnvel hættulegur þjóðfélaginu. Allir forðast hann. Enginn vill hafa með hann að gera! Hvers á hann að gjalda? Hvað olli því, að hann leiddist út á þessa braut? Átti hann völ á einhverju öðru? Margir munu sjá, hversu upp- eldið hefur átt drjúgan þátt í mótun þessa pilts. Og margir munu segja: Foreldrarnir áttu mestan þátt í í afbrotum og áfengisneyzlu hans. Ef það er rétt, þá þurfti einnig að hjálpa þeim, ef pilturinn átti aftur að verða „eðlilegur unglingur." Hinn þekkti, sænski barna- geðlæknir Gustav Jonsson seg- ir m.a. í bók sinni „Det sosiala arvet": „Þeir, sem hafa farið á mis við grundvallarþarfir í barnæsku, eiga mjög erfitt með að veita sfnum eigin börnum fullnægju sömu þarfa.“ Og á þennan hátt segir hann, að geti myndazt félagslegur ,,arfur“, sem erfist þá frá' kynslóð til kynslóðar. Margir mundu e.t.v. hafa sagt um foreldra piltsins: Þeir eru aumingjar, sem nenna ekki að vinna. Það á ekki að hjálpa slíku fólki. — En hverjum á þá að hjálpa? Þeim, sem nenna og geta unnið? Hver veit um að- stæður, aðbúnað og uppeldi fólks? Okkar er hvorki að dæma, fordæma né fyrirlíta — heldur miklu fremur að reyna að hjálpa og finna aðferðir og ráð, sem hjálpa þeim, sem eiga Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.