Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. J0l1 1974 15 Að tala beint við mann- eskjurnar „ÉG ER búin að vera hér heima undanfarna tvo mðnuði I frti. Hins vegar bý ég núna f Kaupmanna- höfn, þar sem maSurinn minn er viS nðm, — búin aS vera þar f rúmt ðr. Mér Ifkar prýSilega aS vera f Kaupmannahöfn. Þetta er rómantfsk borg. Þarna bjuggu mfnir uppðhalds höfundar. Kamban og Jóhann Sigurjónsson. ÞaS er gaman aS ganga sömu götur og þeir." ^ Nlna Björg Árnadóttirer ein af kunnustu yngri skðldkonum fs- lendinga bæSi fyrir IjóS sfn og leikrit. Hún hefur aS undanförnu dvaliS erlendis eins og fram kemur aS ofan, en er hún kom heim I sumarfrl fyrir skömmu, tókst blaSamanni MorgunblaSsins aS eiga viS hana stutt spjall einn góSviSrisdag. „Ég hef aldrei verið nein sérstök Reykjavíkurmanneskja I mér," sagði Nlna Björk. „Kaupmannahöfn finnst mér mun skemmtilegri borg en Reykjavik, þótt Reykjavik sé að lag- ast. Kaupmannahöfn er reist á eldri menningu. Og ég tek ósköp litið eftir öllu þessu pornói". En hvað um kúltúrinn I Kaup- mannahöfn, — t.d leikhúslífið? „Ég er sjálfsagt ekki nógu vel að mér um þetta". sagði Nina Björk." en mér virðist ekki vera um neina ákveðna llnu eða stefnu að ræða i þeim efnum. Þetta er allt ákaflega leit- andi, — t d. mikið um pólitisk verk, og mikið af skissuleikritum Þetta kannski stafar af því, að i Kaup- mannahöfn er talsvert mikið um til- raunaleikhús. Ég er raunar mjög hissa á, að slik leikhús skuli ekki þrlfast hér Mér finnst þörf á alia vega einu til tveimur tilraunaleik- húsum á íslandi. Fólk virðist alltaf gefast uppvegna peningaleysis Það vantar styrki til slíkrar starfsemi og raunar kannski fyrst og fremst raun- verulegan áhuga almennings Til- raunaleikhúsin virðast fá miklu meiri uppörvun í Danmörku ". En Nina Björk er samt ekki á því að leikritunin sjálf sé á hærra stigi í Danmörku „Eftir þau leikrit, sem ég sá s I vetur, þá finnst mér verk eftir unga danska höfunda alla vega ekki betri en eftir hérlenda. Ég er búin að sjá „Kertalog" og „Selurinn hefur mannsaugu", og þessi leikrit segja mér miklu meira en þau sem ég hef séð í Kaupmannahöfn " „Ég var mjög hrifin af „Selurinn hefur mannsaugu", og mér finnst gagnrýnin, sem það verk hefur fengið, alveg fráleit. Ég er afar ánægð með þennan nýja höfund, Birgi Sigurðsson Hann hefur svo mikið að segja Og hann segir það i senn fallega og dálítið hrottalega Hann kemur eiginlega fram sem fullskapaður höfundur, — alveg án bernskubreka." Sjálf kvaðst Nína Björk nú vera með tvö handrit að nýjum Ijóða- bókum. „Önnur er um Kcisfog var raunar lesin upgi Nörræna húsinu, áður en ég fór'utan. En ég hef unnið hana upp á nýtt Hitt handritið eru Ijóð af ýmsu tagi Mér finnst hvor- ugt þeirra nægilega unnið enn þá, svo að ég hef ekki farið með þau til útgefanda Það liggur heldur ekkert á." Hún kvaðst ekki telja, að Ijóða- formið sem slíkt krefðist persónu- legri vinnubragða en t.d. leikrits- formið. „Min Ijóð eru að þróast. Fyrstu Ijóðin voru, eins og Ijóð flestra ungmenna, um ástina og mann sjálfan. Nú held ég, að Ijóðin séu að verða opnari, — leiti meir út í umhverfi mitt Og þetta held ég, að sé alveg eðlileg þróun, þótt ég sé kannski ekki alveg rétta manneskjan til að dæma um það " Hún vildi llka visa á bug þeim stimpli, sem Ijóð hennar hafa oft fengið i gagnrýni, þ.e. að þau séu „kvenleg" Mér finnst það rangt að segja að Ijóð séu „kvenleg". Það er ekki talað um að Ijóð séu „karlmann- leg". Ætli sé ekki nóg að segja að Ijóðin séu „einlæg". Og karlmenn geta ekkert síður verið einlægir." Nina Björk sagði, að áhugi sinn á leikhúsinu hefði fyrst vaknað að marki, þegar hún hóf nám i leik- Nfna BJÖRK: „Aldrei er sagt. aS Ijóð séu „karlmannleg". (Ljósm. Mbl.: RAX) listarskóla í Reykjavlk. „En mér fannst ég hafa meiri hæfileika til að skrifa en leika „Siðasta verkið sem frumsýnt var eftir hana hér á sviði var „Fótatak" hjá Leikfélagi Reykja- vikur. „Það gekk illa og fékk vonda dóma," sagði hún. „Jú, ég var mjög vonsvikin. Leikfélagið treysti sér ekki til að sýna það nema 12 sinnum þannig, að það fékk aldrei tíma til að reisa sig við eftir dómana. Samt voru undirtektir áhorfenda mjög góðar á sýningum. En ég hef lært af þessu." Hins vegar fengu einþáttungarnir, sem Litla leikfélagið sýndi, ágæta dóma svo og sjónvarpsleikritið „Hælið" „Já, en ég vil, að það komi fram, að ég er ekki ánægð með pródúsjón sjónvarpsins á leikritinu Hvorki sjónvarpið né leikstjórinn höfðu raunar áhuga á að hafa nein samráð við mig vegna upptökunnar Það þarf endilega að hætta slikum vinnubrögðum. Bezta fyrirkomu- lagið væri, að höfundur veldi sér fyrst leikstjóra. Síðan myndu þeir vinna saman að endanlegu handriti og velja leikara. Og að lokum yrði þetta allt lagt fyrir viðkomandi leik- hús eða sjónvarp." „Ég skrifaði „Hælið" vegna þess, að ég er á móti fangelsum"-, sagði Nina Björk þegar talið barst að leik- ritinu sjálfu „Það er alveg furðulegt á þessum timum alls kyns fræðinga, að ekki skuli hafa verið fundin upp betri aðferð til að meðhöndla menn, sem eru hættulegir umhverfi sinu, Viðtal við Nínu Björk Árnadóttur skáldkonu m.a. um að skrifa sjónvarpsleikrit á dönsku — aðferð til að byggja þá upp og hjálpa þeim, I stað þess að brjóta þá niður bak við lás og slá og rimla fyrir gluggum " Hvað um ný leikrit i smiðum? „Ég er með eitt i gangi, sem ég byrjaði á í vetur og langar til að Ijúka við Ég er raunar lika að reyna að skrifa verk fyrir danska sjónvarpið Ég sendi þeim beinagrindina af leikritinu og hef fengið jákvæðar undirtektir Eðli leikritsins er slikt, að ég held, að það passi vel fyrir sjónvarp. Allt stuttar senur og „intímar". Hvers vegna fyrir danska sjónvarpið? Mig langaði til að kynnast nýjum vinnu- aðferðum. Svo fjallar þetta um ó- staðbundinn vanda, öryggisleysi og ótta manneskjunnar i nútimasam- félagi. Hér er um sama þema að ræða og í „Fótataki", sem ég vinn upp " Og hvernig er svo að skrifa á dönsku? „Það er ekki svo erfitt að skrifa leikrit á öðru máli. Þetta eru aðallega „replikkur" og maður lærir einmitt á samtöl fyrst, þegar maður þarf að beita öðru tungumáli. Hins vegar gæti ég trúað, að það væri erfiðara að skrifa skáldsögu á er- lendu máli." „En þetta krefst ákaflega mikils tima", sagði Nína Björk enn fremur. „Ég á tvo drengi til að hugsa um. En mér hefur samt gengið mjög vel að samræma það að skrifa og hafa heimili Kannski er það vegna þess, að það rikir svo áreynslulaus rauð- sokkaandi á heimilinu. Það er of mikið um, að konur fyrirverði sig fyrir að hugsa eingöngu um börn sín og heimili. í Danmörku leggjast slíkar konur oft á taugahæli vegna þess að þeim finnst þær ekki vera neitt og ekki geta neitt. Ég vona, að ég verði alltaf svo heppin að geta tekið drengina mina fram yfir allt annað ” Nina Björk taldi það alls ekki ólik- legt, að danskt samfélag ætti eftir að orka á sig sem yrkisefni i skáldskap „Maður kynnist þarna nýjum hliðum á llfinu, sér það i dálitið öðru Ijósi. Samt má ekki skilja þetta svo, að ekki sé af nógu að taka hér á ís- landi." En hana langar ekki til að verða skáld i Danmörku, — likt og uppáhaldshöfundarnir Kamban og Jóhann Sigurjónsson. „Ég vil helzt skrifa fyrir (slendinga. Þeir standa mér nær. Ég held að ég mundi siður fá hljómgrunn i Danmörku Það er kannski svolitil hégómagirnd, sam felst í því að hafa gaman af, ef eitthvað kemur fram eftir mann er- lendis. En auðvitað lærir maður mikið af þvl lika." Og Nina Björk Árnadóttir kvaðst ekki taka annað skáldskaparformið. leikrit eða Ijóð. fram yfir hitt „Eg held, að þau fullnægi tveimur ólik- um þörfum Og þau eru kannski þrátt fyrir allt ekki svo óllk í þeim báðum talar maður beint við manneskjurnar." — Á Þ. Glefsur úr umsögnum sænskra og norskra blaða um „Hælið” 9 Ingvar Orre i Dagens Nyheter segir m.a., að islenzka sjónvarps- leikritið „Hælið" eftir Ninu Björk Árnadóttur hafi i sjálfu sér ekki sagt nýja sögu. Hér væri á ferðinni gamla sagan um leiðina í fangelsi, úr fangelsi og i fangelsi aftur. „Við höfum séð og heyrt og lesið um þetta margoft, en hér var um að ræða hljóðláta og samúðarrika mynd". Og augljóst er, að sá þjóð- félagsvandi, sem verkið fjallar um, er ekki slður fyrir hendi i Sviþjóð, af umsögn Orre að dæma. ^ Sonja Wallander i Vármlands Folkblad segir m.a., að leikritið hafi náigast heimildastil, en hafi á köflum verið nokkuð viðvanings- legt. „En kannski einmitt þess vegna virkaði það sannfærandi," bætir hún við Erik Moen i Gudbrandsdalen segir m.a.: „Leikritið var góð og sönn lýsing á vandamáli, sem i gagnsæju samfélagi á borð við það íslenzka hlýtur að vera sérstaklega erfitt viðureignar. íslenzka sjón- varpinu tókst á einfaldan hátt að varpa Ijósi á verulegan vanda Leik- urinn var oft á tiðum mjög góður, þrátt fyrir að brjálæðisatriðin innan fangelsismúranna hafi að nokkru leyti verið yfirleikin." 0 Siss Schjoldager i Morgen- bladet i Osló segir m.a.: „Er ástandið svona slæmt á íslandi (I fangelsismálunum)? Eða hefur höf- undurinn, Nlna Björk Árnadóttir skapað hér stað, sem hentar vel til að undirstrika hina dapurlegu mynd af fólki i dauðadæmdri bar- áttu við „normalsamfélagið?" Sé svo, þá á þetta rétt á sér, en er þó tæpast nógu sannfaerandi " Hvítár- bakka- annáll Magnús Sveinsson: HVÍTÁRBAKKA- SKÓLINN □ Reykjavfk, 1974 □ MAGNUS Sveinsson er gamall Hvítbekkingur, en svo nefna sig þeir sem námu við Hvítár- bakkaskólann í Borgarfirði. Hann hefur nú ritað og gefið út sögu skólans — eins konar síð- búna skólaskýrslu — en skóli þessi var stofnaður 1905 og Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON starfaði til 1931. Var hann stofnaður að danskri fyrirmynd sem lýðháskóli, 1 fyrstunni próflaus og mest kennt í fyrir- lestrum, en sveigðist síðar í átt til þess skólakerfis sem smám saman var að skapast hér á fyrsta þriðjungi aldarinnar. Meðal annars skyldi hann „glæða ást manna á sveitalífinu og reyna að sporna við fólks- flutningi úr sveitunum til kaupstaðanna", eins og stóð í lögum eins skólafélagsins. Deildir voru tvær, yngri deild og eldri deild, nemendur flestir um tvítugt og víðs vegar að af landinu. Nemendatal er í bók- inni, og sést meðal annars af því að furðumargar stúlkur hafa strax í byrjun sótt Hvítár- bakkaskólann ef hliðsjón er höfð af að bókleg menntun og skólaganga til handa konum var þá enn talin óþörf af mörgum, ef ekki beinlínis til hins verra. Fyrsta skólaárið voru nemendur fjórtán, þar af sex stúlkur. Það hlutfall hélst þó naumlega. Samkvæmt yfir- liti Magnúsar sóttu skólann „alls frá upphafi (1905—31) um 600 nemendur. Eftir kynj- um var skiptingin þannig, að piltar voru 404, en stúlkur 196 eða tæplega 1/3 hluti nemenda." Með Hvítárbakkaskólanum var kominn vísir að héraðs- skólunum sem spruttu upp fyrir og um 1930, mest fyrir áhuga og tilstuðlan Jónasar Jónssonar frá Hriflu og stóðu í blóma á fjórða áratugnum. Markmið þeirra skyldi vera hið sama og Hvftárbakkaskólans: að vera alþýðuskólar og halda fólkinu heima í sveitunum eða með öðrum orðum að „snúa þvf aftur til framleiðslustarfanna” eins og skólastjóri eins þeirra orðaði það. Ennfremur mun Jónas hafa ætlað þeim að hafa nokkur pólitísk áhrif og vera undirbúningsskólar fyrir Sam- vinnuskólann. Tengsl við lang- skólana höfðu þeir hins vegar engin og voru skólastjórarnir fæstir Iangskólamenn, heldur allt eins úr bændastétt. Það hlutverk að efla alþýðu- menntunina munu héraðs- skólarnir hafa rækt eftir at- vikum vel. Miður tókst að halda nemendunum heima f sveitun- um; þeir sneru fæstir aftur „til framleiðslustarfanna", heldur til ört vaxandi þéttbýlisstaða við sjávarsíðuna; urðu þar leigubílstjórar, lögreglumenn, kaupmenn, barnakennarar og svo framvegis. Starfsréttindi veittu héraðsskólarnir engin. Nú á dögum mundi þykja hæpið í unglingaskóla að halda því að nemendunum að þeir skyldu umfram allt ekki halda lengra á námsbrautinni, heldur snúa sér „að framleiðslu- störfunum". Viðhorfin eru breytt. Kannski voru hin gömlu „rétt“ á sínum tíma; hin nýju einnig „rétt“ í samræmi við breytt þjóðfélag nú samkvæmt þeirri kenning að allir séu alltaf böi;n síns tíma. Sömu- leiðis má deila um hvort héraðsskólarnir hafi gert mikið eða lítið gagn. Þeir sem þar námu hefðu vafalaust margir hverjir í engum skóla numið ef þeirra hefði ekki notið við. I héraðsskólunum vöndust sveitaunglingarnir nokkru fjöl- menni og voru þvf betur en ella undir lífið í þéttbýlinu búnir síðar á ævinni. Magnús fer lítt út í þá sálma að skoða skóla sinn í víðtæku menningarlegu og þjóðfélags- legu samhengi, heldur byggir á endurminningum mestan part og viðhorfunum til skólans eins og hann minnist þeirra meðan skólinn starfaði. Bjart er yfir minningum hans, og þvf eru honum efst í huga þau hollu áhrif sem hann telur skólann hafa haft á nemendur sína. Skólastjórum, kennurum og öðru starfsfólki ber hann hið besta orð, en fer annars ekki mikið út í að Iýsa þvf. Og ekki er að sjá að það ágæta fólk hafi þurft að glíma við teljandi „vandamál“ í skólastarfinu. Ef til vill hefur það lfka verið svo. Fáeinar myndir eru í bókinni og mættu vera fleiri. Blasa þar við kunnugleg andlit manna sem nú eru komnir á efri ár. Á einni gefur t.d. að lfta Ingólf á Hellu sitjandi til borðs f mat sal skólans meðal annarra nemenda, og á annarri þekkist sjálfur höfundurinn í leikfimi- tíma. Texti bókarinnar er lipur, en prentvillur allnokkrar og sumar bagalegar. Er ekki að efa að gamlir Hvít- bekkingar kunna Magnúsi þakkir fyrir þessa greinagóðu skólaskýrslu og þau hlýju orð sem hann lætur falla í garð skóla síns, kennara hans og nemenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.