Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 28
I ÞÉTTITÆKNl HF. HÚSAÞÉTTINGAR —VERKTAKAR EFNISSALA - SÍMI: 27620 trgpitjlWíiM^ nUGLVSinGHR MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 Alþingi kvatt saman 18. júlí: Vinstri stjóminni veitt lausn FORSETI Islands veitti í gær ráðuneyti Olafs Jóhannessonar lausn samkvæmt tillögu forsætis- ráðherra. Jafnframt féllst forset- inn á tillögu forsætisráðherra um að Alþingi verði kvatt saman til fundar fimmtudaginn 18. júlf næstkomandi. Forsetinn fól rfkis- stjórninni jafnframt að gegna störfum áfram unz nýtt ráðuneyti hefur verið myndað. Ríkisstjórnin hélt sinn sfðasta fund áður en lausnarbeiðnin var lögð fram árdegis í gær. Ríkis- ráðsfundur hófst síðan f stjórnar- ráðshúsinu klukkan 15 og stóð yfir í 20 mínútur. Eftir að forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, hafði gengið af fundi, áttu ráð- herrar enn fund í um það bil 10 mfnútur, en að því búnu hurfu þeir á brott úr stjórnarráðs- húsinu. Morgunblaðið ræddi við nokkra ráðherranna í stjórnarráðinu. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagði eftir fundinn, að hann væri nú enn ekki laus allra mála, þótt hann hefði beðizt lausnar. Ólafur sagði: ,,Ég get engu spáð um framvindu mála. Forseti hefur nú málið til meðferðar og kannar aðstæður. Það er ekki sjálfgefið til hvers hann leitar um stjórnarmyndun. Formaður Sjálfstæðisflokksins getur bent á, að flokkur hans hafi bætt mest við sig, en hann hefur ekki nema 25 þingmenn við að styðjast eftir að Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins, lét þá skoðun sína í ljós í útvarpi í gær, að Alþýðuflokkurinn myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn eða styðja ríkisstjórn. Hins vegar gæti ég hugsanlega haft 30 þingmenn. Skattskráin 19. eða 22. júlí „Við stefnum að því, að skatt- skráin komi út föstudaginn 19. júlf eða mánudaginn 22. júlí,“ sagði Halldór Sigfússon skatt- stjóri þegar Mbl. spurðist fyrir um skattskrána í gær. Hann sagði, að þetta gæti þó breytzt, því áætlunin færi eftir þvf hvort gerð skrárinnar í skýrsluvélum stæðist og eins prentun hennar. spáð um framvindu mála á svið; stjórnarmyndunar. Þegar hann var spurður um það, hvernig hon- um væri innanbrjósts og hvort hann saknaði ráðherradómsins, svaraði Halldór: „Ég kann vel við mig f eldlínunni og er ekkert feiminn við að standa í henni.“ Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sagði, að sér sýndist stjórn- armyndun geta orðið erfið, þar sem hlutföll milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi væru 30 gegn 30. Hann vildi engu spá um stjórnarmyndun. Um lausnar- beiðnina sagði Einar: „Ég hugsa ágætlega til þess að fá nú frí frá þeim störfum, sem ég hefi gegnt Framhald á bls. 16 Ráðherrar fara af rfkisráðsfundi ( gær, Halldór E. Sigurðsson, Einar Ágútsson og Lúðvfk Jósepsson — Ljósm.: Ól. K. M. Norðursjórinn: Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra eftir lausnarbeiðnina f gær. Þannig horfir málið við forsetan- um, en hans er ákvörðunin." Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, kvaðst engu geta íslenzku skipin hafa selt fyrir 184 millj. kr. tSLENZKU sfldveiðiskipin f Norðursjó höfðu selt fyrir 184.4 millj. kr. f Danmörku f lok Gylfí Þ. Gíslason: Flokkstjóm ákveður afstöðu til stjórnar FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokks- ins kom saman til fundar f Reykjavfk f gær og ræddi þau nýju viðhorf, sem nú hafa skapazt á stjórnmálasviðinu. A fundinum voru málin rædd frá öllum hlið- um, en engin ákvörðun var tekin um hvort flokkurinn gæfi kost á sér í stjórnarsamstarf, enda hefur slfkt boð ekki komið fram. Eftir fundinn hafði Morgunblaðið sam- band við Gylfa Þ. Gfslason og spurði hvort það væri rétt, sem kæmi fram f einu dagblaðanna f gær, að Alþýðuflokkurinn væri andvfgur allri aðild að rfkis- stjórn. — Það er misskilningur sem fram kemur í einu dagblaðanna í gær, sagði Gylfi, að ég hafi gefið nokkra yfirlýsingu fyrir hönd Alþýðuflokksins um, að Alþýðu- flokkurinn muni ekki taka þátt í neinu stjórnarsamstarfi. Það er flokksstjórn Alþýðuflokksins, sem tekur ákvörðun um það, hvort flokkurinn tekur þátt í stjórn eða ekki. Alþýðuflokknum hefur ekki enn borizt neitt tilboð um aðild að ríkisstjórn, svo það er ekki von, að nokkur ákvörðun í þessu efni hafi verið tekin. Flokksstjórnin hefur hins vegar þegar rætt málið frá öllum hlið- um og mun fjalla um það, sem gerist í þessum efnum. sfðustu viku, en á sama tfma f fyrra höfðu þau selt fyrir 114.2 millj. kr. Nú hafa skipin alls selt 8.113 lestir af sfld á móti 5.430 lestum f fyrra. Þá var meðalverð pr. kfló kr. 21.03, en er núna kr. 22.73. — Aflaskipið Guðmundur er nú söluhæsta skipið, en Guðmundur RE er nú búinn að veiða 1007 Iestir, sem seldar hafa verið fyrir rúmar 27 milljónir kr. meðalverðið er kr. 26.83, sem jafnframt er bezta meðalverð hjá einstöku skipi. Loftur Baldvinsson EA hefur selt 804 lestir fyrir 20.3 millj. kr. og Faxaborg GK hefur selt 718 lestir fyrir 15.9 millj. kr. tslenzku síldveiðiskipin seldu alls 50 sinnum í Danmörku í sfð- ustu viku og hafa þau sjaldan selt svo oft á einni viku. Alls seldu þau þá 1.425 lestir fyrir 31.9 millj. kr. Meðalverðið fyrir hvert kíló var þá kr. 22.42. Sölur skipanna voru yfirleitt ekki háar. Skipin hafa flest verið á veiðum í Skagerak síðustu vikurnar, en á næstunni má búast við, að þau færist nær Hjaltlandsmiðum, en þar heldur sfldin sig meira er líður á sumarið. Sæmilegt veður hefur verið hjá skipunum undan- farið, en síldamagnið þykir ekki of mikið. Slippstöðin: Samið um smíði tveggja skuttogara og nótaskipa Yfirbuguðu fangavörðinn og hleyptu föngunum út TIL mikilla ryskinga kom á Þórshöfn aðfararnótt sunnu- dags, að dansleik loknum f þorpinu. Nokkrir ölvaðir Þórs- hafnarbúar ruddust inn f fangageymslur bæjarins, yfir- buguðu fangavörðinn og hlevptu út tveimur föngum, sem þar voru. Mál þetta hefur vakið mikla athygli og verður það tekið fyrir hjá sýslu- manninum f Þingeyjarsýslu. Baldvin Elías Arason lögreglumaður á Þórshöfn sagði f samtali við Morgun- blaðið í gær, að nokkur læti hefðu verið á dansleik, sem haldinn var á Þórshöfn á laugardagskvöldið, og hefði orðið að setja tvo menn f fanga- geymslu staðarins vegna óláta. Gekk sæmilega að koma mönnunum inn og yfir þeim vakti Iögregluþjónn. 1 þann mund, sem dansleikn- um lauk, sagði Baldvin, þurfti ég að sinna stúlku, sem skorizt hafði lítillega á dansleiknum og koma henni undir læknis- hendur og á sama tíma þurfti ég að gera mælingar á árekstursstað. Er við vorum að ljúka þessu verkefni var komið til okkar og sagt, að mikil læti væru við fangahúsið. Þegar ég kom þangað voru þar mikil slagsmál og kom í ljós, að nokkrir menn höfðu gert sér lítið fyrir og ruðzt inn í fanga- geymsluna, þar sem þeir yfir- buguðu fangavörðinn. Að því loknu opnuðu þeir fyrir föngunum og hleyptu þeim út. Okkur gekk illa að stilla til friðar á staðnum, en það hafðist þó að lokum. Sem betur fer meiddist enginn f þessum átökum, en við lítum hann mjög alvarlegum augum, og málið verður tekið fyrir hjá sýslu- manninum á Húsavík sagði Baldvin að lokum. A LAUGARDAGINN voru undir- ritaðir samningar um tvo skuttog- ara og nótaveiðiskip milli Slipp- stöðvarinnar h.f. annars vegar og Álftafells h.f., Stöðvarfirði, og Gunnars h.f., Reyðarfirði, hins vegar. Þessi skip eru að því leyti sér- stæð, að þau sameina það tvennt að vera skuttogarar og nótaveiði- skip, en það er algjör nýjung. 1 því sambandi má benda á, að brúin stendur á tveimur breiðum stöplum og myndast við það athafnasvæði undir henni. Smíði skuttogaranna hefst í september n.k. og er áætlað að afhenda fyrra skipið í janúar 1976 en síðara skipið í október á sama ári. Mesta lengd skipanna verður 45.5 metrar, breidd 9.5 metrar og dýpt 6.60 metrar. Aðalvélar verða af gerðinni Alpa, 1740 hestafla, og ljósavélar eru af gerðinni MWM. Þá verða tvær togvindur í skipun- um, 17.2 tonn hvor, og 2 snurpu- vindur verða, 14 tonn hvor, ennfremur verða um borð 6 hjálparvindur frá Rapp. Kraftblakkir verða af Triples- gerð og tvær sfldardælur eru um borð. Tveir ferskvatnseimarar verða í skipunum, og framleiða þeir 10 lestir af vatni á sólar- hring. Einnig verður hægt að framleiða 10 lestir af ís á sólar- hring. Fiskileitartæki eru öll af gerðinni Simrad, þar á meðal tvö sónartæki. íbúðir verða í skipunum fyrir 16 menn og í öllum vistarverum verður loftnetskerfi fyrir útvarp, hátalara- og símakerfi. Hljóm- burðartæki verða f matsal. Þá má nefna, að tvær ratsjár verða í skipunum og vélgæzlukerfi og afgasvaki er frá Iðntækni h.f., en vélgæzlukerfi frá þvf fyrirtæki hafa þegar sannað ágæti sitt. Fulllestuð munu skipin taka rösk- lega 600 lestir af loðnu. Nú eru í smíðum tvö síðustu 150 lesta fiski- skipin, sem smíðuð verða f Slipp- stöðinni að sinni. Umferð mikil VEGAFRAMKVÆMDIR á Skeið- arársandi standast alveg áætlun og verður þeim lokið, þegar hring- vegurinn verður formlega opnað- ur þann 14. júlí n.k. Sigurður Jóhannsson vegamála- stjóri sagði í samtali við Mbl. i gær, að þótt vegurinn yrði ekki formlega opnaður til umferðar fyrr en þann 14. júlf, þá væri umferð um hann búinn að vera í marga mánuði og nú sfðustu vik- urnar mjög mikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.