Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 Sovézkur píanóleikari leit ar hælis á Vesturlöndum Brtíssel, 2. júlí AP. SOVÉZKI pínóleikarinn Valery Afanasiev, sem sigraði árið 1972 í píanósamkeppninni í Belgíu, sem kennd er við Elizabetu drottn- ingu, hefur leitað hælis á Vestur- löndum, að því er talsmaður belgíska dómsmálaráðuneytisins upplýsir. Sagði hann, að Afan- asiev hefðí komið til Brtíssel 11. júni sl. og tveim vikum siðar lagt inn hjá ráðuneytinu skriflega ósk um pólitískt hæli hjá flótta- mannanefnd Sameinuðu þjóð- anna. Hefði hann fengið heimild belgískra yfirvalda til að dveljast í Belgíu um hrið og færi hann þar nú huldu höfði, meðan beðið væri svars frá Sameinuðu þjóðunum. Haft er eftir heimildum nákomn- — Samkomulag? Framhaid af bls. 1 dvöl hans hefur staðið í Sovétrikjunum hafa sjónvarps- áhorfendur þar fengið að sjá fjölda bandarískra þátta og kvik- mynda um ýmis efni. Brezhnev sagði f ræðu sinni, að á morgun yrði að vísu gefin út opinber tilkynning um viðræður þeirra Nixons — þó væri óhætt að upplýsa, að „samkomulag um að tryggja takmörkun framleiðslu gagnflaugakerfa, samkomulag um að draga úr kjarnorkuvopna- tilraunum neðanjarðar og nýjar tilraunir til að koma á takmörkun kjarnorkuvopna munu stuðla að því að efla frið og traust þjóða vorra í milli“, eins og hann komst að orði. Nokkur áherzlumunur þótti vera á ummælum leiðtoganna í skálaræðum um vináttu þeirra. Nixon var sagóur hafa lagt áherzlu á persónulegt vinfengi milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétrfkjanna, en Brezhnev talaði um vináttu þjóðanna sjálfra. Búizt var við, að þeir Nixon og Brezhnev byrjuðu viðræður sínar fyrir hádegi í morgun, en fundin- um var frestað í fimm klukku- stundir án nokkurra skýringa. I fyrramálið undirrita þeir þá samninga, sem náðst hafa f þess- ari ferð Nixons og opinber yfirlýs- ing verður gefin út. Síðan heldur Bandaríkjaforseti heimleiðis og er gert ráð fyrir, að hann flytji sjónvarpsávarp til bandarisku þjóðarinnar annað kvöld. — Vinstri stjórn Framhald af bls. 28 undanfarin 3 ár. Þau hafa oft verið erfið, en ég hef haft gaman af þeim að nokkru leyti. Eg gleðst yfir þeim árangri, sem við höfum náð í landhelgismálinu, en varn- armálin, sem enn eru óleyst, skyggja óneitanlega á viðskilnað- inn.“ Magnús Torfi Ölafsson mennta- málaráðherra vildi engu spá um það hverjum yrði falin stjórnar- myndun. Um þá spurningu, hvernig honum fyndist að hætta ráðherradómi nú, sagði Magnús: „Að sumu leyti er mér það léttir eins og á stendur, þar sem ég fékk allóvænt tvö ráðuneyti til viðbót- ar því, sem ég hafði fyrir. Að öðru leyti sé ég eftir að hverfa frá ýmsum verkefnum, sem skemmra eru á veg komin, en ég hefði kosið — verkefnum, seih vakið hafa áhuga minn." Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra sagði, að erfitt væri að spá nokkru um stjórnarmyndun. Hlutföllin i þinginu væru 30 gegn 25 eftir að formaður Alþýðuflokksins hefði lýst því yf- ir, að flokkurinn ætti að vera í stjórnarandstöðu. Lúðvík Jósepsson var nýkom- inn að austan, er hann kom á ríkisráðsfundinn í gær. Hann kom því beint af flugvellinum f stjórnarráðið. Hann vildi ekkert segja um horfur, er Morgunblaðið spurði hann um þær. Búizt var við því, að forseti íslands myndi í dag kalla alla flokksformennina á sinn fund og ræða við þá um hugsanlega stjórnarmyndun. um píanóleikaranum, að þær regl- ur og skilyrði, sem sovézk yfir- völd setji listamönnum sinum, muni koma í veg fyrir, að hann hljóti þann frama á alþjóðavett- vangi, sem hann sækist eftir. — Minning Framliald al' bls. 18 því, hve gaman væri að mega lifa það að Helga, barnabarnið, yrði fermd og stundum, þegar mest þjarmaði að sagði hún: „En það má mikið vera að mér takist samt ekki að lifa það að Helga verði fermd." Og þetta auðnaðist henni og meira til. Mér virðist sem Munda hafi erft sterka lund móður sinnar og still- ingu og hógværð föður sins. Eitt atvik er mér sérlega minnisstætt. Það var í aprfl 1957 daginn áður en sonur okkar hjónanna var fermdur. Hún hringdi til mfn og sagðist eiga að leggjast inn á sjúkrahús undir aðgerð, sagðist eiginlega aðeins hafa fengið fárra daga frest til að ganga frá þvotti, nú var þvf lokið og hún beið eftir hringingu frá sjúkrahúsinu. „En verði ég ekki kölluð á morgun, kem ég samt í kaffi til þín.“ Þetta sýnir hugarró og sálarstyrk hennar. Sfðast sá ég Mundu 5. maf í vor. Hún lá þá á Landspftalanum og var enn að hlakka til að komast bráðum heim af sjúkrahúsinu. Alltaf var hún jafn björt yfirlit- um og enn hló hún hvellum, dill- andi hlátri, sem minnti mig á björtu vorkvöldin heima á Hömrum, þegar ég var barn. Hún hringdi til mín 31. maí, þá var haldin hátfð á heimili mfnu og hún gleymdi ekki frænku litlu frekar en endra nær. Hún óskaði mér til hamingju. Og þar eð hún var ekki ferðafær tók hún af mér loforð um að koma nú fljótt í heimsókn. Þvf lofaði ég hálíðlega, en sú ferð var aldrei farin. — Það má heita merkilegt, hvað þeim hjónunum tókst að halda heimilinu gangandi öll þessi veik- indaár Mundu og af þeirri snilld, sem raun ber vitni. Fjölskyldan var samhent, sjálf var Munda stjórnsöm og eiginmaður, synir og tengdadætur gerðu það, sem þau gátu til hjálpar. Eitt er ótalið, einmitt það, sem réð þó úrslitum í þessu, hjálp frænku hennar og vinkonu Margrétar Þorsteins- dóttur fyrrverandi matráðskonu á sjúkrahúsi hvítabandsins. Mar- grét veitti alla þá hjálp, sem með þurfti, þegar Munda var heima og það af þeirri snilld, sem henni er lagið. Að lokum þakka ég alla vináttu og tryggð, sem Munda sýndí mér og foreldrum mínum gegnum árin, og votta eftirlifandi eigin- manni hennar og öðrum ástvinum innilega samúð. Guð blessi minningu hennar. Imba. — Þjóðarsorg Framhald af bls. 1 á borð við: „Lengi lifi Peron, Peron lifí“ „Hershöfðingi, hví hefur þú yfirgefið oss“, „Aðeins dauðinn gat velt þér úr sessi" o.s.frv. Fyrsta verk Isabelu sem forseta var að staðfesta fyrir sitt leyti skipan allra ráðherra, sem f stjórn landsins voru, og fara þess á leit við „vini og andstæðinga“, að þeir létu sameiginlegar óskir um frjálst, réttlátt og sjálfstætt ríki Argentínu sitja í fyrirrúmi fyrir persónulegum óskum hvers og eins. Henni hefur verið heitið stuðningi af hálfu hersins og allra löglegra stjórnmálahreyfinga og er búizt við, að kyrrð geti haldizt f landinu fyrst um sinn. Hinsvegar telja stjórnmálafréttaritarar sennilegt, að við taki harðvítug valdabarátta innan hreyfingar perónista, að hægri- og vinstri- sinnar muni berjast um yfir ráðin innan hennar og jafnvel sundra henni gersamlega. Gfsli Blöndal virkaði þungur f leiknum f fyrradag, en sótti sig nokkuð er leið á. Hér sézt hann lyfta sér yfir vörn Norðmannanna f Iokahluta leiksins. — Iþróttir Framhald af bls. 27 leiksins. I leikhléi var staðan 11:9 og er 10 mínútur voru eftir af leiktímanum var enn allt í járn- um, staðan 16:15. Endasprettinn áttu Reykvfkingarnir og munur- inn varð sex mörk, 23:17, eins og áður sagði. Ólafur H. Jónsson og Einar Magnússon voru beztu menn Reykjavíkurliðsins að þessu sinni, ásamt Ragnari Gunnarssyni markverði og hinum bráðefnilega Þróttara, Friðriki Friðrikssyni. Allir Ieikmenn Reykjavíkur skor- uðu f þessum leik að markvörðun- um og Sigurbergi Sigsteinssyni undanskildum. Mörkin dreifðust sem hér segir: Einar 6, Björgvin 4, Gísli, Ólafur og Friðrik 3 hver, Gunnsteinn, Brynjólfur, Guðjón og Stefán 1 hver. IÞRÓTTAHATÍÐINNI LVKUR I DAG. Iþróttahátfðinni, sem staðið hefur undanfarna daga í tilefni 1100 ára byggðar í landinu, lýkur í dag. Fer þá fram knattspyrnu- leikur á Laugardalsvellinum milli Reykjavíkur og Landsbyggðar- innar. Piltar úr 2. flokki leika og hefst leikurinn kl. 19.00. þverneita, að þau geti á nokkurn hátt verið orsök vandamála barna sinna. — Oft getur barnið orðið ruglað á þeim áminningum, sem það fær, ef þær eru ekki útskýrðar nánar. Margir segja: Þú mátt ekki blóta, væni minn. Og rétt á eftir segja þeir svo sjálfir: Hel- vftis asni gat hann verið! Eða: Þú mátt alls ekki reykja góði, en reykja svo sjálfir eins og þeir eigi lffið að leysa. Fleiri dæmi mætti nefna en aðalatrið- ið er þó, að barnið fái útskýr- ingu: vegna hvers? Ef foreldrar eru bindindismenn þarf barnið að fá að vita hvers vegna. Ef foreldrarnir reykja, en drekka ekki, vegna hvers o.s.frv. Það er oft æði erfitt að vera sjálfum sér samkvæmur í uppeldinu, en það er veigamikill þáttur í lifi okkar frá vöggu til grafar. Að lokum langar mig aðeins til að minnast á alvarlegan þátt, sem oft gleymist þegar um áfengisneyzlu unglinga er að ræða. Margt hefur verið vel gert að undanförnu til þess að fyrirbyggja eiturlyfjaneyzlu og sölu eiturlyfja — en hvað um ólöglega sölu áfengis og smygl þess? — Ekki ætla ég að fara að mála skrattann á vegginn með mörgum dæmum úr fjölmiðlum þessa efnis, en sjálfsagt hugsa þeir skammt, sem gera sig seka um þetta alvarlega brot með oft ófyrirsjáanlegum afleiðingum bæði fyrir sjálfa sig og aðra. En hvað er unnt að gera? Og hver getur þáttur skólans verið á þessu sviði? Stavangri f júnf 1974 — Watergate — Samkeppni Framhald af bls. 1 þjóða til nýtingar þeirra fisk- stofna, sem strandríki sjálft hefði ekki möguleika á að nýta. Og það skyldi ekki vera strandríkisins sjálfs heldur þriðja aðila — t.d. einhverrar alþjóðastofnunar — að dæma, hvort það gæti hagnýtt þessa fiskstofna. Búizt er við, að flutningi stefnu- yfirlýsinga verði ekki lokið fyrr en í næstu viku einhvern tíma en þá verður hafizt handa um nefndastörf — og þá er búizt við, að íslenzka sendinefndin leggi fljótlega fram ásamt öðrum til- lögu um 200 mílna auðlindalög- sögu, sem unnið hefur verið að undanfarið. I gærmorgun flutti formaður norsku sendinefndarinnar, Jens Evensen viðskiptamálaráðherra, stefnuyfirlýsingu norsku stjórn- 1 arinnar á ráðstefnunni. Af- I staða hennar er sú, að efnahags- lögsaga strandrikja skuli vera 200 sjómflur, Iandhelgi 12 mflur, tryggð séu réttindi til „saklausra" siglinga innan hennar, tryggð sé frjáls umferð um sund, á alþjóð- legum siglingaleiðum, að strangar ráðstafanir séu gerðar til að hindra mengun og komið verði á laggirnar áhrifariku, alþjóðlegu' yfirvaldi, sem sjái um nýtingu auðlinda hafsins. — Bukovsky Framhald af bls. 13 áskorun, þar sem segir að Ogurtsovs bfði sömu örlög og Grigorenkos hershöfðingja. Hann segir, að Ogurtsov hafi verið ágætur fþróttamaður, sundmaður og skylmingamaður áður en hann var handtekinn, en nú sé hann taugaveiklaður sjúklingur. Þar á ofan horfist hann f augu við hræðilega ógn- un: stanzlausar pyntingar f geð- sjúkrahúsi. Jafnframt er ekkert lát á réttarhöldum og pólitfskum föngum fjölgar stöðugt, segir Observer. Amnesty Inter- national og svipuð samtök hafa fengið áskoranir frá dr. Sakhar- ov og félögum hans vegna ný- legra réttarhalda f Vladimir og Arkangelsk. — Afengisneyzla Framhald af bls. 4 við vandamál að stríða, til þess að hjálpa sér sjálfir. Við eigum öll við vandamál að stríða á einhverjum sviðum, skiljum ekki börn okkar eða foreldra og tengdaforeldra, hegðun okkar og orð valda svo oft misskiln- ingi og jafn vel langvinnum deilum og erfiðleikum — það er ekkert niðurlægjandi við það aó eiga við vandamál að stríða. Hitt getur oft valdið miklu meiri vanda, að foreldrar t.d. Framhald af bls. 3. Óskar Magnúss. AK. Óskar Magnúss. AK. Isleifur VE. Hilmir SU. Tungufell BA. Gísli Arni RE. Magnús NK. örn KE. Pétur Jónss. Kó. Pétur Jónss. KO. Jón Garðar GK. Börkur NK. Sæberg SU. Vörður ÞH. Faxi GK. Þórður Jónass. EA. Fffill GK. FífillGK. Þórkatla II. GK. Náttfari ÞH. Bjarni Asmundar ÞH. 197 (ex Hilmir KE. 7) Bjarni Asmundar ÞH. Bjarni Ólafsson AK. Bjarni Ólafsson AK. Óskar Halldórss. RE. Þorsteinn RE. Gísli Arni RE. Magnús NK. Þórkatla II. GK. Loftur Baldvinss. EA. Loftur Baldvinss. EA. örn KE. Gfsli Arni RE. Faxi GK. Jón Garðar GK. Jón Garðar GK. Keflvíkingur KE. Keflvfkingur KE. Helga II. RE. Þorsteinn RE. Sfld Bræðslusfld Makrfll Samtals F’ramhald af bls. 13 menn, sem væru sérfræðingar I að dýrka upp lása og brjótast inn. CIA-starfsmaður, sem veitti þessar upplýsingar, sagði af sér einum degi eftir handtöku Water- gate-innbrotsþjófanna, segir í skýrslunni. Upplýsingar hans stangast á við opinberan fram- burð háttsettra starfsmanna CIA þess efnis, að Hunt hafi ekkert samband haft við CIA eftir 21. ágúst 1971. Þá kveðst leyni- þjónustan hafa neitað að veita Hunt nokkra frekari aðstoð í leyniþjónustustarfi hans fyrir Hvíta húsið. 0.9 33.109 — 36.79 2) 36.9 771.008 — 20.89 5.5 106.387,— 19.34 54.8 1.221.272 — 22.29 17.1 346.072 — 20.24 71.6 2.369.927,— 33.10 49.0 1.057.278,— 21.58 26.1 586.080,— 22.46 18.6 403.266,— 21.68 3.5 24.118,— 6.89 1) 28.2 692.241.— 24.55 32.8 761.514,— 23.22 4.4 97.361,— 22.13 18.5 453.895 — 24.53 15.4 370.103,— 24.03 16.4 395.937,— 24.14 24.5 576.491,— 23.53 15.5 121.801,— 7.86 1) 10.5 253.769,— 24.17 13.0 305.731,— 23.52 3.0 73.173,— 24.39 15.9 94.840,— 5.96 1) 70.2 2.328.593,— 33.17 16.1 95.503,— 5.93 1) 43.6 1.501.234,— 34,43 80.6 2.671.339,— 33.14 10.2 255.628,— 25.06 14.7 425.186,— 28.92 5.2 129.608,— 24.92 46.8 1.382.441,— 29.54 3.8 17.456,— 4.59 1) 16.8 378.153,— 22.51 43.5 1.061.092.— 24.39 29.5 669.864,— 22.71 33.4 453.873,— 13.59 1.0 44.302,— 44.30 2) 30.8 488.884,— 15.87 2.1 80.103,— 38.14 2) 59.1 1.384.439,— 23.43 57.7 1.278.386.— 22.16 1.329.5 30.917.798,— 23.26 80.2 471.017.— 5.87 16.0 576.665,— 36.04 1.425.7 31.965.480,— 22.42 — Norðursjór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.