Morgunblaðið - 03.07.1974, Síða 19

Morgunblaðið - 03.07.1974, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 19 Ólafiir H. Hjálmarsson frá Aðalvík - Mnning Deyr fé, deyja frændr deyr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Sl. þriðjudag, eða þ. 25. þ.m., var jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu Ölafur Helgi Hjálmarsson vélvirki, sem bjó að Brávallagötu 18 hér í borg. Ólafur lést í Borgar- sjúkrahúsinu þ. 16. þ.m. eftir nær 9 mánaða langa stranga og erfiða sjúkdómslegu. Ólafur fæddist að Stakkadal í Aðalvík 14. nóv. 1895, sonur hjón- anna Hjálmars Jónssonar útvegs- bónda þar og Ragnhildar Jo- hannesdóttur, næst yngstur 4ra sona þeirra. 14 ára gamall fór Ólafur að heiman er hann réðst 1 skipsrúm á breskum togara. Réttum 3 árum síðar, árið 1912, lagði hann upp til Vesturheims til Friðriks móður- bróður síns sem bjó á vestur- strönd N-Ameríku, og stundaði þar ýmis landbúnaðarstörf og skógarhögg. Haustið 1915 kemur hann aftur heim, og sest þá að á Látrum f Aðalvík og gerist for- maður á eigin mótorbát. Þann 17. nóv. 1917 kvæntist Ólafur Sigríði Jónu Þorbergsdótt- ur, bónda í Efri-Miðvík í Aðalvík. Bjuggu þau búi sínu að Látrum til 1921 að þau fluttust til föðurleifð- ar Sigríðar, og stunduðu þar búskap ásamt útgerð um tveggja ára skeið, eða þar til eldsvoði á bæ þeirra varð til þess að þau fluttust aftur að Látrum, þar sem sjósókn sat fyrir öðrum störfum. Allan þann tíma er Ólafur bjó að Látr- um, stundaði hann sjómennsku nær allt árið um kring, því þann árstíma, sem ekki var hægt að stunda sjósókn vegna hafnleysis og lítilla báta þeirra Aðalvfkinga, þ.e. um haust og vetur, fór hann að heiman til sjós, og var þá oftast á togurum. Var hann þá ýmist háseti, kyndari, jafnvel vélstjóri. Arið 1928 fluttist Ólafur með alla fjölskyldu sfna, eiginkonu og fjögur ung börn til vesturstrand- ar N-Ameríku, þar sem hann tók við búi eftir fyrr nefndan móður- bróður, sem var þá látinn. Bjó Ólafur þar búi sfnu að hætti þar- lendra, á Point Robertsskaga í Washington fylki í Banda- rfkjunum. En svo mikill var áhugi hans á sjómennsku, og yndi af störfum til sjós, að þegar hlé gáfust frá bústörfum, sótti hann eftir, og fékk skipsrúm á strand- gæslubátum. En römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Þann tfma, sem Ólafur bjó í Vesturheimi, varð honum æ erfiðara að yfir- buga þrána til Islands, til hins nána sambýlis við náttúruöflin, heim til Aðalvfkur, þar sem hörð og óvægin lífsbaráttan hafði rist í manninn þær rúnir, sem aldrei urðu af máðar, og mótað þá mann- gerð, sem ekki lætur deigan síga né hopar undan erfiðleikunum, sem lífið ber í skauti sér, heldur sækir á brattann meðan endist þrek og þor, og fær til þess ótrauða hvatningu gjörkunnugra og nákominna nábúa í því sam- félagi, sem öllum er hjartfólgnast. Þar sem æskuárin liðu við stranga og kalda vetur, við langar og ljós- ar sumarnætur í byggðinni norð- ur við Ishaf. Að liðnum fjórum árum í Vesturálfu fluttist Ólafur búferl- um til Aðalvfkur að nýju, með allt sitt skyldulið, sem enn hafði fjölg- að, og settist aftur að á Látrum og gerðist enn formaður á eigin mótorbát, með því að vera lang- dvölum að heiman við sjósókn í öðrum verstöðvum eins og áður. Tók hann þá til sín aldraða og heilsutæpa foreldra sfna, sem voru hjá honum allt til æviloka. Arið 1935 tók Ólafur á leigu kirkjujörðina að Stað í Aðalvík, og rak þar búskap með myndar- brag um fimm ára skeið. A þeim árum byggði hann upp öll pen- ingshús og önnur mannvirki á jörðinni, að mestu með nýtingu rekaviðar af fjörum kirkjunnar, sem hann sneið sjálfur til eftir þörfum. Þessa uppbyggingu stundaði hann fáliðaður eins og aðrir bændur, en fór þó auk þess til vorvertíða. En þetta mikla vinnuálag fór þó að segja til sín, svo að hann fór þá að finna fyrir heilsutjóni, sem varð honum síðar þrándur f Götu. Að liðnum leigu- tíma á Stað hafði hann keypt jörð- ina Skáladal í Aðalvík, sem þarfnaðist nýs húsakosts með öllu og hugði hann á nýtt uppbygg- ingarstarf þar. Vegna heilsu sinn- ar varð hann að gefa það frá sér, því ekki var um að velja annað en að bæta við vinnudaginn til að koma slfkum áformum í fram- kvæmd. Því var það að hann flutt- ist þaðan fljótt aftur, og hóf þá enn formennsku á eigin vélbát frá Látrum, með sjósókn annars staðar um haust og vetur. Vorið 1946 fluttist Ólafur til Reykjavíkur, og réðst þá til starfa á vélaviðgerðaverkstæði Vita- málastjórnar. Ekki dró úr áhuga Ólafs á að vera á sjó, því oft fékk hann sig lausan um lengri og skemmri tfma frá vinnu sinni f landi til að vera vélstjóri við að sækja nokkra af nýsköpunartogurunum, sem landsmenn létu þá byggja, svo sem Vestmannaeyjatogarana og annan Isafjarðartogarann, eða til að vera vélstjóri á hinum nýju skipum við veiðar, eða til að leysa af vélstjóra á skipum Landhelgis- gæslunnar. Sumarið 1954 gegndi Ólafur vélstjórastarfi á dýpkunarskipinu Gretti. Þá fór enn að bera á hans eldra meini, og fór svo að hann gekkst undir mikla skurðaðgerð á baki. Þegar hann hafði aftur náð heilsu til að vera við störf réðst hann til Landssmiðjunnar og starfaði þar allt til 1967, að heils- an leyfði ekki lengur erfiðsvinnu. Starfaði hann sfðan sem um- sjónarmaður við Breiðagerðis- skólann Reykjavfk, allt fram á sl. haust, að hann lagðist hina löngu banalegu. Ólafur var allt frá æsku hagur á tré sem málma, og fljótt kom einnig í ljós hans frábæra hæfni til að gera við allt, sem aflaga fór, Fædd 8. marz 1936. Dáin 22. júnf 1974. ÞAÐ eru sólstöður á vori. Sól er hæst á lofti. Sumargræn náttúran baóar sig í sól. En mitt í allri þessari birtu berst mér sú hel- fregn, sem slær mig svo, að ég sé vart sólina lengur. Þó gat maður búizt við þessu, hvenær sem var. En það er nú einhvern veginn svo, að við hrökkvum alltaf við, þegar dauðinn ber að dyrum, jafnvel þótt hann geri boð á undan sér. Hún Hrefna er dáin. Hversu bitur örlög. Hún, sem alltaf var að hjálpa öðrum, sem áttu um sárt að binda. Henni nægði ekki að sýna starfi sínu sem hjúkrunarkona fyllstu trúmennsku, heldur hélt hún sambandi við fjölda fólks, sem hún stundaði og ég veit að hugsar til hennar með þakklæti. En stærra starfi átti hún þó ólokið á sínu heimili, að ljúka uppeldi dætranna sinna fjögurra að meira og minna leyti. Og þungur er sá kross og mikil er sú ábyrgð, er hvílir á herðum mannsins hennar, sem nú gengur þeim bæði f föður- og móðurstað. En í veikindum hennar undan- farið hefur hann sýnt, hvað í honum býr, óendanlegt æðruleysi og stillingu, þó að hann vissi vel í langan tíma að hverju dró. Sigríður Hrefna Björnsdóttir fæddist 8. marz 1936 og ólst upp að Fjósum í Svartárdal í stórum systkinahópi. Þegar hún var 16 ára fór hún í Tóvinnuskólann að Svalbarði við Eyjafjörð. Hún hélt alltaf mikilli tryggð við allt, sem allt frá hinum smæstu verkfærum til hinna stærstu véla. Þvf var hann alla tíð sóttur heim til slfkra viðgerða, bæði af sveitungum sem og eigendum stærri báta og togara. Fór hann oft frá sfnum eigin bústörfum eða sjósókn til að greiða úr slíkum vandkvæðum, sem ekki var á annarra færi að leysa úr, því bóngreiður var hann alltaf og hvernig sem að sótti. Reyndist oft þurfa meiri háttar viðgerða við, en slíkt traust höfðu þeir á getu og trúmennsku Ólafs, sem hennar höfðu notið, að hann var þá yfirleitt fenginn til að stjórna verkinu, eða jafnvel vinna það allt einn ef ekki var önnur lausn fyrir hendi. Eftir að Ólafur hóf störf við vélaviðgerðir ávann hann sér slíkt orð, að um margra ára skeið var hann sérstaklega kvaddur af Landhelgisgæslunni til að annast sérstakar endurnýjanir á vélar- hlutum í skipum hennar. Vegna aðstæðna komust ekki margir að þessum verkum og þau tafsöm einum. Voru þau oft sumarvinna hans milli skólamissera nú síðustu árin. Þegar Ólafur var orðinn maður roskinn aflaði hann sér iðnrétt- inda í þeirri grein sem hann stundaði mest hin seinni ár, vél- virkjun, til að uppfylla þær kröf- ur, sem okkar nútímaþjóðfélag gerir til þekkingar og réttinda þeirra, sem slfk störf stunda. Á æskuárum lærðist Ólafi að nýta tiltækar stundir frá erli og þjóðlegt var og gamalt, löngu áður en í tízku komst að safna gömlum munum. Fátt var Hrefnu fjær skapi en að sýnast. Hún kom sjálf til dyranna eins og hún var klædd og fyrirleit allan hégóma og yfirborðshátt. Næst lá leið hennar í Hús- mæðraskólann á Blönduósi, fyrst sem námsmey, en síðan sem að- stoðarstúlka f nokkra vetur. Þar bundust þær vináttuböndum, sem aldrei bar skugga á, hún og frú Hulda Á. Stefánsdóttir, sem þá var skólastýra þar. Hefur hugur Hrefnu e.t.v. mótazt af lífsskoð- unum þeirrar góðu og mikilhæfu konu og hafa þær. verið hvor annarri sem móðir og dóttir síðan meðan þær gátu notið samvista. Sfðan fór Hrefna í hjúkrunar- nám. Þar kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Guðmundi B. Guðmundssyni lækni, sem þá var lfka við nám. Eftir að þau giftust og luku námi störfuðu þau bæði á Reykjalundi og síðar á Klepps- spítalanum og víðar. Alls staðar eignuðust þau vini, hvert sem leiðin lá. Vini, sem þau voru alltaf boðin og búin að hjálpa og að- stoða, hvenær sem þörf var á. Alltaf jafn glöð og létt í lund, þótt oft væri hún eflaust þreytt, enda um stækkandi heimili að hugsa. En þetta allt nægði þeim ekki. Þau komu sér upp sumarbústað á eyðibýli, þar sem þau byggðu og hún ræktaði alls konar matjurtir af miklum áhuga, því að alltaf var Hrefna mikil sveitakona í innsta eðli sfnu. Þær voru líka margar ferðirnar, sem farnarvoru norður Sigríður Hrefna Björnsdóttir - Kveðja 3nnum dagsins, frá brauðstritinu, til að leita fróðleiks og þroska af aókum og ritum, og er hann ung- ur kynntist erlendum þjóðum nýtti hann þau tækifæri til að kynnast tungu þeirra og ritum, ásamt verkmenningu og tækni. Þessi fróðleiksþorsti fy)gdi Ólafi alla tíð, og eftir því sem vinnutimi styttist, fyrir.sakir heilsumissis, eða breyttra lffshátta, notaði hann meiri tíma til lesturs og bóknáms, bæði á okkar og ann- arra máli. Ólafur var maður ættrækinn, eins og fram kom er hann tók aldraða foreldra í sína umsjá. Samband þeirra bræðranna var með ágætum, hlýlegt og fullt um- hyggju hvers um annan. Þannig var náið samband hans og Her- manns bróður hans, er aftur var orðið stutt á milli þeirra, í Reykja- vík, og þeir tveir bræðranr.a eftir- lifandi. Á sama veg var samgangur hans og annarra ættingja og vina, sem einnig fluttust hingað, og af sama toga var spunninn áhugi hans fyrir ættfræði og aukin ástundun við hana eftir því sem á árin leið, og svo vinna að útgáfu bókarinnar Sléttuhreppur en þar Iagði hann að vanda sinn hlut af mörkum af miklum áhuga og al- vöru ásamt mörgum öðrum, og varð þá vel við notið ættfræðings og langminnugs ábúanda í Sléttu- hreppi, sem lagðist í eyði á fáum árum, margra orsaka vegna, um lfkt leyti og Ólafur fluttist þaðan til Reykjavíkur. Svo sem Ólafur rækti öll sín störf af kostgæfni, alúð og um- hyggju, þannig var markað hans æviskeið ásamt hinum stöðuga fylginaut hins hugsandi manns, leitinni að betra\ lífi, auknum þroska, meiri tækni, fleiri tæki- færum. Hvar sem hann var og hvað sem á reyndi, var hann trúr í starfi og hófvær i lund. Hann var eins og Islendingar hafa þótt vera, hrjúfur á yfirborði en þvf hlýrri undir niðri. Þannig var hans greiðvikni og umhyggja fyrir samferðamönnum auðsærri á borði en í orði. Þannig minnumst við Ólafs. Heiðursmanns, sem ekki flfkaði tilfinningum sínum, né lét uppi kveinstafi. Þannig vitum við, að hann gekk á vit örlaga sinna, traustur og öruggur, hógvær og ósérhlífinn. Með fasi þess, sem veit, að hann hefur gert vel og ávaxtað sitt pund en er saddur lífdaga. Börn Ólafs urðu 9, en þar af létust tvö f bernsku, þau Sigríður Jóna og Sveinn eldri, en Sveinn yngri lést í blóma lífsins, frá konu og ungum börnum, árið 1967. Varð hann öllum harmdauði og fráfall hans nær óbærilegt áfall þeim Ólafi heitnum og Sigrfði. En með styrk þeirrar eikur, sem lengst og styrkust stóð, stóðust þau það, sem önnur. Uppkomin börn þeirra, öll ráðsett, eru: Ragnhildur, gift Árna Ólafssyni skrifstofustjóra í Keflavík, Odoiný kjólameistari, var gift Birni Jó- hannessyni í Reykjavík, Ásta, gift Gunnari Jónssyni bryta í Reykja- vík, Helga, meinatæknir, gift As- geiri Leifssyni hagverkfræðingi í Reykjavfk, Kjartan stöðvarstjóri, kvæntur Ágústu Skúladóttur að Steingrfmsstöð og Friðrik vél- smíðameistari, kvæntur Kristínu Lúðvíksdóttur að Lágafelli. Eftir Ólaf stendur skarð fyrir skildi, og er að öllum þessum og bróðurnum Hermanni harmur kveðinn, en þó mestur og sárastur að eftirlifandi eiginkonu Ólafs, frú Sigriði Jónu. Megi bjartar minningar frá gifturfkri samveru breiða lín huggunar yfir sár þeirra. Arni Ragnar Árnason. Afmælis- og minnmgar- greinar ATHYGLl skal vakin á því aó afmælis- og minningar gjreinar verða að berast blaðinu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að 'berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hlið- stætt með greinar aðra daga. — Greinarnar verða að vera vélritaðar með góðu Ifnu- bili. f land til gamla heimilisins hennar að Fjósum, þar sem for- eldrar hennar bjuggu og svo móðir og yngri systkini eftir að faðir hennar dó. Þar var tekið til höndum og létt undir við sumar- vinnuna. Einnig hafði Hrefna mjög gott vit á skáldskap og hafði gaman af. Hún var vel lesin á því sviði og kunni ógrynni af ljóðum, enda góðum gáfum gædd. Minningarnar streyma hjá. 36 skólastúlkur eru saman komnar haustið 1954 víðsvegar að af landinu og eiga saman ánægju- lega og lærdómsríka dvöl á hús- mæðraskóla. Þá var Hrefna aðstoðarstúlka þar. Þá var oft leitað til hennar með ýmis smá- vandamál, sem voru jafnvel stór vandamál í augum okkar þá. Ur þeim leysti Hrefna jafnan með glöðu geði og var nokkurs konar milliliður milli kennara og nem- enda, þá aðeins 18 ára. Svo líða nokkur ár. Þá liggja leiðir okkar saman á ný við erum báðar giftar og svolítið ráðsettari og þau hjónin búa á heimili tengdaforeldra minna. Þá eru þau bæði við nám, hann að lesa undir próf og hún vinnur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu hér í bæ. Eftir það verða heimsóknirnar tfðari og alltaf var okkur fagnað af jafn- miklum innileik. Ein mynd er mér þó einkenni- lega skýr í huga. Þá var hún að koma heim fyrir ári, eftir fyrstu sjúkrahúsleguna vegna þessa hræðilega sjúkdóms, sem lagði þessa hraustu og dugmiklu konu að velli. Yngsta dóttirin, þá þriggja ára, var f fóstri hjá ætt- ingjum. Þegar hún kom heim og sá, að mamma var komin, hljóp hún fagnandi með útbreiddan faðminn á móti henni og hrópaði brosandi, mamma, mamma. Þessari mynd gleymi ég aldrei. Við skiljum ekki þessar ráðstaf- anir æðri máttarvalda, sem hrifsa frá okkur þá, sem okkur eru kær- astir. En einhvern tilgang hlýtur þetta þó að hafa, þó að við ekki skiljum það. Það hlýtur að biða hennar mikið starf handan við móðuna miklu, enn meira en hún gat áorkað hér og guð leggur held ég ekki stærri byrðar á okkur en að við getum axlað þær. Svo vil ég aðeins að lokum, um leið og ég þakka Hrefnu vinátt- una, biðja guð að gefa ástvinum hennar öllum og sérstaklega þó manninum hennar og börnunum styrk til að bera þær byrðar, sem á þau eru nú lagðar, sefa sorgir þeirra og hjálpa þeim til aðlifa og starfa áfram í minningu hennar. Skrifað á Akureyri 27. júnf 1974. Kr. H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.