Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 Minning: Guðmunda Sigur- björg Kristmsdóttir Fædd 4. maí 1903 ' Dáin 25. júnf 1974 HUN hefði dáið samt þó síðar yrði, og tími fengizt fyrir þvílíkt orð. — Svo lét Shakespeare Makbeð segja, þegar hann frétti lát konu sinnar. (Þýðing Helga Hálf- danarsonar). Þessar setningar flugu um huga minn, er mér var tilkynnt lát Mundu frænku og sjálfsagt hefur eftirlifandi eiginmanni hennar dottið eitthvað líkt í hug. Þrátt fyrir langvarandi veikindi kemur svona frétt alltaf of fljótt. Guðmunda Sigurbjörg var fædd að Hömrum í Grímsnesi 4. dag mafmánaðar 1903, yngst fjögurra dætra Kristins Jónssonar bónda að Hömrum og konu hans Sig- ríðar Jónsdóttur. Kristinn var fæddur að Lækjar- koti í Mosfellssveit (f. 10. apríl 1868, d. í Bjarnahúsi á Stokkseyri 23. ágúst 1935), sonur Jóns Arna- sonar bónda þar (f. 28. marz 1834, d. 18. maf 1872) og konu hans Sigríðar Gísladóttur (f. 24. ágúst 1932, d. 2. apríl 1892). Árni faðir Jóns bjó að Minna- Mosfelli í Grímsnesi, hann var sonur Sigurðar Árnasonar og Halldóru Gunnarsdóttur fyrri konu hans. Bjuggu þau Sigurður og Halldóra að Stóra-Nýjabæ f Selvogsþingum. Eftir lát Hall- dóru fluttist Sigurður að Seli í Grfmsnesi og gekk að eiga Þór- eyju Eyjólfsdóttur ekkju Hinriks Ölafssonar. Börnin að Lækjarkoti voru 11 að tölu og eins og fyrr segir misstu þau föður sinn meðan þau enn voru ung. Á þeim tímum var það venja, að hópurinn tvístraðist til skyldra og vandalausra og þannig fór hér. Kristinn og Sig- urður bróðir hans (seinna skóla- stjóri Miðbæjarbarnaskólans) fluttust austur f Grímsnes. Ég man vel eftir Kristni. Hann var laglegur, góðlegur, hlýr f við- móti og beizkjulaus, þrátt fyrir lífsreynslu. Heldur var hann lágur vexti, en þó var hann virðu- legur á velli. Oft talaði Munda með hlýhug um nærgætni og hugulsemi föður síns. Sigríður kona Kristins var fædd í Arakoti á Skeiðum 10. des. 1866, dóttir Jóns Björnssonar söðla- smiðs þar og konu hans Katrínar Snorradóttur bónda á Hömrum Jónssonar hreppstjóra á Hömrum Guðmundssonar bónda á Hömrum Jónssonar Ölafssonar, sem býr á hömrum 1729. Björn faðir Jóns var silfur- smiður og bjó allan sinn búskap að Búrfelli í Grímsnesi. Hann var kvæntur Ragnhildi dóttur sr. Jóns í Klausturhólum og miðkonu hans Margrétar Kolbeinsdóttur Þor- steinssonar prests í Miðdal í Laugardal. Sigríður var í mörgu ólík Kristni. Voru þau nokkuð áþekk á velli, en hún var miklu skapmeiri og örlyndari, þó var hjónaband þeirra með fágætum. Sigríður átti heima á Hömrum frá því foreldrar hennar fluttust þangað vorið 1872, þegar hún var fimm ára þar til 1927, að þau hjónin brugðu búi og fluttust til Katrínar dóttur sinnar, sem þá var gift og setzt að á Stokkseyri. Guðmunda ólst upp hjá for- eldrum sfnum f vesturbænum á Hömrum, á fjölmennu heimili við nóg efni á þeirra tíma mæli- kvarða og frjálsræði. Systurnar t Útför SIGURÐAR BJÖRNSSONAR, Elliheimilinu Grund er lést þann 23/6, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4/7 kl. 10.30. Vandamenn. t Bróðir okkar, ÁSGEIR HÓLM, lést I Landakotsspltala mánudaginn 1. júlf. Systkini. t Móðir okkar, GUÐBJÖRG VlDALlN ÞORLÁKSDÓTTIR, Njálsgötu 33, lést I Borgarspltalanum 1 júlt. Böm hinnar látnu. voru þrjár, sem upp komust. Elzta systirin, Margrét, dó úr kfghósta 4 vikna gömul. Katrfn var elzt þeirra, sem upp komust. Hún bjó á Stokkseyri og dó í árslok 1961. Nú er Ingibjörg, búsett á Stokks- eyri, ein eftir á lífi. I sveitinni lauk Guðmunda skyldunámi, fékk á unglingsárum sínum nokkra tilsögn í hannyrð- um og var vetrartíma í Reykjavík við nám f fatasaumi. Kynni okkar hófust strax þegar ég fór að gera greinarmun á and- litum. Hún hafði strax mikið dálæti á mér og þetta fann ég. Eitt það fyrsta, sem ég man eftir, var atvik, sem gerðist þegar ég var þriggja ára. Ég var eitthvað óþekk við mömmu, svo hún hafði orð á því, að það væri ekkert gaman að mér lengur. Þá svaraði ég: Hún Munda hefur þó gaman af mér. Skömmu seinna trítlaði ég vestur hlaðið og kallaði mamma, mamma, og þessu hélt ég um tíma og lfkaði Mundu vel. Ég man eftir Mundu heima á Hömrum, ungri kátri stúlku. Ég man eftir systrunum þremur dansa og syngja á stéttinni á björtum góð- veðurskvöldum. Svona fannst mér það ætti alltaf að vera. En allt tekur enda. Dag nokkurn komst ég að því, að hún ætlaði að fara að gifta sig og flytjast til Reykjavíkur. Þetta fannst mér mjög leiðinlegt, en hún hug- hreysti mig og lofaði að senda mér brúðu í afmælisgjöf. Brúð- kaupsdagur Mundu rann upp, heiður og bjartur vordagur. Ég fékk að vera viðstödd brúðkaupið og enn man ég vel, hve Munda var fín og hvað þau brúðhjónin voru hamingjusöm, þegar þau leiddust vestur hlaðið að athöfninni lok- inni. Guðmunda giftist 22. maí 1926 Kristni Filipussyni innheimtu- manni hjá Sláturfélagi Suður- lands, ættuðum úr Selvogi. Hann hafði ungur flutzt til Reykjavíkur ásamt Guðrúnu móður sinni og héldu þau heimili saman. Nú tók unga konan við búsforráðum, en Guðrún tengdamóðir hennar var áfram í heimilinu. Mikið var Guð- rún ánægð með tengdadótturina, FYRSTU kynni mín af frú Guð- björgu Kolka voru í Vestmanna- eyjum. Þá var Páll Kolka læknir þar. Móðir mín og ég bjuggum eitt ár f húsi þessara göfugu læknis- hjóna. Minnist ég þeirra með inni- legu þakklæti þennan tíma. Alls staðar komu þau fram til góðs, til að græða sár og bæta hag, sérstak- lega aldraða fólksins. Þetta ár, sem við móðir mín bjuggum á læknisheimilinu í Vestmannaeyj- um, var móðir læknisins, Ingi- björg, þar. Hún var þá orðin blind. Hún var greind kona og átti móðir mín með henni margar ánægjulegar stundir. Hvorug þeirra hafði fengið að njóta skóla- lærdóms, sem þær þráðu þó mjög, en mörg æviár voru búin að kenna þeim ótal margt, sem jafn- vel æðstu skólar fá ekki veitt. Fluttum við móðir mín frá Vest- mannaeyjum eftir eins árs dvöl f húsi Kolka læknis. Eftir nokkurra ára skeið giftist ég Sigurði Sölvasyni kaupmanni og fluttist til Skagastrandar, en þá var Páll Kolka héraðslæknir á Blönduósi. Tókust þá aftur upp gömul kynni á milli Kolka-hjónanna og mín, þar sem Sigurður var mikill vinur læknishjónanna. Þótti mér það mikið lán að fá þá aftur að tengjast vináttuböndum við frú Björgu Kolka. Heimili þeirra á Blönduósi bar ávallt vott um höfðingsskap, en þó sérstaklega kærleika til allra, sem til þeirra komu, enda voru þau sannkristin og mótaðist líf þeirra allt af kenningum og lífi Meistarans mikla frá Nasaret, Jesú Krists. Voru þau hjón bæði í félagi KFUM og K í Reykjavík allt frá fyrstu skólaárum Páls. Séra Frið- rik Friðriksson æskulýðsleiðtogi var aldavinur læknishjónanna. enda naut hún góðrar aðhlynn- ingar hennar og að lokum hjúkrunar í banalegunni. Guðrún andaðist á heimili Kristins og Guðmundu f ársbyrjun 1944. Mörg fyrstu árin bjuggu þau Kristinn og Guðmunda í leiguhús- næði og þá þurfti oft að flytja. En um 1940 fluttust þau i eigin íbúð að Einholti 7 og gátu nú loks búið á sama stað svo lengi, sem þau sjálf fýsti. A árunum 1957—1958 byggðu þau hjónin sér stóra og glæsilega íbúð að Tómasarhaga 14. Þangað fluttust þau svo 1958 og hafa búið þar sfðan við mikinn glæsibrag. Annars var sama hvar þau bjuggu um sig, allt bar vott um næman smekk og stjórnsemi húsmóður- innar. Synir þeirra hjóna eru tveir: Sigurður Kristinn skrifstofustjóri og Guðmundur veitingamaður. Báðir eru synirnir stúdentar frá Verzlunarskóla Islands og hafa stundað nám við Háskólann. Sigurður er kvæntur Helgu H. Nfelsdóttdr ættaðri úr Húnaþingi. Þau eiga einn son, Baldur að nafni. Guðmundur er kvæntur Kristínu Pálsdóttur, þýzkrar ættar. Eiga þau eina dóttur, Helgu. Veikindi voru stór þáttur í lífi Guðmundu. Fyrst veiktist hún af mjög heiftarlegri brjósthimnu- bólgu, þegar hún var um þrítugt og var um tíma ekki hugað líf. Þetta var fyrsta stranga sjúk- dómslegan hennar. Um 10 árum síðar var hún lögð inn á sjúkrahús og lá þar í marga mánuði. Eftir það var hún oftast heima þrátt fyrir að hún gengi ekki heil til skógar, þar til árið 1957 að hún gekk undir aðgerð. Hún hafði fengið ber í annað brjóstið og við ræktun kom í ljós, að þetta var krabbamein. Henni var vel ljóst, um hvaða sjúkdóm var að ræða og taldi vfst, að fyrr en sfðar leiddi hann hana til dauða. Á þessum árum, sem síðan eru liðin, hefur hún gengið undir hverja aðgerðina á fætur annarri, en aldrei kvartað. Hún hafði alltaf lag á að miða við eitthvað f framtíðinni. Oft hafði hún orð á Framhald á bls. 16 Frú Guðbjörgu Kolka hitti ég í sfðasta skipti fyrir tveim árum á ársfagnaði í KFUM í Reykjavík. Var hún höfðingleg og lék á als oddi og gat engum dottið í hug þá, að hún væri búin að lifa yfir 80 ár. „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum". Ég enda þessar fáu línur með því að votta frú Guðbjörgu Kolka og eiginmanni hennar, sem er dáinn fyrir 3 árum, mína dýpstu virðingu og þakklæti fyrir kær- leika þann, er þau sýndu ást- vinum mínum og mér og fyrir allt, sem þau hafa starfað til styrktar og eflingar Guðsríkis hér á jörðu. Guðs friður og náð fylgi þeim á eilifa Iandinu, þar sem réttlætið býr. Eg sendi öllum eftirlifandi ást- vinum Guðbjargar og Páls Kolka læknis innilegustu samúðar- kveðjur. Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. Margrét Konráðsdóttir. t Eiginmaður minn, ENOK INGIMUNDARSON, Suðurlandsbraut 74a, andaðist I Borgarspitalanum aðfaranótt 2. júll. F.h. vandamanna, Kristln Bjömsdóttir. t Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, RAGNHEIÐAR HELGADÓTTUR, Laufvangi 1. Ragnar Jónsson. t Maðurinn minn, ÞORVALDURÁRNASON, tannsmiður, lést á heimili okkar Sogavegi 44, Reykjavlk mánudagínn 1. júll 1 974. Kristfn Sigurðardóttir .. —■■■!■ ■ I I t Faðir okkar, tengdafaðir og afi TÓMAS ÓSKAR ARNASON prentari Bergþórugötu 6A. andaðist I Borgarspltalanum föstudaginn 28. júnl. Jarðarförin auglýst slðar. Dætur, tengdasynir og bamaböm. t Móðir mln, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, frá Látrum, andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu, mánudaginn 1. júll. Jóhanna Jóhannsdóttir. Baldur Jónsson frá Mel. Sigurður Baldursson, Jóhann Baldursson, Ingibjörg Baldursdóttir. ...... i i i t Kveðjuathöfn mannsins mlns FRIÐRIKS V. GUÐMUNDSSONAR fyrrv. tollv. frá Höfða, ferfram I Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. júll kl. 1 3.30. Athöfn fer fram frá Hofskirkju Höfðaströnd, laugardaginn 6 júll kl 14.00 Jarðsett verður að Höfða Höfðaströnd. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrlður B Hjaltasted. Guðbjörg Kolka —Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.