Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1974 Skólar Reykvíkinga lagaðir að nýjum lögum um grunnskóla a »*> MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ og skrifstofa borgarstjóra hafa fallizt á tillögur ákveðinnar nefndar, sem skilaði áliti f apríl sfðastliðnum, um skipulag skðlahalds f Reykjavfk með tilliti til nýrra laga um skólakerfi og grunnskóla, og breyttra viðhorfa f þeim efnum. I tillögum nefndarinnar er Reykjavfk skipt f 7 skólasvæði, sem mynda sfðan eitt eða fleiri skólasvæði fjölbrautaskóla, sem ná yfir allar almennar námsbrautir framhaldsskólastigsins. 1 frumáætlun er gert ráð fyrir, að framkvæmdum, sem nauðsynlegar eru vegna þessa, verði lokið um 1980. Morgunblaðmu barst f gær fréttatilkynning um þessa ákvörðun frá skrifstofu borgarstjóra og menntamálaráðuneytinu. Fréttatilkynning- in er svohljóðandi: Urriðafoss — nýjasta skip Eimskipafélagsins ásamt Skógarfossi. MIKIL ENDURNÝ JUN HJÁ EIMSKIP MIKIL endurnýjun á sér nú stað á skipastól Eimskipafélags ts- lands, eins og áður hefur verið greint frá f Morgunbiaðinu. t fréttatilkynningu frá Eimskip kemur fram, að félagið hefur ný- verið selt tvö af eldri skipum sfn- um — Tungufoss og Bakkafoss. Tungufoss var afhentur nýjum eigendum f Hamborg 24. júnf sl. og ráðgert er, að Bakkafoss verði afhentur um miðjan júlf. Tungufoss var smíðaður fyrir Eimskipafélagið af Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn árið 1953 og er því 21 árs gamall. Bakkafoss var smíðaður í Danmörku 1958 en Eimskip keypti skipið í marz 1963. Eimskipafélagið hefur keypt fimm vöruflutningaskip á þessu ári. Þessi skip eru nú öll komin til landsins. Fjögur skipanna eru keypt í Danmörku, M.s. „ÁLA- FOSS“, M.s. „GRUNDARFOSS", M.s. „UÐAFOSS“, og „URRIÐA- FOSS“. Þau eru öll af sömu stærð, 499 brúttótonn og lestarrými 103.000 teningsfet. Heita má, að þessi skip séu einnig eins að allri gerð (systurskip). — Fimmta skipið er keypt í Noregi, M.s. „LJÖSAFOSS". Er það frystiskip, 199 brúttótonn að stærð og lestar- rými 37.500 teningsfet. Þá festi Eimskipafélagið nýlega kaup á tveimur vöruflutnjnga- skipum, sem enn eru ókomin til landsins. Annað skipíð er keypt í Danmörku og er samskonar skip og hin fjögur, sem þar hafa verið keypt. Er það væntanlegt til landsins um miðjan ágúst. Hitt skipið er keypt í Þýzkalandi, smíðað árið 1970. Það er 2.725 brúttótonn (4000 DW-tonn). Lest- arrými er 185.000 tonn. Það er væntanlegt til Reykjavíkur í októ- ber n.k. „Nefnd, sem starfað hefur á vegum menntamálaráðuneytisins og borgaryfirvalda f Reykjavfk skilaði f aprfl s.l. álitsgerð, sem fjallar um skipulag skólahalds f Reykjavfk með tilliti til nýrra laga um skólakerfi og grunn- skóla, og breyttra viðhorfa í þeim efnum. Menntamálaráðuneytið og borgaryfirvöld Reykjavfkur hafa ákveðið að fallast á megin atriði þeirra tillagna, sem fram koma f álitsgerðinni. Samkvæmt þvf mun verða gerð heildaráætlun um skólabyggingar f Reykjavfk, sem reistar verða af rflii og borg, og nái sú áætlun til grunnskóla, ásamt forskóla fyrir 6 ára börn, og alls almenns framhaldsnáms, þ.e. þess náms að loknum grunn- skóla, sem námsefnislega og Ingvar á Desjar- mýri lézt í gær INGVAR Ingvarsson, bóndi og oddviti að Desjarmýri í Borgar- firði eystra, er látinn. Hann varð bráðkvaddur f bifreið sinni á leið frá Borgarfirði til Egilsstaða. Ingvar fæddist árið 1920. Hann tók við búi föður síns ásamt bróð- ur sínum og varð oddviti og sýslu- nefndarmaður fyrir Borgarfjörð árið 1956. Þá varð Ingvar um margra ára skeið fréttaritari Morgunblaðsins í Borgarfirði eystra. Ingvar lætur eftir sig konu og sjö börn, þar af eitt innan fermingar. Ingvar Ingvarsson. Slaufusala Félags einstæðra foreldra um helgina — allur ágóði rennur í Styrktarsjóð FEF NU UM helgina gengst Félag ein- stæðra foreldra fyrir fjáröflun með slaufusölu. Slaufurnar hafa fjölmargir góðir liðsmenn búið til undanfarnar vikur. Verða þær seldar hér f Reykjavík og víðar um landið. Geta má þess, að Suðurnesjadeild FEF hafði með höndum slaufusölu í Keflavík á kosningadaginn og gekk sú sala með afbrigðum vel. Allur ágóði af slaufunum, sem kosta 50 kr. stk., rennur í Styrktarsjóð Félags einstæðra foreldra. Sjálfboðaliðar, sem sjá sér fært að vinna við sölu á sunnudaginn, eru beðnir að hafa samband við Auði Haraldsdóttur, form. fjáröflunarnefndar FEF, Bergstaðastræti 30b. FEF stefnir að því að gera slaufusölu að ár- legum viðburði. Eru slaufurnar hinar smekklegustu að gerð og heitir FEF á fólk að sýna þessu framtaki góðar undirtektir. Byggingarfélag verka- manna 35 ára í dag Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík er 35 ára í dag, 5. júlí. Á þeim árum, frá þvf að félagið var stofnað, hefur það byggt 526 fbúðir í Reykjavík, auk verzlunar- og skrifstofuhúss. Aðalfundur félagsins var hald- inn sl. miðvikudag, en honum hafði verið frestað um nokkra hnð vegna kosninganna. Núverandi stjórn Byggingafélags verkamanna, talið frá vinstri. Ingvar Björnsson, meðstjórnandi, Sigurður Kristinsson, gjaldkeri, Jóhann Þórðarson hdl. formaður, en hann er stjórnskipaður, Alfreð Guðmundsson, varaformaður og Róbert Pétursson, ritari. skipulagslega getur myndað sam- fellda heild. Miðað verður við, að nám að loknum grunnskóla sé skipulagt sem fjölbrautakerfi. Annars vegar verði um að ræða fjöl- brautaskóla, sem byggðir verða sem slfkir frá grunni og hins vegar samhæfing þeirra skóla, sem fyrir eru, og verkaskipting þeirra á milli á grundvelli fjöl- brautakerfisins. Gerð hefur verið frumáætlun um skipulag og skólabyggingar f samræmi við framangreinda stefnumörkun og byggir sú frum- áætlun að öðru Ieyti á þeim for- sendum, sem hér eru raktar: I. Reykjavíkurborg er skipt f 7 grunnskólasvæði, sem mynda sfðan eitt eða fleiri skólasvæði fjölbrautaskóla, sem hvert um sig mun f öllum meginatriðum ná yfir allar almennar námsbrautir framhaldsskólastigsins. Þó mun nokkur samvinna þeirra á milli vera nauðsynleg, svo sem f kennslu verklegra greina á sviði iðnmenntunar o.fl. II. Miðað er við, að skólar séu á næstu árum tvfscttir nemendum á forskólastigi og fyrstu 6 ár grunnskólans, en einsettir eftir það. Sfðar er gert ráð fyrir, að einsett verði einnig f 4., 5. og 6. bekk grunnskólans. III. Gert er ráð fyrir, að skóla- dvöl nemenda verði samfelld og verði f þvf skyni komið upp að- stöðu til að nemendur geti neytt máltíðar f skólanum, byggt það kennsluhúsnæði fyrir almenna kennslu, kennslu f sérgreinum, og sundkennslu hagað á þann hátt, að svo megi verða. IV. Gert er ráð fyrir, að á hverju skólasvæði fyrir sig, verði afnotum af skólahúsnæði breytt sem nauðsyn krefur til þess að það komi að sem beztum notum og unnt sé að uppfylla þau skil- yrði, sem að öðru leyti eru sett, Framhald á bls. 16 1 milljarður til iandgræðslu - og skógræktarstarfa Á fundi sameinaðs Alþingis, sem haldinn veröur á Þingvöllum hinn 28. júlí n.k., mun verða lögð fram þingsályktunartillaga allra flokka, þar sem lagt verður til, að miklu fé verði varið til langræðslu og skógræktar á næstu 10 árum. Morgunblaðið hefur fregnað, að f þingsályktunartillögunni sé gert ráð fyrir 1000 millj. kr. fjár- veitingu næstu 10 árin til land- græðslu — og uppgræðslustarfa eða 100 millj. kr á ári. Það þarf vart að spyrja að því, að þessi þingsályktunartillaga verður samþykkt og með sam- þykktinni mun öll starfsemi Landgræðslu rfkisins og Skógræktarfélags Islands aukast stórlega. Myndin sýnlr tvær gerðir af slaufum sem eru á boðstólum hjá FEF nú um helgina. D-lista- skemmtun í kvöld I KVÖLD verður D-Iistaskemmtun að Hótel Sögu fyrir þá sem störfuðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn f Reykjavfk á kjördag, og stuðluðu með þvf að glæsilegum sigri sjálfstæðismanna. Þeir sem störfuðu fyrir D-listann geta sótt boðsmiða sfna á skrifstofu fulltrúaráðsins að Sfðumúla 8 og f Galtafell við Laufás- veg 46 f dag. Skemmtunin að Hótel Sögu mun hefjast kl. 21 f kvöld. Hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar mun leika fyrir dansi og Ómar Ragn- arsson skemmtir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.