Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 28
mnRGFRLDFIR mÖGULEIKR VÐRR ÞRR ER EITTHURfl FVRIR RLLR <!<i FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1974 • Póstlestinni miðar vel áfram. Þessi mynd var tekin í norðanverðum Hvalfirði í gærdag eftir að leiðangursmenn höfðu stytt sér leið yfir botninn með þvi að fara þar yfir árnar. Fóru þeir í gær í einum áfanga úr Fremri-Botni að Þyrli. Nánar er sagt frá póstlestinni í máli og myndum á bls. 16. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Stöðvast rekstur Sem- entsverksmiðjunnar? Olíufélögin loka fyrir olíusölu til verksmiðjunnar vegna skulda INNHEIMTUAÐGERÐIR olfufé- laganna hafa Ieitt til þess, að þau haf.a nú stöðvað olfusölu til Sem- entsverksmiðju rfkisins á Akra- nesi og er fyrirsjáanlegt, að rekst- ur verksmiðjunnar mun stöðvast eftir um vikutfma hafi hún ekki gert upp skuldir sfnar við olfufé- lögin fyrir þann tíma. Hins vegar eru til nægar birgðir f skemmu eða um 22 þúsund tonn, svo að landið verður ekki sementslaust í bráð. Svavar Pálsson, viðskiptafram- kvæmdastjóri sementverksmiðj- unnar, sagði f samtali við Morgun- blaðið í gær, að hinar harkalegu innheimtuaðgerðir olíufélaganna hefðu komið sér á óvart, enda þótt verksmiðjunni hefði verið til- kynnt um að sölustöðvun væri yf- irvofandi síðast er verksmiðjan fékk olfu hjá olíufélögunum. For- ráðamenn olíufélaganna hefðu hins vegar lýst því yfir, að þau sæju ekki ástæðu til þess að eiga skuldir inni hjá ríkisfyrirtækjum á sama tíma og þau ættu í örðug- leikum með önnur viðskipti sín við ríkisvaldið. Svavar kvað greiðsluerfiðleika Sementsverksmiðjunnar nú eink- um stafa af tvennu — annars veg- ar af óraunhæfri verðákvörðun á framleiðslu verksmiðjunnar um nokkurra ára skeið og hins vegar hefði verksmiðjan þurft að leggja í allmiklar en óhjákvæmilegar fjárfestingar. „Það er þannig tap á hverju tonni, sem fer frá okkur núna,“ sagði Svavar. Yfirdráttarskuldir viðskipta- bankanna 5.000 millj. króna Yfirdráttarskuldir viðskipta bankanna við Seðlabanka Islands námu um sfðustu mánaðarmót 5000 milljónum króna. Lausafjár- staða bankanna hefur aldrei verið jafn slæm. t byrjun júnfmánaðar námu yfirdráttarskuldir við- skiptabankanna 4000 milljónum króna. Astandið hefur þvf versnað til mikilla muna sfðast- liðinn mánuð. Viðskipabankarnir verða að greiða 18% refsivexti af verulegum hluta þessara skulda. Höfuðástæðan fyrir þessum mikla yfirdrætti bankanna mun vera almennur lánsfjárskortur, sem stafar af geysimikilli eftir- spurn eftir lánsfé og hríð- versnandi greiðslujöfnuði. Gjald- eyrissala umfram kaup á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs nam 3157 milljónum króna, en var á sama tíma á fyrra ári 5 milljónir króna. Halli á greiðslujöfnuði vegna gjaldeyrissölu bankanna umfram kaup leiðir til sam- 2 skipstjórar handteknir vegna vangoldinna sekta TVEIR skipstjórar voru handteknir á mánudaginn sl. og settir í varðhald í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Báðir höfðu þeir orðið sekir um margendurtekin landhelg- isbrot en hvorugur hafði sinnt itrekuðum kvaðning- um dómsvaldsins varðandi sektir vegna þessara brota og var það ástæðan fyrir handtökunni. Mennirnir losnuðu úr varðhaldinu í fyrradag eftir að sektir þeirra höfðu verið greidd- ar. Mbl. hafði samband við Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómara vegna þessa máls og sagði hann, að hér væri ekki um að ræða neina herferð gegn landhelgis- brjótum sérstaklega heldur væri hér einungis verið að framfylgja landslögum. Sagði Halldór, að skipstjórar þessir hefðu hlotið marga dóma fyrir landhelgisbrot, bæði sektir og varðhald, en aldrei sinnt ítrekuðum kvaðningum vegna þessara dóma. Eina leiðin til að framfylgja dómum yfir þeim hefði því verið handtaka og varðhald unz sektir hefðu verið greiddar. dráttar peningamagns f umferð og þar með til verri lausafjár- stöðu viðskiptabankanna. Við eðlilegar aðstæður f efna- hagsmálum batnar lausafjárstaða bankanna venjulega á þessum árstíma vegna mikils útflutnings. I fyrra batnaði lausafjárstaða bankanna fyrstu fjóra mánuði ársins um 717 milljónir króna. Þrátt fyrir lausafjárerfiðleika sína hafa bankarnir orðið að auka útlán sín og þá fyrst og fremst til atvinnurekstursins, sem nú stríðir við rekstrarörðugleika. Af þeim sökum hafa bankarnir orðið að taka hin dýru yfirdráttarlán hjá Seðlabankanum. Ástæðurnar fyrir ört versnandi greiðsluhalla mun að leita bæði í inn- og útflutningi. Annars vegar hefur orðið verðfall á erlendum sjávarafurðum miðað við út- flutningsverðlagið f fyrra. Verð- lag á innfluttum vörum hefur hins vegar farið hækkandi og viðskiptakjörin við útlönd því versnað. Þá hefur umframeftir- spurn eftir innfluttum vörum vegna hárra tekna og spákaup- mennsku haft mikil áhrif til aukningar á innflutninginn. Bráðabirgða- lausn á kaffi- þurrðinni KAFFIBRENNSLURNAR eru nú teknar til starfa af fullum krafti og nýmalað Ræddu við for- sætisráðherra FORRÁÐAMENN olíu- félaganna gengu í gær á fund forsætisráðherra. Erindi þeirra var að ræða um greiðslur úr svokölluðum olíusjóði, sem greiða á niður olíu- verð til bátaflotans, en Seðlabankinn, sem hefur með vörzlu sjóðs- ins að gera, hefur til- kynnt olíufélögunum, að engir peningar væru til fyrir þessum nið- urgreiðslum. Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu olíufé- laganna um stöðvun á af- greiðslu olíu til bátaflot- ans enn — þótt ljóst sé, að félögin geti ekki óendanlega afgreitt olíu án þess að fá greiðslu á móti. kaffi kom í verzlanir í gær- morgun. Kaffiþurrð ætti því ekki að hrjá kaffi- neytendur á næstunni en ekki eru þó öll ljón úr vegi. Forráðamenn kaffíbrennsln- anna segja, að verðlagn- ingin nú sé aðeins bráða- birgðalausn, þar sem aðeins hafi nú fengizt hækkun, sem nemur hreinni hráefnisverðhækkun en hækkun vegna aukins til- kostnaðar heima fyrir hafi orðið að bíða nú. Stj ornarmyndun: Ákvörð- unar forsetans að vænta í dag Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þinga um stjórnmálaviðhorfið 1 dag. Alþýðuflokkur á mánudag BUlZT er við þvf, að forseti Is- lands muni f dag kunngera ákvörðun sfna um það, hverjum hann felur stjórnarmyndun. Ar- degis f dag mun miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræða stjórnmálaviðhorfíð og sömuleiðis mun þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins gera það f dag. Flokks- stjórn Alþýðuflokksins mun koma saman til fundar á mánudag. Eins og Mbl. skýrði frá í gær, hefur Alþýðubandalagið sent Alþýðuflokknum bréf og óskað eftir viðræðum flokkanna til þess að koma m.a. f veg fyrir, að til valda komizt „hægri stjórn" eins og það er kallað í bréfinu. Jafnframt ritaði Alþýðubandalag- ið Framsóknarflokknum og Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna bréf. í bréfinu leggur Alþýðubandalagið til, að núver- andi stjórnarflokkar snúi sér til Alþýðuflokksins og að fram fari viðræður flokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar — vinstri stjórnar með þátttöku Alþýðu- flokksins. Alþýðubandalagið hefur þegar skipað viðræðunefnd um þessi mál. Athyglisvert er, að í þeirri nefnd er hvorugur ráðherra Alþýðubandalagsins, Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson. I nefndinni eru tveir alþingis- menn flokksins, Ragnar Arnalds og Svava Jakobsdóttir. Ástæður fyrir þessu vali munu vera harð- vítugar deilur innan Alþýðubandalagsins um fram- vindu mála, þátttöku flokksins í hugsanlegum rfkisstjórnum og af- stöðu til Alþýðuflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.