Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLI 1974 3 Til vinstri er verk eftir Marie Adlercreutz „I augum hennar er ljós fólksins varðveitt“, og til hægri er finnska listakonan Irma Kukkasjárvi við verk sitt „Jökull“. Norrænu vefjarlistarsýningunni að ljúka SVNINGUNNI „Norræn vefjar- list“, sem hefur staðið yfir f Norræna húsinu undanfarnar vikur, lýkur á sunnudagskvöld. Röskiega þrjú þúsund gestir hafa skoðað sýninguna og verður ekki unnt að framlengja hana. Á sýningunni eru verk eftir ýmsar fremstu listakonur Norðurlanda á þessu sviði. Geta má þess, að Marie Adlercreutz, sem á nokkur þeirra verka, sem hafa vakið hvað mesta athygli, er stödd á tsiandi þessa dagana, en hún hefur eink- um getið sér orð fyrir sérkenni- legan vefnað og efnisval sitt. Fræðsla í akstri á þjóðvegum UMFERÐARRÁÐ mun f sumar leggja megináherziu á fræðslu f akstri á þjóðvegum enda er búizt við, að umferð á vegum úti verði meiri en nokkru sinni fyrr. Hefur ráðið gefið út fræðslurit, sem ber nafnið „Barnið f bflnum“ en hér er um sams konar rit að ræða og gefið var út á sfðasta ári. t ritinu eru upplýsingar um þá barnabfla- stóla og þau öryggisbelti fyrir börn, sem fáanleg eru hér á landi og er ritið fáanlegt á öllum lög- reglustöðvum landsins og einnig mun það liggja frammi næstu daga á bensfnstöðvum f Reykja- vfk. Aaron Ritz hættir sem sölustjóri Bing og Gröndahl Aaron Ritz yfirsölustjóri Bing og Gröndahl í Kaupmannahöfn hefur nú látið af störfum sam- kvæmt eigin ósk. Hann hefur starfað sem sölustjóri hjá Bing og Gröndahl í 29 ár og hefur átt stóran þátt í að gera verk- smiðjurnar heimsfrægar. Ekki Aaron Ritz ætlar hann þó alveg að slíta tengslin við verksmiðjuna, því hann mun nú á elliárunum, hann er 67 ára, sjá um sölumennsku í löndunum við Karabíska hafið. Ritz hefur nokkrum sinnum komið til tslands, síðast í fyrra þegar hann samdi um gerð og smíði þjóðhátíðarplattanna, sem Þjóðhátíðarnefnd tslands hefur látið gefa út. Þá hefur Umferðarráð dreift veggspjaldi tii þess að hvetja öku- menn og farþega til að nota bíl- belti. Verður veggspjaldið hengt upp á öllum helztu afgreiðslustöð- um við þjóðvegi landsins en á þvf er mynd af stúlku með slæma skurði í andliti eftir bflslys og ber það áletrunina „Hún notaði ekki Hún notaði ekki^^ri Ferð Vestur- Islending- anna gekk vel UM 200 manna hópur Vestu**ís- lendinga kom til landsins í gær- morgun frá Bandankjunum og Kanada. Gekk ferð þeirra til landsins vel, að sögn Stefáns Stefánssonar fararstjóra hópsins, og var búið að koma öllum fyrir ýmist á einkaheimilum eða hótel- um þegar hingað var komið. I hópnum er fólk á öllum aldri og geta ýmsir bjargað sér á íslenzku. I dag fara gestirnir í heimsókn til forseta Islands að Bessastöðum. Heimsókn Vestur-Islendinga að þessu sinni mun standa til 3. ágúst. Minnisvarði um Hrafna-Flóka MINNISVARÐI um Flóka Vil- gerðarson, Hrafna-Flóka, verður afhjúpaður viðFlókalund í Vatns- firði nk. sunnudag kl. 2. Guð- mundur Einarsson bóndi á Brjánslæk, sem mikið hefur rann- sakað sögu Flóka, afhjúpar varð- ann. Vestfirðingar reisa þennan varða til minningar um, að í Vatnsfirði var landinu gefið nafn. — Páll. bílbelti". Umferðarráð mun á næstunni gefa út fræðslurit fyrir erlenda ferðamenn, sem ber nafn- ið ,,A guide for foreign motorists in Iceland — with an extract from the traffic act“ og er það gefið út í samvinnu við ökukennarafélag Islands. I ríkisútvarpinu, hljóðvarpi, verða í sumar tveir þættir um umferðarmál og auk þess verður á laugardögum þátturinn „Á ferð- inni“ undir stjórn Árna Þ. Ey- mundssonar. Minjagripur: EUefu alda minning Ingólfs LISTASAFN Einars Jóns- sonar hefir látið gera í Osló eitt hundrað afsteypur af Ingólfsstyttu Einars Jóns- sonar. Styttan er rúmlega 50 cm há með palli, sem ber áletr- uríina: 874—1974. Dregizt hefir meir en ætlað var, að sendingin kæmi hingað frá Osló, en hún er væntanleg innan skamms. Þeir, sem vilja tryggja sér þennan mjög fá- gæta minjagrip um landnáms- manninn á ellefu alda minn- ingarárinu, geta séð gripinn og gert pöntun í Listasafni Einars Jónssonar, sem er opið daglega kl. 1,30—4. Verðið er kr. 15 þúsund. Þjóðhátíð Suðurnesja- manna á Svartsengi Þjóðhátfð Suðurnesjamanna verður haldin helgina 6.—7. júlf og hefst með dansleikjum f Stapa I Njarðvfk og Festi f Grindaclk á laugardaginn kl. 22.00. * Festi leika Hljómar og Stuolatrfó I Stapa. Utihátfð fer ríðan fram f Svartsengi við Grir.davfk sunnu- daginn 7. júlf og verður sett kl. 2. Að setningu lokinni verður helgistund í umsjá sóknarpresta og kirkjukóra af svæðinu. Þá flyt- ur Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor ræðu. Að henni lokinni syngur Haukur Þórðarson einsöng. Þá flytur Kristinn Reyr skáld frumsamið hátíðarljóð og Karlakór Keflavíkur syngur undir stjórn Geirharðs Valtýsson- ar. Þá leika Hljómar frá Keflavík fyrir unglingadansi og að því loknu les Helgi Skúlason leikari upp. Að lokum verður glir.iu- sýning, sem flokkur úr Víkverja sér um. Aðgangur að útihátíðinni er ókeypis, en seld verða merki hátíðarinnar, sem er barmmerki úr málmi. Veitingar verða á staðnum og einnig verða kaffi- veitingar í samkomuhúsinu Festi allan eftirmiðdaginn. Á sunnu- dagskvöld verða dansleikir í Festi þar sem Hljómar leika og í Stapa, þar sem Stuðlatrfó leikur og hefjast dansleikirnir kl. 21.00. Að hátíðinni standa öll sveitar- félög á Suðurnesjum. Franska birgðaskipið „Loire" FRANSKT BIRGÐA- SKIP í HEIMSÓKN FRANSKA hjáipar- og birgða- skipið „Loire“ A-615 kom til Reykjavíkur f morgun. Skip þetta, sem er frá franska flotan- um, er 2320 brúttólestir og á þvf er 145 manna áhöfn. „Loire“ mun verða f Reykjavfk fram á sunnu- dagskvöld, en þá leggur það aftur f Átlantshafsála. Skipið er staðsett á N-Atlants- hafi og er birgðaskip fyrir franska flotann. Einnig er það hjálparskip og um borð f því er fullkomin viðgerðarþjónusta, og er skipið ávallt til reiðu, þegar bilanir eru í fiskiskipum. Það hef- ur einkum haldið sig við Nv- fundnaland, f Barentshafi og í nálægð Islands. „Loire“ er smíðað árið 1966 og er sjöunda skipið í franska flotanum, sem ber þetta nafn. Það fyrsta var í notkun á árunum 1795—1798. Skipið mun liggja við Ægisgarð í Reykjavfk og verður það almenningi til sýnis síðari hluta laugardags og sunnudags. Þá mun áhöfn skipsins fara í ferðir að Gullfossi og Geysi og ef til vill víðar. Þá mun franski sendiherr- ann í Reykjavík hafa boð inni fyrir yfirmenn skipsins og fleiri gesti og boð verður í kvöld um borð í skipinu. Hreinn Friðfinns- son sýnir hjá SÚM UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning hjá SUM við Vatnsstfg á verkum Hreins Friðfinnssonar, listmálara, sem verið hefur bú- settur f Amsterdam I Hollandi frá því árið 1971. Stendur sýningin yfir fram f miðja næstu viku og er opin kl. 16—22 sfðdegis. Hreinn Friðfinnsson er fæddur árið 1943 að Bæ í Dölum. Hann hefur tekið þátt í mörgum sam- sýningum hér heima og erlendis og haldið þrjár einkasýningar í Hollandi; 1971 sýndi hann í Gal- erie Fignal i Harlem og Galerie Balderich í Mönchen — Gladbach, árið 1972 sýndi hann f Galerie 845 og Galerie Fignal í Amsterdam og næsta ár í In-out Center f Amster- dam, þar sem hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýning- um. Af öðrum samsýningum, sem Hreinn hefur tekið þátt í, má nefna SUM-sýningar f Reykjavík 1965, 1969 og 1972, Den Nordiska Ungdomsbiennale for Bildende Kunst í Louisanasafninu í Dan- mörku 1966—67, Communi- cations Inhibodress í Sydney f Ástralíu 1972, Galerie Schema i Florenz á Italfu og Museum de arte contemporare, á Sao Paulo í Brazilíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.