Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULI 1974- 13 Sakharov hættir í hungurverkfalli Moskva 4. júlí NTB. AP. SOVÉZKI vfsindamaðurinn Andrei Sakharov tilkynnti f kvöld, að hann myndi, að læknis- ráði hætta hungurverkfalli sfnu frá og með miðnætti. Sakharov hðf hungurverkfallið sl. laugar- dag til að leggja áherzlu á kröfu um að látnir yrðu lausir rúmlega áttatfu pðlitfskir fangar f Sovét- rfkjunum. Læknir Sakharovs hefur fylgzt grannt með honum og ráðlagði honum eindregið að hætta hung- urverkfallinu; Sakharov hefur létzt um 8 kfló þessa fimm daga; hann hefur einnig kvartað undan svima og máttleysi og blóð- þrýstingur hefur lækkað ískyggi- lega. Hann sagði í yfirlýsingu í dag, að enda þótt hann léti nú af aðgerðum sínum að sinni, skyldu menn ekki gleyma málstað manna á borð við Bukovsky og Ogurtsov og fleiri, sem hann berðist fyrir. „Ég vona, að leiðtogar Sovét- ríkjanna muni sýna velvilja og uppfylla þær kröfur, sem við setjum fram. Þeir ættu að byrja á einu: að sýna miskunn þeim, sem þjást,“ sagði hann. Hann endur- tók ennfremur þær hvatningar, sem hann hefur komið með til Nixons og Brezhnevs um .að full mannréttindi allra borgara, hvar sem er, verði tryggð, enda myndi slíkt stuðla að bættum samskipt- um stórveldanna. „Eg bið einnig um að sovézkir borgarar fái sjálf- Frétt um veik- indi Chou neitað Peking 4. júlf NTB. OPINBER talsmaður kínversku stjórnarinnar bar í dag til baka þá frétt, að Chou-en Lai, forsætisráð- herra, væri mjög sjúkur. Sagði hann þessar fréttir fleipur eitt, en lýsti ekki nánar almennu heilsu- fari forsætisráðherrans. Chou-en Lai vefktist f byrjun maf og kom ekki fram opinberlega um hrfð. Hann hefur sfðan sjaldnar sézt við opinberar móttökur og ekki vitað til, að hann hafi komið fram opinberlega sfðan 31. maí, er hann undirritaði samning um stjórnmálasamband milli Kína og -Malaysiu. ir að ákveða í hvaða landi þeir vilji búa. Réttur sá er grundvöllur að gagnkvæmu trausti þjóða í millum og auknum skilningi," sagði Sakharov í niðurlagi orðsendingar sinnar. Frá því var sagt í Mbl. í gær, að útsendingar bandarískra sjón- varpsstöðva hefðu verið truflað- ar, er rætt var um málefni Sakharovs og aðbúnað sovézkra Gyðinga. Sfðan var formlega beðizt afsökunar á þessum trufl- unum, en í dag neituðu sovézkir tæknimenn að aðstoða við útsend- ingu á viðtáli CBS-fréttastofunn- ar við Andrei Sakharov án nokkurra skýringa. Nýjar tillögur um N-Irland London 4. júlí NTB. BREZKA ríkisstjórnin greindi frá því í dag, að hún ætlaði að gefa stjórnmálaleiðtogum á Norður- Irlandi enn eitt tækifæri til að ráða sjálfir framtið sinni. I hvítri bók, sem ríkisstjórnin lagði fram í Neðri málstofunni, er ákveðið, að kosningar verði látnar fara fram á Norður-írlandi. Á það þing, sem verður kosið, að leggja fram til- lögur um það stjórnarform, sem gæti hentað til frambúðar. Lögð er áherzla á, að mót- mælendur og kaþólskir verði að sýna vilja til að starfa saman og deila með sér völdum og áhrifum og brezka • stjórnin kveðst ekki munu sætta sig við, að mót- mælendur verði einráðir á ný í landinu. Morðingí frú Aibertu Kíng. Marcus W. Chenault,_____ Sra, iætur sér vei Ifka, a8 iögreglumaður leiti á horrum, eftir a8 Chenault var handtekinn. j f gœr var gerB útför Albertu King og flutti maður hennar dr. Martin Luther King, eidri, ávarp vi8 kistu hennar. • Hann er nú rúmlega sjötugur a8 aldri. Hann var skjáif- j raddaður og harmþrunginn er hann flutti konu sinni i kveSjuorðin og sagði: „Látið morSingjann koma aftur. i Hann gaati ekki gert annað en drepiS endanlega gamla ! hjartað I mér," sagði hann. Við útförina gekk Martin i Luther King III, sonarsonur gamla Kings, vi8 hli8 afa sfns. Miki8 fjötmenni var viS útförina og þúsundir manna höf8u safnazt saman úti fyrír, m -■ ' ' * ' i „Þýðir ekki að við megum slaka ásagði Nixon við komuna heim New York 4. júlí AP. „SA ARANGUR, sem náðist f við- ræðum mfnum við Brezhnev, leið- toga Sovétrfkjanna, hefur fært heiminn nær varanlegum friði," sagði Nixon Bandarfkjaforscti við komuna til Bandarfkjanna f gær f lok annarrar opinberrar heim- sóknar sinnar til Sovétrfkjanna. Flugvél forsetans lenti á Lor- ingflugvelli í Mainefylki í nótt, þar sem hún hafði stutta viðdvöl áður en forsetinn hélt för sinni áfram til Key Biscaine í Flórfda, þar sem hann mun dveljast næstu 5 daga sér til hvíldar og hressing- ar. Nixon sagói ennfremur í ræéfu sinni, sem sjónvarpað var um öll Bandaríkin, að samningurinn um takmarkanir á tilraunum með kjarnorkuvopn neðanjarðar og tilraunir með gagnflaugakerfi, sem undirritaður var, skaðaði á engan hátt öryggi Bandaríkjanna. Hann sagði einnig, að Sovétríkin og Bandaríkin myndu nú leggja áherzlu á að komast að samkomu- lagi um takmörkum árásarvopna. Bandarfska sendinefndin við SALT-viðræðurnar I Genf myndi fá ný fyrirmæli, sem ákveðin hefðu verið í samtölum sínum við Brezhnev. Nixon vildi hins vegar ekki segja hver þessi nýju fyrir- mæli yrðu. Nixon sagði, að sam- komulag þetta væri mjög mikil- vægt, því að með þvf hefði sam- búð Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna komizt á stig, þar sem tryggt er, að lönd þessi geta lifað í friði hlið við hlið. Nixon lagði á það mikla áherzlu, að Bandankin myndu aldrei bregðast banda- mönnum sínum og sagði: „Vió skulum ekki halda, að við getum slakað á um varnir lands okkar þó að ný viðhorf hafi skapast í sam- búð Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna.“ Fréttamenn sögðu, að Nixon hefði verið mjög hress og litið vel út og ekki að sjá, að blóðtappinn, sem hann fékk í fótinn fyrir mán- uði, hrjáði hann lengur. Alexand- er Haig sérlegur ráðgjafi forset- ans, sagði fréttamönnum, að for- setinn hefði nú alveg náð sér í fætinum, en að hann væri þreytt- ur og þyrfti á hvfld að halda. Blöö á Vesturlöndum skrifa um för Nixon í leiðurum sínum í dag og eru öll á einu máli um, að mikilsverður árangur hafi náðst, þó að samningurinn um takmörk- un árásarvopna-hafi ekki náðst, eins og sumir höföu vonað. Leggja blöðin áherzlu á mikilvægi þess, að gagnkvæmt traust sé smám saman að myndast milli leiðtoga stórveldanna. Skúla-Skeið í Við- eyjarferðir Stóraukin þjónusta Hafsteins Sveinssonar HAFSTEINN Sveinsson er ni búinn a8 stórbœta þjónustu slna vi8 þá. sem vilja sigla út t Viðey ð góðviðrisdögum. en hann er nú kominn meS nýjan, glæsilegan bát, sem tekur um 60 manns I sæti. Alla góSviSrisdaga mun báturinn sigla stanzlaust frá bryggju Hafsteins viS KornhlöS- una I Sundahöfn, en venjulega eru þessar ferSir milli kl. 1 og 7. FarmiSinn fram og til baka kostar 100 kr. fyrir börn undir 12 ára aldri, en fyrir börn undir 6 ára aldri kostar ekkert. Fullorðnir greiSa 200 kr„ en sárstök fjölskyldufargjöld eru I gildi hjá Hafsteini þannig að barnmargar fjölskyldur geta fengiS kostakjör meS þvl a8 greiða aSeins fyrir foreldrana og eitt barn. Þótt börn- in séu 10 talsins kostar ferSin þvt ekki nema 500 kr. fram og til baka. í Viðey hefur Hafsteinn komið upp frumstæðu, en þægilegu og snotru veitingahúsi, sem gengur undir nafninu Sunnuhvoll. Þar geta liðlega 60 manns setið og fengið sér hressingu, kaffi, mjólk, ávaxtasafa, kleinur, pönnukökur, jólaköku og annað venjulegt tslenzkt meðlæti, en Jóhann Hjartarson úr Hafnarfirði mun sjá um veitingarnar I Sunnu- hvoli Hið nýja skip Hafsteins heitir Skúla-Skeið og er það byggt upp úr nótabát, sem var byggður á Siglu- firði 1 959. Báturinn var allur yfir- farinn, styrktur og byggður upp I Bátalóni i Hafnarfirði, þannig að hann er nú hinn vandaðasti, yfir- byggður með 100 ha Benz-vél, björgunarvestum fyrir alla um borð og auk þess er 25 manna gúmmí- björgunarbátur um borð, en fleyið gengur 10 mllur á klst. þannig að ferðin út i Viðey tekur um 4—5 min. Feikilegur fjöldi fólks hefur notað sér þessa þjónustu Hafsteins á góðviðrisdögum, en til allrar að- stöðu hefur hann vandað mjög. Hann tók það sérstaklega fram þeg- ar við skruppum með honum út i Viðey, að fólk hefði gengið aðdá- unarlega vel um eyna og þakkaði hann sérstaklega fyrir það. Eins og fyrr segir hafa þessar Framhald á bls. 16 Skúla-Skeið við bryggju Hafsteins í Viðey, en báturinn er 1 2 tonn að staerð. ■■ I Sunnuhvoli i Viðey er hægt að fá sér hressingu. Hafsteinn er fremst á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.