Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1974 PltrgminMa&tlí Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið lþingiskosningarnar, sem fram fóru síðast- liðinn sunnudag, snerust að verulegu leyti um af- stöðuna til varnarmála og samstarf íslands við ríki Atlantshafsbandalagsins. Niðurstöður kosninganna eru ótvíræðar í þessum efnum. Talsmenn land- varna og vestræns sam- starfs fóru með sigur af hólmi og fengu stuðning ótvíræðs meirihluta þjóðarinnar. Ábyrgðarlaus stefna vinstri stjórnar- innar laut á hinn bóginn í lægra haldi. Þjóðin hefur nú sjálf skorið úr þeim ágreiningi, sem uppi hefur verið í varnarmálum síð- astliðin þrjú ár. Þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að láta varnarliðið fara úr landi hefur verið hnekkt. Fráfarandi ríkisstjórn lýsti yfir þeirri stefnu við upphaf valdaferils síns, að varnarsamninginn við Bandaríkin ætti að taka til endurskoðunar með það fyrir augum, að varnarliðið færi á kjörtímabilinu. Allur þorri manna snerist þegar öndverður gegn þessum ásetningi. Af- leiðingin varð sú, að þetta ákvæði málefna- samningsins var túlkað á ýmsa lund, eftir því hvaða ráðherra átti í hlut eða hvernig vindar blésu hverju sinni. Loks náði stjórnin samkomulagi um brottför varnarliðsins. Umræður um varnar- og öryggismálefni þjóðar- innar hafa staðið sleitu- laust síðastliðin þrjú ár. Óhætt er að fullyrða, að ekkert mál annað hafi á þessum tíma verið brotið jafn rækilega til mergjar og einmitt þetta. Rökrétt afleiðing þessara miklu umræðna var því sú, að þjóðin skæri úr þessu ágreiningsefni í kosn- ingum. Nú hefur þessi dómur verið felldur. Stjórnarflokkarnir þrír gengu til kosninganna á grundvelli þess samkomu- lags um brottför varnar- liðsins, sem tókst með þeim á síðasta þingi. Stjórnar- andstöðuflokkarnir lýstu því á hinn bóginn af- dráttarlaust yfir, að þeir höfnuðu þeim hug- myndum, er fram komu í samkomulagi ríkisstjórnar- innar. Bæði Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn lögðu áherzlu á, að þeir vildu halda áfram því varnarsamstarfi við Bandaríkin, sem tryggt hefur öryggi landsins í hartnær aldarfjórðung. Stjórnarandstöðuflokkarn- ir tóku einnig eindregið undir þá áskorun yfir 55.500 íslendinga til ríkis- stjórnar og alþingis, þar sem varað var við ótíma- bærri uppsögn varnar- samningsins. Hér var því um skýr átök að ræða. Úrslit kosninganna urðu þau, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu samanlagt 59.079 at- kvæði eða tæplega 52% heildaratkvæðamagnsins. Stjórnarflokkarnir þrír fengu hins vegar 54.554 at- kvæði samanlagt á landinu öllu eða tæplega 48% greiddra atkvæða. Þessar tölur tala afdráttarlausu og skýru máli um vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Ljóst er, að stór hluti Framsóknarflokksins er einnig þeirrar skoðunar, að áfram eigi að tryggja varn- ir landsins. Framhjá þess- um niðurstöðum verður því ekki gengið. Að vísu gerir kjördæma- skipanin það að verkum, að þeir flokkar, sem saman- lagt hljóta 52% at- kvæðanna fá jafnmarga þingmenn og hinir, er hljóta 48%. En niðurstað- an er skýr, hvernig sem á málin er litið. Þingmeiri- hluti er ekki lengur fyrir hendi, er styður stefnu frá- farandi ríkisstjórnar. Auk þess væri ógerlegt með öllu fyrir væntanlega ríkis- stjórn að brjóta gegn af- dráttarlausum vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Land- varnarmenn hrósa því sigri. Við myndun nýrrar ríkis- stjórnar verður að taka af- stöðu til margvíslegra við- fangsefna, sem nú er við að etja. Mestu skiptir vita- skuld, að samkomulag náist um úrlausn efnahags- vandans. Hitt er ljóst, að ný ríkisstjórn, hvernig svo sem hún verður skipuð, getur ekki gengið í ber- högg við niðurstöður kosn- inganna að því er varðar varnarmálin og samstarfið við rfki Atlantshafsbanda- lagsins. Nú ríður á miklu að lægja þær öldur, sem risið hafa að undanförnu á milli manna vegna þessara mála. Engin ástæða er til að ætla annað en stjórn- málaflokkarnir taki tillit til þjóðarviljans og láti af ótímabærum áformum um uppsögn varnarsamstarfs- ins. Óefað hafa hinar miklu umræður síðustu árin um varnarmálin og stöðu Islands meðal þjóðanna leitt til góðs. Ólík sjónar- mið hafa verið vegin og metin og á þann hátt hefur þjóðin haft tækifæri til þess að kynna sér gaum- gæfilega þau rök, sem fram hafa verið færð af tals- mönnum hvors hóps um sig. Á þessum grundvelli hefur þjóðin nú tekið af- stöðu. Dómur fólksins er þann- ig reistur á traustum grunni, eftir ítarlegar umræður. Meirihlutinn óskar ótvfrætt eftir áfram- haldandi landvörnum og vestrænu samstarfi. Það er Alþingis að framfylgja vilja meirihlutans í þessum efnum. MEIRIHLUTINN KAUS LANDVARNIR SIÐMENNTAÐAR EFTIR ÞJÓÐIR VÍTTAR Á Íœston VETTVANGI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA FYRIR nokkru voru bornar fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna vítur, — ekki gegn einstökum manni eða mönn- um, heldur gegn sjálfri sið- menningunni. Hinar fátækari þjóðir heims settu þar fram ákæruskjal gegn þeim er vel- megandi mega kallast, og kváðu sér hljóðs: „Gjörið svo vel að hlusta," sögðu þær og greinar ákæruskjalsins voru svohljóðandi: Fyrsta grein: Af hverjum þrem börnum, sem fæðast meðal flestra þjóða heimsins í dag, deyr eitt innan við 5 ára aldur. Önnur grein: Fyrir þau, sem lifa, er lífið, eftir því sem dr. Mubashir Hasan fjármála- ráðherra Pakistans lýsir því, „skortur örvænting og niður- lægin. Það er hörð, en sem betur fer stutt barátta, þar sem aðeins er búizt við, að þau lifi til þrítugsaldurs." Þriðja grein: Einn mesti harmleikur sögu mannkyns- ins er að gerast á meginlandi Afríku. Þjáningarnar af völd- um þurrka í Máritaníu, Mali, Niger, Chad, Efri Voltu og Eþíópíu eru meiri en nokkur í þróuðu þjóðfélagi getur ímyndað sér og til skammar fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sem lofuðu í stofnskrá sinni (grein 55) að koma á „betri lífsskilyrðum, betri atvinnu- skilyrðum og efnahagslegri og félagslegri þróun og fram- förum". Fjórða grein: Þið, I því sem voru kölluð hin kristnu vest- urlönd og eru nú kölluð hin iðnvæddu vesturlönd eða hinn háþróaði heimur, svindlið á fátæku löndunum með því að kaupa framleiðslu þeirra lágu verði og selja þeim ykkar framleiðslu háu verði. Þessi óhagstæðu við- skipti hins dýra vinnuafls I ríku löndunum og ódýra vinnuafls I fátæku löndunum eru rætur vandamálsins. Fimmta grein: Ríku löndin greiða vinnukrafti sínum milli 10 til 20 sinnum hærri laun en verkafólk fær I fátæku löndunum. Ef launagreiðslur fyrir vinnu væru þó ekki nema nokkurn veginn I sam- ræmi, þá fengju fátæku lönd- in að minnasta kosti 250 v IS&f/ JíeUrJjíorkStme$ cyr*<s milljörðum dollara meira á ári fyrir vinnu sína og fram- leiðslu og þá myndi hættan á réttindastyrjöld milli ríkra þjóða og fátækra vera úrsög- unni. Greinar ákæruskjalsins ganga miklu lengra en þetta. En fátæku þjóðirnar eru ekki aðeins að koma á gagngerð- um breytingum, þær eru einnig að spyrja óþægilegra spurninga. Hasan frá Pakist- an, hár, grannur, mjög gáf- aður og nærri fallegur mað- ur, bauð rlku þjóðunum að velja: Þær geta (1) aukið og deilt betur framleiðslu, (2) sam- ræmt vinnulaun og minnkað neyzlu I þróuðum löndum, (3) tekizt á við afleiðingar fæðuskorts, fátæktar, sults og dauða I hinum fátæku löndum. „A síðustu áratugum," sagði Hasan við sendinefndir hjá Sameinuðu þjóðunum, „hafa þróuðu löndin barizt árangursríkri baráttu fyrir stjórnmálalegu sjálfstæði sínu, nú eru þau að berjast fyrir efnahagslegu frelsi. Það, sem þarf, er víðsýni ríku þjóðanna, bæði þeirra, sem neyta ollu, og þeirra, sem framleiða olíu. Þessi við- sýni er eina leiðin að friðsam- legri lausn þeirra vandamála, sem nú er við að etja. Ef okkur tekst ekki að finna lausn, sem byggist á réttlæti og sanngirni, þá skulum við hafa hugfast, að náttúran sjálf getur farið sínar eigin stórbrotnu leiðir til að upp- fylla örlög mannkynsins." Andstæður þeirra um- ræðna, sem að undan- förnu hafa farið fram I Washington og hjá Samein- uðu þjóðunum eru sláandi. í Washington er rifizt um nokkrar hljóðritanir, hvort á að afhenda þær I þessari viku eða næstu viku, hvort Rodino hafði umboð til að veita frest og hvað þær muni segja fólki um aðild forsetans að Water- gatemálinu, eða „embættis- sérréttindi" hans, tungumál hans eða hefnigirni hans I garð andstæðinga, eða jafn- vel eigin flokksmamna. Allt þetta er nú efst á baugi I stjórnmálum I Washington, og fólk veltir þvl fyrir sér, hvaða afleiðin- gar þetta muni hafa á stjórn- málalíf landsins og hvers vegna Teddy Kennedy er að halda fyrirlestra við Moskvu- háskóla og tala I fjóra tíma við Brezhnev, hvers vegna Sadat Egyptalandsforseti segir Cy Sulzberger hjá New York Times, að hann muni ef tíl vill kaupa vopn af Banda- ríkjunum I stað þess að kaupa þau I Moskvu, hvað Itzhak Rabin muni gera, ef hann verður forsætisráðherra ísraels. Þetta eru fyrirsagnir blað- anna, aðalfréttir dagsins, á meðan ásakanir fátæku land- anna gegn hinum ríku, hin mikla spurning um verðlag og auðlindir nátturunnar eru virtar að vettugi. Það er varla tekið eftir skilgreiningu Hasans á vaxandi réttinda- baráttu milli hinna rlku og fátæku þjóða heimsins. Samt hefur hann tekið upp mál, sem væntanlega á eftir að valda vandræðum, — jafnvel I lok aldarinnar, löngu eftir að mál Nixons, forseta, eru gleymd. Geta ríku og fátæku þjóðirnar haldið svona áfram? Geta þróuðu löndin haldið áfram að neyta og eyða og krefjast hárra vinnulauna og látið sem þau sjái ekki eymdina meðal meirihluta mannkyns- ins I hinum fátækari löndum? Munu stórveldin nokkurn tíma hlusta? spurði Hasan, og svarið er greinilega: „ekki enn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.