Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULl 1974 Sigríður Kristins- dóttir—Minning HUN var fædd á ísafirði 8. október 1902. Foreldrar henn- ar, Kristín Þorsteinsdóttir og Kristinn Gunnarsson, flutt- ust til ísafjarðar laust fyr- ir sfðustu aldamót. Um æðru- leysi Kristins í sambandi við flóðin miklu I febrúar 1916 sagði séra Guðpiundur Guð- mundsson: „Betri er prúður hugur en pellsklæði." Síðar seldi Kristinn hús sitt f Fjarðarstræti og byggði sér timburhús, á norðanverðu Eyrartúni, er hann nefndi Grund. Sigríður var eina dóttir þeirra hjóna, en synirnir voru fimm: Þórður, Gunnar, Karl, Þorsteinn og Guðbrandur. Krist- inn hafði, ásamt sonum sínum, allmikil umsvif á ísafirði, einkum smásíldarveiði í innfjörðunum við Isafjarðardjúp. Við Sigríður vorum skóla- systkin og sfðar nágrannar eftir að fjölskyldan fluttist að Grund. Hún var góð vinkona systra minna og tíður gestur á heimili foreldra minna. Snemma hóf hún nám í píanóleik og undi sér öllum stundum við píanóið. Um tíma lék hún í veitingahúsi á Isafirði, bæði klassísk og létt dans- og dægurlög, gestum til geðs. Fékk hún þá ágæta æfingu og ekki vantaði áhugann. Hún eignaðist þá mikið af margskonar nótum og virtisl ekkert til þess spara. Hún átti jafnan eitthvert uppáhaldslag, sem hún lék þá mest þessa stund- ina, en svo kom nýtt og nýtt. Ennþá man ég nokkur þessara laga, s.s. Morgun á ölpunum, Bæn nunnunnar, Svar við nunnubæn, „Tabt lykke“ og „Stille sorg“. „Hvort mér fyndust þau ekki falleg?“. Jú, ekki var því að neita, en nöfnin á tveimur þeim síðast töldu voru alveg ótæk! — „Nöfnin áttu vel við,“ taldi hún, „en það sem máli skipti var melodian, út- setningin, andinn, — hugsjónin og handbragðið — þetta sem hrífur." Þegar Sigríður hafði leikið uppáhaldslag sitt og farið um það nokkrum aðdáunarorðum, sneri hún sér stundum að mér og mælti: „Öli, viltu syngja þetta fyrir mig?“ og ég varð svo að kyrja af öllum kröftum og allri þeirri tilfinningu, sem guð hafði gefið mér. Þessar stundir enduðu oftast með því, að einhver systra minna kallaði: „Sigga, ertu til- búin, við erum að fara.“ Svo var það einn daginn, að t . Móðir mln. tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, andaðist 29. júnl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni I dag föstudag- inn 5. júllkl. 10.30f h. Kristjðn Ómar Kristjánsson, Kolbrún Halldórsdóttir og dœtur. t Utför konu minnar, móðurokkar, tengdamóður og ömmu MARfU JÓNSDÓTTUR, Tómasarhaga 41 verður gerð frá Fossvogskirkju laugardaginn 6 júll n.k. kl. 1 0.30. Ketill Guðmundsson börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginmanns mlns, HALLGRÍMS GUÐMUNDSSONAR, MiStúni 54, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. júlí kl. 10 30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Margrét Ingimarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur ÁRNI ARNASON, skrifstofustjóri Hvassaleiti 30 lést i Borgarspltalanum miðvikudaginn 26. júnl s.l. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Marta Jóhannsdóttir Árni Ármann Árnason ÞurfSur Árnadóttir GuSrún Árnadóttir Ámi E. Árnason t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR, Smyrilsveg 28. Brynjólfur Eyjólfsson, Svanhvlt S. Ólafsdóttir, Marfa Eyjólfsdóttir. Jón VeturliBason, Ásdls Eyjólfsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Jón Halldórsson, GuSrún Eyjólfsdóttir, Þórólfur Meyvantsson. Ingunn Eyjólfsdóttir. Vaitýr Hékonarson, Tryggvi Eyjólfsson. Halldóra Gunnarsdóttir, Haraldur Eyjólfsson, Erla Helgadóttir, Matthlas Eyjólfsson, Elsa Bjarnadóttir, Brynjólfur GuBbjörnsson, Sigrfður Halldórsdóttir. bamabörn og bamabamabörn. Sigga kom I heimsókn og í fylgtí með henni var ungur, geðþekkur maður: „Þetta er hann Kristján Guðmundsson, maðurinn minn, við vorum að gifta okkur og ætl- um að flytjast suður með skipinu í kvöld eða nótt. Við erum komin til að kveðja.“ Það var ekkert hik. Stóra stökkið var tekið í einu vet- fangi, framtíðarleiðin mörkuð. Kristján var ófeiminn og einarður, duglegur og hygginn. Nokkrum árum áður hafði hann um tíma verslun á Isafirði, að loknu verslunarnámi, en stofnaði síðar ásamt öðrum til reksturs beinamjölsverksmiðju. Hann var frömuður í Umf. Árvakri og hafði m.a. unnið sér það til frægðar, um eða innan við tvítugsaldur, að stfga í pontuna á útiskemmtun á Isafirði sjálfan þjóðhátíðardaginn og flytja minni Jóns Sigurðssonar forseta. Svo var reist bú f Reykjavik, og þegar var hafist handa. Keyptur var hluti og síðar allt fyrirtækið „Pfpuverksmiðjan". Síðan var byggt „Vikurhúsið" við Kleppsveg, en því fylgdi allstór lóð. Húsið reyndist mun ódýrara en önnur af sömu stærð. „E.t.v. væri þetta byggingar- háttur framtíðarinnar?“ Svo reyndist þó ekki. Húsið stóð í nær aldarfjórðung, var þá orðið lélegt, enda svæðið þá skipulagt og talið nauðsynlegt að fjarlægja Vikur- húsið og nota svæðið undir fjöl- býlishús og stórhýsi. Þau hjónin eignuðust einn son, Kristján Ómar, er varð þeirra augasteinn. Hann er giftur Kol- brúnu Halldórsdóttur og eiga þau fjórar dætur. Ég hygg, að fyrstu búskapar- árin hafi stundum verið nokkrir örðugleikar. En kapp var lagt á að halda fullri reisn og rausn. Á stríðsárunum varð breyting á. Umsvif urðu mikil. Hagkvæmir samningar voru gerðir, og nokkur auður myndaðist með dugnaði og áræði. Þegar hér var komið var hljómlistin lögð á hilluna og áhuginn beindist í aðra átt. En sorgin var nálæg. Eftir 20 Kveðja: Helga Emelía Sigmundsdóttir Fædd 24. nóvember 1906 Dáin 17. aprfl 1974 HELGA Enielía Sigmundsdóttir var dóttir Sigmundar Rögnvalds- sonar og Margrétar Jónsdóttur. Árið 1924 giftist Emelía eftirlif- andi manni sfnum Guðmundi Hannessyni, er um langt árabil var starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Emelía helgaði sig upp frá því heimili sínu, manni og t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGVARS JÓNSSONAR, Grettisgötu 73, Reykjavfk. Sigrfður Jónsdóttir Rannveig Ingvarsdóttir Eirfkur Sveinsson ArnfrfBur Ingvarsdóttir Stefén Þ. Stefenseri Anna Sigrfður Ingvarsdóttir Ásgeir Torfason Einar Ingvarsson Elfn Jónsdóttir t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför föður okkar FILIPPUSAR G. ÁRNASONAR, Austurveg 2, Vestmannaeyjum. . Rannveig Filippusdóttir Jóhann Gunnar Filippusson Ámi Filippusson t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, móðurokkarog ömmu GEIRÞRÚÐAR HJARTARDÓTTUR. Nesvegi 46. Ólafur Andrésson. börn og bamabörn. t Eiginmaður minn INGVAR JÚLÍUS INGVARSSON, Desjamýri, Borgarfirði eystra, andaðist 3. júlf. Fyrir hönd barna og annara ættingja. Helga Bjömsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð við lát og jarðarför mannsins mlns og föður okkar, ÆGIS KRISTJÁNSSONAR, fré Siglufirði Ágústa Engilbertsdóttír, Ólafur Ægisson, jris Ægisdóttir, Béra Ægisdóttir. Alda Ægisdóttir. börnum. Bjuggu þau hjónin mest- allan búskap sinn að Nönnugötu lOa hér í Reykjavík og þar var gott að koma, þó ekki væri húsið stórt á nútfma mælikvarða. Þar var alltaf nægilegt húsaskjól fyrir þá, sem þess þurftu með. Fyrir rúmum 30 árum hófum við hjónin okkar búskap í litla húsinu þeirra og sýndu þau hjónin Emelía og Guðmundur okkur slíka vinsemd og hlýju, að þess munum við minnast til ævi- loka. Emelía og Guðmundur eignuð- ust 4 börn, sem öll eru búsett hér f Reykjavík: Hannes, sem er starfsmaður hjá Eimskipafélag- inu, Hannes verzlunarmaður kvæntur Áslaugu Sæmunds- dóttur, Henný gift Pálma Ásmundssyni húsgagnabólstrara og Emil bankamaður, kvæntur Jónu Westmann. Sonsrdóttur sína, Emelíu, dóttur Sigmars, ólu þau upp allt frá barnsaldri og á efri árum sfnum tóku þau til sín á heimili sitt sonardóttur sína Ing- veldi Jónínu og studdu á þann hátt son sinn til náms og mennta. — Þannig var Emma ætfð hin mikla hjálparhella og þannig er Guðmundur maður hennar. Aðdáanlegt var hve vel hann hugsaði um konu sína í erfiðum veikindum hennar og var hann við sjúkrabeð hennar til hinztu stundar, er þessi góða og mikil- hæfa kona fékk hvíld eftir langan og farsælan ævidag. Ég bið algóðan Guð að blessa minninguna um hana og styrkja eiginmann hennar, börn og barnabörn í sorg þeirra og söknuði. Skrifað í apríl 1974. Inga Gunnars. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓSKAR HELGASON, Suðurgötu 53, HafnarfirBi. sem lézt af slysförum 29. júnl verður jarðsunginn 6. júll frá Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði. Fyrir hönd barna og annarra vándamanna, Björg Einarsdóttir. Innilegt þakklæti til allra sem vein hafa okkur hjálp I veik- indum litla sonar okkar. Erla Ármannsdóttir, Þórarinn Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.