Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐI0, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1974 Styrkur og hópferð á þjóðhátíð Vestfirðinga Menningarsjódur vestfirzkrar æsku veitir vestfirzkum ung- mennum styrk til framhalds- náms, sem þau geta ekki stundað frá heimilum sfnum. Forgangs- rétt hafa ungmenni, sem hafa misst fyrirvinnu sfna (föður eða móður), og einstæðar mæður. Ef engar umsóknir koma frá Vestfjörðum veitist styrkur Vest- firðingum, sem búsettir eru annars staðar, eftir sömu reglum. Umsóknum skulu fylgja meðmæli frá skólastjóra viðkomandi nem- anda eða öðrum, sem þekkir hann, efni hans og aðstæður. Um- sóknir verða að hafa borizt fyrir lok júlímánaðar til Sigríðar Valdi- marsdóttur, Birkimel 8B, Reykja- vík. Ef grundvöllur reynist fyrir því Kosið í Grímsey Grímsey 3. júní. KOSIÐ VAR til hreppsnefndar á sunnudaginn og urðu úrslit þau, að sömu menn hlutu kosningu og voru í nefndinni, þeir Alfreð Jónsson, Garðar Ólafsson og Hannes Guðmundsson. í sýslu- riefnd var kosinn Alfreð Jónsson. Gæftir hafa verið ágætar hjá bátum hér að undanförnu, og þótt afli hafi verið fremur tregur, hef- ur töluvert sargast upp vegna góðra gæfta. Héðan eru gerðir út þrfr 12 tonna bátar og 10 trillur, þar af ein spáný. Hingað kom f dag stór belgisk skúta, stórglæsilegt skip þegar segl eru þanin. Hún heitir Atlande og er hvítmáluð og tví- möstruð. Hún kemur hingað frá Færeyjum og Seyðisfirði og ætlar til Vestfjarða og Grænlands. Er hér um að ræða sport- og vísinda- leiðangur. Alfreð. mun Vestfirðingafélagið í Reykja- vík efna til hópferðar á þjóðhátíð Vestfirðinga 13.—14. þ.m. Þeir, sem hafa hug á þátttöku í slíkri hópferð, verða að láta vita af því i síma 15413 fyrir sunnudagskvöld. Yrði sú ferð jafnt fyrir félags- menn sem aðra. Lýst eftir vitnum HINN 28. júni sl., milli klukkan 13.30 og 16.00., var ekið á bifreið- ina G-9304, sem er appelsínurauð Mazda-bifreið, þar sem hún stóð við Ránargötu 19. Bifreiðin skemmdist á vinstra frambretti. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um þennan atburð, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna. — Skólar Framhald af bls. 2 með sem minnstum tilkostnaði. Á það fyrst og fremst við eldri borg- arsvæðin, þar sem fbúum og nem- endum hefur fækkað verulega á undanförnum árum, Nýbygging- ar verða þvf samkvæmt þessu, fyrst og fremst á þeim skólasvæð- um þar sem mest skortir á skóla- húsnæði í heild. I frumáætlun er gert ráð fyrir, að þeim framkvæmdum, sem nauðsynlégar eru til að ná hinum settu markmiðum, geti verið lokiðum 1980. Menntamálaráðuneytið og Reykjavfkurborg munu f sameiningu vinna að framhaldi þessarar áætlunargerðar og leggja hana til grundvallar ákvarðana um framkvæmdir við skólabyggingar og áætlana um f járveitingar til þeirra.“ — Skúla-Skeið Framhald af bls. 13 ferðir verið mjög vinsælar og það, sem helzt háði Hafsteirii, var það hve bátur hans var lltill, en nú hefur Skúla-Skeið gjörbreytt aðstöðunni. I Viðey er margt skemmtilegt og fróð- legt að skoða auk þess. að þar er hægt að spóka sig eða liggja í sólbaði I skjólgóðum lautum eða víkum Hertoginn af Kent fyrir rétti Bullington, Englandi 4. júlí AP. MICHAEL, hertogi af Kent og náfrændi Elizabethar Englands- drottningar, kom f dag fyrir rétt, sakaður um of hraðan akstur. Var hann sviptur ökuleyfi f þrjá mán- uði og dæmdur til að greiða 50 sterlingspund í sekt. Hertoginn er fyrsti ættingi brezku konungsfjöl- skyldunnar, sem leiddur hefur verið fyrir rétt. — Peron Framhald af bls. 1 meðfram götunum, sem lfk- fylgdin fór um, og lögreglu- menn og hermenn gráir fyrir járnum reyndu að koma f veg fyrir, að múgurinn elti líkfylgd- ina, en það tókst ekki nema að hluta. Peron var grafinn í bráðabirgðagrafreit f forseta- höllinni meðan verið er að smfða sérstakt grafhýsi á hallar- garðinum. öryggisráðstafanirn- ar, sem gerðar voru í höfuð- borginni, eru þær mestu, sem gerðar ha'fa verið frá því að Peron sneri heim eftir 18 ára útlegð á sl. ári. Skriðdrekar og fallbyssur sáust víða og stórir hlutar borgarinnar voru lokaðir allri umferð. Mikill fjöldi erlendra þjóðhöfðingja og sendimanna var viðstaddur út- förina. — Dr. Euwe Framhald af bls. 1 heimsmeistari. Mbl. spurði þá hvort ekki kæmi til greina, að Spasský, fyrrverandi heims- meistari, myndi tefla við áskor- andann, en það sagði drj Euwe að kæmi ekki til greina, auk þess sem Spasský hefði þegar tapað einvíginu við Karpov. Ef Fischer tekur ákvörðun sina aftur verður heimsmeistaraein- vígið háð 1. júlí á næsta ári, en ekki hefur verið ákveðið hvar það kann að verða haldið. Dr. Euwe lýsti að lokum ánægju sinni með keppnina um áskor- unarréttinn og bað fyrir kveðj- ur til allra vina sinna á Islandi. — Geimfar Framhald af bls. 1 geimfar. Saljut 3 var send á loft fyrir 9 dögum. .Segja fréttaritarar, að augljóst sé, að mikil eftirvænting sé meðal vísindamanna f Sovétríkjunum um hvernig til takist nú, en búast megi við, að fréttir af geimferð- inni verði af skornum skammti, að minnsta kosti miðað við það, sem gerist hjá Bandaríkjamönn- um. Tass-fréttastofan sendir þó frá sér fréttir með stuttu millibili, en í þeim hefur fram að þessu verið gefnar naumar upplýsingar, en aðeins tekið fram, að allt gangi vel og stefnt sé að því að tengja Sojus við Saljut á næstunni og ætlunin sé að gera margþættar aðrar tilraunir. Popcvich, sem stjórnargeimfar- inu, fór I sfna fyrstu geimferð í Vostok 4 fyrir ellefu árum, en Artukhin hefur ekki áður farið út I geiminn. Báðir eru kvæntir og eiga börn. Ekkert hefur verið látið upp- skátt um, hversu lengi Sojus 14 á að vera úti í geimnum. Geimfar-. inu með mönnunum tveimur var skotið á loft fáeinum klukku- stundum eftir að Nixon Banda- ríkjaforseti hélt frá Moskvu og heim á leið. — Bretar Framhald af bls. 1 á ráðstefnunni í dag, var, að aðal- fulltrúi kanadfsku sendinefnd- arinnar lýsi því yfir, að útfærsla kanadískrar efnahagslögsögu í 200 mílur, sem að Ifkindum yrði á þessu ári, myndi hafa í för með sér, að Kanadamenn fengju auk- inn umráðarétt yfir sela- stofninum. Sagði hann selveiðar verða æ meira tilfinningamál og enginn gæti sagt um, hversu færi um veiðar í framtíðinni innan 200 mílna efnahagslögsögu. Jack Davis, umhverfismálaráð- herra Kanada, sagði í dag, að lög- saga Kanada yrði þó að líkindum varla stækkuð fyrr en hafréttar- ráðstefnan hefði gert samþykkt um rétt strandríkis til að taka sér efnahagslögsögu. Taldi hann ekki sennilegt, að slfkur áfangi myndi nást í Caracas, en alténd í Vínar- borg á næsta ári. Til all ónotalegra orðahnipp- inga kom í dag á ráðstefnunni milli Sovétríkjanna og Kína, en AP-fréttastofan segir, að fyrr hafi verið ljóst, að ekki þyrfti mikið til að í odda skærist. I dag tók svo fulltrúi Albaníu eindregna af- stöðu gegn Sovétríkjunum og var hann svo harðskeyttur í ræðu sinni, að sovézka sendinefndin gekk af fundi meðan albanski fulltrúinn talaði. Réðst albanski fulltrúinn á Sovéta fyrir yfirgang þeirra á heimshöfunum og sagði, að þeir væru að koma sér upp þéttu flotakerfi á öllum heimshöf- um og ætluðu sér þannig að ná völdum yfir þessum svæðum og löndum, sem að þeim liggja „og hneppa þjóðirnar í ánauð“. Sovézki fulltrúinn sagði í svari, að sá albanski væri ekki svara- verður, en ljóst væri hvaðan þess- ar skoðanir væru komnar, frá Kínverjum. Þó má geta þess, að í dag var einnig nokkuð rætt um mengun sjávar og ráðstafanir til að draga úr henni. Og sömuleiðis lýstu Ind- verjar og Bangladeshar yfir stuðningi við 200 mílna efnahags- lögsögu strandríkja. Þorlákur Ottesen kvíttar fyrir póstinum; að baki honum standa Matthfas póstmeistari og Kristján póstur, sem er með f ferðinni. VEGNA rúmleysis f blaðinu f gær var ekki hægt að gera póst- ferðinni miklu til Vindheima- mela eins góð skil í myndum og æskilegt var. Verður bætt úr þvf hér. Þessi póstferð hefur vakið mikla athygli, enda ný- næmi nú á dögum, en áður fyrr voru ferðir landpóstanna snar þáttur f Iffi tslendinga, og þvf er ferðin nú fyrst og fremst farin til að minna á þennan þátt sögu okkar. 1 fyrrakvöld var áð að Kiðafelli f Kjós, og f gær fór lestin fyrir Hvalfjörð, og var ferðinni heitið til Hrafnabjarga á Hvalfjarðar- strönd, en þar átti að æja f gærkvöldi. Hér fer á eftir frá- sögn Hjalta Sigurbjörnssonar á Kiðafelli, fréttaritara Mbl. að lokinni fyrstu dagleiðinni; en myndirnar tók Sv. Þorm. þegar lestin var að leggja af stað úr Reykjavfk: Kiðafelli 4. júlí. Póstlestin kom að Kiðafelli klukkan 10,15 í gærkvöldi, og hafði ferðin frá Reykjavík gengið að vonum. Búast mátti við byrjunarörðugleikum, þvi allir hestarnir voru óvanir klyfjaburði. Margir fylgdust með ferðalaginu af miklum áhuga, og var mikið myndað alla leiðina, enda tilkomumikið í svo fallegu landslagi að sjá svo fallega lest. Þegar búið var að taka af hestunum og koma þeim í haga, var gengið í bæinn og matazt. Síðan var gengið til náða, en þó var vakað yfir póstkoffortun- um, sem var staflað saman á hlaðinu og lenti fyrsta vaktin á Kristjáni pósti. En klukkan 3 um nóttina tók Þorlákur Otte- - vakað yfir póstinum um nætur sen fararstjóri við vaktinni, og var vakað yfir hinum dýrmæta farmi þar til menn fóru að hugsa sér til hreyfings klukkan 6,30. Voru hestarnir þá sóttir, þeir beizlaðir og lagt á þá. Lestar- menn mötuðust áður en Iagt var af stað, og það voru hressir og kátir ferðalangar, sem lögðu af stað í annan áfanga póst- ferðarinnar til Vindheimamela um klukkan 9,30. Næsti áfangi er Hrafnabjörg á Hvalfjarðar- strönd. —Hjalti. Kristján póstur blæs f póst- Það var þröng á þingi f Hafnarstrætinu f þann mund er lestin lúðurinn. Ferðin er hafin. lagði af stað. Vaskir lögreglumenn ryðja lestinni braut f gegnum mannþyrpinguna f Hafnarstræti. Póstlestin fyrir Hvalfjörð í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.