Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1974 21 félk f fréttum • Þessi ungu ogbrosmilduhjón voru nýlega gefin saman f Tape Coral f Flórfda eftir að hafa unnazt hugástum f mörg ár. Einn skuggi hvflir þó yfir hamíngju þeirra, þvt brúðurin, Roberta Hayes 16 ára gömul, þjáist af blóðkrabbameini, sem oft hefur reynzt banvænt. En þau eru bjartsýn og maður hennar segir, að Roberta hafi viljaþrek til að sfgrast á sjúkdómnum og neiti að gefast upp. Útvarp Revkjavík ENSKA stúlkan Susan Ballan- tine, sem var handtekin í Aust- ur-Þýzkalandi, hefur nú verið ákærð fyrir að reyna að smygla austur-þýzkum vini sínum til Vesturlanda. Hún á það á hættu að verða dæmd í 15 ára fang- elsi. Ungfrú Ballantine hefur stundað nám i Vestur-Berlín. Maðurinn, sem hún reyndi að smygla, Volker Benes, er þjálf- ari austur-þýzka knattspyrnu- liðsins Dynamo. Vinur ungfrú Ballantine sagði: „Þau hafa þekkzt í 18 mánuði og eru mjög ástfangin." Frambjóðandi hætti vegna morðhótana Bflasali f Massachusetts, Pet- er Fuller, hefur hætt við bar- áttu fyrir því að verða kjörinn ríkisstjóri vegna morðhótana. Fuller er vellauðugur kaup- sýslumaður og repúblikani og faðir hans var ríkisstjóri í Massachusetts á árunum eftir 1920. Fyrir þremur mánuðum stukku vopnaðir og grímu- klæddir menn inn í bifreið hans skammt frá heimili hans og hótuðu að myrða hann og fjölskyldu hans ef hann héldi áfram baráttu sinni fyrir því að verða ríkisstjóri. Fuller skýrði frá þessu fyrir nokkrum dögum, en hann dró sig f hlé 29. marz, skömmu eftir að hann fékk hótunina. Þá kvaðst hann hafa hætt við bar- áttuna „af persónulegum ástæðum". Fuller er mikill áhugamaður um kappreiðar og hnefaleika. Hann segir vini sína á þeim sviðum skilja vel, hvers vegna hann tók hótunina alvarlega, þótt aðrir vinir sínir skilji það ekki. Meredith í framboði JAMES Meredith, fyrsti blökkumaðurinn, sem fékk að stunda nám í háskólanum f Mississippi fyrir um það bil tíu árum, hefur sigrað í forkosn- ingum um frambjóðanda demó- krata í kosningunum til Þjóð- þingsins í haust. Hins vegar fékk hann aðeins 31,8% at- kvæða og ákveðið var, að önnur forkosning færi fram milli hans og annars frambjóðanda. Nú hefur Meredith ákveðið að taka ekki þátt í þessari síðari um- ferð forkosninganna og bjóða sig fram sem óháður f kosning- unum í haust. Hann segir ástæðuna þá, að flokkur demó- ' krata mundi ekki styðja hann þótt hann sigraði í síðari for- kosningunni. Flokkurinn er klofinn í Mississippi og Meredith segir, að annað flokksbrotið ætli að styðja þing- mann repúblikana eða óháðan frambjóðanda. Rauða Dana langar heim „RAUÐI DANNI“, öðru nafni Daniel Cohn-Bendit, hefur skrifað Giscard d’Estaing Frakklandsforseta bréf og beðið um að fá að snúa aftur til Frakklands. Rauði Danni var Fólkið, sem kaus Freud, sálgreint ÍHALDSMENN í Bretlandi hafa fengið kunnan sálfræðing til þess að sálgreina kjósendur i kjördæminu Isle of Ely og komast að raun um hvers vegna frambjóðandi þeirra beið ósig- ur í aukakosningu í fyrra fyrir frambjóðanda Frjálslynda kunnur á sfnum tíma fyrir að stjórna stúdentauppreisninni í Frakklandi 1968 en sfðan var hann rekinn úr landi. Foreldr- ar hans eru þýzkir en þótt hann sé fæddur í Frakklandi ákvað hann að sækja um þýzkan ríkis- borgararétt þegar hann fékk aldur til. Rauði Danni segir í bréfinu til forsetans, að hann telji ósennilegt, að hann sé hættulegur öryggi Frakklands. flokksins. Hann var enginn annar en sonarsonur Sigmund Freuds, föður sálfræðinnar, Clement Freud. Hann er kunnur fyrir að auglýsa hunda- fóður f brezka sjónvarpinu og jók meirihluta sinn verulega í almennu þingkosningunum í febrúar. Sálfræðingar leiða getum að því, að minnimáttar- kennd geti ráðið því, að fólk kjósi frambjóðendur, sem það kannast vel við. Stjórnmála- menn eru forvitnir, höfundar gamanþátta ánægðir. FÖSTUDAGUR 5. júlf 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30. 8.15 og (forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdfs Norðfjörð heldur áfram lestri „Ævintýris frá annarri stjörnu“ (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Josef Suk og Tékkneska fflharmónfusveitin leika Fiðlukonsert f a-moll op. 53 eftir Dvorák / Gáchinger kórinn syngur „Sfgaunaljóð“, lagaflokk op. 103 eftir Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 14.30 Sfdegissagan: <Jr endurminn- ingum Maanerheims Sveinn Asgeirsson les þýðingu sfna (11). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Poppkornið. 17.20 Tónleikar. 17.30 Þættir úr ferðabók Deiffirins lávarðar. Þýðandinn, Hersteinn Pálsson les (2). 18.00 Tónleikar. tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Spurt og svarað Ragnhildur Richter leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Frá listahátfð Kammertónleikar að kjarvalsstöðum 19. f.m. Flytjendur: Jón H. Sigurbjörnsson, Pétur Þorvaldsson, Rögnvaldur Sigur- jónsson, Robert Jennings, Sigurður E. Garðarsson, Helga Ingólfsdóttir, Krist- ján Þ. Stephensen, Einar Jóhannesson og Rut Ingólfsdóttir. 20.40 Suður eða sunnan? Endurtekinn fyrsti þáttur um dreif- bflismál, sem Hrafn Baldursson sá um. Þar ræddu þingmennirnir Helgi Seljan, Karvel Pálmason, Pálmi Jónsson og Stefán Valgeirsson vand- kvæði þess að búa úti á landi. Aður útv. f aprfl. 21.30 (Jtvarpssagan: „Gatsby hínn mikli“ eftir Francis Scott Fitzgerals Þýðandinn Atli Magnússon, les (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur: (Ir heimahögum Magnús Kristjánsson bóndi f Norð- tungu greinir frá búskaparháttum f Þverárhlfð f viðtali við Gfsla Krisjáns- son ritstjóra. 22.35 Sfðla kvölds Helgi Pétursson kynnir létta tónlist. 23.30 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. LAL’GARDAGUR 6. júlf 7.00 morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. Kl. 20.40 f kvöld verður endurtekinn fyrsti þáttur af þremur f flokki, sem f jallar um dreifbýlismái. Þessum fyrsta þætti var áður útvarpað f aprfl, en þar eð f ljös kom, að einn þátttakenda var f framboði til byggðakosninga f sfnu heima- héraði var hætt við að flytja hina tvo þættina að sinni. Sfðan komu alþingiskosningarnar og þá voru allir þáttakendur f framboði, en eins og kunnugt er skal þess vandiega gætt, að frambjóðendur f kosningum komist ekki að f hinum rfkis- reknu fjölmiðlum þann tfma, sem þeir eru f framboði. Þess vegna var ákveðið að fresta þvf að útvarpa þessum þáttum, og þar sem nú er alllangt um liðið sfðan þessi fyrsti þáttur var fluttur var sá kostur tekinn að byrja á byrjuninni og flytja alla þættina þrjá f samhengi. Verða þeir nú fluttir með viku millibili. Að sjálfsögðu væru málefni strjálbýlis efni í marga þætti, enda er ekki ýkja langt sfðan f ★ 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdfs Norðfjörð heldur áfram lestri „Ævintýris frá annarri stjörnu“ (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Borg- hildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.30 Suður-amerfsk gítartónlist Laurindo Almeida leikur. 14.00 Vikan, sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Miðdegistónleikar Pierre Fournier og Lorand SztJes leika á selló og pfanó. a. Sónata f F-dúr eftir Brahms. b. Svfta f D-dúr fyrir einleiksselló eftir Bach. 15.45 A ferðinni ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 16.30 Horft um öxl og fram á við Gfsli Helgason fjallar um útvarps- dagskrá sfðustu viku og hinnar kom- andi. 17.30 Framhaldsleikrit barna og ungl- inga: „Heilbrigð sál f hraustum lfkama“ eftir Þóri S. Guðbergsson Þriðji þáttur. Leikstjóri: Gfsli Alfreðsson. Þersónur og leikendur: Helgi sjómaður . . . Hákon Waage/ Sveinn sjómaður . . . Flosi ólafsson/ Þorkell bifreiðastj. . . . Bessi Bjarnason/ Gufunes-radfó . . - Guðjón Ingi Sigurðsson/ Þröstur . . . Randver Þorláksson/ Jón bóndi . . . Karl Guðmundsson/ Prestur . .. Gunn- ar Eyjólfsson/ Svandfs . . . Anna Krístfn Arngrfmsdóttir/ Jóhannes . . Sigurður Skúlason/ Sögumaður . . Knútur R. Magnússon. 18.00 Söngvar f léttum dúr. Tilkynn- íngar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Nátt-hrafns þáttur Nýsaminn sögukafli eftir Dag Sigurðarson. Höfundur les. 19.45 Heimastjórn á Grænlandi? Egill Egilsson, fréttaritari útvarpsins f Kaupmannahöfn, ræðir við Lars-Emil Johansen, þingmann syðra kjördæmis Grænlands á danska þjóðþinginu, um heimastjórnarmálin, nýtingu græn- lenzkra auðlinda o.fl. Tryggvi ólafsson listmálari les svör þingmannsins. 20.00 Pfanókonsert í C-dúr (K503) eftir Mozart Rudolf Firkusny og Sinfónfuhljóm- sveit útvarpsins f Baden Baden leika; Ernest Bour stj. (Hljóðritun frá útvarpinu f Baden Baden). 20.30 Frá Vestur-lslendingum, II. Ævar R. Kvaran ræðir við dr. Rfkharð Beck prófessor og les ásamt Jónu Rúnu Kvaran söguna „Svanfrfði“ eftir Jóhann Magnús Bjamason. 21.15 hljómpæöturabb Þorsteinn Hannesson bregður pæötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 22.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. útvarpinu voru vikulegir þætt- ir, Strjálbýli-þéttbýli. Það er svo margt, sem vert er að draga fram þegar rætt er um muninn á þvf að búa 1 strjálbýli og þéttbýli, og vitaskuid fylgja bæði kostir og gallar þvf að búa f þéttbýlinu og öfugt. Þó hefur það sjaldnast verið áhorfsmál, að nauðsynlegt er að stefna að þvf að jafna aðstöðunun þeirra, sem búa þar sem byggð er dreifð, og þéttbýlisbúa, sér- staklega hvað viðkemur marg- vfslegum aðbúnaði svo sem menntunarskilyrðutn, læknis- þjónustu og menningarlegum samskiptum hvers konar, að ekki sé minnzt á það hversu flutningskostnaður á helztu nauðsynjavörum og allri ann- arri vöru er stór þáttur f kjara- málum þeirra, sem búa úti á landi. Það er Hrafn Baidursson, tæknimaður útvarpsins, sem séð hefur um gerð þessara þriggja þátta, en þeir, sem þar koma fram, eru Helgi Seljan, Karvel Pálmason, Pálmi Jóns- son og Stefán Valgeirsson. # Þó að opinberar heimsóknir þjóðarleiðtoga byggist að mestu leyti á stjórnmálaviðræðum og leit að leiðum til lausnar hinum ýmsu vandamálum taka menn sér oftast stuttar hvfldir frá stjórnmálaþrasinu til að skoða sig um. Hér sjáum við Nixon forseta og frú undir leiðsögn Sadats Egyptalandsforseta og konu hans heimsækja stað nálægt Gizapýramfdunum, þar sem unnið var að fornleifagreftri meðan Bandarfkjaforseti heim- sótti Egyptaland á dögunum. fclk í fjclmíélum Suður eða sunnan — þrir þættir um málefni strjálbýlis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.