Morgunblaðið - 11.07.1974, Page 18

Morgunblaðið - 11.07.1974, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULl 1974 Flytja þarf ínn nokkur Jn'is. tonn af sementi 87 miUj. kr. í oBu segir Sementsverksmiðjan VERÐ á portlandsementi hækkaði frá og með deginum I gær um kr. 1.760,-, úr 4.780,- kr. f 6.540,- hvert tonn eða um 36,8%, og er þá söluskattur ekki innifal- inn. Hinn 20 marz s.l. hækkaði sementið um kr. 980,- eða úr 3.580,- f kr. 4.560,- hvert tonn eða 27,4% fyrir utan söluskatt. 1 fréttatilkynningu frá Sementsverksmiðju ríkisins segir, að í apríl hafi sementið einnig hækkað, þá um kr. 220,- tonnið á þéttbýlissvæðum vegna kerfisbreytinga, en áður hafði verið verðjafnað að mestu leyti, en nú að fullu. Tekjur verksmiðj- unnar hækkuðu ekki vegna þess, því verð á dreifbýlissvæðum lækkaði miðað við það, sem orðið hefði með óbreyttu kerfi. Rétt þyki að skýra þetta nú um leið og upplýst er, að verð á sementi frá verksmiðjunni hafi hækkað alls frá s.l. áramótum um 76,5%. (Þá á eftir að bæta söluskatti við^ Mbl.) Segir í fréttatilkynningunni, að orsakir þessara hækkana séu, eins og öllum megi ljóst vera, þær hækkanir á vinnulaunum og öllum öðrum rekstrarkostnaði, sem orðið hafa frá s.I. ári. Hér skuli aðeins nefnt, að verksmiðj- an noti árlega um 12000 tonn af Hestamenn úr Fáki, 50 talsins, lögðu af stað til Vindheimameia á laugardaginn með eitthvað á þriðja hundrað hesta. Sv. Þorm. tók þessa mynd, þegar Fáksmenn vorú staddir fyrir ofan Skógarhóla f Þingvallasveit. Hestamenn komnir á Vindheimamela Mælifelli 9. júlf. A LAUGARDAGINN var tengd ný Ianglína milli sfmstöðvanna á Mælifelli og Sauðárkróki. Eru þetta stórstígari framfarir f síma- málum Lýtingsstaðahrepps en nokkuð annað á löngu árabili. Sfmstöðin á Mælifelli er nú opin kl. 9—13 og 15—19 alla virka daga, en frá morgni til miðnættis meðan Landsmót hestamanna stendur yfir á Vindheimamelum, auk hinnar venjulegu neyðar- þjónustu á nóttunni. Fjöldi manna er þegar kominn á Vindheimamela, margir sunnan Kjöl og Stóravatnsskarð, einnig hafa hópar komiö Sprengisand. Flokkur Austfirðinga kom yfir hálendið og niður úrVesturdal. Meðal þeirra er hinn landskunni hestamaður Pétur Jónsson á Egilsstöðum. - Sfra Ágúst. Fréttir frá Akranesi þjóðhAtíðarmöt S.l. sunnudag var haldið fþróttamót á Akranesi í tilefni þjóðhátíðar. Á Iþróttavellinum við Langasand var keppt í hand- knattleik karla og kvenna og blaki. I Bjarnalaug fór fram keppni í sundi, og golfkeppni fór fram á 'vegum Golfklúbbsins Leynis á Garðavelli (sjá meðf. fréttabréf). BANG-BANG SIRKUS Skátafélag Akraness gekkst fyr- ir ,,Bang-Bang“ sirkus fyrir börn í nýju íþróttahússbyggingunni á mánudagskvöldið. Lúðrasveit skólanna aðstoðaði. Um 1200 manns sóttu skeinmtunina, sem var hin fjölbreyttasta, og skemmtu allir sér hið bezta. Skemmtikraftar og aðrir þátttak- endur voru um 70, og eru þeir allir úr Skátafélagi Akraness. LEIÐRÉTTING VIÐ FRÉTT UM „SIGUR- FARA“ Það var ranghermt, að Lions- menn á Eskifirði hafi séð um að koma kútternum til landsins. Hið rétta er þetta: Ölafur Guðmunds- son, umboðsmaður f Færeyjum, hafði allari veg og vanda f sam- bandi við kaupin í Færeyjum og afgreiðslu mála þar. Kiwanis- klúbburinn Þyrill Akranesi sá um að koma skipinu heim, en m/s Sæberg SU 9 Eskifirði tók að sér að draga skipið til Neskaupstaðar. Þar lá skipið frá hvítasunnu til 5. júlí, og sáu félagar í Kiwanis- klúbbnum Gerpi Neskaupstað um gæzlu á skipinu þann tíma, en síðan sá Landhelgisgæzlan um að draga skipið til Akraness. -Asmundur. Neitið Framhald af bls. 15 Kennedy hinum verstu ónöfn- um. Á öðrum stað vfkur hann einnig að Kennedyf jölskyld- unni og segir, að hún bfði eftir þvf einu að geta ráðizt til atlögu gegn sér. Þessi samtöl átti Nixon við þá Ehrlichman, Haldeman, Dean og Mitchell. Megináherzla er þó lögð á, að f afskriftum Hvfta hússins af þessum samtölum hafi verið svo mjög dregið úr þvf að Nixon gæti verið viðriðinn mál- ið, að það hafi komið eins og þruma, þegar Ijóst er nú, að forsetinn virðist hafa fylgzt náið með allri framvindu mála og gefið þær skipanir, sem hon- um þótti henta hverju sinni. Sömuleiðis fylgdist hann greinilega með öllum greiðsl- um til þeirra, sem að málinu stóðu, enda þótt reynt hafi ver- ið að breiða yfir það. Þá hefur samtölum stundum beinlfnis verið breytt og orð lögð f munn Deans eða annarra, sem Nixon mun sjálfur hafa sagt, sam- kvæmt spólum nefndarinnar. svartolfu og sé þetta einn stærsti gjaldaliðurinn f rekstrinum. Á árinu 1973 hafi þessi gjöld numið rúmum 36 millj. kr., en verði í ár 86,7 millj. kr. og sé þá miðað við sama magn og óbreytt verð til ársloka. Þessi gjöld hækki þannig um 140% frá fyrra ári. Þá hafi verð á innfluttu sementsgjalli hækkað um 60% frá fyrra ári. Ennfremur megi geta þess, að innifalið í áður- nefndri hækkun á sementi sé nokkur upphæð til verðjöfnunar við innflutt og sekkjað sement. Einnig segir í fréttatilkynning- unni, að uppsetningu nýrrar sementskvarnar hafi seinkað svo, að nauðsynlegt reyndist að flytja inn nokkur þúsund tonn af sementi á næstu vikum. Þetta sement kosti komið í hús kr. 8.635,- hvert tonn. Ef þetta sement væri selt með leyfilegri álagningu myndi það kosta kr. 9.900,- (án söluskatts.). — Tollgæzla Framhald af bls. 32 1940 og 1. mgr. 60. gr., sbr. 61. gr. og 1. mgr. 62. gr. laga nr. 59, 1969 um tollheimtu og tolleftirlit, sbr. 138. gr. hegningarlaganna“. Valtýr sagði að dómssátt hefði verið gerð 9. júlf 1974, þar sem tollvarðstjórinn játaði kæruatriði rétt og samþykkti að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Valtýr sagði aðspurður um mál aðstoðarverzlunarstjóra Frí- hafnar: „I desemberbyrjun 1972 veitti vökull lögregluþjónn athygli undarlegri hegðan leigu- bifreiðastjóra, sem lögreglu- maðurinn hafði afskipti af vegna umferðarlagabrots. Þar sem maðurinn hafði áður fengið dóm fyrir ólöglega sölu áfengis, ákvað lögreglumaðurinn að leita í bif- reiðinni og fannst þá tóm gos- flaska, sem í hafði verið áfengi, en hún hafði verið tæmd á gólf bifreiðarinnar. Við húsleit á heimili mannsins fundust m.a. 30 flöskur af ótollafgreiddu áfengi af sjaldgæfri tegund, sem aðeins fæst hérlendis í frfhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn málsins var umfangs- mikil og tæplega viku síðar var aðstoðarverzlunarstjóri Frf- hafnarinnar, Gunnar Kristjáns- son, handtekinn og úrskurðaður í allt að 10 daga gæzluvarðhald. Gunnar neitaði öllum sakar- giftum í fyrstu, en um síðir játuðu báðir aðila málsins brot sín.“ „Um framhaid málsins leyfi ég mér að vitna beint í ákæruskjal saksóknara ríkisins, þar sem verknaði aðstoðarverzlunarstjór- ans er lýst svo: „Gegn ákærða, Gunnari Valgeir Kristjánssyni, er málið höfðað fyrir að hafa mis- notað aðstöðu sína sem aðstoðar-« verzlunarstjóri Fríhafnar á Kefla- vfkurflugvelli með eigin kaupum á 30 3/4 lftra flöskum af Kulov- vodka — einni flösku í senn — á ótilgreindu tímabili fram til 27. nóvember 1972 og flutt áfengið jafnóðum fram hjá tolleftirliti heim til sín og selt það ásamt einni sams konar flösku til við- bótar mánudagskvöldið 27. nóvember 1972, meðákærða . . . fyrir kr. 17.000.00.“ Meðákærði er leigubifreiðastjórinn. Dómur f máli þessu var upp kveðinn 2. júlí 1973 og hefur honum nú verið fullnægt með greiðslu sektar að upphæð kr. 95.000.00. Kristján Pétursson sagði í við- tali við Mbl.: „Ég tel þessa aðgerð utanríkisráðherra mjög alvarlegt áfall fyrir tollgæzluna, sérstak- lega þó út á við, því að hver treystir þeirri tollgæzlu, sem heimilar smyglara að starfa f sinni þjónustu. Eins og menn vita verða ráðherrar ekki sóttir til saka, nema með samþykki Alþing- is, og því stöndum við starfsmenn tollgæzlunnar, sem viljum veg hennar sem mestan, gjörsamlega berskjaldaðir gagnvart ráðstöf- unum ráðherra sem þessum. Ég mun hins vegar áfram sem hingað til reyna að efla tollgæzluna ásamt mínum ágætu samstarfs- mönnum og reyna þannig að koma í veg fyrir, að þetta ógæfu- lega embættisverk ráðherrans valdi meiri skaða en orðið er. Allir hljóta einnig að sjá hvert fordæmi þessar ákvarðanir ráð- herra hljóta að gefa — sérstak- lega er varðar það fólk, sem starfar á hinu tollfrjálsa svæði f 1 ugstöðvarbyggingari nnar. Veldur þetta tollgæzlunni eðli- lega erfiðleikum við framkvæmd skyldustarfa sinna.“ Kristján Pétursson sagði enn- fremur: „Hinn 1. desember sfðastliðinn réð utanríkisráðherra Alvar Óskarsson, þáverandi bflstjóra fjármálaráðherra, afgreiðslu- mann Fríhafnarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Svo virðist sem fjármálaráðherra hafi viljað losna við Alvar, þar sem reksturs- kostnaður bifreiðarhans var helmingi hærri en á bifreiðum annarra ráðherra eða nálægt einni milljón króna á hálfu öðru ári og ætti öllum að vera skiljan- legt, að f jármálaráðherra gat ekki við slíkt unað, því að hann hefur ávallt viljað sýna gott fordæmi í meðferð fjármuna. Alvar mætti uldrei til vinnu í Fnhöfninni og í febrúarbyrjun lagði hann fram læknisvottorð um veikindi í óákveðinn tíma. Full laun fékk hann, þrátt fyrir að hann hefði ekki áunnið sér rétt til slfks veik- indafrís. Hafði Alvar þó sem betur fer nægilega góða heilsu til þess að starfa á kosningaskrif- stofu Framsóknarflokksins í Reykjavík á fullum launum hjá Frfhöfninni. Nú eru síðustu fréttir þær, að Alvar hafi verið hækkaður í tign í Fríhöfninni og gerður að fulltrúa og þvf hækkað- ur um 5 til 7 launaflokka. Flestir myndu þó halda, að frammistaða Alvars verðskuldaði ekki svo skjótan frama umfram þá starfs- menn Fríhafnarinnar sem starfað hafa þar f 15 ár og unnið hafa frábær störf við þá stofnun." „Mér er það efst í huga,“ sagði Kristján, „að reyna að koma f veg fyrir að tollgæzlan verði fyrir alvarlegum áföllum af framangreindum ástæðum. Sá maður, sem ég hélt að stæði hvað næstur tollgæzlunni og ætti að styrkja hana og efla, hefur valdið okkur sárum vonbrigðum." Morgunblaðið birtir nöfn mann- anna, sem frá er skýrt í þessari frétt til þess að hlffa öðrum starfsmönnum Fríhafnarinnar og tollgæzlunnar á Keflavíkurflug- velli við órökstuddum getgátum og grun, sem komið gæti upp meðal fólks. — Barinn og... Framhald af bls. 32 grein fyrir. Ekki mundi hann heldur hvort bifreiðin var leigu- bíll eða lítill bíll, en hallaðist þó fremur að hinu fyrrnefnda. Sfðan man maðurinn ekkert, hvorki það, sem gerðist uppi í Breiðholti, né hvernig hann komst þaðan. Síðan gerist það, að lögreglan er kvödd upp í Grýtubakka í Breið- holti laust fyrir hádegið á þriðju- daginn til að kanna innbrot í ruslatunnugeymslu. Við rann- sókn í geymslunni fundust gler- augu, lyklakippa, brotinn lindar- penni og karlmannaskór. I geymslunni voru einnig blóðslett- ur, sem bentu til, að átök hefðu þar átt sér stað. Seinna um daginn kom svo maðurinn, sem barinn hafði verið, til fundar við lögregl- una í því skyni að hressa upp á minnið. Kom þá í Ijós, að hlutirnir úr ruslatunnugeymslunni til- heyrðu honum og virðast þar falla saman brotin um árásina og ránið á manninum og innbrotsins í geymsluna. Málið er í rannsókn og eins og áður segir leitar lög- reglan leigubílstjóra eða öku- manns fólksbifreiðar, sem hefur ekið mönnunum upp f Breiðholti aðfararnótt þriðjudagsins. Forráðamenn steypustöðvanna á fundinum f gsr. Frá vinstri. Sigursteinn Guðsteínsson (BM Vallá) Halldór Jónsson (Steypustöðin), Sveinn Valfells (Steypustöðin), Birgir Björnsson (Breiðholt h.f) og Vfglundur Þorsteinsson (BM Vallá). Ljósm. Mbl. ÖI. K. Mag. — Sement Framhald af bls. 32 steypustöðvarnar f Reykjavík til þess að stöðva öll lánaviðskipti frá og með deginum í dag. B.M. Vallá h.f. Breiðholt h.f. Steypustöðin h.f. Sem fyrr segir mun þessi ákvörðun hafa stórkostlega rösk- un í för með sér í byggingar- iðnaðinum. Steypustöðvarnar hafa lánað steypuna á 75—90 daga víxlum. Á þessum tíma hafa margir einstaklingar með dugnaði náð að gera hús sín fok- held, áður en þeir hafa þurft að greiða eyri fyrir steypuna. Hafa steypustöðvarnar verið einu aðilarnir, sem lánað hafa bygg- ingarefni. Vegna hins erfiða ástands hjá bönkum og lána- stofnunum hafa steypustöðvarnar ekki fengið aukna vfxlakvóta, og því hafa þær orðið að grípa til þess ráðs að stöðva öll lánavið- skipti. Kom það fram hjá forráða- mönnum þeirra á fundinum í gær, að líklega hefði aðeins innan við V* hluti þeirra einstaklinga, sem nú standa f húsbyggingum, f járhagslegt bolmagn til að greiða steypuna út f hönd. Stöðvast því byggingar hjá þeim. A fundinum komu fram at- hyglisverðar upplýsingar um verðlag á sementi. Töldu forráða- mennirnir, að sementsverð hér væri hærra en í nokkru öðru landi á Vesturlöndum. Sements- tonnið kostar nú 7700 krónur, en kostaði 4040 krónur f byrjun marz. Sementspokinn kostar nú 385 krónur, en kostaði 202 krónur í marzbyrjun. Rúmmetrinn af til- búinni steypu mun hækka úr 4000 krónum í liðlega 5000 krónur. Þá komu þær upplýsingar fram á fundinum, að þessi hækkun nú væri sú mesta á einu bretti sfðan 1959, og að hún gæfi Sements- verksmiðjunni 225 milljónir á árs- grundvelli. Töldu forráðamenn- irnir þetta meiri hækkun en verk- smiðjan hefði þörf á. Síðan í marz hafa steypu- stöðvarnar farið fram á við verð- lagsyfirvöld 18% hækkun á eigin hlut vegna stórfelldra kostnaðar- hækkana. Ekkert svar hefur bor- izt, en á sama tíma hefur ríkis- fyrirtæki fengið 37.5% hækkun. Töldu forráðamennirnir, að það væri lögbrot af hálfu verðlags- yfirvalda að taka ekki hækkunar- beiðni þeirra til meðferðar. Telja steypustöðvarnar óhjákvæmilegt að þær fái þessa umbeðnu hækk- un á eigin hlut, að öðrum kosti verði þær að loka á næstu dögum eða ákveða útsöluverð í trássi við lögin. Það mun því fást úr því skorið á næstu dögum hvort enn meiri röskun verður í byggingariðnað- inum eða þá að hann stöðv- ast alveg. Steypustöðvarnar eru í dag reknar með tapi, sem nemur 3—4 milljónum samtals hjá þeim öllum. Hjá þeim vinna um 150 manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.