Morgunblaðið - 11.07.1974, Page 23

Morgunblaðið - 11.07.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULl 1974 23 Iðunn Eiríksdóttir — Síðbúin kveðja Hún fór langt um veg til að deyja. Eftir langvarandi og lam- andi sjúkdómsstríð flaug hún vestur um haf í von um varanleg- an bata, og lagðist undir „hníf- inn“ á sjúkrahúsi í New York- borg. Það var hennar hinzta flug til fjarlægra stranda. Og nú er hún öll, hún Iðunn, sú ísfirzka og yndæla bekkjarsystir. Þessi hel- fregn barst mér er ég kom glaður og reifur heim úr sólskininu f Suður-Frans f fyrra mánuði. Þá var Iðunn gengin og grafin fyrir tveim, þrem vikum. Því eru kveðjur mínar sfðbúnar. Það var fremur sjaldgæft að stúlkur yrðu stúdentar fyrir stríð. I Akureyrarskóla voru þær ýmist ein, tvær og mest þrjár eða stund- um engin til að skreyta stúdenta- árgangana á þessum eymdar- og volæðistímum kreppuáranna. Þá þóttu skólasveinar hólpnir, sem höfðu komizt í sfld að sumarlagi til að kosta eigin skólagöngu. Ein glæsilegasta námsmærin í skóla fyrir norðan á þessum árum var Iðunn Eiríksdóttir frá Isafirði, sem þá var ung og hnarreist, bein- vaxin, grönn og spengileg með fjaðurmagnaða spennu f lfkaman- um, eins og fótfrá fjallahind. Þó að Iðunn væri afbragðs námskona og bráðsnjöll f beygingum og föll- um Iatneskrar grammatíkur og skokkaði léttilega yfir snjáðar síð- ur Cesars, Cicerós, Lívíusar og Övídíusar og hvað þeir nú allir hétu þessir gömlu gaurar, þá fest- ist aldrei „latínuhryssu“-heitið við hana, eins og við þær fáu kynsystur hennar, sem sköruðu fram úr þeirri klassfsku forn- tungu Rómverja, sem svo óhemju áherzla var þá lögð á í máladeild- um menntaskólanna beggja. Okk- ur strákhvolpunum, bekkjar- bræðrunum, var jafnan annað og skemmtilegra í muna í návist Ið- unnar en blóðlaus, útdauð og hundleiðinleg latína. Aftur á móti leit Iðunn á okkur og umgekkst eins og bræður. Hún var yndi margra lærifeðranna í kennslu- stundum svo að sumir af þeim gömlu skörfum fengu í sig straum og lyftust í „kadettunni" upp úr grámollu hversdagsleikans, og voru stundum gripnir stemningu og tóku óvænt á því bezta f sjálf- um sér, líkt og um einleik á lista- hátíð væri að ræða. Og þar með sluppum við f bili við kvöl þurrar yfirheyrslu í náminu, öllum til mikils léttis. Svo sjarmerandi og seiðmögnuð var Iðunn á unga aldri í skóla, að jafnvel þessir gömlu og gæflyndu kennaraskarf- ar tóku óvænt að fara fram úr sjálfum sér við kennslustörfin í návist hennar. Iðunn var alltaf sönn dama, sómakær og siðsöm. Hún bar mikla persónu þegar í Jóna M. dóttir — F. 24.janúar 1927 D. 1. júlf 1973 Ár er liðið f dag síðan hún Jóna var jarðsett. Það ótrúlega, að hún, sem alltaf var svo drffandi og kát, skyldi vera hrifin svo snöggt burt frá okkur, sem kom yfir okkur sem reiðarslag. En hún hafði legið örfáa daga á sjúkra- húsi til uppskurðar, er hún lést skyndilega. Hún var kvödd af stórum vinahópi frá Fossvogskap- ellu f skínandi veðri 11.7. 1973. Jóna var fædd á Stöðvarfirði, dóttir Guðrúnar Auðunsdóttur og Sólmundar Sigurðssonar útvegs- bónda þar, en þau áttu níu börn f sínu hjónabandi. Jóna giftist Þor- keli Skúlasyni í des. 1949. Þrátt fyrir tuttugu og tveggja ára raun af sykursýki, þá var hún ham- ingjukona og manni sfnum og börnunum tveimur unni hún og vann meir en sjálfri sér, og var vinur vina sinna ógleymanlegur. Það er ekki ætlunin að skrifa hér lofgrein neina, enda ekki að Sólmunds- Minning Jónu skapi slíkt, aðeins ef við mættum þakka samfylgdina og óska henni Alvalds blessunar, þó um síðir sé. Vinir. Tilboð óskast í flugvélina TF. AIG Cessna 140 sem er skemmd eftir brotlendingu. Flugvélin er í flug- skýli nr. 3 á Reykjavíkurflugvelli. Tilboð sendist á skrifstofu vora Laugavegi 1 78, Reykjavík fyrir kl. 1 7.00 föstudaginn 1 2. þ.m. Trygging h/f. Vönduð og vel útbúin eins hreyfils flugvél óskast til kaups nú þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þm. merkt: Flug — 9596. skóla. Hún var okkur meira en bekkjarsystir. Hún var félagi okk- ar og hálfgildings trúnaðarvinur og stundum ráðgjafi. Jafnvel leit- uðum við ráða hjá henni þegar bögglazt var við að stfga fyrstu amorssporin í öryggisleysi þess- ara vandlifuðu tíma heimskreppu og sálkreppu, þegar hugurinn hvarflaði frá drepleiðinlegum doðröntum til draumadísanna í skólanum og f bænum, sem við sáum svífa í hillingum, eins og töfrandi gyðjur gegnum lamandi lærdómsþokur úrelts skólakerfis. Er leiðir skildu eftir stúdentspróf 1940 hvarf Iðunn vestur á æsku- slóð, þar sem hún gekk að eiga traustan og góðan mann, Böðvar Sveinbjarnarson, athafnasaman rækjuverksmiðjueigenda. Börn þeirra eru fjögur. Þau eru öll uppkomin. Það var jafnan gleði- efni þegar þau hjón komu vestan á bekkjarhóf. Þá er Iðunn varð fimmtug, fyrir um það bil þrem árum, sendum við bekkjarsystkin- in henni skartgrip, muri veglegri gjöf en við höfðum áður skotið saman í við slík tækifæri. Þar var um að ræða forkunnar fagurt armband úr skíra gulli með áletr- un til hennar í þakkarskyni fyrir alla hennar tryggu og dyggu vin- áttu allt frá fyrstu kynnum í skóla. I þeirri gjöf tóku allir þátt heils hugar. Þá fundum við bezt, sem vorum í bekkjarstjórn, hversu Iðunn átti ennþá mikil ítök í hjörtum okkar allra, þótt samfundirnir yrðu færri og strjálli hin síðari árin. Við bekkj- arbræðurnir erum nú á hápunkti kransæðastfflualdursins báðum megin við hálfsextugt og megum vera þakklátir fyrir hvert árið, sem okkur auðnast að tóra til við- bótar f þessari ótryggu og yfir- spenntu veröld, þar sem hið óvænta er uppi á teningum lífs og dauða næstum því við hvert fót- mál úr þessu. Því er hollast að það, núna þegar tekur að „hausta" í lífi okkar. Ekki getum við gleymt þeim bekkjarsystkin- um, sem á undan eru farin, þvf einstaka mannkostafólki, vönd- uðu og vel gerðu. Auk Iðunnar lézt Árni Árnason, skrifstofu- stjóri í ríkisendurskoðun, nýlega. Snorri Árnason, lögfræðingur, á Selfossi andaðist í fyrra vetur sem og Sigurjón Sveinsson, arki- tekt og byggingafulltrúi Reykja- víkurborgar. Áður voru tveir horfnir okkur að eilífu, þeir Jak- ob Finnsson frá Hvilft í Önundar- firði og Sigurður Askelsson, lög- fræðingur og stjórnarráðsfulltrúi. Mjög hefur saxazt á stúdentalimið frá M.A. 1940, og blóðtakan mikil og sár. Vegna eftirlifandi bekkjar- systkina sendi ég öllum ástvinum og vandamönnum einlægar sam- úðarkveðjur. Þegar við, sem eftir erum, komum saman til fagnaðar, eins og endra nær, munum við öll sakna hinnar ókrýndu drottning- ar bekkjarins, Iðunnar, sem átti hug okkar allra. Við munum líka minnast látinna bekkjarbræðra. Hafi þau öll þökk fyrir samfylgd- ina á allt of stuttum og skamm- vinnum lestargangi lífsins. örlygur Sigurðsson. Minning: Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir Fædd 25. aprfl 1893 Dáin 12. maf 1974. leiða hugann að lífinu sjálfu, undrum þess og dásemdum með- an einhver tími gefst. Það er aldrei að vita nema við gætum krækt okkur í smá sumarauka við Foreldrar Bjarneyjar voru Þuríður Jónsdóttir og Guðmund- ur Sigurðsson, er bjuggu á Höfða f Grunnavíkurhreppi. Föður sinn missti Bjarney þegar hún var á fyrsta ári. Þá var hún tekin að Kvíum í sömu sveit. Þar ólst hún upp. Hún giftist þaðan f júlí 1913 Líkafrón Sigurðssyni. Þau hófu búskap á Nesi í sömu sveit. Síðar fluttust þau í Veiðileysufjörð að Steinólfsstöðum. En lengst bjuggu þau á Hrafnsfjarðareyri, f kringum tuttugu ár, en síðast bjuggu þau í Kópavogi. Þar missti hún mann sinn 4. 5 1968. Þeim varð þrettán barna auðið og af £ eim eru tólf lifandi. Hagur þeirra var lengi þröngur framan af árum sem vonlegt var með svo stóran barnahóp. En bæði voru þau dugleg og samhent. Oft var gestkvæmt hjá þeim hjón- um, einkanlega á meðan þau bjuggu á Hrafnsfjarðareyri, enda var það fremsti bær áður en lagt var á Skorarheiði, ef farið er norður á Strandir. Þau voru glaðlynd og góð heim að sækja. Við Bjarney vorum systkinabörn. Þó kynntist ég henni ekki neitt að ráði fyrr en á efri árum. Bjarney var greind kona, mikið lesin og stálminnug. Þegar ég hitti hana síðast, á Borg- arsjúkrahúsinu, ræddi ég lengi við hana og undraðist hvað hún var enn skýr og minnug. Það veit ég, að með henni hverfur mikill fróðleikur, sem fengur hefði verið í að festa á blað. Með þessum fáu línum vil ég votta Bjarneyju frænku minni dýpstu virðingu. Farðu í friði, friður guðs þig blessi. Börnum hennar og öllum aðstandendum votta ég samúð mína. Lifið öll heil. Hrafnistu 15.6 1974 Sumarliði Eyjólfsson. BANKASTRÆTI 9 — SIMI 1-18-11 OPIÐ TIL KL. 10 FOSTUDAG FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM BOU TERYLENEBUXUR FLA UELSBUXUR DENIM BUXUR GALLABUXUR SKYRTUR PEYSUR LEDURÁ DÖMUR OG HERRA SKOR Á DÖMUR NÝKOMNIR ARAMIS SNYRTI- VÖRUR I MIKLU ÚRVALI 'l \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.