Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULl 1974
15
Dómsmálanefnd:
Meirihluti vill stefna Nixon
Washington 22. júlí —NTB.
SVO virðist sem meirihluti sé
fyrir þvf I dómsmálanefnd full-
trúadeildar Bandarfkjaþings, að
Nixon forseta verði stefnt fyrir
rfkisrétt. Kemur nefndin saman f
lok þessarar viku eða byrjun
næstu, og verður þá atkvæða-
greiðsla um málið.
Skotið á
chileanskan
sendiherra
Beirut, 22. júlf AP.
NEÐANJARÐARHREYFING
marxista f Líbanon, sem kallar sig
„byltingarsamtök sósíalista“
hefur lýst á hendur sér ábyrgð á
tilræðinu við sendiherra Chile í
Lfbanon f gærkveldi. Var skotið á
sendiherrann Alfredo Canalis
Marquis hershöfðingja, þar sem
hann stóð fyrir framan lyftudyr í
húsinu, sem hann býr í í Beirut.
Hann særðist lífshættulega og var
fluttur í sjúkrahús, þar sem hann
gekkst undir skurðaðgerð. í til-
kynningu byltingarsamtakanna
segir, að ætlunin hafi verið að
ræna sendiherranum, en ekki að
myrða hann.
Fréttabiaðið Time segir, að 26
nefndarmenn muni mæla með
þvf, að Nixon verði stefnt, en að-
eins 12 á móti. Af 21 demókrata
munu 19 vera með og 7 af 13
republikönum munu ganga f lið
með demókrötunum. segir blaðið
Amin býst
við stríði
Kampala, 22. júlf AP.
IDI AMIN, hershöfðingi, ríkis-
leiðtogi í Uganda, hefur haldið
því fram að undanförnu, að stjórn
Tanzaníu hyggi á innrás í
Uganda, og að hún hafi sent menn
þangað með það fyrir augum að
halda uppi njósnum og undirbúa
samsæri gegn Amin.
Hefur Amin af þessum sökum
eflt verulega herlið sitt á landa-
mærunum við Tanzaníu. Þar er
nú, að því er áreiðanlegar heim-
ildir herma, um 4000 manna lið,
fjórðungur hers landsins, vel búið
vopnum, þar á meðal skriðdrek-
um en sagt er, að landamæra-
héruðin séu ekki vel til skrið-
drekahernaðar fallin. Þá hefur
stjórn Uganda tilkynnt, að margir
Tanzaníumenn hafi verið hand-
teknir síðustu daga vegna njósna.
og byggir þessar staðhæfingar á
samtöium við alla hina 38
nefndarmenn.
Nixon ræddi á mánudag mögu-
leikana á þvf, að hann yrði leidd-
ur fyrir rfkisrétt, við lögfræðing
sinn James St. Clair.
1 fyrri viku komst St. Clair að
þeirri niðurstöðu, er hann flutti
mál Nixons fyrir hæstarétti, að
hún hefði samkvæmt stjórnar-
skránni ekki heimild til að stefna
Nixon fyrir rfkisrétt.
Ungfrú
sameining
Anna Björnsdóttir var kosin
Ungfrú sameining f fegurðar-
samkeppninni Ungfrú al-
heimur f Maniila á Filips-
eyjum. Það var fulltrúi Spán-
ar, sem kosin var Ungfrú al-
heimur.
Ungfrú sameining er sá tit-
ill, sem sá þátttakandi hlýtur,
sem vinsælastur er meðal
keppenda sjálfra. 65 stúlkur
tóku þátt f keppninni.
4000 manns á þjóð-
hátíð Snæfellinga
SNÆFELLINGAR héldu sfna
þjóðhátfð um s.l. helgi að Búðum
á Snæfellsnesi. Um 4000 manns
munu hafa verið á hátfðinni, þeg-
ar flest var, en veður á hátfðinni
var gott, nema hvað rigndi
stutta stund á laugardeginum.
Arni Helgason fréttaritari
Morgunblaðsins f Stykkishólmi
sagði f samtali við blaðið, að
hátfðin hefði verið sett kl. 14 á
laugardag af Árna Emilssyni for-
manni þjóðhátfðarnefndarinnar.
Þá um daginn fóru fram ýmis
atriði, en um kvöldið voru fþrótt-
ir, upplestur, kveðja frá Átthaga-
félagi Snæfellinga f Reykjavfk og
Lúðrasveit Stykkishóims lé und
ir stjórn Vfkings Jóhannessonar.
Áð lokum var dansað til kl. 2 um
nóttina.
Hátfðin hófst á ný kl. 14 á
sunnudaginn með þvf að Lúðra-
sveit Stykkishólms lék nokkur
lög. Sfðan var helgistund, sem
séra Rögnvaldur Finnbogason
annaðist. Þvf næst fiutti séra
Sigurður Pálsson vfgslubiskup
þjóðhátfðarræðuna. Karólfna Rut
Magnúsdóttir kom fram f gervi
fjallkonunnar og flutti frumort
kvæði. Karlakór Stykkishólms
söng undir stjórn Hjalta
Guðmundssonar. Þjóðhátfðar-
kvæði f nokkrum þáttum fiutti
Lárus Saiómonsson.
Enn fremur var gamanþáttur,
sem þau Svala Thomsen og
Hinrik Konráðsson fóru með.
Vfkverjar undir stjórn Kjartans
Bergmann sýndu glfmu og rfmna-
kveðskapur var. Þá var sýndur
þáttur hestsins f fortfð og nefnd-
ist hann „þarfasti þjónninn". Að
lokum söng Guðrún A. Sfmonar
einsöng við undirleik Guðrúnar
Kristinsdóttur.
Veðurguðirnir ekki
hliðhollir Dalamönnum
ÞJOÐHÁTlÐ Dalamanna var
haldin f Búðardal á sunnudaginn.
Fjölmenni var á hátfðinni og fór
hún hið bezta fram. Hún hófst við
félagsheimilið Dalabúð klukkan
2 e.h. með lúðrablæstri og sfðan
gengu hátfðargestir f skrúðgöngu
á hátfðarsvæðið f Búðardal.
Hófst hátíðin þar með fánahyll-
ingu og söng héraðskórs Dala-
manna undir stjórn Ómars Ósk-
arssonar. Þá setti formaður þjóð-
hátíðarnefndar, Einar Kristjáns-
son skólastjóri, hátíðina, en að því
loknu var helgistund f umsjá sr.
Jóns Kr. Isfeld og sr. Ingibergs J.
Hannessonar. Endaði helgistund-
in með þvf, að héraðskórinn söng
þjóðsönginn. Þá flutti frú Sigur-
rós Sigurðardóttir í gervi fjall-
konunnar hátíðarljóð eftir Hall-
grím Jónsson frá Ljárskógum.
Einar Kristjánsson, Laugum,
flutti hérðasminni og að því loknu
söng héraðskórinn nokkur lög,
þar á meðal ný lög eftir Steingrím
Sigfússon tónskáld við texta Hall-
grims frá Ljárskógum og stjórn-
aði tónskáldið flutningi þeirra
laga.
Næst kom svo Ómar Ragnars-
son og kom hátíðargestum f gott
skap, enda vel þegið, því að veður-
guðirnir voru ekki hliðhollir sem
skyldi og allmikið rigndi á
hátíðarsvæðinu, er hér var komið.
Síðan var gert hlé á hátíðar-
höldunum, en þeim síðan fram
haldið í samkomuhúsinu Dalabúð.
Áður höfðu félagar úr hesta-
mannafélaginu „Glaði“ farið í
hópreið um hátíðarsvæðið og
fram hjá félagsheimilinu.
1 félagsheimilinu var næsti
þáttur hátíðarhaldanna, en það
var söguleg sýning, Aldirnar,
tekin saman af Guðmundi
Daníelssyni, þar sem aldirnar
komu fram hver af annarri og
túlkuðu þjóðarsöguna allt frá
landnámi til vorra daga. Þar næst
var skemmtiþáttur barna i umsjá
sr. Jóns Kr. Isfeld, en hátiðar-
höldum lauk með því, að for-
maður þjóðhátíðarnefndar sleit
samkomunni.
1 tengslum við hátíðarhöldin
var sett upp sýning þjóðlegra
muna frá gamalli tíð svo og hand-
iðnir úr héraðinu frá sfðustu tfm-
um og vakti sú sýning verulega
athygli. Þá voru seld umslög, sem
fengust frimerkt og stimpluð í
tilefni dagsins.
Fór þjóðhátíð Dalamanna f alla
staði vel fram og var hin ánægju-
legasta i hvívetna. í þjóðhátfðar-
nefnd áttu sæti: Einar Kristjáns-
son, Laugum, Þrúður Kristjáns-
dóttir, Búðardal, sr. Ingiberg J.
Hannesson, Hvoli, Hallgrímur
Jónsson, Búðardal, og Jón Hólm
Stefánsson, Búðardal.
I.J.H.