Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1974
19
Gunnar
Ingvarsson
ÞRÓTTARAR eru me8 I
bsráttunni I 2. deildinni I knatt-
spyrnu að þessu sinni og eiga
litlu minni möguleika á sigri t
deildinni en FH. Einn af sterkustu
leikmönnum Þróttar er Gunnar
Ingvarsson. Hann er þó ekki stður
kunnur fyrir afskipti stn af glfmu-
tþróttinni, en hann hefur verið
einn sterkasti gltmumaðurinn f
stnum þyngdarflokki undanfarin
ár. Auk þess er Gunnar svo vara-
formaður Glfmusambands íslands
og starfar mikið að félagsmálum
innan glfmuhreyfingarinnar.
Gltma og knattspyrna eru mjög
ólikar greinar og blaðamaður
Morgunblaðsins spurði Gunnar fyr-
ir nokkru að því, hvort það færi vel
saman að æfa bæði glímu og knatt-
spyrnu. — Nei ekki get ég nú sagt
það. [þróttirnar eru jafn ólikar og
dagur og nótt. Ég hefði átt að hætta
í annrri hvorri greininni, en gerði
það þó ekki vegna þess, hve ég hef
gaman af þeim báðum. Ég æfi til
dæmis glimuna núna með
sýningarflokki á vegum GSÍ og
auðvitað kemur það niður á hinni
greininni. að vera i þessu hvoru
tveggja samtlmis
Við spurðum Gunnar, hvort
nægilega mikill áhugi virtist vera
meðal yngri kynslóðarinnar á glím-
unni. Ekki sagði Gunnar svo vera,
það væri þó misjafnt eftir félögum
— í Víkverja þurfum við ekki að
kvarta, sagði Gunnar. — Þar hefur
Kjartan Bergmann Guðjónsson
haldið mjög vel að mönnum og
fengið unga menn til að æfa íþrótt-
ina. Hann hefur drifið þetta áfram
Við vikum tali okkar aftur að
knattspyrnunni, en i þeirri iþrótta-
grein þarf ekki að kvarta yfir áhuga-
leysi æskunnar. — Eftir að Þróttur
fékk íþróttasvæði sitt við Sæviðar-
sund hefur félagið þotið upp og
yngri flokkarnir eru mjög góðir,
sumir frábærir. Það er alveg úr
sögunni að vanti mannskap til að
skipa kapplið, en það vildi brenna
við fyrir ekki ýkja mörgum árum
Til dæmis þegar ég byrjaði i þessu
árið 1959, átti ég af tilviljun leið
framhjá Háskólavellinum. Þar var
þriðji flokkur Þróttar á æfingu og
ég var drifinn með. Svo vantaði
menn i næsta leik og ég var beðinn
um að leika Siðan hef ég verið I
þessu og verð meðan Þróttarar geta
haft gagn af mér.
Gunnar hefur leikið með Þrótti
frá þvi árið 1959 og með meistara-
flokki leikur hann sinn 200. leik I
þessari viku. Tvö þessara ára hefur
Gunnar leikið I 1. deild,árin 1 964
og 1 966. — Árið 1 966 var svipað
hjá okkur Þrótturum og hjá Viking-
um núna. Við urðum Reykjavlkur-
meistarar, en féllum svo niður úr 1
deildinni — að visu eru Vlkingar
ekki fallnir, þó að staða þeirra sé
slæm. í sumar stefnum við Þróttar-
ar að sigri I 2 deild og mann-
skapurinn er staðráðinn i að sigra
og ekkert annað, sagði Gunnar að
lokum.
Halldór Matthíasson:
íþróttameiðsli
Fyrirsögn og upphaf greinar I Morgunblaðinu frá þvf fyrr I
suntar
Mark Twain á að hafa sagt, að
eina hreyfingin sem hann fékk
hafi verið að fylgja þeim vinum
sínum til grafar, sem stunduðu
fþróttir.
Fleiri og fleiri læknar í dag eru
nú hlynntir líkamlegri hreyfingu.
Þetta orsakast sennilega af því, að
stöðugt fleiri uppgötva, að vel-
ferðarríkið býður upp á
hreyfingarleysi, sem hefur
neikvæð áhrif á almennt heilsu-
far.
Iþróttir vinna stöðugt meiri
hylli almennings, sem stundar
víða mikið íþróttir, en þvf miður
eiga sér oft stað smá meiðsli, sem
krefjast meðhöndlunar.
Meiðslahætta er mjög mis-
munandi og koma þar til margir
þættir svo sem þjálfunarástand,
aldur, íþróttagrein og
þjálfunarálag.
Meðal 120 miðaldra manna, sem
tóku þátt f 11 vikna skokki í USA,
kom fram 141 smá meiðsli, flest á
fyrstu þjálfunarvikunum.
Meiðslin voru flest smá og þar
með urðu niðurstöður þær, að
skokk væri tiltölulega trygg
íþróttagrein fyrir miðaldra fólk.
Að meiðslahætta eykst með
aldrinum kom greinilega í ljós á
meðal norskra F N hermanna
1970. Meðal þeirra, sem tóku þátt
f æfingum, voru 200 23 ára
hermenn, en þar urðu 6 meiðsli á
3 vikum: Meðal 30 yfirmanna,
sem tóku þátt í sömu æfingum
urðu 10 meiðsli.
Það getur verið erfitt fyrir
lækni, sem ekki hefur verið
keppnismaður sjálfur, að skilja
þá þörf íþróttamannsins að
komast fljótt til keppni aftur. Oft
ætlast fþróttamaðurinn til að fá
nákvæmlega að vita, hvaða
æfingar hann má gera og hvenær
hann geti hafið æfingar og keppni
og þetta eru kröfur, sem ekki eru
leystar nema viðkomandi hafi
þekkingu á, hvaða hreyfingar eru
útfærðar í íþróttinni.
Einstaka menn vilja banna
keppnisíþróttir, en þá vill oft
gleymast uppeldislegt gildi
íþrótta og sú þörf manna að mæla
krafta hver við annan. Maðurinn
hefur alltaf haft þörf fyrir að
reyna á sig bæði andlega og
líkamlega. Góður íþróttamaður
gerir það, sem alltir vænta af hon-
um, hann pressar sjálfan sig til
hins ítrasta og stundum þar fram
yfir, og árangurinn eru meiðsli.
Frammistöðueiginleikar hafa
stöðugt aukizt. Orsökin er að
íþróttafólk æfir eftir dagskrá,
sem var algjörlega óhugsandi
fyrir nokkrum árum. Aður æfðu
fyrrverandi heimsmeistarar
minna en meðaltrimmari í dag.
Englendingurinn Pirie hljóp í
kringum 1950 45 km í viku, en í
dag hlaupa langhlauparar allt
upp í 320 km á viku.
Svipuð framför hefur átt sér
stað I öllum fþróttum. Árangur er
aukinn, en einnig hafa meiðsli
aukizt. Einnig vitum við, að
meiðsli geta eyðilagt heilt
keppnistfmabil.
Hér höldum við okkur við
meiðsli, sem ekki snerta liðamót,
en eru algeng í íþróttum f dag.
Það eru meiðsli, sem ekki snerta
liðamót, en eru algeng f liðum,
liðböndum og liðbrjóski eru ekki
tekin með hér. Þessi meiðsli eru
um 90% þeirra sem menn hljóta í
langhlaupum, og um 60% af þeim
meiðslum, sem verða í hópíþrótt-
um.
Meiðslin eru mjög mismunandi
frá einni íþrótt til annarrar allt
eftir þvf á hvaða lfkamshluta eða
vöðva reynir mest. Meiðslafjöldi
er mjög mismunandi eftir því, á
hvaða stigi íþróttarinnar eru, t.d.
hefur það komið fram i Svíþjóð,
að leikmaður f fyrstu deild
meiðist 3 sinnum oftar en í fjórðu
deild.
Raunverulega er lítill eða
enginn munur á svipuðum meiðsl-
um hjá íþróttafólki og trimmara
og þeim, sem ekki stundar íþrótt-
ir. Samt sem áður eru þessi
meiðsli flokkuð sem fþrótta-
meiðsli af ýmsum ástæðum. Ein
af þeim kom fram áðan, þ.e. að
íþróttafólk krefst skjótari endur-
hæfingar en aðrir. Iþróttafólkið
er ungt, velþjálfað, tekur leið-
beiningum vel og hefur
brennandi áhuga á að ná bata sem
fyrst. Þetta gefur þeim, sem fá
íþróttameiðsli til meðhöndlunar,
mikla möguleika á virkri með-
höndlun. I 3. lagi vitum við, að
íþróttafólk vill svo skjótt sem þvf
finnst meiðslið vera orðið gott
gera sömu hreyfingar og leiddu
til meiðslsins. Og léleg endur-
hæfing kemur því skjótt í ljós.
Kröfur um fullan bata eru 100%
bæði hvað við kemur krafti, lið-
leika og útfærslu af samsettum
hreyfingum.
Fyrrnefndum meiðslum má
deila í 3 flokka.
1. Meiðsli, sem hljótast af
utanaðkomandi áverka t.d. frá
öðrum leikmanni.
2. Meiðsli, sem hlýzt snögglega
vegna skjótra átaka án þess að
viðkomandi rekist á keppinaut
eða aðra fasta hluti.
3. Meðsli, sem orsakast af
síendurtekinni sömu hreyfingu.
T.d. beinhimnubólga við hlaup á
hörðu undirlagi.
Oft er það þannig, að eirin eða
fleiri af fyrrnefndum flokkum
ríkja í ákveðinni íþróttagrein.
Þannig er 2. flokkur algengur hjá
spretthlaupurum meðan 3. flokk-
ur er algengastur hjá lang-
hlaupurum. I hópfþróttum, knatt-
spyrnu, handknattleik, bandy og
ishockey er sérlega um 1. og 2.
flokk að ræða, en á seinni árum
hefur 3. flokkur orðið mun
algengari vegna sfaukins þjálf-
unarálags.
Fjöldi meiðsla er mjög mis-
munandi frá einni grein til
annarrar. Mesturfjöldi meiðsla á
sér stað í knattspyrnu, eða að
meðaltali eitt meiðsli á leikmann
á ári. I ýmsum öðrum íþróttum er
mjög lítil meiðslahætta svo sem
sundi, skautaíþrótt (ef ekki er
talið með íshockey) og skíða-
göngu.
Handknattleiksmcnn hafa átt við meiðsli að strfða eins og svo margir
aðrir fþrðttamenn. Meðfylgjandi mynd var tekin, þegar landsliðsmað-
urinn Björgvin Björgvinsson var fluttur á Slysavarðstofuna eftir að
hafa hlotið meiðsli f leik f 1. deildinni f Laugardalshöllinni.
Bill
Shankly
„Til er fólk, sem heldur að
knattspyrnan sé spurning um lif
og dauða Þetta er ekki rétt,
knattspyrnan er miklu meira."
Enginn enskur knattspyrnu-
éhugamaður er i vafa um, hver sé
höfundur þessarar tilvitnunar.
Það er Bill Shankly, maðurinn
sem verið hefur framkvæmda
stjóri enska liðsins Liverpool frá
þvi árið 1959. Segir tilvitnunin
allt um það, hvemig Shankly lítur
á knattspyrnuna.
Shankly ákvað fyrir nokkru að
hætta sem framkvæmdastjóri
Liverpool og kom sú ákvörðun
hans flestum mjög á óvart. —
Þetta var sársaukafull ákvörðun
fyrir mig, sagði Shankly eftir að
hafa tilkynnt ákvörðun sina. Á
leið minni til yfirmanna minna i
félaginu fannst mér eins og ég
væri á leið i rafmagnsstólinn.
Shankly er þekktur um allt
England fyrir gamansemi sina og
flestir þeir, sem fylgjast með
knattspyrnu á annað borð, geta
sagt fleiri en einn brandara um
hann. Talað hefur verið um það
eftir að Shankly dróg sig i hlé að
gefa út bók með bröndurum um
hann og það er ekkert, sem mælir
á móti þvi að segja nokkra þeirra
hér.
Um Brian Clough, einn
umtalaðasta framkvæmdastjóra
ensku knattspyrnunnar, hefur
Shankly sagt: — Hann er verri
en rigningin i Manchester, hún
tekur þó enda.
Töluvert hefur verið um það,
að ekkjur aðdáenda Liverpoool
liðsins hafi farið fram á það, að
ösku eiginmanns þeirra væri
dreift á Anfield, leikvang
Liverpool. Þessu hefur Shankly
þó harðlega neitað og sagt, að
Kevib Keegan sé góður leikmaður
á grasi, en að sama skapi lélegur
þurfi hann að vaða öskuna upp i
hné.
Bill Shankly hefur viða komið
við. Hann var leikmaður með
Preston og skozka landsliðinu áð-
ur en hann varð framkvæmda-
stjóri Carlisle, Grimsby,
Workington, Huddersfield og
loks Liverpool. Árið 1962 vann
Liverpool sigur i 2. deildinni
ensku undir hans stjórn og tveim-
ur árum síðar varð liðið enskur
meistari. Ári siðar kom svo að þvi
að félagið vann ensku bikar-
keppnina í fyrsta skipti. Árið
1966 vann félagið aftur sigur i
deildarkeppninni og komst i úrslit
i Evrópukeppni bikarmeistara.
Þar mætti liðið Borussia Dort-
mund, en tapaði 1:2 eftir fram-
lengdan leik. Árið 1971 tapaði
Liverpool 1:2 fyrir Arsenal i
bikarúrslitunum, en tveimur ár-
um siðar sigraði liðið bæði i
ensku deildarkeppninni og UEFA-
keppninni eftir úrslitaleik við
Borussia Mönchengladbach.
Þar með lýkur frægðarsögu
Shanklys sem framkvæmdastjóra
Liverpool og margir halda því
fram, að frægð liðsins fari
minnkandi eftir að hann hverfur
frá. Hann ákvað að hætta til að
geta sinnt fjölskyldu sinni og
áhugamálum meira en undan-
farið. Hver verður eftirmaður
Shanklys er ekki vitað, um það
eru aðeins getgátur ennþá, en sá
verður tæplega öfundsverður að
feta I fótspor hins snjalla
Shanklys.