Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULl 1974 30 Minninq: Elísabet Berndsen Fædd 26. maf 1891 Dáin 17. júlí 1974. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Já, orð verða sannarlega fánýt og fátækleg, þegar ástvinur er kvaddur hinztu kveðju. Það eru fremur tárin og tilfinningarnar, sem „tala“ sínu máli og kalla fram í hugann mætar minningar um elskulega konu, móður, tengdamóður og ömmu og litrík- um myndum bregður fyrir í hugarheimi ástvinanna eins og leiftri af fögru ljósi, sem nú hefur slokknað. Engin mynd er þó jafn skýr, engin hugsun jafn fögur og enginn tónn hreinni en sá, er tengist henni sem móður, því að hver þekkir ekki þann kærleika, þá umhyggju og ástúð, sem streymir frá sérhverri góðri móð- ur og þessa eiginleika átti hún einnig til að bera í rfkum mæli. Elísabet Karólína Björnsdóttir eins og hún hét fullu nafni fæddist 1 Reykjavík 26. maí 1891. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma SALVÖR GUÐMUNDSDÓTTIR. Sunnubraut 6, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju, miðvikudaginn 24 júll kl 1 3 30. Vilhjálmur Benediktsson, börn, tengdabörn og barnabórn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGUROUR HÓLMSTEINN MATTHÍASSON, vélstjóri, Kaplaskjólsvegi 58. andaðist i Borgarspitalanum, laugardaginn 20. júli. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 29. júli kl. 1 3.30. Margrét Ingunn Jónsdóttir, Steinvör SigurSardóttir, Elias Árnason, Sigriður Eliasdóttir Eiginmaður minn, t JÓSEF JÓNSSON fyrrv. prófastur. lést laugardaginn 20 þ.m. Hólmfriður Halldórsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma ELÍSABET KARÓLÍNA BERNDSEN, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju i dag, þriðjudaginn 23 júlí kl. U30. Birna og Fredric Mann, Steinunn og Ingvar Pálsson, Björg og Benedikt Ólafsson. Ásta og Fritz Hendrik Berndsen, og bamabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUNNAR VILHJÁLMSSON, Hðtúni 35, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju, þriðjudaginn 23 júli kl 15. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á líknarstofnan- " Guðlaug Guðlaugsdóttir og fjölslylda. t Litla dóttir okkar, GUÐFINNA ÞÓRLAUG. sem andaðist 18. júli, verður jarðsett frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði, fimmtudaginn 25. júlí kl 14. Dóróthea Stefánsdóttir og Jónas Guðlaugsson. Móabarði 32, Hafnarfirði. + Móðir okkar. GUÐRUN S. ARNDAL, Vitastfg 1. HafnarfirSi, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði miðvikudaginn 24. júli kl. 2. Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu. er bent á Slysavarnarfélag íslands Jónfna og Sigurður Þ. Arndal. Voru foreldrar hennar hjónin Guðlaug Sveinsdóttir, ættuð frá Hafstöðum í Húnavatnssýslu, og Björn Levf Guðmundsson frá Haf- staðakoti í sömu sveit. Þeim hjón- um varð fimm barna auðið; áttu fjórar dætur og einn son, sem öll eru nú látin nema ein dóttir þeirra Ásta Björnsdóttir Leví, sem búsett er hér 1 Reykjavík. Á fyrsta aldursári Elísabetar fluttist hún með foreldrum sínum til Bíldudals, þar sem faðir hennar stundaði útgerð og rak matsöluhús. Árið 1906 flyzt fjöl- skyldan til Blönduóss, en Björn gerist símstjóri þar á staðnum og starfaði Elísabet á símstöðinni um margra ára skeið. Hinn 31. ágúst 1918 giftist Elísabet Fritz Hendrik Berndsen frá Skagaströnd og stofnuðu þau heimili sitt á Blönduósi, þar sem þau áttu heima til ársins 1930, er þau fluttust alfarið til Reykja- víkur og bjuggu þar alla tíð síðan. Gerðist Fritz Hendrik nokkru síðar umsvifamikill kaupsýslu- maður í Reykjavík og rak f fjölda ára Blómaverzlunina Blóm & ávexti. Þau eignuðust þrjár dæt- ur, sem allar eru giftar. Er elzta dóttirin búsett 1 Bandaríkjunum og hefur dvalið þar um 30 ára skeið. Auk þess ólu þau upp dótturson, sem einnig er kvæntur og hefur nú tekið við rekstri blómaverzlunarinnar. Heimili þeirra Elísabetar og + Faðir minn SIGTRYGGUR FLÓVENTSSON, fré Siglufirði, lézt 20. júlí. Jarðarförin verður auglýst siðar Fyrir hönd vandamanna, Unnur Sigtryggsdóttir. Hendriks var einstaklega hlýlegt og elskulegt og útbúið af smekk- vísi og fegurðarkennd. Gestrisni var þeim báðum I blóð borin og þar var því gott að koma. Elfsabet blandaði ógjarnan geði við fjöldann, en þeir, sem kynntust henni náið, fundu vel, hve trygg- lynd hún var, góðgjörn og gjaf- mild með afbrigðum. Hún var ef svo mætti segja samgróin fjöl- skyldu sinni og vildi vera þátt- takandi í öllum kjörum hennar og deila með henni bæði gleði og sorg. Hún kveikti gjarnan loga gleðinnar, en í andbyr erfiðleika og sorgar var hún þögul. Oft lét hún þau orð falla, að börnin og f jölskyldan væru henni allt. Sfðustu æviárin átti Elísabet við mikla vanheilsu að stríða og um nokkurra mánaða skeið létti vart þrautum, er hún varð að þola. Kom þá ef til vill bezt í ljós hugdirfska hennar og hetjulund; aldrei var æðrazt og því sfður kvartað og jafnvel þá, er hún sjálf þjáðist hvað mest, beindist öll hugsun hennar að umhyggju fyrir þeim, sem hjá henni voru, að þeim gæti liðið sem bezt. öllum, sem húkruðu henni, ska! hér þakkað, því að vissulega var allt gert, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að létta henni þrautirnar. Einstök er og sú umhyggja, alúð og fórnfýsi, sem dætur hennar sýndu hvern einasta dag í marga mánuði, og enda þótt elzta dóttir- in ætti ekki þess kost að dvelja hjá henni allan þennan erfiða tíma, þá er það fullvíst, að oft er það ekki siður erfið sálarkvöl að vera fjarverandi á slíkum stund- um. Elisabet hafði mikið yndi af söng og oftsinnis var það, þegar fjölskyldan kom saman, að hús- bóndinn lék á pfanó og allir sungu meðal annars þessar ljóðlínur: Mér himneskt ljós f hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en Drottinn telur tárin min — ég trúi og huggast læt. Megi andi þessa erindis verða aö áhrifsorðum i ástvinahópnum á kveðjustund. Með þakklæti í huga kveð ég elskulega tengda- móður mína. inp. jÆ. Wk ^ Minning: Kristján Finnbogason F. 8. aprfl 1918 D. 17. júlf 1974 1 dag er til moldar borinn á Selfossi Kristján Finnbogason verkstjóri. Hann var fæddur 8. apríl 1918 í Hítardal í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sig- rfður Teitsdóttur og Finnbogi Helgason. Þau hjón hófu búskap í Hítar- dal 1910 og bjuggu þar allan sinn aldur eða allt til 1951, en þá létust þau bæði. Hítardalur var af- skekkt jörð, og erfið til búskapar, þótt ekki sé hægt að kalla svo nú, enda hafa frumbýlingsár foreldr- anna verið næsta erfið. Hítardal- ur er fjárjörð, landflæmi mikið, fjöll, dalir og hraun svo að mörg spor þurfti að stíga við fjárgæzl- una. En nú fæðast þeim hjónum synir margir, þau eignast 10 syni á 13 árum (1910—1923) og eina dóttur síðar (1928). Áður hafði Finnbogi eignazt son (1900). Nú er Kristján annar sonur þeirra, sem fellur f valinn, en Pétur lézt 17. júli 1939. Líf í sveitum á þessum tíma krafðist alla jafna hörku og dugn- aðar. Ekkert var veitt án áreynslu. í skjóli fjallanna og hlýju foreldranna ólst Kristján upp ásamt bræðrum sínum. Þetta var mikill strákafans og þrekvirki að koma öllum til manns. Til þess að verða búinu enn betur að liði leituðu sumir sveinanna að vinnu utan heimilisins. Það varð þá hlutskipti Kristjáns, að hann fór f + Maðurinn minn og fóstursonur, TÓMAS I. TÓMASSON, rafvirki, Hæðargarði 8. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 24 júli kl. 3 siðdegis. Fyrir hönd barna og annara vandamanna Þorbjörg Ottósdóttir. Maria Þorsteinsdóttir. + Útför bróður okkar og fósturföður. ÞORKELS ÓLAFSSONAR, frá Stfghúsi, Eyrabakka, fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 24 júlf kl 2 siðdegis. Fyrir hönd systra og fósturdóttur Ólaffa Ólafsdóttir. vegavinnu, þegar hann var 12 ára gamall. Þótti það allgóður kostur fyrir duglega drengi. En svo fór, að kallað var á Kristján til vega- vinnustarfa næstu sumur og síðar varð hann flokksstjóri hjá Ara Guðmundssyni og vann að vega- bótum um 14 ára skeið. Fátt er um aðalvegi í Borgarfirði, þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd að verki. Hér kom það fram, sem síðar varð enn betur ljóst, hveru mannheill Kristján var f öllum sínum störfum, en þar er átt við að góðir verkmenn sóttust til hans og aldrei varð slys né óhapp undir verkstjórn hans. Fyrir öllu Var séð og að öllu hugað. I heimskreppunni og þar á eftir urðu miklir erfiðleikatímar og þá ekki sfzt fyrir barnmargar fjöl- skyldur. Þrátt fyrir það vill Kristján leita eftir frekari skóla- göngu og er hann í Reykholts- skóla 1937—1939. Ekki þarf orð- um að eyða að því, hvað það var fyrir æskumann úr fámenni á þessum tíma að fara í fjölmennan skóla. Það var vfst líkast þvf að fara í útlendan háskóla núna. 1 Reykholtsskóla kemur skjótt í ljós félagsmálaáhugi og félags- málahæfni Kristjáns, en félags- mál, svo margþætt sem þau eru, sýna oft einna bezt samkennd manns með samferðafólkinu. Til þess var tekið, hversu mjög Kristján var starfhæfur í félags- Vegna útfarar LOFTS BJARNASONAR. útgerSarmanns. verða skrifstofur okkar lokaðar i dag þriðjudaginn 23. júlt. Féiag fsl. botnvörpuskipaeigenda, Landssamband fsl. útvegsmanna. S. Helgason hf. STEINIDJA tlnholl! 4 Stmar 16Í77 og U254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.