Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1974 11 Byggjum land — Bœtum land Mikill mannfjöldi sótti þjóð- hátíð Eyfirðinga í Kjarnaskógi Þjóðhátíð Eyfirðinga og Akur- eyringa, sem hófst á föstudags- kvöld með opnun listsýninga og hraðkeppni í knattspyrnu, var haldið áfram á laugardag með knattspyrnukeppni milli 1. deildarliðanna ÍBK og IBA, afhjúpun listaverks og kvöldvöku I Kjarnaskógi, hinu nýja útivistar- svæði Akureyringa, og dansleik I Iþróttaskemmunni. Á sunnudag var stutt athöfn við minjasafnið, hátíðarmessa f Akureyrarkirkju og svo aðalhátíðarhöldin I Kjarnaskógi. Geysilegur mann- fjöldi innan héraðs og utan sótti hátfðina, sem fór í alla staði vel og myndarlega fram í góðu og björtu veðri, en nokkuð svölu á köflum. Ekki sá vín á nokkrum manni af öllum þeim þúsundum, sem þarna voru saman komin, og öll fram- koma hátfðargesta var þeim og héraðinu til hins mesta sóma. Þjóðhátíðarnefndir Eyja- fjarðarsýslu og Akureyrar hafa starfað saman að undirbúningi hátfðarinnar frá upphafi og raunar starfað sem ein nefnd. Eftir að Eyjafjarðarnefndin var kosin, varð Dalvík kaupstaður, en hélt fullri aðild að hátfðarhald- inu. Þaðan kom líka fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, Hilm- ar Danfelsson. Hjónin Marta Sveinsdóttir og Guðmundur Jörundsson útgerðar- maður hafa gefið Akureyrarbæ listaverk eftir Ásmund Sveinsson, sem nefnist Harpa bænarinnar. Þvf var valinn staður á steinstalli í garðinum milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar, en sunnan Hamarsstígs. Listaverkið var af- hjúpað á laugardag kl. 5 sfðdegis og gerði það frú Marta Sveins- dóttir. Athöfnin hófst með leik Lúðrasveitar Akureyrar undir stjórn Roars Kvam, en síðan flutti Guðmundur Jörundsson ræðu, lýsti aðdraganda hugmyndar þeirra hjóna að gjöfinni og afhenti hana Akureyrarbæ. For- seti bæjarstjórnar, Valur Arn- þórsson, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði hann, rausn og átthaga- tryggð Mörtu og Guðmundar, en þau eru bæði ættuð úr Eyjafirði og voru lengi búsett á Akureyri. Nokkuð rigndi á meðan á athöfn þessari stóð og fram yfir miðaftan og voru margir uggandi um, að kvöldvakan í Kjarnaskógi nyti sín ekki vegna votviðris, en áður en til hennar kom stytti upp og gerði bezta veður, en varð nokkuð svalt, þegar kom fram á kvöldið. Mjög margt fólk sótti skemmtunina, sem var með afar fjölbreyttu efni, tali, tónum og dansi. Stjórnandi og kynnir var Jón Hlöðver Áskelsson, sem hafði gert lag í tilefni kvöldsins við texta eftir Harald Zophoníasson. Lagið og ljóðið var óspart sungið og leikið, bæði á laugardag og sunnudag og var orðið almenn- ingseign í lok hátíðarinnar. Kjartan Hjálmarsson kvað stemmur, Gunnar Stefánsson las þjóðsögur, Lilja Hallgrimsdóttir og Þuríður Baldursdóttir sungu tvísöng, einnig Jón Hlöðver og Jóhann Danielsson, Jóhann Konráðsson söng einsöng, Hannes Hartmannsson og Rúnar Vest- mann sýndu töfrabrögð, tvöfaldur kvartett úr Karlakór Akureyrar söng, hljómsveitin Gamlir félagar Framhald á bls. 38 Frá afhendingu Hörpu bænarinnar. A myndinni eru, talið frá vinstri bæjarstjórahjónin á Akureyri, gefendurnir og forseti bæjarstjórnar og frú. Siglíng um Isafjarðatdjúp, heimsóttar eyjarnar nafntrægu Æðey og Vigur og fleiri markverðir staðir. Ferðir á iandi til næstu héraða. Bitferðir um Skaga- fjörð, ferðir til Sigiu fjarðar og þaðan um Olafsfjörð, Ótafs fjarðarmúla, Dalvik og Árskögsstrand til Akureyrar. Höfuðstaður Norðurlands. Kynnisferðir um gjörvalla Eyja- fjarðarsýslu og tíl nærliggjandi byggða. i Vaglaskógur og Goðafoss prýða _ - -- " " 1 ieiðina til MvvatnsSy^itaf. í JÍ! H " ' RAUfARHÖFN \ HÚSAVÍK Nýtt og gtæsilegt hótel. Þaðan eru skipuíagðar ferðir pg steinsnar til Ásbyrgis, Hijóðakletta, Detti- foss, Mývatnssveitar, Námaskarðs og Tjörness. ÞÓRSHÖFN ISAFJORÐUR ÞINGEYRN PATREKSFJÖRDUR m Hér er Látrabjarg -" skammt undan og ' auðvelt er að ferðast tíl næstu fjarða. ■ NESKAUPSTAÐUR i Höfuðborgín sjálf. Hér er miðstöð lands- manna fyrir list og mennt, stjórn, verzlun og mannleg viðskípti. Héðan ferðast menn á Þingvöll, til Hvera- gerðis, Gulifoss og Geysis eða annað, sem hugurinn leitar. Áættunarferðir bif- reíða til nærliggjandi fjarða. Fljótsdals- hérað, Lögurínn og H a II o rmsstaðaskó gur Innan seilingar. 1111 ■■ * 'V 1111 i ; ''■S-ví •:.■: ■ -í ftiWjiiÍjÍjViÍjjijijjiijiji REYKJAVIK j FAGURHÓLSMÝRi Ferðir í þjóðgarðinn að Skaftafelli, Öræfa- sveit og sjáið jafn- framt Brelðamerkur- sand og oókuísárlón. Skipulagðar kynnísferðír á landi og á sjó. ~ Gott hótel. jj Merkilegt sædýrasafn. Og auðvitað pldstöðvarnar. sama hvar ferðin hefst. Sé Isafirði sleppt kostar hringur- inn kr. 6.080. Allir venjulegir afslættir eru veíttir af þessu fargjaldi, fyrir hjón, fjölskyldur, hópa o. s. frv. Kynnið yður hinar tíðu ferðir, sem skipulagðar eru frá flestum lendingarstöðum Flugfélagsins til nærliggjandi byggða og eftirsóttustu ferðamannastaða. Stærri áætlun en nokkru sinni — allt með Fokker skrúfuþotum. Frekari upplýsingar veita umboðsmenn, ferðaskrifstof* urnar og skrifstofur flugfélaganna. Aætlunarflug Fiugfélagsins tryggir fljöta, þægiiega og ódýra ferð, og tækifæri til að leita þangað sem veðrið er bezt. I sumar fljúgum við 109 áætlunarferðir í viku milli Reykja- víkur og 13 ákvörðunarstaða um land allt. Og til þess að tengja einstaka landshluta betur saman höfum víð tekið upp hringflug. Hringflug okkar umhverfis landið með áætl- unarferðum er sérstakt ferðatilboð til yðar. Fyrir kr. 7.630 getið þér ferðast hringinn Reykjavík — ísafjörður — Akur- eyri — Egilsstaðir — Hornafjörður — Reykjavík. Það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.