Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLl 1974
39
Unnu þrjá
fyrstu leikina
Frá Evrópukeppni unglinga í bridge
Kaupmannahöfn, 22. júlí: —
Fjórða Evrópumót unglinga í
bridge hófst í danska verzlunar-
háskólanum f gær. 20 þjóðir taka
þátt í mótinu að þessu sinni, og
hafa aldrei verið jafnmargar. Is-
land tekur nú þátt f mótinu i
fyrsta sinn, og er sveitin þannig
skipuð: Helgi Jónsson, Helgi
Sigurðsson, Einar Guðjohnsen,
Isak Ölafsson, Sigurður Sverris-
son og Jón Baldursson. Fyrirliði
án spilamennsku er Jakob R.
Möller.
Ekki verður annað sagt en ís-
lenzka sveitin hafi fengið fljúg-
andi start í mótinu. Hún vann
þrjá fyrstu leikina stórt, en tapaði
svo f 4. umferð. I gærkveldi spil-
aði tsland fyrst við Sviss og vann
20:0. Sigurður og Jón og Helgarn-
ir spiluðu leikinn. Síðan unnu
sömu spilarar Holland 17:3. I 3.
umferð í dag spiluðu Helgarnir og
Einar og Isak við Spán og unnu
15:5.1 4. umferð spilaði Island við
Ungverjaland og tapaði með 1:19
(Sigurður-Jón og Einar-Isak). —
I hverjum leik eru aðeins spiluð
16 spil.
Staða 10 efstu eftir 4. umferð:
Irland 62, Danmörk 59, Belgfa 56,
Svíþjóð 55, Island 53, Ungverja-
land 53, Holland 52, Noregur 48,
Bretland 46 og Israel 41.
— JRM.
— Læknafélög
Framhald af bls. 40
þær, sem þeim hafi verið dæmdar
með kjaradómi 15. febrúar s.l.
hafi vart verið umtalsverðar. Því
sögðu sjúkrahúslæknar upp störf
um sínum á fundi 5. júní s.l. til að
knýja fram launabætur, enda
augljóst, að sjúkrahúslæknar
hafa dregizt verulega aftur úr
miðað við ýmsar aðrar stéttir.
I bréfi sínu til félagsmanna vísa
stjórnir félaganna til 2. mgr. 18.
gr. félagslaga L.R., sem hljóðar
svo:
Félagsmenn mega ekki sækja
um eða taka við embætti eða
stöðu nema stjórn L.R. hafi viður-
kennt launakjör, starfsskilyrði og
starfssvið, enda hafi staðan verið
auglýst með minnst fjögurra
vikna fyrirvara í Læknablaðinu
eða á annan fullnægjandi hátt.“
Jafnframt er vísað til Codex
Ethicus Læknafélags Islands: 22.
cg 23. gr.:
„Lækni, sem ræður sig til
læknisstarfa, ber að gæta þess, að
ráðning hans sé samkvæmt samn-
ingi eða samþykktum, sem L.I.
viðurkennir.
Læknir má ekki gefa kost á sér
til stöðu, ef stjórn L.l. hefur ráðið
félagsmönnum frá að sækja um
hana. —“
— Ólafur
Framhald af bls. 40
rétt að bíða eftir því að svar berist
frá Alþýðuflokknum. En miðað
við neikvætt svar Framsóknar-
flokksins er ljóst, að eigi eru skil-
yrði að svo stöddu fyrir myndun
meirihlutastjórnar Sjálfstæðis-
flokksins, Framsóknarflokksins
og Alþýðuflokksins."
Alþýðuflokkurinn heldur
flokksstjórnarfund síðdegis í dag,
þriðjudag. Sá fundur mun taka
ákvörðun um afstöðu Alþýðu-
flokksins.
Bréf Ölafs Jóhannessonar til
Geirs Hallgrímssonar er svohljóð-
andi:
„Ég hef móttekið bréf yðar
dags. 19. þ.m. Af því tilefni skal
eftirfarandi tekið fram:
Ég hef fulla ástæðu til að ætla,
að Framsóknarflokkurinn,
Alþýðubandalagið, Alþýðu-
flokkurinn og Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna séu
reiðubúin til viðræðna um mynd-
un ríkisstjórnar, er hefði stuðn-
ing þessara flokka. Framsóknar-
flokkurinn telur eðlilegt, að þess-
ir flokkar fái tækifæri til a<*
kanna möguleika á myndun
slíkrar rfkisstjórnar og getur ekki
orðið við tilmælum yðar um
stjórnarmyndunarviðræður þær,
er þér stunguð upp á.“
Lfkan af verðlaunatillögunni skoðað. A myndinni eru, talið frá vinstri,
Gfsli Halldórsson, Birgir Isleifur Gunnarsson, Magnús L. Sveinsson og
bræðurnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir, sem voru meðal höf-
unda tillögunnar, sem fékk 1. verðlaun.
—Ibúðabyggð
Framhald af bls. 40
Guðjónsson arkitekt, en við síðari
athugun kom í ljós, að hann hafði
ekki öðlazt leyfi til að leggja fram
teikningar fyrir Byggingarnefnd
Reykjavíkur, en þátttökuréttur
var við það miðaður að verkefnið
skyldi falið þeim aðila, er hlyti 1.
verðlaun 3. verðlaun, kr. 250.000
hlaut tillaga arkitektanna
Magnúsar Benjamfnssonar og
Gunnars Sveinbjörns Óskars-
sonar. I tillögunni, sem fékk
fyrstu verðlaun er lagt til, að á
reitnum verði byggð fjölbýlishús,
sem að formi til eru hlutar
tveggja átthyrninga, sem umlykja
tvo garða og tengjast með tengi-
byggingu. I tengibyggingunni er
gert ráð fyrir þjónusturými, en á
annarri og þriðju hæð eru
einstaklingsíbúðir og sameigin-
legar setustofur. Alls eru 113
íbúðir f húsinu og eru hlutfalls-
lega margar þeirra einsherbergja-
fbúðir og eru þannig skapaðir
möguleikar á samfélagi fbúa úr
sem flestum þjóðfélagshópum. I
dómnefnd áttu sæti Gfsli
Halldórsson, Guðmundur Kr.
Guðmundsson, Hilmar Guðlaugs-
son, Gunngeir Pétursson og
Sigurlaug Sæmundsdóttir.
Sýningin verður opin al-
menningi í hálfan mánuð frá kl.
9—12 og 13—18 virka dag.
— Seldu
Framhald af bls. 2
GK 1621 kassa fyrir 1.3 millj. kr.,
Ásberg RE 2025 kassa fyrir 1.6
millj. kr., Hilmir SU 974 kassa
fyrir 1.1 millj. kr. og Helga RE
508 kassa fyrir 560 þús. kr.
Landsmóti skáta
lauk á sunnudag
LANDSMÓTI skáta að Ulfljóts-
vatni lauk sfðdegis á sunnudag og
hafði það þá staðið í átta daga.
Þátttakendum í mótinu fjölgaði
stöðugt, er leið á mótið, og voru
orðnir um 2.500 talsins siðustu
dagana. Þá var einnig mjög margt
gesta í fjölskyldubúðunum, flest-
ir um 700 talsins, fleiri en 4
nokkru öðru landsmóti. Almenn-
ur heimsóknardagur var á laugar-
daginn og er gizkað á, að nálægt
þremur þúsundum gesta hafi
komið á mótssvæðið þann dag. Á
föstudag og laugardag voru ljós-
álfar og ylfingar í heimsókn og
var fjöldi þeirra nálægt tveimur
hundruðum. I heild er þetta
landsmót lang fjölsóttasta skáta-
mót, sem hér á landi hefur verið
haldið.
Jafnframt er það eitt hið allra
bezt heppnaða, hvað alla fram-
kvæmd snertir; engin teljandi
vandamál komu upp að sögn
mótsstjórans, Bergs Jónssonar, í
samtali við Mbl. 1 gær, og engin
teljandi slys urðu á mönnum,
utan hvað einn skáti viðbeins-
brotnaði í fjörugum leik.
Strax á sunnudagskvöldið var
lokið við að fella tjaldbúðir á
mótssvæðinu og skátarnir héldu
heimleiðis, nema skátarnir frá
Isafirði og Siglufirði, sem héldu
heim í býtið á mánudagsmorgun.
Hreinsun svæðisins lauk að mestu
í gær, en nú mun haldið áfram því
uppbyggingarstarfi á Úlfljóts-
vatni, sem hafið var í vor, m.a.
verður nú sáð i geysistór flög og
gróðurrýr svæði, sem voru búin
undir sáningu fyrir mótið- og af
mótsþáttakendum sjálfum.
— Gylfi
Framhald af bls. 40
meirihluta atkvæða. Voru at-
kvæði þá greidd á nýjan leik sam- (
kvæmt reglum þingskapa. Féllu
atkvæði þá aftur eins og í fyrstu
atrennu. Að því búnu var kosið á
milli þeirra tveggja manna, er
flest atkvæði höfðu hlotið.
Þegar atkvæði höfðu verið
greidd í þriðju atrennu lýsti
aldursforseti yfir því, að aðeins
hefðu borist 59 atkvæði. Dró þá
Jónas Árnason atkvæðaseðil sinn
upp úr vasanum og rétti aldurs-
forseta. Atkvæði féllu þannig, að
Gylfi Þ. Gíslason fékk 34 atkvæði
þingmanna Framsóknarflokksins,
Alþýðuflokksins, Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna og Al-
þýðubandalagsins; einn seðill var
auður. Gunnar Thoroddsen fékk
25 atkvæði þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins.
Gylfi Þ. Gfslason tók sfðan við
forsetastörfum og þakkaði það
traust, er sér hefði verið sýnt.
Hann greindi sfðan frá því, að
fram hefði komið ósk um að
fresta fundi, áður en kjör varafor
seta færi fram. Fundum var síðan
tvívegis frestað síðdegis í gær,
eins og áður greinir. En kjör vara-
forseta er næsta á dagskrá þing-
setningarfundarins, sem enn
verður framhaldið kl. 14 í dag,
þriðjudag.
— Taylor
Framhald af bls. 40
leggja af stað til Hull, voru mín
fyrstu viðbrögð þau, að komast
sem fyrst af stað. Nú, þegar ég var
kominn af stað, reyndi ég að
halda áfram eins hratt og auðið
var.
Þvf næst var Taylor spurður,
hvort hann hefði verið einn í
brúnni á flóttanum og hvort hann
hefði ekki sett áhöfnina f hættu
með því að stöðva ekki skipið
strax?
— Ég var mest allan tfmann
einn í brúnni, en 1. stýrimaður og
loftskeytamaður komu þangað við
og við. Ég tel, að áhöfnin hafi
ekki verið í beinni hættu, allt
fram að þeim tíma, að varðskips-
menn fóru að skjóta föstum skot-
um. En þá lét ég áhöfnina flytja
sig á öruggan stað í skipinu.
Eftir að yfirheyrslum yfir Tayl-
or var lokið, kom fyrir réttinn
David Taylor 1. stýrimaður (þeir
eru óskyldir, nafnarnir). Bar hon-
um að mestu saman við svör skip-
stjóra.
I gærkvöldi áttu að koma fyrir
réttinn stýrimenn á Þór og ákveð-
ið var að halda réttarhöldunum
áfram í dag. Dómari í málinu er
Erlendur Björnsson, bæjarfógeti
á Seyðisfirði, og meðdómendur
eru þeir Trausti Magnússon, skip-
stjóri, og Einar Magnússon, vél-
stjóri. Sækjandi fyrir hönd Land-
helgisgæzlunnar er, eins og fyrr
segir, Gísli ísleifsson hrl., en verj-
andi Taylors er Benedikt Blöndal
hrl. Fulltrúi Saksóknara ríkisins
er Bragi Steinarsson. Þá eru
staddir á Seyðisfirði þeir Micheal
Burton, einn af eigendum útgerð-
arinnar, og Young 1. sendiráðsrit-
ari í brezka sendiráðinu. Dóm-
túlkur er Hilmar Foss.
Ekki er enn vitað hvenær dóm-
ur verður kveðinn upp í málinu,
en talið er að það verði f dag.
— Sement
Framhald af bls. 2
hefði ekki komið til greina núna,
þar eð allt frá áramótum og fram
til 10. júlf hefði söluverð sements-
ins verið lægra en kostnaðar-
verðið.
Þeir Svavar Pálsson og Guð-
mundur Guðmundsson kváðust
vona, að úr rættist með afgreiðslu
á sementi frá verksmiðjunni
þegar f næsta mánuði. Síðustu
stykkin í nýju sementskvörnina
komu til landsins í gær og upp-
setning hennar hófst þá þegar í
stað. Er vonazt til þess, að nýja
sementskvörnin verði komin i
notkun um miðjan ágústmánuð
nk. Fram að þeim tíma getur
orðið dráttur á afgreiðslu sem-
entsins, eins og áður getur. Birgð-
ir af portlandssementi eru mjög
litlar eða um 2 þúsund tonn og
afkastageta sementskvarnarinn-
ar, sem fyrir er, aðeins rúml. 400
tonn á sólarhring. Þetta er ekki
nægilegt til að anna eftirspurn-
inni á miðju sumri og þess vegna
er ákveðið að flytja inn önnur
2.500 tonn af sekkjuðu sementi,
sem kemur væntanlega til lands-
ins f byrjun ágúst.
Hins vegar er öllu óljósar,
hversu langvinn áhrifin frá yfir-
vinnubanni verkamannanna á
Akranesi verða. Viðræður hins
opinbera við starfsmenn ríkis-
verksmiðja hefjast ekki alveg í
bráð og f millitíðinni getur verk-
smiðjan ekki gengið til móts við
kröfur verkamannanna, að sögn
þeirra Svavars og Guðmundar.
Yfirvinnubannið er ekki á vegum
verkalýðsfélagsins á Akranesi,
heldur eru það verkamennirnir
sjálfir, sem að því standa hver um
sig. Yfirvinnubannið hefur í för
með sér, að ferja sementsverk-
smiðjunnar kemst aðeins eina
ferð frá Akranesi til Ártúnshöfða
f stað tveggja undir eðlilegum
kringumstæðum.