Morgunblaðið - 23.07.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULl 1974
27
Sverrir Þóroddsson
Gamlaflugturninum
r- Reykjavikurflugvelli
s\ Simi28420 Allan sólarhringinn
•••••••••••••••••
r>c*
Simi-22900 Laugaveg 26
Vilja stofna íslandsdeild
Amnesty International
skoðana sinna, halda uppi sam- arhöld og dóma vandlega rann-
Um þessar mundir eru stödd
hér á landi I orlofi ungur Hollend-
ingur Frank Veeneklaas að
nafni, og íslenzk stúlka, Sigrún
Sigurjónsdóttir, sem búsett eru í
Rotterdam í Hollandi og hafa þar
kynnzt og starfað með samtökun-
um Amnesty International og
hafa mikinn hug á að koma á
laggirnar sérstakri deild þessara
samtaka á íslandi. Þau komu að
máli við blaðið I sfðustu viku og
gáfu eftirfarandi upplýsingar um
samtökin:
Amnesty International eru:
mannúðarsamtök, óbundin hvers-
konar stjórnmálaskoðunum og
trúarskoðunum og hafa það mark-
mið að vinna að frelsi fólks, sem
hneppt hefur verið í fangelsi
vegna hugmynda sinna, hvar sem
er I heiminum, og greiða götu
þess fyrst eftir að það kemur úr
fangelsi.
Eina skilyrðið, sem samtökin
setja þessu starfi, er, að viðkom-
andi hafi ekki beitt ofbeldi til
þess að reyna að koma hugmynd-
um sínum á framfæri.
Grundvallarhugmynd samtak-
anna er að vinna að þvf, að mann-
réttindayfirlýsing Sameinuðu
þjóðanna sé I heiðri höfð og er
unnið að því annarsvegar með því
að aðstoða eftir föngum þá, sem
hafa orðið fyrir frelsisskerðingu
vegna trúar-, stjórnmála- eða ann-
arra skoðana eða vegna uppruna
sfns, litar eða tungumáls — hins
vegar með þvf að mótmæla með
öllum tiltækum ráðum dauðarefs-
ingu og pyntingum, ómannúðlegri
meðferð fanga og annarra, sem
hafðir eru í haldi í blóra við
mannréttindayfirlýsinguna.
Amnesty International var
stofnað árið 1961. Gerði það
brezkur lögfræðingur, Peter
Benenson að nafni. Hann hafði
kynnt sér og starfað við réttar-
höld yfir pólitfskum föngum í
mörgum löndum og gerði sér
grein fyrir því, að einn gat hann
ekki aðstoðað nema sárafáa af öll
um þeim fjölda saklauss fólks,
sem ákært var fyrir trúar- og
stjórnmálaskoðanir sínar. Hann
kom þvf á fót stofnun til að sjá um
hagkvæma aðstoð við slfkt fólk og
fljótlega varð hún að alþjóðlegri
hreyfingu.
Amnesty International hefur
nú deildir f rúmlega 30 löndum í
» ,
margfaldor
markað vðar
öllum heimsálfum og er talið, að
rúmlega þrjátíu þúsund sjálf-
boðaliðar taki þát í þessu starfi.
Vinna þeir að söfnun gagna um
handtökur, pyntingar og brot á
almennum mannréttindum,
skrifa bréf til yfirvalda, sem
halda mönnum föngnum vegna
bandi við fangana sjálfa, ef það er
mögulegt, svo og fangelsisstjórn-
ir, þar sem þeir eru f haldi og við
fjölskyldur fanganna, sem einnig
er reynt að styðja með fjárfram-
Iögum, ef þörf krefur. Einnig er
haldið uppi sambandi við fjöl-
miðla og alþjóðastofnanir.
Amnesty International rann-
sakar árlega yfir 2.000 tilfelli þar
sem fólk hefur verið fangelsað
vegna stjórnmálaskoðana sinna.
Eru frásagnir um handtökur, rétt-
sökuð til að ganga úr skugga um,
að þetta fólk sé verðugt hjálpar
samtakanna. Af öllum þeim, sem
hjálpað hefur verið, hafa yfir
5.000 manns verið látnir lausir.
Sem fyrr segir hafa þau Sigrún
og Frank Veenekslaas áhuga á að
stofna Islandsdeild Amnesty Int-
ernational og vildu þvf gjarnan
komast í samband við fólk, sem
vildi taka þátt í slfku starfi. Þau
hafa aðsetur að Hverfisgötu 99 A.
(Sfmi 11383).
Sumarbústaðaeigendur
Þessi vönduöu húsgögn
fara alstaðar vel
Leiguf lug - þjónustuf lug -
vöruf lug - sjúkraf lug -
útsýnisflug
INNANLANDS OG UTAN
Bambushúsgögn fara vel á furugólfum
og með furuveggjum,
njóta sín undir steinveggjum,
veggjum úr Ijósum og dökkum viði
og einnig
með veggfóðri og má/ningu.
Bambushúsgögn eru þar að auki
þægileg og níðsterk.
Létt og meðfærileg og þola mjög ve/ kulda
og slaga vetrarins.
Bambushúsgögn
eru þar að auki mjög viðráðanleg fjárfesting.
Þér fáið mikið fyrir peninga yðar ef þér kaupið
bambushúsgögn.