Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 143. tbl. 61. árg.___FÖSTUDAGUR 9. ÁGtJST 1974 Prentsmiðj? Morgunblaðsins. Nixon sagði af sér í nótt — Ford tekur við 1 dag Sjá greinar um Nixon og Ford á bls. 2 og 3 í blaðinu f dag. Richard M. Nixon, sá forseti í sögu Bandarfkjanna, sem unnið hefur forsetakosn- ingar með mestum meirihluta, lýsti þvf yfir í fimmtán mfnútna ræðu, sem hófst klukkan eitt f nótt að fslenzkum tfma, að hann hefði tekið þá ákvörðun að segja af sér forsetaembætti frá deginum f dag að telja. Skýrði hann jafnframt frá því að Gerald Ford, varaforseti, tæki við forsetaemb- ættinu á hádegi í dag, þegar Nixon lætur af störfum, en þá eru nákvæmlega sex ár liðin frá því hann var útnefndur forsetaefni republikana. Nixon var að sögn fréttamanna þreytulegur og bar greinileg merki þeirrar baráttu, er hann hefur átt í undanfarnar vikur og mánuði, en hann flutti ræðu sína fast og ákveðið og virtist aðeins einu sinni þurfa að bíta á jaxlinn. Hún f jallaði bæði um innanrfkis og utanrfkismál, en yfirlýsingin um afsögnina kom f upphafi ræðunnar, þegar hann fjallaði um Watergate hneykslið og hvernig það hefði rúið hann trausti öldungadeildarinnar. Hann sagði að forsetinn yrði að geta gefið sig allan að embætti sínu, en Watergate málið hefði komið f veg fyrir það. I miðri ræðu sinni minntist Nixon á arftaka sinn Gerald Ford, sem hann skipaði fyrir tfu mánuðum varaforseta eftir að Spiro Agnew hafði hrökklast úr því embætti, og fór hlýjum orðum um næsta forseta Bandarfkjanna. Hann sagði, að hann ætti skilið stuðning og hjálp allrar bandarísku þjððarinnar og lagði áherzlu á að stjórn rfkisins væri f styrkum höndum. Eins og kunnugt er, hefur Nixon gegnt embætti Bandaríkjaforseta f hálft sjötta ár og kvaðst hann hverfa úr embætti sfnu án biturleika f garð andstæðinga sinna, en lagði áherzlu á, að hann væri að eilffu þakklátur þeim vinum sfnum og öðrum, sem hefðu stutt hann með ráðum og dáð f þeim þrengingum og erfiðleikum sem yfir hafa dunið. Nixon minntist f lok ræðu sinnar þeirra orða sinna þegar hann tók við embætti, að hann mundi leggja sig allan fram til að friður gæti haldist f heiminum og ræddi árangurinn, sem náðzt hefði f þeim efnum. Hann minntist einkum á nauðsyn þess að efla vináttu Bandarfkjamanna og Kfnverja, drap á, að ekki fyrir ýkja löngu hefðu hundrað milljónir manna f Mið-Austurlöndum verið Bandaríkjunum andsnúnar, en væru nú vinir þeirra og minnti á þann árangur, sem stórveldin tvö, Bandarfkin og Sovétrfkin, hefðu náð f því að draga úr hættunni á kjarnorkustyrjöld. Þá ræddi hann einnig innanrfkismál Bandarfkjanna, hagsæld þjóðarinnar og nauðsyn velmegunar án verðbólgu. Hann sagðist ávallt hafa barist fyrir þvf, sem hann hefði trúað á. Stundum hefði sér tekist, stundum mistekist. 1 lok ræðu sinnar kvaðst Nixon reiðubúinn til að leggja þeim málum lið, sem hann hefði barizt fyrir og bað forsjónina að vera með þjóð sinni. Nixon sagði, eins og að framan greinir, að Watergate hneykslið hefði komið í veg fyrir að hann gæti gegnt störfum sfnum sem forseti og að það hefði tafið þing- ið frá nauðsynlegum störfum. Áður en Nixon hélt ræðu sfna, skýrði hann Gerald Ford frá áformum sfnum á fundi þeirra síðdegis á fimmtudag. Nixon lagði áherzlu á að hann væri ekki að gefast upp, heldur að gæta hagsmuna þjóðar sinnar með þvf að segja af sér. Hann viðurkenndi að hann hefði gert mistök og farið rangt að, en hann hvatti þjóðina til að „sameinast og græða sár sfn, „græðsla, sem þessari þjóð er svo nauðsynleg“, eins og hann komst að orði. Fréttaskýrendur brezka sjón- varpsins ræddu ræðu Nixons að henni lokinni og varð þeim tfð- rætt um, að hann skyldi afgreiða Watergate-málið, með þeim örfáu orðum, sem hann viðhafði f upp- hafi ræðu sinnar. Leiðandi þingmaður Demó- krata f fulltrúadeildinni, skýrði frá þvf, að Nixon myndi afhenda Kissinger, utanrfkisráðherra, af- sagnarbeiðni sfna á föstudag, en samkvæmt Iögum ber forseta, sem segir af sér, að afhenda lausnarbeiðni sfna utanrfkisráð- herranum. Hann felur sfðan vara- forsetanum að taka við forseta- embætti. Þingmaðurinn sagði, að Gerald Ford muni sverja embætt- iseið, sem 38. forseti Bandarfkj- anna klukkan 22 að fslenzkum tfma f dag. Tillaga um sakaruppgjöf Edward W. Brook, öldunga- deildarþingmaður repúblikana frá Massachusets, lagði á fimmtu- dag fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni um, að Nixon verði ekki lögsóttur, segi hann af sér og viðurkenni opinberlega sekt sína. Ekki er ljóst, hvernig undir- tektir þessi tillaga mun fá, en nokkrir þingmenn demókrata hafa þegar lýst andstöðu við hana. Brook sagði, að ef Nixon viður- kennir ekki sekt sína, þá muni hann draga tillöguna til baka. Verði Nixon ekki veitt sakar- uppgjöf, á borgarinn Richard M. Nixon yfir höfði sér yfirheyrslur fyrir rannsóknarnefnd þingsins í Watergate-málinu. Lögfræðingar kunnugir Watergate-málinu Richard Nixon Gerald Ford við komu sfna til Washington frá New Orleans á mánu- dag. Stuttu eftir komu Fords tilkynnti Nixon að hann hefði ákveðið að láta af hendi hljóðritanir af þremur fundum sem hann sagði að gætu veikt aðstöðu sfna. Hann viðurkenndi að hafa haldið sönnunargögn- unum frá lögfræðingum sfnum og þagað yfir þeim f yfirlýsingum sfnum um Watergate. segja, að hann kunni að verða ákærður fyrir allt að 15 afbrot, þar á meðal fyrir að reyna að hindra rannsókn Watergate-máls- ins, Elsberg-innbrotið, mútur f sambandi við niðurgreiðslu á mjólk og fjársvik. Óvíst um varaforseta Sem forseti mun Gerald Ford ekki gera neinar breytingar á ríkisstjórninni og hann mun biðja flesta aðalráðgjafa Hvíta hússins að vera um kyrrt, að minnsta kosti næstu mánuðina, að því er náinn samstarfsmaður hans sagði á fimmtudag. Þó að margir hafi þegar verið nefndir sem hugsanlegir varafor- setar, þá er ólíklegt, að Ford ákveði, hver hlýtur það embætti, fyrr en eftir nokkra daga. Hann mun þess í stað leggja áherzlu á, að skiptin muni ganga sem skipu- legast og agnúaminnst fyrir sig. Á meðal nafna, sem eru á lista Ford yfir hugsanlega varaforseta eru Elliot Richardson, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, Melvin Laird, fyrrverandi varnarmála- ráðherra, Nelson A. Rockefeller, fyrrverandi ríkisstjóri New York, öldungadeildarþingmennirnir Mark Hatfield frá Oregon, Robert A. Taft frá Ohio, Edward W. Brooke frá Massachusets, Robert Stafford frá Vermont, Charles Percy frá Illinois, Bill Brock frá Tennesee, Ronald Regan ríkis- stjóri Kaliforníu, Charles Good- ell, fyrrverandi þingmaður New York og fulltrúadeildarþing- mennirnir Albert H. Quie frá Minnesota og John B. Anderson frá Illinois. Ford mun ávarpa bandarisku þjóðina í sjónvarpi á föstudags- kvöld, og sagði samstarfsmaður hans, að hann myndi meðal ann- ars segja, að engum svíði það eins sárt og honum, að Nixon skyldi þurfa að segja af sér, en að hags- munir þjóðarinnar verði að ráða. Kissinger veröur áfram Ford, varaforseti, kallaði Kiss- inger, utanríkisráðherra á sinn fund á fimmtudag til 100 mínútna umræðna um stefnuna i utan- rikismálum. Eftir fundinn sendi Ford frá sér tilkynningu, þar sem hann sagði, að núverandi utan- ríkisstefna þjónaði bezt hagsmun- um Bandaríkjanna. Ford sagði ekki beint, að Henry Kissinger yrði áfram utanríkis- ráðherra, en hann hældi honum og störfum hans á hvert reipi. Alment er búizt við því, að Kiss- inger haldi áfram að aðstoða Ford við skiptin í Hvíta húsinu. Fund- ur þeirra Fords og Kissingers hófst klukkan 19 að íelenzkum tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.