Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGUST 1974 Elmarsmálinu enn frestað.... DÓMSTÓLL KRR tók í gær fyrir Elmarsmálið, þ.e. kæru Vals gegn Fröm- Fimmtar- og tugþraut BIKARKEPPNI FRÍ í fimmtar- þraut kvenna og tugþraut karla fer fram á Laugardaisvellinum dagana 20. og 21. ágúst og hefst keppnin kl. 17.30 báða dagana. Hvert félag má senda 3 kepp- endur í hvora grein, en tveir reiknast til stiga. Það félag, sem hlýtur samanlagt flest stig í fimmtarþraut kvenna, hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari í fimmtarþraut kvenna" og karl- arnir „Bikarmeistari í tugþraut“. Þátttökutilkynningar sendist f pósthólf 1099 í sfðasta lagi 16. ágúst. Mikill spenningur Þeir urðu meistarar í Svíþjóð urum vegna Elmars Geirs- sonar. Ekki var kveðinn upp dómur f málinu, þar sem dómstóllinn býður eftir greinargerð frá al- þjóðaknattspyrnusam- bandinu um túlkun á lögum sambandsins, er Ieikmaður skiptir um félög á milli landa. Búizt er við því, að skeyti berist f dag eða f sfðasta lagi um helgina og verði þá um leið kveðinn upp dómur í málinu. (ÞRÓTTABLAÐIÐ er komið út, og meðal efnis í blaðinu má nefna viðtöl við alla þjáfara 1. deildar liðanna í knattspyrnu. Þá er i blaðinu viðtal við Anton Bjarnason, iþróttakennara á Laugarvatni, sem leikið hefur i islenzka landsliðinu i þremur iþrótta- greinum. Viðtöl eru við iþróttaleið- toga i Borgarfirði, þrek stjórnmála- manna og gamalla iþróttamanna er mælt á þrekhjóli og fleira efni, innlent og erlent, mætti nefna. •^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmm Einherja- keppnin verður á sunnudag ÁKVEÐIÐ er að hin árlega keppni Einherja fari fram á Grafarholtsvelli sunnudaginn 11. ágúst og hefst hún ki. 10 fyrir hádegi. Keppt er um glæsilegan bikar, sem veitingahúsió Röðull gaf á sínum tíma og er hefð, að Einherjamótið fer fram um helg- ina næst á undan landsmóti. Þeir kallast Einherjar í golfi, sem farið hafa holu í höggi í votta viðurvist og á löglegan hátt, hvort sem það gerist í keppni eða venjulegum leik. Óvenju margir hafa bætzt í raðir Einherja nú í sumar ogmá búast við lalsvert stærri hópi í Einherjakeppninni núna en undanfarið. Drengir, sveinar, stúlkur, meyjar DRENGJAj stúlknaj sveina- og meyjameistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvellinum dagana 10. og 11. ágúst nk. og hefst kl. 2 báða dagana. Mót þetta átti upphaflega að halda á Akra- nesi og var það ákveðið á síð- asta hausti, en þar sem íþrótta- völlurinn í bænum er ónothæf- ur varð að flytja mótið til Reykjavíkur. Hreinn nálgast 19 m HREINN Halldórsson setti nýtt glæsilegt íslandsmet I kúluvarpi á frjálsíþróttamóti á Selfossi í fyrrakvöld. Kastaði Hreinn kúl- unni 18.90 metra og bætti tveggja daga gamalt met sitt, sem hann setti í landskeppninni við Ira, um 31 sm. Hreinn nálgast óðum 19 metra takmarkið, en það ætti þó ekki að verða annað en áfangi fyrir Hrein á langri leið. Hann hefur bætt sig um 91 sm á þessu ári og enn er talsvert eftir af keppnistfmabilinu. Veður var afleitt til keppni í fyrrakvöld, rok og rigning og kom það niður á öllum keppendum nema Hreini. Auk íslenzkra frjálsíþróttamanna, flestra úr Skarphéðni, tóku írsku landsliðs- mennirnir þátt í mótinu. ÞESSIR hressilegu Framstrák- ar báru sigur úr býtum f Partille-cup mótinu, sem fram fór f Svfþjóð fyrir nokkru. Framararnir unnu alla leiki sfna f 4. flokki næsta örugg- lega, stóðu erlendu liðunum framar, en voru f svipuðum styrkleika og hin fslenzku lið- in. Framararnir höfðu þó vinn- inginn þegar á hólminn kom og voru vel að sigri sfnum komnir. Með þeim á myndinni er Ólafur Jónsson formaður Handknattleiksdeildar Fram. URSLITIN f yngri flokkum ís- landsmótsins í knattspyrnu fara fram nú um helgina og í næstu viku. Verður leikið á Melavelli, Háskólavelli, Framvelli, Vals- velli, Kópavogsvelli og KR-velli. Alls eru það 22 lið frá 17 félögum, sem taka þátt f úrslitakeppninni og víst er, að úrslitanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ekki dregur það úr spenningnum, að sjónvarpið mun taka hluta úr- slitaleikjanna upp og sýna í næstu •viku. Enn er ekki alveg ljóst hvaða. lið sigra f sumum riðlanna, en síðustu leikirnir og aukaleikir fara fram f kvöld. Mest óvissa er enn þá í Norðurlandsriðli þriðja flokks þar sem Þór og Völsungar leika í kvöld. Sigri Þórsarar komast þeir f úrslitin, en fari svo, að Húsavíkurliðið sigri, verða þrjú lið jöfn, Þór, Völsungur og KS. 1 5. flokki leika eftirtalin lið til úrslita: KA, Austri Eskifirði, Breiðablik, Armann, IBK og Leiknir, Reykjavík, eða Víðir. í 4. flokki leika Leiknir, Fá- skrúðsfirði, ÍBK, Völsungur, Vestri, ísafirði, FH og Breiðablik. Eins og áður sagði er enn ekki fullvfst hvaða lið leika til úrslita, en örugg í úrslitin eru lið Þróttar, Neskaupstað, Vals, FH, Breiða- bliks, Ármanns, liklega Leiknis, Fáskrúðsfirði, og svo eitt lið að norðan. I 2. flokki leika Víkingur, Valur og Haukar til úrslita. í öðrum flokki leika Vfkingur og Haukar 13. ágúst, Haukar — Valur þann 15. og Víkingur — Valur 20. ágúst. Urslitin í yngri flokkunum hefj- ast f kvöld og verður leikið yfir alla helgina. Siðast leikurinn í 5. flokki hefst svo á Melavellinum klukkan 18 á mánudaginn, klukkan 19 hefst á sama stað úr- slitaleikurinn f 4. flokki og um klukkan 20.20 úrslitin í 3. flokki. hjá þeim yngstu KR-ÍBV i kvöld KR og ÍBV leika f 1. deildinni á Laugardalsvellinum f kvöld, en leikurinn átti ekki að fara fram fyrr en á morgun samkvæmt ieikjabók. Að beiðni Vestmann- eyinga var leiknum flýtt um einn dag, til að leikmenn ÍBV gætu tekið þátt f 100. þjóðhátfð Eyja- manna. Ekki voru KR-ingar dús við þessa ákvörðun Mótanefndar, kærðu sig ekkert um að hreyft væri við fyrirfram ákveðnum leikdögum. Vestmanneyingar mæta væntanlega með sitt sterkasta lið f kvöld. Að vísu er Ólafur, fyrir- liði þeirra, Sigurvinsson enn á sjúkralista, en vonir stóðu til, að Örn yrði að mestu búinn að ná sér af meiðslum þeim, sem hann hlaut gegn lA. KR-ingar hafa átt við meiðsli að strfða í allt sumar og eiga enn þá, en munu væntanlega mæta með sama lið og í undanförnum leikj- um. Hins vegar ætti þjálfari þeirra, Tony Knapp, ekki að fá að vera með lið sitt í leiknum í kvöld, þar sem hann fékk rautt spjald í leik KR og Vals. Það mál hefur hins vegar ekki komið fyrir aga- nefnd, þannig að Knapp hefur sennilega sloppið með það eitt að fá að sjá spjaldið. Övæntur Haukasigur ÞAÐ kom talsvert á óvart f öðr- um leik útimótsins f handknatt- leik, að Haukar skyldu sigra Val. Urslitin urðu 18:13 og voru Haukarnir mun sprækari allan leiktfmann. Valsmenn voru eitthvað miður sfn f leiknum, enda vantaði f liðið ýmsa af máttarstólpunum frá sfðasta keppnistfmabili. Ólafur Jóns- son er enn við þjálfun austur á Reyðarfirði, Bergur Guðnason hefur hætt æfíngum og Ólafur Benediktsson ekkert æft f sum- ar. Þá lék Vfkingurinn fyrrver- andi, Guðjón Magnússon, ekki með Val að þessu sinni. 1 fyrsta leik mótsins sigruðu Vfkingar lið KR nokkuð örugg- lega. Urslitin urðu 24:17, eftir að staðan hafði verið 11:9 f leik- hléi. Leikurinn var jafn fram- an af, en með þá Pál Björgvins- son og Einar Magnússon f fararbroddi sigu Vfkingarnir örugglega fram úr f sfðari hálf- leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.