Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1974
Gerald Ford:
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmi^mmm^mmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Óþekkt stærð
á forsetastóli
Bandaríkjanna
9 Hin nýju forsetahjón Bandaríkjanna, Gerald og Betty Ford. Myndin er
tekin í fyrrakvöld, á meðan allt var enn i óvissu um úrslit eins mesta hildarleiks
bandarískra stjórnmála, og sýnir Ford-hjónin slappa af við sundlaugina að
heimili þeirra í Alexandríu rétt utan við Washington
Eftir Anthony Sampson, Observer
0 Hinir gömlu, góðu dagar Ford og Nixon i hópi flokksbræðra á góðri
stund
FYRIR 45 órum vann 1 6 ára gagn-
fræðaskólastrákur i Bandarikj-
unum á veitingastað einum til að
eignast skotsilfur. Dag nokkurn
kom maður inn á veitingastaðinn
og bað um að fá að sjá drenginn.
Drengurinn þekkti hann ekki. en
maðurinn sagði: „Ég er faðir
þinn".
Drengurinn var Gerald Ford,
sem nú er orðinn forseti Banda-
rikjanna. Gg sagan er þess virði,
að hún sé sögð. vegna þess að
hún er eitt af fáum atriðum i ævi
Jerry Fords, sem á einhvern hátt
eru einkennileg. Faðir Fords, sem
hét Leslie King, skildi við móður
hans, þegar drengurinn var tæp-
lega árs gamall. og móðirin giftist
aftur sölumanni í Michigan, Ger-
ald Ford að nafni, sem gaf drengn-
um nafn sitt.
Að verða fyrir sliku aðeins 16
ára gamall hlýtur að hafa verið
mikið áfall, kynnu ýmsir að segja.
En Ford segir sjálfur, að þetta
atvik hafi ekki haft mikil áhrif á
sig (honum hafði verið sagt þrem-
ur árum áður, að stjúpfaðir hans
væri ekki raunverulegur faðir
hans). Hann segir, að erfiðast hafi
verið að skýra móður sinni og
stjúpföður frá þessum fundi.
Heimilislífið með stjúpföðurnum
var að því er virðist ánægjulegt og
friðsamt. En engu að siður má
spyrja: Hafði þessi reynsla á ungl-
ingsárunum þau áhrif á Ford að
vekja hjá honum tilfinningu fyrir
öryggisleysi, sem kemur fram i
stjórnmálaafskiptum hans sem
óvenjulega mikil fastheldni við
hefðbundnar reglur?
Það er einmitt þessi fastheldni
við viðteknar reglur og hefðir, sem
gerir þennan 38. forseta Banda-
ríkjanna frábrugðinn fyrirrenn-
urum sinum i embættinu að miklu
leyti. Hann hefur aldrei farið ein-
förum í stjórnmálalifi sinu eins og
Nixon; hann hefur aldrei verið
hávaðasamur einstaklingshyggju-
maður eins og Johnson; né heldur
var hann alinn upp til að vera
leiðtogi eins og Kennedy. Hinum
skjóta frama hans hefur oft verið
likt við frama Trumans. En hann
hefur aldrei sýnt hina grófu hrein-
skilni Trumans eða mætt sama
andstreymi.
Af forsetum síðari tíma likist
hann mest Eisenhower að skap-
ferli. og Eisenhower er einn þeirra
þriggja forseta, sem hann dáir
mest. Hinir eru Nixon og Lincoln.
Hann er félagslyndur eins og
Eisenhower. á auðvelt með að
eignast vini, og kemur fólki til að
líða vel i návist sinni. Einn þáttur í
fastheldni hans á viðteknar hefðir
er að í kringum hann er andrúms-
loft velvildar og siðsemi. Og i
núverandi ástandi i Washington er
það mikilvægt atriði. En hitt er
samt sem áður áhyggjuefni:
hvernig mun honum farnast sem
forseti, þegar hann þarf að taka
áræðnar ákvarðanir, — aleinn?
Þarna er hann alger andstæða
Nixons, og það er í sjálfu sér
einkennilegt, vegna þess að þeir
hafa verið nánir pólitiskir sam-
starfsmenn. Hinn metnaðarfulli
Nixon hefur alltaf fleytt sér áfram
á átökum, harðnað og gerzt ein-
beittari með hverri raun. Hann
hefur alla tið verið utangarðs-
maður, þurft á óvinum að halda og
átt auðvelt með að eignast þá,
fyrirlitið og öfundað hina, sem
„inni" hafa verið. Ford hefur
aldrei þurft að berjast að ráði, eða
berjast einn. Hann hefur komið
upp á yfirborð stjórnmálanna
hægt og sígandi og í fullri vinsemd
við næstum alla.
Gerald Ford ólst upp i hinum
ráðsetta og ihaldsama bæ Grand
Rapids i Michigan, en þar hóf
stjúpfaðir hans síðar verzlun með
málningarvörur. Grand Rapids er
kunnust fyrir húsgagnaf ram-
leiðslu, og vinir Fords eru vanir að
segja, að hann sé jafnpottþéttur
og mublurnar frá Grand Rapids.
Hann var dugnaðarstrákur og
hjálpaði stjúpföður sinum þegar
kreppan skall á. Er hann útskrifað-
ist úr gagnfræðaskóla staðarins,
innritaðist hann i Michiganhá-
skóla og lék miðherja með fót-
boltaliði skólans. Hann var sterkur
og myndarlegur ungur maður. og
siðar notaði timaritið LOOK hann
sem fyrirsætu i Ijósmyndaseriu
um ástarævintýri á skiðum.
Hann ákvað að verða ekki at-
vinnufótboltamaður, fór þess f
stað til Yale-lagaháskólans og var
þar við nám í fjögur ár. Þá var ekki
jafnerfitt að komast inn i þann
skóla, og Ford vann þar engin
sérstök námsafrek. En Ford segir,
að Yale hafi haft mjög mikil áhrif á
sig. Þar fór hann úr einangruninni
í Michigan inn i heimsmenning-
una á Austurströndinni. Á striðsár-
unum gekk hann i herinn sem
likamsræktarkennari. gekk i
„beina- og vöðvasveitina", eins
og hún var kölluð. Þar likaði hon-
um hins vegar illa, og honum
tókst að fá sig fluttan. Hann varð
varðmaður á flugmóðurskipinu
Monterrey.
Ford var 32 ára, þegar hann fór
úr herþjónustu, enn ókvæntur. og
hóf vinnu sem lögfræðingur. Þá
bjó hann hjá foreldrum sinum f
Grand Rapids. Og stuttu siðar
kvæntist hann ungri fráskilinni
konu, Betty Bloomer, sem áður
hafði verið dansmær. Árið 1948
tókst stjúpföður hans, sem var
repúblikani. að fá Ford til að bjóða
sig fram til þings. Ford vann þing-
sætið og hélt þvi i 25 ár. Tveimur
árum áður hafði Nixon tekið sæti
á þingi. og þeir urðu skjótt
pólitiskir bandamenn, báðir
fhaldssamir og eldheitir
kommúnistafjendur.
En á meðan Nixon hlaut skjótan
frama, fór Ford rólega.
Hann var vinsæll og skyldurækinn
bæði á þingi og í kjördæmi sinu,
en still hans sem stjórnmála-
manns var þunglamalegur, og
hann hélt fast við dans á
repúblíkanalinunni. Hins vegar
var hann i Michigan talinn vera
frjálslyndur. Það átti þó frekar
rætur sínar að rekja til viðhorfa
hans en atkvæðagreiðslu á þingi.
Hann virtist ekki vera metnaðar-
fullur og sagði eitt sinn, að hann
vildi heldur verða forseti fulltrúa-
deildarinnar en forseti landsins.
Það var ekki fyrr en eftir hinn
hrikalega ósigur Barry Gold-
waters, frambjóðanda repúblikana
í forsetakosningunum 1964, að
stjarna Fords fór að hækka i
stjórnmálunum. Árið 1965 var
hann kosinn loiðtogi repúblíkana i
fulltrúadeildinni, og í þeirri stöðu
gegndi hann mikilvægu hlutverki i
endurskipulagningu og nýrri sókn
flokksins. Hann gagnrýndi látlaust
velferðaráætlanir Lyndon John-
sons, og Johnson svaraði fyrir sig
með tveimur fleygum setningum
um hægagang og stirðleika Fords:
„Hann hefur leikið fótbolta of
lengi án þess að nota hjálm," og
„Hann er eini maðurinn, sem ég
hef komizt i kynni við, sem getur
ekki tuggið tyggigúmmi gang-
andi'.
Þegar flestir héldu, að Nixon
væri búinn að vera sem stjórn-
málamaður, hélt Ford tryggð við
hann og hjálpaði honum til að ná
kjöri sem frambjóðandi repúbltk-
ana i kosningunum 1968, en þá
var Ford formaður kosningastjórn-
ar flokksins.
Tryggð Fords við hinn nýja for-
seta var næstum því alger. Hann
veitti honum atkvæði sitt i allt að
þvi öllum málum, þ.á m. meiri
stríðsrekstri i Vietnam, jöfnum
fjárveitingum til varnarmála og
fleira. Eina skiptið, sem hann vék
að ráði frá stefnu Hvita hússins
var, þegar hann snerist gegn þvi,
að vegasjóði yrði varið til almenn-
ingsflutningaþjónustunnar, —
sem er skiljanlegt fyrir mann frá
bilafylkinu mikla, Michigan.
Ford hafði nokkurn áhuga á
utanríkismálum, fór alloft til
Evrópu, en hélt fast við fjandskap
sinn við kommúnista. Hann var
enn að vara bandarisku þjóðina
við hættunni, sem stafaði af kin-
verskum kommúnisma, þegar
Nixon var i þann veginn að fara i
skyndiheimsókn sína til Peking.
Eftir þá heimsókn venti Ford sínu
kvæði i kross og fór sjálfur til
Kina.
Einkalif Fords var, eins og hann
sagði sjálfur, reglulega „forpok-
að". Hann bjó til skamms tíma i
úthverfi Alexandriu. handan árinn-
ar frá Washington, þar sem alltaf
blakta bandariskir fánar við hún.
Á meðan Ford var á kosninga-
ferðalögum fyrir sig eða flokks-
menn sína, varð kona hans, Betty
að ala börnin upp að mestu ein, og
hún sýnir merki þess, að það hafi
henni þótt hart. Henni leiðast
stjórnmál, hún er feimin, en
heimilisleg. Þau eiga fjögur börn,
— eina stúlku og þrjá drengi.
Árið 1973 var Ford enn ekki
orðinn þjóðkunnur maður, en
gerðist þekktur i Washington, þá
sextugur að aldri. Hann var vin-
samlegur, opinn og trúr samstarfs-
mönnum sinum, en var eins og
vindhani i stjórnmálalifinu, tor-
trygginn gegn nýjum viðhorfum
og var hikandi um eigin afstöðu.
Siðan var það i október þetta ár,
eftir niðurlægingu Agnews vara-
forseta, að Ford náði loks frægð,
þegar Nixon útnefndi hann eftir-
mann Agnews. Þingmenn voru
ánægðir með þetta val. Ford var
einn af þeim, sem þeir treystu, og
ferill hans i fjármálum reyndist
gjörólikur ferli Agnews. Val Nix-
ons miðaðist einkum við það, að
Ford hafði þetta traust, — flokks-
manna sinna sem demókrata, —
og var óumdeildur og heiðarlegur.
Sá feginleiki, sem greip um sig á
þinginu, þegar Ford tók við emb-
ætti, kom hins vegar í veg fyrir, að
þingmenn almennt veltu þvi fyrir
sér, hvort Ford væri þeim hæfi-
teikum búinn, sem forseti þyrfti að
hafa.
Aðstaða Fords í hinú nýja emb-
ætti var ekki öfundsverð. Burtséð
frá þvi, að embætti varaforseta
hefur ætið verið vandræðalegt, þá
þurfti Ford að vera i senn
forsetanum trúr og óháður stjórn-
málamaður, en eftir þvi sem rikis-
réttarhöld yfir forsetanum færðust
nær, gerðist meiri nauðsyn á þvi,
að hann reyndist sjálfstæður. Ford
var það greinilega þvert um geð
að hætta að verja Nixon. Hann
veitti honum fylgi sitt i skrikkjótt-
um tilraunum til að verja gerðir
hans og hélt sjálfur uppi vörnum
fyrir forsetann i skattamálum
hans, Watergate-samsærinu
o.s.frv.
En þegar ríkisréttarhöld virtust
óumflýjanleg og vinsældir Nixons
hraðminnkuðu, gerðist Ford marg-
ræður og óskýr. Stundum virtist
hann ráðast á forsetann af hörku,
siðan hala aftur i land og verða
trúr og dyggur á ný. Þetta jók ekki
virðingu manna á honum. og
margir repúblikanar hefðu kosið,
að Ford hefði þagað. Hann fann
hins vegar hjá sér þörf til að vera á
stöðugum ferðalögum og flytja
ræður til að hvetja flokkinn og
byggja einhvers konar brú milli
rikisstjórnarinnar og þjóðarinnar.
Um leið var sambandið við Nixon
stirðara og vandræðalegra, og
Nixon hafði greinilega áhyggjur af
viðleitni Fords til sjálfstæðis og
þeirri athygli, sem fjölmiðlar
veittu Ford á ferðum hans.
En enn var ekki Ijóst, hvort Ford
væri að verða „sjálfstæður stjórn-
málamaður", né heldur hvernig sá
stjórnmálamaður væri. Ræður
hans voru loðnar og flokkspóli-
tiskar, fátt var þar um visbend-
ingar um staðfasta pólitiska
stefnu eða hugmyndafræði, og
samstarfsmenn hans sjálfs og ráð-
gjafar voru ekkert yfir sig hrifnir I
einkasamtölum lét Ford i Ijós
vangaveltur um. hvað hann skyldi
gera, ef hann yrði forseti. Til
dæmis ætlaði hann að hafa Henry
Kissinger áfram í embætti utan-
rikisráðherra, en hins vegar ota
James Schlesinger út úr varnar-
málaráðuneytinu. Fáir gátu samt
gert sér grein fyrir nokkurri sam-
Framhald á bls. 27.
0 Gerald Ford, forsetí Bandarikjanna, sem fótboltastjarna. „Hann lék of
lengi fótbolta án þess að nota hjálm ', sagði Lyndon Johnson eitt sinn.