Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGOST 1974 Segðu mér hvern þú umgengst Blaðinu hefur borizt eftir- farandi athugasemd frá Alfreð Elíassyni: I Morgunblaðinu I gær ritar forsvarsmaður AIR VIKING (sennilega Guðni Þórðarson) all- langa athugasemd um tilsvör mín við blaðamann Morgunblaðsins, sem óskaði eftir áliti mínu síma) á þeirri frétt, að AIR VIKING hefði sótt um flugleyfi til og frá Bandaríkjunum. Það er ekki ætlun mín með þessu svari að fara að deila á ritvellinum við Guðna í Sunnu, enda er það ekki mitt fag, en sennilega hefir Guðni jafnlanga reynslu sem blaðaritari og ég sem flugmaður. Aðalatriði þessa máls er það, að AIR VIKING telur nægilegt rúm á Bandarfkjamarkaði fyrir bæði félögin Loftleiðir og AIR VIKING. Ég tel að svo sé ekki, því vil ég skýra mál þetta nokkuð nánar. Árið 1945 (árið eftir að LL var stofnað), var gerður milliríkja- flugsamningur milli USA og íslands. Þakka ber þeim mönn- um, sem svo framsýnir voru. Var það svokölluð „Chicago gerð“ samnings, en þar er gert ráð fyrir algjöru frelsi hvað fargjöld og ferðafjölda snerti. Eftir að Loft- leiðir fengu sína fyrstu Skymasterflugvél árið 1947, var Loftleiðum úthlutað leyfi til flugs til og frá USA og hafa það enn. Til að byrja með gekk þetta mjög skrykkjótt, en Guðni mun þekkja þann kafla sögunnar, því hann ferðaðist nokkuð í boði okkar sem blaðamaður. Það var ekki fyrr en árið 1952, þegar Loftleiðir h.f. og norska flugfélagið Braathen’s SAFE gerðu samning um nýtingu flugvéla sinna, að reglulegt áætlunarflug Loftleiða gat hafist til USA með arðsömum rekstri. Eins og kunnugt er, óskuðu Bandaríkjamenn í ársbyrjun 1970 að endurskoðun færi fram á milli- rfkjasamningnum frá árinu 1945. Endurskoðun og samkomulag tókst í júnf 1970. Án efa hefur Bandarfkjamönnum þótt hlutur Islendinga orðinn nokkuð stór, þvf á þeim tíma fluttu Loftleiðir farþega sem námu að fjölda til sama og íslenzka þjóðarheildin. Samningum lauk á þann veg, að farþegaflutningum Loftleiða voru sett ýmis takmörk (kvóti) um far- þegamagn og ferðir, bæði t áætlunarferðum og leiguflugi; ennfremur staðfestingu á því, að Loftleiðir hæfu ekki flug til Chicago fyrr en 1973. Þá var og tilgreint, að Loftleiðir myndu ekki hefja fraktflug með sérstök- um flugvélum (all cargo) nema að undangengnum samningum milli ríkisstjórna beggja þjóðanna. Islendingar, og sérstaklega starfsfólk Loftleiða, má vera þakklátt þeim opinberum aðilum sem samningana gerðu 1970 og tel ég, að enginn, sem til málanna þekkir, óski eftir að opna þá að sinni. Guðni í Sunnu er búinn að starfa það lengi við ferðamál, að honum er vel kunnugt um sveifl- ur I þeim málum. Undanfarin þrjú ár hefur hagur flugfélaganna, sem starfa í Atlantshafsflugi, farið versnandi og hafa amerísku félögin Pan American og Trans World Airlines ekki sízt fundið fyrir því. Af þessum ástæðum og fleirum, tel ég ekki tímabært fyrir fleiri islenzk flugfélög að bjóða frekara sætamagn, en nú er gert. Hvernig hið ameríska „auðfélag” Seaboard mundi taka umsókn Air Viking um flutninga Skólaslit GA GAGNFRÆÐASKOLANUM á Akureyri var slitið 4. júnf. Nem- endur voru f vetur 635 og skiptust á 6 bekki og 26 bekkjardeildir, auk tveggja hjálpardeilda. Kenn- arar voru 46, 33 fastakennarar og 13 stundakennarar. Hæstu einkunnir á vorprófi hlutu þessir nemendur: 1 6. bekk: Smári Þorvaldsson 8,0 í 5. bekk: Sigrún Baldursdóttir7,7 til og frá USA tel ég ekki mitt að svara. Rétt er það, að ekki eiga Loftleiðir þotur sfnar skuldlaus- ar, en létta mundi það eitthvað, ef Sunna greiddi Loftleiðum þá milljóna króna skuld, sem liggja mun f flugvélum Air Viking. Ég tel ekki ástæðu til að elta ólar við aðrar tilvitnanir eins og t.d. sér- leyfi Ólafs Ketilssonar á Laugar- vatnsferðum. Hins vegar tel ég að hann hafi unnið sér nokkurn rétt á því sérleyfi, ekki síður en Loft- leiðir á Bandaríkjamarkaðinum. Ef til vill væri fróðlegra að rekja þau óljósu loforð sem þáver- andi flugmálaráðherra lét fylgja hvatningu rfkisstjórnarinnar um samruna flugfélaganna Fl og LL, þegar talað var um að samkeppni þeirra í milli væri þeim orðin banvæn. Ekki entist honum embættistfmi til þess að sýna sinn vilja í því máli. Skýring Air Viking á umsögn minni um að leyfi þess félags til Amerikuflugs sé misskilningur og óþarfur taugastrekkingur, tel ég ekki rétta. Umsókn Air Viking tel ég enn öllum til óþurftar, en látum aðra dæma um það. I lok athugasemdar Air Viking er vitnað í máltækið: „Segðu mér hvern þú umgengst og ég mun segja þér hver þú ert.“ Guðni, ég veit hver þú ert, en segðu mér hvern þú umgengst. Með þökk fyrir gömlu dagana og beztu kveðjur. Reykjavík, 8. ágúst 1974, Alfreð Elfasson. I 4. bekk: Helga Kristjánsdótt- ir 7,83 I 3. bekk: Þórunn Rafnar 9,27 í 2. bekk: Sif Jónsdóttir 9,44 11. bekk: Svanbjörg Sverrisdótt- ir 9,63 Gagnfræðapróf stóðust 123, 69 úr bóknámsdeild, 24 úr verzlunar- deild og 40 úr verknámsdeild. — Landspróf miðskóla þreyttu 83, og þar af náðu framhaldsskóla- einkunn (6,0) 60 nemendur. Hæstu meðaleinkunn á landsprófi hlaut Þórunn Rafnar, 9,4 og fékk bók að verðlaunum frá Bókvali. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. Myndin birtist nýlega f New York Times. r Islenzk skógrækt í New York Times BANDARlSKA stórblaðið New York Times birti í sfðasta mánuði grein um íslenzk skógræktarmál. í greininni er samtal við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra, þar sem fjallað er um vandamál skóg- ræktar hérlendis og sagt frá ör- lögum þeirra skóga, sem hér voru í upphafi byggðar. Sagt er frá starfsemi skógræktarinnar og greint frá þeim trjátegundum, sem hér henta bezt. Er greinin mjög vinsamleg á allan hátt. . JHorðunblafcifc ^mRRCFRIDRR í mRRKRfl VÐRR MIKILL AFSLATTUR ' BUXUR, JAKKAR, PILS, KJÓLAR, SKÓR, BOLIR, PEYSUR, BLÚSSUR, SKYRTUR O.FL. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD OG \ TIL HÁDEGIS Á MORGUN. utSALA IITSALA íS&astalinn Bergstaöastræti 4a Simi 14350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.