Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1974
13
Kerfi forgangsréttinda
komið í glatkistu sögunnar
— sagði Hans G. Andersen á hafréttarráðstefnunni
HANS G. Andersen flutti á mið-
vikudag ræðu f annarri nefnd
hafréttarráðstefnunnar f Caracas,
þegar fjallað var um forgangsrétt
strandrfkja til veiða utan Iögsögu-.
Hann sagði, að fslenzka sendi-
nefndin liti svo á, að hugmyndin
um einkarétt strandrfkja á auð-
lindasvæðum þeirra hefði nú
komið f stað hinna eldri hug-
mynda um forgangsrétt utan lög-
sögu, sem reynt var að fá sam-
þykktar á hafréttarráðstefnunum
1958 og 1960.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. fékk frá Þór Vilhjálmssyni í
Ólafur: Seðlabankinn
taldi sig hafa valdið
1 UMRÆÐIJ f Nd. Alþingis f gær
bar Guðlaugur Gfslason fram
fyrirspurn til forsætisráðherra, f
fjarveru bankamálaráðherra,
þess efnis, hvort rfkisstjðrnin
hefði fyrirfram vitað um ákvörð-
un Seðlabankans um vaxtahækk-
un. Ef svo væri ekki, hvort Seðla-
bankinn hefði lagaheimild til ein-
hliða ákvörðunar f þessu efni án
vitundar og samþykkis rfkis-
stjórnarinnar.
Forsætisráðherra, Ölafur Jó-
hannesson, sagði, að tilmæli frá
Seðlabankanum um vaxtahækkun
hefðu borizt ríkisstjórninni í maí-
mánuði sl. Hefði ríkisstjórnin þá
tilkynnt bankastjórninni, að hún
gæti ekki fallizt á þessi tilmæli og
vaxtahækkun þvf ekki komið til
framkvæmda þá. Nú, þegar rfkis-
stjórnin hefði formlega sagt af
sér og starfaði til bráðabirgða að
beiðni forseta og gæti naumast af
þeim sökum markað ákveðna
efnahagsstefnu, teldi Seðlabank-
inn sig ekki þurfa að bíða sam-
þykkis hennar í þessu efni.
Byggði bankinn ákvörðun sína á
2. gr. Seðlabankalaga, er kvæðu á
um, að hann ákvæði vexti hverju
sinni. Vaxtahækkunin væri þvf
ekki gerð með samþykki rfkis-
stjórnarinnar, þó að hann legði
engan dóm á réttmæti ákvörð-
unar um hana.
Guðlaugur Gfslason þakkaði
svör ráðherra, minnti á fyrri
ágreining Seðlabankastjórnar og
bankaráðherra um Seðlabanka-
byggingu og nú á ný um vaxta-
hækkun. Spurði þingmaðurinn,
hvort ekki væri tímabært að
endurskoða viðkomandi lög svo á
hreinu væri, hvar hið endanlega
vald skyldi vera í þessum efnum.
Hlutafj ársöfnun
hafin íEyjaskipið
UNDIRBÚNINGSFUNDUR að
stofnun félags um eignaraðild og
rekstur að fyrirhuguðu Vest-
mannaeyjaskipi var haldinn f
Akogeshúsinu f Eyjum f fyrra-
kvöld. Til fundarins var boðað af
um f bænum kost á að gerast
hluthafar í félaginu. Er reiknað
með, að um mjög almenna þátt-
töku verði að ræða.
Útboðslýsingar að væntanlegu
Eyjaskipi liggja nú fyrir og
reiknað er með, að Viðlagasjóður
muni láta bjóða skipið út, þegar
félagið hefur verið stofnað. Fyrir
hendi er samkvæmt samþykkt
Alþingis f vetur sjálfsskuldar-
ábyrgð fyrir kaupverði væntan-
legs skips. Miðað við, að allt gangi
eðlilega, ætti nýja skipið að vera
tilbúið síðari hluta næsta árs.
Caracas, sagði Hans f ræðu sinni,
að íslendingar hefðu alltaf verið
andvígir þessum gömlu hugmynd-
um sem endanlegri lausn og nú
hefði meirihluti rikja komizt á
sömu skoðun. íslendingar hefðu
alltaf lagt áherzlu á að gera bæri
glöggan mun á verndun fiski-
stofna og nýtingarheimildum,
sem ættu að vera einkamál
strandrikja á auðlindasvæðinu.
Þetta er að áliti íslendinga megin-
atriði hinna nýju sjónarmiða.
Hans vék að því, að sendinefnd-
ir Austur- og Vestur-Þýzkalands
hefðu báðar vitnað í nýgenginn
dóm í Haag til að rökstyðja hug-
myndir sýnar um að virða bæri
söguleg réttindi innan auðlinda-
svæðisins.
Hann sagði, að íslenzka ríkis-
stjórnin hefði ekki tekið þátt í
rekstri málsins, en dómurinn
væri opinbert plagg. Las hann sfð-
an úr dómnum það, sem segir um
setningu nýrra reglna á hafréttar-
ráðstefnunni og kvað dóminn í
Haag hvorki geta né vilja segja
ráðstefnunni fyrir verkum.
„Það er ljóst“, sagði formaður
íslenzku sendinefndarinnar að
lokum, „að þessi ráðstefna hefur
á ótvíræðan hátt stutt hugmynd-
ina um einkaréttindi á auðlinda-
svæði og kerfi forgangsréttinda
er því komið í glatkistu sögunnar,
— og megi það hvfla í friði“.
Vöktu þessi lokaorð fögnuð
fundarmanna.
Gjöf skútu-
félagsins til
Reykjavíkur
SKÚTUFÉLAGIÐ, sem rekur
færeysku skútuna Westward Hoo
og þúsundir Reykvfkinga skoð-
uðu um sfðustu helgi, færði
Reykjavfkurborg gjöf f tilefni
heimsðknar skútunnar og 1100
ára afmælisins.
1 hðfi f skútunni s.I. þriðjudag
veitti Birgir Isleifur Gunnarsson
gjöfinni mðttöku, en hér er um að
ræða slfpað færeyskt bjarg með
málaðri mynd af skútunni, og á
fðtstallinum er letrað Westward
Hoo á 1100 ára degi lslands“.
Myndin er af Birgi tsleifi með
gjöfina um borð f skútunni.
Flugdreka-
flug og nauð-
lending á
flughátíð á
sunnudaginn
SANNKÖLLUÐ flughátfð
veröur á Sandskeiði á
sunnudaginn, — ef veður-
guðirnir leyfa, — en þá
gengst Flugmálafélag ís-
iands fyrir mikilli flugdag-
ski á. Þessi hátíð, sem nefn-
ist „Flughátíð 1974“
verður haldin í beinu
framhaldi af vélflug-
keppni tslands, sem haldin
verður á laugardag.
Hátíðin hefst kl. 14 á sunnudag
með hópflugi 20—25 lítilla flug-
véla og í þeim hópi eru margar
tegundir véla. Því næst fer fram
módelflug, en þá fljúga yfir Sand-
skeiðinu fjarstýrð flugmódel, en
þetta tómstundagaman á vaxandi
fylgi að fagna hérlendis, sem ann-
ars staðar. Að módelfluginu
loknu fer fram fallhlífarstökk.
Félagar úr Fallhlífarklúbbi
Reykjavíkur munu stökkva fyrst
út úr flugvél í 3000 feta hæð og
svífa í fallhlífum sfnum til jarðar.
Síðan munu þeir fara enn hærra
og fyrst í stað munu þeir halda á
logandi blysum.
Það, sem eflaust mun vekja
mesta athygli, er svonefnt flug-
drekaflug. Ungur ísfirðingur,
Framhald á bls. 27.
Djúpvegur opnar hring-
veg um V estfir ði
í ED. Alþingis var til um-
ræðu i gær frumvarp til
laga um breytingu á lögum
nr. 48 1974 um happ-
drættislán ríkissjóðs til að
fullgera Djúpveg og opna
þannig hringveg um Vest-
firði.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því,
að ríkissjóður gefi út til sölu inn-
anlands happdrættisskuldabréf
samtals að fjárhæð 80 milljónir
króna. Happdrættisskuldabréfin
skulu gefin út í allt að 3 flokkum
á árunum 1974 og 1975 og ákveði
f jármálaráðuneytið lánsfjárhæð
hvers bréfaflokks. Fjármálaráðu-
neytið ákveði jafnframt tölu vinn-
inga, fjárhæð þeirra hvers um sig
og útdráttardag, en draga ber um
þá einu sinni á ári.
Fjármálaráðherra, Halldór
Sigurðsson, fylgdi frumvarpinu
úr hlaði. Aðrir sem til máls tóku í
umræðunni voru alþingismenn-
irnir Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son og Steingrímur Hermanns-
son. Samþykkt var með 12 sam-
hljóða atkvæðum að vísa frum-
varpinu til 2. umræðu og 16 sam-
hljóða atkvæðum að vísa því til
fjárhags og viðskiptanefndar
deildarinnar. Önnur mál voru
ekki á dagskrá efri deildar Al-
þingis í gær.
Guðlaugur Glslason.
undirbúningsnefnd, sem bæjar-
stjórnin kaus og f eiga sæti Guð-
laugur Gfslason, Garðar Sigurðs-
son og Magnús Magnússon. Til
fundarins var boðað með nokkuð
stuttum fyrirvara, en hann var
vel sóttur, að sögn Guðlaugs
Gfslasonar alþingismanns.
Um 60 aðilar á fundinum skrif-
uðu sig fyrir hlutafjárframlagi,
einstaklingar frá 5000—60000 kr.
Fyrir fundinum lá stofnsamn-
ingur fyrir væntanlegt Skipa-
félag, ög gerðu fundarboðendur
grein fyrir honum og gangi máls-
ins. Framhaldsfundur var
boðaður 17. ágúst og á að nota
þann tíma til þess að gefa sem
flestum bæjarbúum og fyrirtækj-
Sýningin Þróun:
r
Arnesingar
sýna í kvöld
I KVÖLD klukkan 21 munu
Árnesingar sjá um dagskrá á
sýningunni Þróun 874—1974.
Meðal atriða á dagskránni
verður flutningur þjóðhátfðar-
kórs Árnesinga á Kantötu eftir
Sigurð Agústsson f Birtinga-
holti við hátfðarljóð Guðmund-
ar Danfelssonar. Verkið var
frumflutt á þjóðhátfð Árnes-
inga á Selfossi 17. júnf s.l. t
kórnum eru á annað hundrað
manns.
OPIN DAGLEGA KL 14.00—22.00
ÞROLHM
B74-19M
í KVÖLD KL. 9
ÞROUIM
B74-1974
HÉRAÐSVAKA ÁRNESINGA
AÐEINS 3 DAGAR
TIL LOKA SÝNINGARINNAR
DAGLEGA NÝJAR ÍSLENZKAR KVIKMYNDIR KL. 4.00 OG 8.00
Reykjavíkurdeild: Kynnisferðir um Reykjavík hefjast dagleg kl. 2.45 frá Gimli v/Lækjargötu og Laugardals-
höll kl. 3.00. Sætapantanir í síma 28025.
ÞAÐ ER ALLTAF EITTHVAÐ AÐ GERAST Á SÝNINGUNNI ÞRÓUN