Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGUST 1974
Hvernig hálsinn á
hvalnum varð mjór
Smásögur eftir
Rudyard Kipling
Þýðandi
Ingibjörg Jónsdóttir
Um leið og skipbrotsmaðurinn, sem var einstak-
lega snjall og vitur, var kominn niður í hlýja og
myrka magann, hoppaði hann og stökk, hann lamdi
og barði, dansaði og tvistaði, grét og veinaði, skreið
og vældi, dansaði stökkdans, einmitt á þeim stöðum
sem sízt skildi og hvalnum leið stórilla. (Voruð þið
búin að gleyma axlaböndunum?)
Svo sagði hann við vitra fiskinn. „Þessi maður er
hnúðóttur og ég fæ hiksta af honum, hvað á ég að
gera?“
„Segðu honum að koma út,“ sagði vitri fiskurinn
og hvalurinn kallaði niður hálsinn á sér í skipbrots-
manninn. „Komdu út og hagaðu þér vel. Ég er
kominn með hiksta.“
„Nei, nei,“ sagði sjómaðurinn. „Það kemur ekki til
greina. Fluttu mig til heimastrandar minnar að
HÖGNI HREKKVÍSI
Ertu viss um að það hafi verið Högni minn, sem var í
blómabeðinu þínu?
hvítum klettum Bretlands og ég skal íhuga málið.“
Svo fór hann aftur að dansa.
„Góði gerðu eins og hann segir þér,“ sagði vitri
fiskurinn við hvalinn. „Ég hefði átt að vara þig við
því, hvað þetta er einstaklega snjall og ráðagóður
maður.“
Hvalurinn synti og synti og synti bæði með bægsl-
um og sporði jafnhratt og honum var unnt fyrir
hiksta. Loksins eygði hann heimaströnd sjómannsins
og hvfta kletta Bretlands og hann þaut hálfa leið upp
á ströndina og opnaði munninn alveg upp á gátt og
sagði: „Allir, sem ætla til Winchester, Ashúelot,
Nahúa, Keení og stöðvanna á Fitchborgarvegi, skipti
hér um farartæki.“ Um leið og hann sagði Fitch, fór
sjómaðurinn út úr hvolftinum á honum.
En sjómaðurinn, sem var óvenju snjall og ráðagóð-
ur maður hafði tekið vasahnífinn sinn meðan hvalur-
inn þreytti sundið og með honum tálgaði hann
flekann niður í smágrindur, sem lágu lárétt og
lóðrétt hver á aðra og þær batt hann saman með
axlaböndunum (nú skiljið þið, hvers vegna axla-
böndin máttu ekki gleymast) og hann dró grindina á
eftir sér og festi hana í hálsi hvalsins. Sfðan fór hann
með eftirfarandi vísubrot, og þar sem þið hafið ekki
heyrt það, ætla ég að leyfa ykkur að heyra það:
Grindarmynd þig gerir mát
mjóslegið þitt verður át.
Því að sjómaðurinn var vel hagmæltur. Næst fór
hann upp á ströndina og heim til móður sinnar, sem
hafði leyft honum að sulla í sjónum. Hann kvæntist
og lifði í vellystingum alla ævi.
Hvalurinn gerði það nú eiginlega líka, en grindin,
sem sat f hálsi og sem hann gat hvorki kyngt né ælt,
kom í veg fyrir, að hann gæti kyngt nokkru nema
mjög, mjög litlum fiskum — og það er ástæðan fyrir
því, að hvalir nú á tímum éta hvorki menn né stráka
né litlar telpur.
Vitri fiskurinn fór og faldi sig undir leðjunni undir
þröskuldinum, sem liggur að miðbauginum. Hann
óttaðist, að hvalurinn yrði honum afar reiður.
Sjómaðurinn fór heim með vasahnífinn sinn. Hann
var í bláu gallabuxunum, þegar hann fór upp á
ströndina, en axlaböndin skildi hann eftir til að
binda grindina saman. Og þetta eru sögulok þessarar
sögu.
ANNA FRA STÓRUBORG saga frá sextándu öld
eftir
Jón
Trausta.
liggur við að segja: ránsferðum — þeirra, — saklausar,
óspilltar stúlkur, teknar grátandi, oft nauðugar, en gefa svo
afkvæminu líf sitt og blóma, leysa það með heilsu sinni frá
eymd og spillingu föðurins, næra og glæða það góða, sem
það kann að hafa erft, og verja öllu lífi sínu í fátækt og
fyrirlitningu til að halda þessu verki áfram. Hver veit nema
Hjalti sé þannig til kominn? Hann er ekki fæddur af höfð-
ingja-Áonu, svo mikið er víst. Hann er ekki fæddur af út-
slitinni móður af gremju og hugarstríði yfir svívirðingum
mannsins síns, útpindri, útþrælkaðri, kannske barinni og
sparkaðri, — móður, sem kannske hefir horft upp á það og
lustað á það alla ævi, fyrst í föðurgarði, síðan í húsfreyju-
:öðunni, sem hverju kveneðli er ofboðið með. — Nei, Hjalti
er af betri ættum en þið, sem þykizt meiri menn en hann.“
Páll sýslumaður þagði. Þetta tal gekk alveg fram af honum.
Anna hélt áfram með vaxandi ákefð:
„Littu á þessa rúmfjöl! Hún er ný, líttu á! Hvert hnífs-
bragð á henni er skínandi hreint. Hver af biðlunum, sem
þú sendir mér, hefði getað unnið þetta snilldarverk? Hefðir
þú getað það sjálfur? Gulli og silfri hefðu þeir getað hlaðið
utan á m'rr, en slíkan grip hefði enginn þeirra getað gefið mér
frá eigin hendi. Þessi gripur verður til, þegar við erum öll
dauð og gleymd og niðjar okkar þurfa að lesa langar ættar-
tölur til að finna okkur. Þessi gripur verður til aðdáunar um
margar aldir. Lestu versin, sem eru utan með myndunum!
Þau eru til mín. Nafnið mitt er bundið í þeim báðum. Líttu
á madonnu-myndina! Kannastu við svipinn? Madonna, ma-
donna\ Ég er madonnan hans! Þetta er dýrasti pantur ástar
karlmanns á kvenmanni, sem til er á Islandi. — Hjalti, vesa-
lings Hjalti! Elsku Hjalti! — Ég tók liann að mér sem um-
komulausan og vanhirtan smaladreng. Ég er faðir hans og
móðir hans. Allt á hann mér að þakka. Og nú er ég konan
hans.“
Sýslumaðurinn spratt á fætur.
„Hvar er Hjalti?“ spurði hann.
„Hvað viltu honum?“ Anna fölnaði upp sem snöggvast.
„Hvar er Hjalti? Ég vil fá að sjá hann.“
„Þegar þú hefir gefið mér leyfi til að giftast honum, skaltu
fá að sjá hann.“
„Hvar er Hjalti? Segðu mér það.“
„Ég hefi falið hann. Ef þú heitir honum griðum að við-
— Við getum ekki staðið
svona í allt kvöld,
Alfons....
— Ertu viss um að þetta
sé ekki lögregluhundur,
dulbúinn sem mjó-
hundur???
— Það er ekki pabbi,
sem ég er hrædd við, —
það er maðurinn
minn....