Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. AGÚST 1974
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjaid 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Með hverjum deginum
sem líður verður
ástandið í efnahagsmálum
þjóðarinnar alvarlegra og
afleiðingar þriggja ára
vinstri stjórnar koma bet-
ur og betur fram. Rekstri
útgerðar og fiskvinnslu er
enn haldió gangandi með
yfirdráttarlánum hjá við-
skiptabönkum, sem aftur
eru komnir í mikla skuld
við Seðlabanka. Hingað til
hefur það verið kappsmál
frystihúsanna að fá eins
mikinn fisk og unnt hefur
verið til vinnslu. Nú er svo
komið, að þau frystihús,
sem eru opin, vilja taka við
sem minnstum afla, ein-
faldlega vegna þess, að
þeim mun meiri fiskur,
sem unninn er í húsunum,
þeim mun meira verður
tapið á rekstrinum. Skut-
togararnir nýju safna mikl-
um skuldum við viðskipta-
aðila, olíufélög, vélsmiðjur
og aðra. Fyrstu merki
alvarlegrar greiðslukreppu
í efnahagslífinu eru að
koma fram. Hin gífurlega
verðbólguþróun hefur leitt
til svo mikillar kostnaðar-
aukningar, að atvinnu-
fyrirtækin hafa ekki leng-
ur það fjármagn í höndum,
sem þarf til að halda eðli-
legum rekstri gangandi og
draga því allar greiðslur
eins og unnt er. I opinbera
kerfinu er sömu sögu að
segja, ríkisfyrirtæki og
stofnanir eru rekin með
sívaxandi halla. Bersýni-
legt er, að þanþol efnahags-
kerfisins er að bresta.
Þannig verða horfur í
málefnum lands og þjóðar
ískyggilegri dag frá degi, á
sama tíma og þeir flokkar,
sem bera ábyrgð á þessu
ófremdarástandi, sitja vik-
um saman og gera tilraun
til þess að mynda nýja
vinstri stjórn með aðild
Alþýðuflokksins. Hingað
til hefur lítið verið rætt um
efnahagsvandann í þessum
viðræðum heldur hefur öll
orka þeirra farið í að finna
samkomulagsgrundvöll um
framtíðarskipun varnar-
málanna. Vissulega finnst
mörgum réttast að vinstri
flokkarnir fái að moka sinn
eigin flór, en það er hins
vegar alveg ljóst, að takist
þeim að koma saman ein-
hverri stjórnarómynd yrði
þar um svo veika stjórn að
ræða, að hún mundi engan
veginn ráða við þau stór-
felldu vandamál, sem við
blasa.
í efnahags- og atvinnu-
málum þjóðarinnar, eins
og þeim er nú komið, dugar
ekkert kák. Það verður að
gera rækilegan uppskurð,
sem hlýtur að koma harka-
lega við alla landsmenn,
hvort sem um er að ræða
launþega eða atvinnu-
rekendur. Við íslendingar
eigum engan annan kost í
dag en þann að herða
ólarnar um sinn og bíta úr
nálinni með afleiðingar
þeirrar óstjórnar, sem ríkt
hefur í efnahagsmálum
okkar undir vinstri stjórn
síðustu þrjú árin. Grund-
vallaratriði í nýjum efna-
hagsaðgerðum hlýtur að
vera það að skapa atvinnu-
fyrirtækjunum rekstrar-
grundvöll á ný og gera
jafnframt ráðstafanir til að
draga úr þeirri óhugnan-
legu verðbólguþróun, sem í
landinu er. Þetta verður
ekki gert sársaukalaust.
Það verða allir að gera sér
ljóst. En það skiptir auðvit-
að höfuðmáli, að aðgerðum
verði hagað á þann veg, að
þeir, sem minnst mega sín í
þjóðfélaginu, verði fyrir
minnstum erfiðleikum
vegna þess hversu komið
er. Það er sanngirnismál
og það er réttlætismál og
um það eiga allir stjórn-
málaflokkar að geta
sameinazt.
Ólafur Jóhannesson hef-
ur nú í rúmar þrjár vikur
gert tilraun til myndunar
nýrrar vinstri stjórnar.
Enn er allt á huldu um,
hvort í raun og veru er
grundvöllur til slikrar
stjórnarmyndunar. Vegna
ástandsins í efnahagsmál-
um þjóðarinnar er orðið
aðkallandi að línur skýrist.
Þess vegna verður að ætl-
ast til þess, að nú um þessa
helgi fáist úrslit í því,
hvort vinstri flokkarnir
geti komið sér saman eða
ekki. Verði niðurstaðan sú,
að ný vinstri stjórn verði
mynduð, verður hún tafar-
laust að gera grein fyrir
því, hvernig hún ætlar að
takast á við þau efnahags-
vandamál, sem öllum eru
ljós i dag. Verði ekki af
myndun nýrrar vinstri
stjórnar verður umsvifa-
laust að ganga til þess
verks að mynda sterka og
ábyrga ríkisstjórn, sem
getur tekið til höndum þeg-
ar í stað. Fráfarandi vinstri
stjórn hefur látið reka á
reiðanum misserum sam-
an. Það verður ekki gert
öllu lengur. Við erum kom-
in út í kviksyndi, sem erfitt
verður að komast upp úr,
en nú er komið að þeirri
stundu, að ekki dugar leng-
ur að láta reka. Stjórn-
málamennirnir verða að
láta hendur standa fram úr
ermum og taka til við að
stjórna landinu.
EKKERT KÁK
Aðeins ein jörð
lÁ
Byggist náttúruvernd á
hagstœðri efnahagsþróun ?
Ljóst er orðið, að í þessum
ört vaxandi mannheimi fjölg-
ar Evrópumönnum hægar en
flestum öðrum þjóðum. En
reynslan hefur sýnt og sann-
að, að þar sem iðnvæðing og
efnahagsleg þróun er komin
lengst á veg fer þess að
gæta, að fólk vill ekki eignast
eins mörg börn og meðan
efnin voru minni. Árið 1950
Voru í Evrópu 23% af íbúum
jarðar. Á næstu tveimur ára-
tugum fjölgaði í Evrópu (að
undanskildum Sovétríkjun-
um) um 3,5 milljónir á ári,
þar sem fjölgunin hafði að-
eins orðið 1,9 milljónir næstu
50 árin á undan og 1,8 hálfu
öldina þar á undan. Þetta er
mjög til umræðu núna vegna
sérfræðingaskýrslu frá Sam-
einuðu þjóðunum, sem unn-
in hefur verið fyrir ráðstefnu
um mannfjölgunarmál, sem
halda á í Búkarest 19. — 30.
ágúst n.k. Árið 1965 gerðu
starfsmenn S.Þ. spá um
fjölgun í Evrópu til ársins
2000 og reiknuðu þá með
svipaðri fjölgun og fram að
því. En eftir 1965 lækkaði
fæðingartalan hægt í flestum
Evrópulöndum og loks nokk-
uð ört árið 1 972. Það er því
útlit fyrir, að fólksfjölgun í
Evrópulöndunum verði til
ársins 2000 minni árlega en
hún hefur verið síðustu 20
ár.
Þetta skiptir máli, þegar
rætt er um áhrif mannsins til
skaða í náttúrunni á þessu
þéttbýlasta svæði jarðar.
Tækni- og efnahagsframfarir
okkar í Evrópu byggjast á
því, að tekizt hefur að bæta
álagsmöguleika umhverfisins
með því að nýta það á nýjan
hátt. En maðurinn er sem
kunnugt er eina skepna jarð-
ar, sem getur með fyrir-
hyggju breytt umhverfinu í
þá átt að það þoli meira. Með
þessu móti eykst álag á auð-
lindir, sem hingað til hafa
verið ónýttar. Og það getur
að sjálfsögðu ekki gengið
endalaust. Þessar auðlindir
hljóta — að svo miklu leyti
sem þær eru í jörðu og ekki
endurnýjunarhæfar — að
ganga upp. Dómsdegi má
fresta, en ekki koma ! veg
fyrir hann. Þetta er ekki órök-
rétt ályktun og leiðir til þess,
að maður hlýtur að viður-
kenna, að áframhaldandi
fjölgun fólks sé skaðleg fyrir
umhverfið og beri þannig í
sér dauðadóm fyrir tegund-
ina. í framhaldi af því hljót-
um við svo að draga þá álykt-
un, að efnahgasvöxtur og
mannfjölgun hafi skaðleg
áhrif á náttúruna og dragi úr
því, að við getum fengið að
njóta hennar.
Þetta er þó dálítið villandi,
segir í grein í ritinu „Nature
in Focus" um þetta efni. Og
það af þremur ástæðum. í
fyrsta lagi ógna tölurnar ein-
ar um hundraðshlutafjölgun
ekki umhverfinu heldur
skiptir höfuðmáli, hvað allt
þetta fólk aðhefst i umhverfi
sínu. Til dæmis fór uppþurrk-
un lands í Norðvestur-Evrópu
fram, þegar fólkinu fjölgaði
ekki mjög hratt, en hafðisamt
óhugnanleg áhrif á jurtir og
dýr á þessum svæðum. Hin
öra fólksfjölgun í Evrópu á
19. öld varð í borgum og
bæjum. Náttúran var, a.m.k.
fyrst í stað, nær alveg
óhreyfð. í öðru lagi bætir
efnahagsþróun, sem fylgir
tækniframförum, lífskjör
fólksins. Afleiðingin ersú, að
það þarf minna að vinna (þó
að framleiðslugetan fari vax-
andi) og fær betri menntun.
Við það beinist athyglin að
frístundunum. Það verður
ekki fyrr en þá, sem hug-
myndir um náttúrulegt um-
hverfi til ánægjuauka fara að
koma fram af verulegum
þunga. Það er kannski nokk-
uð meinlegt, að sú þróun,
sem talið er að ógni mest
umhverfinu, skuli einmitt
vera hvati hugmyndanna um
að umhverfið sé til að njóta
þess. Væri það því ekki fyrir
auknar efnahagsframfarir þá
mundu miklu færri hafa
tíma, peninga og áhuga á því
að styðja og styrkja verndun-
arstofnanir, sem vinna að
því að halda óskertum svæð-
um með villtri náttúru og
dýralífi. Þannig byggist
áhuginn á því, að náttúrulegt
umhverfi sé og skuli vera til
yndisauka og varðveitt í því
skyni, á hagstæðri efnahags-
þróun. Bændur I Andesfjöll-
um munu ekki hafa áhuga á
gömmunum eða Indverjar á
tígrisdýrunum fyrr en þeir
hafa nægan tíma og peninga
til að skoða þessi dýr í frí-
stundum sínum.
I þriðja lagi hefur þaðalltaf
fremur verið jarðyrkja en iðn-
aðurinn, sem ógnað hefur
náttúrulegu umhverfi í þeim
skilningi að stærri náttúruleg
landsvæði hafa verið eyði-
lögð með beit og ræktun en
með námugrefti og mengun
lands, lofts og vatns. Þannig
er það í fátæku löndunum
nú. Og þannig var það í
Evrópu áður. Nú er Evrópa
aftur á móti í ákaflega heppi-
legri aðstöðu að þessu leyti.
Mörg svæði — allt frá kalk-
steinshæðunum við Miðjarð-
arhafið að skógarhöggs-
stöðvunum í norðurhluta
Norðurlanda — eru nú yfir-
gefin af fólki vegna þess, að
þau geta ekki veitt jafngóð
lífskilyrði og krafizt er á vor-
um dögum. Þetta er jafnvel
ennþá meira áberandi í
Bandaríkjunum (t.d. má
hugsa til allra eyðibýlanna !
Nýja Englandi). Fjallahéruð
Frakklands og Norður-Nor-
egs eru í byggð af þeirri
ástæðu einni, að talin er
stjórnmálaleg nauðsyn að
styðja óarðbæran atvinnu-
rekstur þar. Miklu af þeirri
náttúru, sem á undanförnum
tvö þúsund árum hefur verið
breytt í ræktað land í Evrópu,
má nú eða bráðlega breyta
aftur þannig að hún auðgi
lífkerfi, sem maðurinn getur
orðið áhorfandi að og skoðað
sér til ánægju.
Þess vegna er óhætt að
vera svolítið bjartsýnni en nú
er títt, segir greinarhöfundur.
Fólksfjölgunin í Evrópu er
ekki aðeins hætt að aukast
— er jafnvel orðin hægari en
spáð var fyrir 10 árum —
heldur kemur i Ijós við ná-
kvæma skoðun á samanburði
á fólksfjölgun og eyðilegg-
ingu náttúrunnar, að efna-
hags- og félagsleg stefna er í
vissu tilliti til bóta. Auðvitað
er enginn hagur að áfram-
haldandi fólksfjölgun og
óhugsuð bjartsýni mun ekki
vernda á hagstæðastan hátt
umhverfi okkar til yndisauka
fyrir okkur í framtíðinni, þeg-
ár íbúar Evrópu hafa með
auknum efnahag fylkt sér til
stuðnings við verndun um-
hverfisins, verður vandinn að
velja á milli í harðnandi sam-
keppni um notkun umhverf-
isins til yndisauka fyrir mann-
fólkið, segir greinarhöfundur
! lokin. — E.Pá.