Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGUST 1974
25
BRÚÐURIN SEIS/Í
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
— Aðeins eitt enn. Heyrðuð þið
engan hávaða hérna fyfir
utan... niðri í garðinum?
— Ekki fyrr en undir
morgun.. .En það þýðir vfst ekki
að spyrja mig, ég sef alltaf eins og
steinn. Og í gærkvöldi var ég út-
taugaður eftir allan gauragang-
inn. En Gretel á stundum erfitt
með svefn og hrekkur upp við
minnsta hljóð. Svo að þú ættir að
spyrja hana.
En meðaumkun Christers varð
yfirsterkari starfinu á þessari
stundu, svo að hann sagði:
— Ég lít inn dálítið seinna.
Hann var ekkert að flýta sér af
stað. Hann kveikti sér í pfpunni
og hugsaði og horfði upp í trjá-
krónurnar.
Hann vissi, að eftir fáeinar
klukkustundir myndu yfirheyrsl-
urnar hefjast fyrir alvöru, hann
yrði að spyrja fólk spjörunum úr,
taka við skýrslum frá þeim, sem
hefðu rannsakað staðinn, þar sem
stúlkan hafði fundizt. Og svo yrðu
ótal sögusagnir og ýmsar kenn-
ingar, sem allar myndu reynast
meira og minna rangar eða upp-
lognar og þó yrði að ganga úr
skugga um hvert smáatriði. Því
var mikilvægt, að hann reyndi
þegar í upphafi að gera sér ljóst
út frá hvaða punkti hann átti að
hefjast handa.
Að hans dómi skiptist málið á
þessu stigi í tvo meginþætti.
Anneli, sem hvarf inn í blómabúð
síðdegis á föstudag... og lík
hennar, sem fannst á lóð Sjávar-
bakka á sunnudagsmorgni. Það
reið á miklu að reyna að sam-
ræma þetta tvennt, sem virtist svo
gersamlega ósamrýmanlegt, en
voru þó þær tvær staðreyndir,
sem honum voru enn kunnar.
Christer andvarpaði. Sú leið,
sem hann yrði að fara áður en
markinu yrði náð, virtist vera
bæði löng og ógreiðfær. Ef hann
kæmist þá í markið! Með árunum
hafði hann lært að taka ósigri, en
samt var eitthvað innra með hon-
um, sem reis öndvert gegn því að
verða að gefast upp við þetta mál.
Kannski vegna þess, að vett-
vangur atburðanna var hér í
Skógum! Kannski stafaði það af
hégómagirni. En kannski hraus
honum líka hugur við að morðingi
Anneli gengi laus og liðugur um
ókomin ár...
Hann ákvað að fara og hitta
nágrannana og tala við þá. Hann
braut heilann um, hvort það væri
tilviljun, að svo margir, sem komu
við sögu, bjuggu aðeins spotta-
korn í burtu. Dina Richardsson,
Jóakim Kruse, Sebastian Petrén
og Fanny Falkman úti í gróður-
húsahverfinu.. og Lars Ove ekki
ýkja langt undan...
Hann hitti móður sfna við garð-
hliðið.
Helena sagðist hafa hugsað sér
að faéra Kruse fréttirnar eins
gætilega og henni væri unnt, en
hún hafði komið að ibúðinni
auðri.
— Hvar getur hann verið á
þessum tfma dags?
— Kannski er hann á báti úti á
vatni? Það er eini staðurinn, sem
ég get hugsað mér á svona fögrum
morgni.
— Ég skal nú segja þér það,
mamma mín, að ég á mjög erfitt
með að hugsa mér Jóakim í út-
saumaða vestinu sínu úti á báti.
Auk þess dreg ég stórlega í efa, að
hann kunni áralagið.
Hún brosti dauflega, en
Christer sá, að hún hafði grátið.
Hann kyssti hana hlýlega á kinn-
ina.
— Það er vingjarnlegt af þér að
ætla að fara til Gretel. Ég ætla
aftur á móti að gera Sebastian
Petren rúmrusk og heyra, hvað
hann hefur á samvizkunni.
Hún lyfti brúnum hissa á svip,
en spurði einskis og hann gekk
þvert yfir götuna að stóru og vel
hirtu húsi Petrens.
Góð stund leið áður en forstjór-
inn kom til dyra. Og þegar hann
opnaði dyrnar var hann hálf-
klæddur og í senn fokvondur og
syfjulegur.
— Skrattann sjálfan á þetta að
þýða? Klukkan er ekki átta. Hvað
er eiginlega að þér strákur?
Sólin skein beint framan í hann
svo að hann hopaði nokkur skref
inn í forstofuna. Christer kom á
eftir honum.
— Hvað er að? Ekkert, sem er
beinlínis æsisniðugt, það get ég
fullvissað þig um. Við höfum
fundið Anneli Hammar — hún
hefur verið myrt.
Hann galopnaði munninn eins
og fiskur, sem leitar eftir lofti.
— Myrt... myrt? Nei... nei...
Christer hefði getað svarið, að
maðurinn var ofsahræddur, þegar
hann bætti við:
— Hvar funduð þið hana?
Lögregluforingjann sárlangaði
til að segja: — I verzlun Fannyar
Falkman! En hann stillti sig og
sagði sem var og bætti við: — Og
nú fýsir mig að vita um ferðir
þínar í nótt?
En nú hafði forstjórinn náð
aftur valdi yfir sér og sagði
hryssingslega:
— Og með leyfi, hvað kemur
það þessu máli við, hvað ég gerði í
nótt fyrst það var framið á föstu-
dag?
— Á föstudaginn? Af hverju
dettur þér það í hug?
— Ég... ég. .. hann stamaði
vandræðalega. — Ég hélt.. .
— Nei, sagði Christer rólega.
— Hún var ekki myrt á föstudag-
inn, enda þótt ýmislegt einkenni-
legt hafi vafalaust gerzt daginn
þann og víst hef ég áhuga á að
komast að hinu og þessu þar að
lútandi. Til dæmis langar mig að
heyra meira um dularfulla heim-
sókn þína í verzlun frú Falkmans
— Heimsókn... Andlitið varð
eins og grima.
— Þú ert með óráði, góði minn,
og ég skil ekki, hvað þú ert að
gefa í skyn. Aftur á móti skal ég
með ánægju upplýsa þig um, hvað
ég gerði í nótt. Þegar ég kom
heim frá gistihúsinu um ellefu-
leytið fór ég að sofa og svaf vær-
um svefni unz þú komst og barðir
hér allt utan.
Christer fann til ákveðinnar
VELVAKAISIDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
% Kynnisferðir
um Reykjavík
Gamall Reykvfkingur skrifar:
,,Um leið og ég þakka ágæta
leiðsögn í ljómandi skemmtilegri
kynnisferð um Reykjavík s.l.
mánudag, langar mig til að koma
því á framfæri við borgaryfirvöld-
in eða forráðamenn þeirra, sem
halda uppi daglegum kynnisferð-
um um borgina fyrir útlendinga,
hvort ekki sé unnt að halda þess-
ari starfsemi áfram eftir að þró-
unarsýningunni lýkur.
Það er áreiðanlega engu síður
fróðlegt fyrir okkur sjálf en út-
lendinga að eiga þess kost að
kynnast höfuðborginni í samfylgd
þeirra, sem eru fróðir um sögu
Reykjavikur og allt það, sem
borgin hefur nú að bjóða.
Það er ótrúlega margt fullorðið
fólk, jafnvel það, sem fætt er og
alið upp hér f Reykjavík, sem veit
alltof lítið um borgina. Og hvað
veit unga fólkið um borgina, sem
það mun erfa?
0 Skólanemendur
í kynnisferðir
um borgina?
Væri ekki skynsamlegra að fara
með alla skólanemendur, sem
komnir eru til nokkurs þroska, i
kynnisferð um borgina i stað þess
að kenna þeim sögu hennar af
bókum einum saman?
Ég held, að kynnisferðir um
Reykjavik ættu að vera reykvisk-
um unglingum hluti skólaskylds
námsefnis. Fyrst má byrja með
svipaðri yfirlitsferð um borgina
og þeirri, sem nú er boðin. Næst
má heimsækja söfnin. Svo á að
fara í kynnisferð til þess að fá
hugmynd um helztu starfsemi
borgarinnar. t fjórða lagi á að
kynna unglingunum næsta ná-
grenni Reykjvíkur.
Það er eflaust gott að læra um
fjarlæg lönd og sækja þau heim,
en ég held, að hyggilegra sé að
kappkosta fremur að kynnast
sínu eigin umhverfi, — átta sig
fyrst á því, hvar við erum stödd,
áður en stefnt er til þess, sem
fjarlægara er.
Og það er trú mín, að aukin
þekking á sögu Reykjavíkur, sam-
tíð okkar og framtiðarfyrirætlun-
um muni leiða til þess, að okkur
þyki vænna um Reykjavfk en áð-
ur, að Reykjavik verði okkur
betri borg að byggja.
Gamall Reykvfkingur."
Hugmyndin, sem hér er sett
fram, er vissulega þess virði, að
henni sé gaumur gefinn, en Vel-
vakandi veit til þess að dálítið
hefur verið gert af því að fara
með skólabörn i kynnisferðir um
borgina, þótt ekki hafi verið geng-
ið svo skipulega til verks og bréf-
ritari vill.
S.I. vor munu barnaskólarnir,
a.m.k. sumir hverjir, hafa gengizt
fyrir þvf, að börn færu í stuttar
ferðir, og munu kennararnir þá
hafa annazt Ieiðsögnina. Þetta
mun hafa verið gert í tilefni þjóð-
hátfðarársins, og var auðvitað
Jjérstaklega^el^iðeigandhþar
sem fyrsti landnámsmaðurinn
settist einmitt að í Reykjavíkinni.
£ Átthagafræði-
kennsla
Þessar ferðir voru nokkurs kon-
ar smiðshögg, sem rekið var á
sérstakt starf skólanna vegna
þjóðhátíðarársins, og minnir Vel-
vakanda, að börnin hafi verið lát-
in greiða 100 krónur fyrir ferðina,
sem verður að teljast vægt gjald.
í yngri bekkjum barnaskólanna
er kennd námsgrein, sem nefnd
hefur verið átthagafræði, en
námsefnið mun ekki vera ákveðið
af fræðsluyfirvöldum, heldur
kennurum í sjálfsvald sett, hvern-
ig þeir kjósa að verja þeim
kennslustundum, sem ætlaðir eru
fyrir þessa námsgrein í stunda-
skránni.
Áhugasamir og hugmyndarikir
kennarar eru sjálfsagt ekki f
neinum vandræðum með að koma
þessum tíma í lóg, en mætti ekki
einmitt fella kynnisferðir um
borgina og nágrenni hennar inn i
átthagafræðikennsluna?
0 Glerbrotafarganið
Einn, sem sagðist hafa vaknað
upp við vondan draum að morgni
þriðjudagsins, hafði samband við
Velvakanda sama dag. Hann sagð-
ist hafa tekið þátt í þjóðhátíðinni
hér í Reykjavík eftir því, sem
hann hafði tækifæri til um helg-
ina, og hefði það verið sérstaklega
ánægjulegt.
Hann sagðist hafa verið einn
þeirra, sem hefðu borið nokkurn
kvíðboga fyrir áfengismálunum í
sambandi við þessa þriggja daga
hátíð Reykvíkinga, en auðvitað
hefði sér farið sem fleirum —
það, hversu hátíðin hefði farið vel
fram og sáralítið hefði borið á
ölvun, hefði verið sérstakt
ánægjuefni.
Siðan hefði þriðjudagurinn
runnið upp, og þá hefði verið
ófagurt um að litast á götum borg-
• arinnar. Glerbrotin hefðu verið
það, sem mest stakk í augun, en
ekki bréfarusl, eins og hann hefði
þó fremur átt von á, þar sem
ölvunin hefði verið svo lítil sem
raun bar vitni.
Maðurinn sagði, að auðsætt
væri, að glerbrjótafylkingin í
bænum hefði verið all athafna-
söm um þessa helgi, og nú hefði
kenning um, að i þeirri fylkingu
væru einkum þeir, sem neyttu
áfengis, afsannazt.
Hann spurði að lokum, hvort
virkilega væri ekki tímabært að
taka þessi mál fastari tökum en
gert hefði verið til þessa.
Það væri ekki nóg með það, að
af glerbrotunum stafaði argasti
sóðaskapur, auk þess sem hann
bæri virðingarleysi fyrir um
hverfinu og almennu menningar
leysi ófagurt vitni, heldur væri
glerbrotin stórhættuleg, bæð
hjólbörðum og fólki.
Hann sagðist leggja tii, að
borgaryfirvold létu þetta mál ti
sín taka sem fvrst. og bætti þv
við, að sjálfur væri hann sann
færður um, að bezta leiðin til að
venja fólk af þessum ósið væri að
beita sektum.
SlGGA V/ÖGA 8 ‘OlVERAN
Hver týndi pening-
um í Breiðholti?
í SÍÐUSTU viku var skýrt í
Mbl. frá peningabuddu, sem
sex ára gamall drengur fann í
Breiðholti og afhenti lögregl-
unni. Enn hefur enginn líkleg-
ur eigandi peningana, sem
voru nokkuð miklir, gefið sig
'ram. Kannist einhver við að
hafa tapað umræddri buddu,
getur hann eða hún snúið sér
til Bjarka Elíassonar, yfirlög-
regluþjóns.
Árbók F.í.
1974 um Aust-
fjarðafjöll
ÁRBÖK Ferðafélags Islands á
þessu ári fjallar um Austfjarða-
fjöll og er skrifuð af Hjörleifi
Guttormssyni líffræðingi. Henni
er ætlað að vera yfirlit um há-
lendið frá Hornafirði norður Hér-
aðsflóa og vesturaðFljótsdalshér-
aði og Vatnajökli. Svæði þetta er
víðfeðmt og margbrotið, þótt að
mestu sé sneitt hjá byggðum, sem
lýst hefur verið í fyrri árbókum,
segir höfundur í formála. Fyrir
utan almennan yfirlitskafla er
hér mest áherzla lögð á fjöll frá
Hornafirði til Álftafjarðar og
Lónsöræfin, svo og hraunin þar
norður af til Fljótsdals, en um
þessar slóðir hefur lítið verið rit-
að í samhengi hingað til. Þetta
eru þó afar stórbrotin og heill-
andi landsvæði, sem eflaust munu
laða að sér ferðamenn f vaxandi
mæli.
Þessi árbók F.í. er í stærra lagi,
yfir 200 bls., og ljósmyndir marg-
ar, flestar teknar af höfundi. Þó
eiga ljósmyndarar fáeinar mynd-
ir.
Með tilkomu hringvegarins má
búast við, að ferðamannastraum-
urinn beinist mjög að þessum
svæðum á næstu árum og er þvf
fengur að þvf að fá nú þessa ár-
bók. Aftast í henni er skrá yfir
staðarnöfn og að venju ársskýrsla
stjórnar F.í. um starfsemi félags-
ins og ferðafélagsferðir á árinu.
HALLS
(jaskete
Vélapakkningar
Dodge '46—'58, 6
strokka
Dodge Dart '60—'70,
6—8 strokka.
Fiat, allar gerðir
Bedford,. 4—6 strokka,
dísilhreyfill
Buick, 6 — 8 strokka
Chevrol. ' 48—'70,
6—8 str.
Corvair
Ford Cortina '63—'71
Ford Trader, 4—6
strokka
Ford D800 '65—'70
Ford K300 '65—'70
Ford, 6—8 strokka,
'52 —'70
Singer - Hillman - Rambler
Renault, flestar gerðir
Rover,
bensín- og dísilhreyflar
Skoda, allar gerðir
Simca
Taunus Í2M, 17M og
20M
Volga
Moskvich 407 — 408
Vauxhall, 4—6 strokka
Willys '46 —'70
Toyota, flestar gerðir
Opel, allar gerðir
Þ. Jónsson & Co
Símar: 8451 5—8451 6
Skeifan 1 7.