Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGCST 1974
M
JJ llíl .X /,/ 7f,.( \
'ALUR."
LOFTLEIOm
BILALEIGA
CAR RENTAL
Tt 21190 21188
LOFTLEIÐIR
MARGAR HENDUR II
VINNA Bl*— ÉTT VERK
§ SAMVINNUBANKINN
Æbílaleigan
felEYSIR
CAR RENTAL
«24460
í HVERJUM BÍL
piopueŒn
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
Bílaleiga
GAB BENTAL
Sendum
41660 - 42902
r
Tilboft
AKIÐ NÝJA
HRINGVEGINN
Á SÉRSTÖKU
AFSLÁTTARVERÐI
Shodq
LEIGAH
CAR RENTAL
AUÐBREKKU 44, KÓPAV.
=4
® 4-2600
SKIPAUTGCRB RIKISINS
M/s Hekla
fer frá Reykjavík föstudaginn 9.
ágúst austur um land í hringferð.
Vörumóttaka: fimmtudag og til
hádegis á föstudag til Austfjarða-
hafna, Þórshafnar, Raufarhafnar,
Húsavíkur og Akureyrar.
Þjóðnýting í stað
varnarleysis?
Enn eru mönnum f fersku
minni yfirlýsingar talsmanna
Alþýðubandalagsins frá þvf
fyrir kosningar um horfur f
efnahags- og atvinnumálum
þjóðarinnar. Formaður Al-
þýðubandalagsins, Ragnar Arn-
alds, kom fram f sjónvarps-
þætti, þar sem rætt var um
efnahagsvandann og greindi
frá þvf, að hér væri ekkert það
á ferðinni, er kalla mætti
vanda. Magnús Kjartansson
fylgdi svo fast f kjölfarið og
fullyrti, að tslendingum væri
enginn vandi á höndum f efna-
hagsmálum; ef hér væru ein-
hver vandamál á ferð væru það
einvörðungu velmegunar-
vandamál. Og iðnaðarráðherr-
ann bætti við af alkunnu
hyggjuviti sfnu, að allan vanda
mætti leysa með bókhaldsað-
gerðum. Loks kom Lúðvfk
Jósepsson fram á sjónarsviðið
og sór og sárt við lagði, að hann
hefði enga hugmynd um, að
efnahagserfiðleikar steðjuðu
að. Þvert á móti stæði efnahags-
Iffið f miklum blóma.
Þannig var talað fyrir kosn-
ingarnar. Og Þjóðviljinn lapti
upp allt það, sem leiðtogarnir
höfðu sagt, og froðufelldi af
vandlætingu yfir þeim, er
greindu þjóðinni frá raunveru-
legum viðhorfum f þessum efn-
um. Nú kemur hins vegar ann-
að hljóð úr strokknum. I for-
ystugrein Þjóðviljans f gær seg-
ir:
„Þegar Alþýðubandalagið
hafði frumkvæði að þvf að við-
ræður fjögurra flokka hæfust
um myndun rfkisstjórnar und-
ir forustu Olafs Jóhannessonar,
lagði Alþýðubandalagið
áherslu á, að nauðsynlegt væri
að Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagið næðu saman
um efnahagsmálin vegna þeirr-
ar hættu sem nú blasir við, með
tilliti til afkomu launafólksins,
ef hægri stjórn tæki við. Sú
hætta, sem framkvæmdastjórn
Alþýðubandalagsins benti á f
bréfi sfnu 2. júlf er mjög alvar-
legs eðlis, jafnvel enn alver-
legri en nokkru sinni fyrr um
áratuga skeið.“
Þannig er stjórnmálabarátta
loddaranna. Meðan verið er að
tæla kjósendur til fylgis rétt
fyrir kosningar láta valdhaf-
arnir svo sem allt leiki f lyndi
og ef eitthvað bjáti á sé það
einna helst of mikil velmegun.
Þegar kosningarnar voru af-
staðnar þögðu talsmenn Al-
þýðubandalagsins f fyrstu,
meðan óljóst var hvort þeir
héldu ráðherrastólunum. Nú
virðast veður hins vegar hafa
skipast f lofti. Forystumenn AI-
þýðubandalagsins eygja mögu-
leika á áframhaldandi valda-
setu, en um leið verða þeir að
horfast f augu við raunveru-
leikann f efnahagsmálum þjóð-
arinnar eftir þriggja ára
óstjórn. Þá er gripið til þess
ráðs að segja fólkinu, að það
blómlega ástand f efnahags- og
atvinnumálum, sem rfkti fyrir
kosningar, sé nú orðið að alvar-
legri kreppu, en Islendingar
hafi átt við að etja um áratuga
skeið.
I framhaldi af þessum boð-
skap segir Þjóðviljinn, að hásk-
inn sé slfkur, að engin venjuleg
úrræði dugi til þess að mæta
honum. Grfpa verði til heild-
stæðra efnahagsráðstafana, og f
þvf skyni að tryggja Iffskjör
alþýðunnar verði að taka til rót-
tækrar meðferðar innflutnings-
verslunina, bankakerfið,
tryggingakerfið, olfuverslun-
ina og fleira og fleira eins og
þar segir. Þannig er ekki ólfk-
legt, að Alþýðubandalagið sé
reiðubúið til þess að láta undan
ýtrustu kröfum f varnarmálum,
komi það fram hugmyndum
sfnum um þjóðnýtingu at-
vinnufyrirtækjanna eða félags-
legan rekstur þeirra eins og
þaðer nú kallað.
Sú efnahagslega ringulreið,
sem vinstri stjórnin hefur leitt
yfir þjóðina hafði þann aug-
ljósa tilgang að grafa undan
frjálsum atvinnurekstri f
landinu. Þegar öngþveitið
hefur verið magnað nægilega,
eru settar fram kröfur eins og
þær, sem Þjóðviljinn boðar nú.
Slfk vinnubrögð eiga sér
erlendar hliðstæður. Það er þvf
rfk ástæða til þess að spyrna við
fæti og knýja á um þá kröfu
kjósenda f sfðustu kosningum,
að greitt verði úr efnahags-
ringulreið vinstri stjórnar-
innar á grundvelli frjálshyggj-
unnar.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hrmtjið í síma 10100 kl
1 0— 1 1 frá mánudegi til
tostudags °9 biðjið um Les-
endaþjónustu Morgunblaðs-
ms
□ Hvenær fá eftir-
launaþegar hækkun?
Ólafur Jónsson, Háagerði 55,
Reykjavfk, spyr:
„Við sfðustu samninga áttu
eftirlaun mín að hækka, þannig
að þau áttu að miðast við 13.
flokk, en ekki 10. flokk svo sem
verið hafði. Þessi hækkun hef-
ur ekki enn komið fram. Hve-
nær er hennar að vænta?"
Steinunn Gunnlaugsdóttir,
starfsmaður Lffeyrissjóðs rfkis-
starfsmanna svarar:
„Um þessar mundir er unnið
að því, að þessar hækkanir geti
komið til framkvæmda, og er
stefnt að því, að um næstu mán-
aðamót verði unnt að greiða
eftirlaunin eftir hinum nýja
taxta."
Q Skyr f Hafnarfirði
Unnur Magnúsdóttir, Kletta-
hrauni 11, Hafnarfirði, spyr:
„Hvenær megum við, sem
verzlum við mjólkurbúðiná við
Arnarhraun, eiga von á því að
geta fengið boðlegt skyr? Að
undanförnu hefur skyrið und-
antekningarlaust verið fúlt eða
súrt. Á ég þar við skyr, sem er
vegið og pakkað inn á staðnum,
en ekki skyr í dollum.“
Oddur Helgason hjá Mjólkur-
semsölunni svarar:
„1 umræddri verzlun er selt
nákvæmlega sama skyr og ann-
ars staðar á dreifingarsvæði
Mjólkursamsölunnar og kæli-
kerfi verzlunarinnar er í bezta
lagi.
Skyr, sem framleitt er með
gömlu aðferðinni og selt í lausri
vigt, er alltaf missúrt, auk þess
sem smekkur manna er mis-
jafn.
Á það skal bent, að skyr í
dósum súrnar miklu hægar en
hitt.“
□ Hver bætir skaðann?
Valborg Guðnadóttirm
Hraunteigi 6, Reykjavfk, spyr:
„Hver greiðir kostnað, sem
leiðir af spellvirkjum eins og
þeim, sem Helgi Hóseasson
vann á Stjórnarráðshúsinu á
dögunum?"
Baldur Möller, ráðuneytis-
stjóri f dómsmálaráðuneytinu,
svarar:
„Með dómi er hægt að láta þá,
sem skemmdum valda, bæta
tjónið, en í því tilviki, sem hér
er nefnt, hefur mál enn ekki
verið höfðað, hvað sem síðar
kann að verða.“
□ Lítið um kirkju-
tónlist í útvarpi
Haraldur Þór Jónsson, Hverf-
isgötu 83, Reykjavfk, spyr:
„Hvernig stendur á því, að
við, sem höfum mætur á sí-
gildri tónlist og kirkjutónlist,
fáum ekki meiri tíma í dagskrá
ríkisútvarpsins en orðið er?
Popp-unnendur fá orðið tvo
til þrjá þætti á dag, en kirkju-
tónlist og andlég lög heyrast
vart oftar en tvisvar til þrísvar í
viku hverri.“
Guðmundur Gilsson, tónlist-
arfulltrúi rfkisútvarpsins, svar-
ar:
„Ég held, að segja megi, að
sígildri tónlist séu gérð allgóð
skil í útvarpinu, en benda má á
það, að milli 9 og 11 á sunnu-
dagsmorgnum er útvarpað
krikjutónlist og sígildri tónlist í
bland, og á miðvikudagsmorgn-
um milli kl. 10.25 og 11.
Ef almennar óskir kæmu
fram um meiri kirkjutónlist f
útvarpinu yrði þeim sjálfsagt
sinnt.
Allar ákvarðanir um þetta
efni eru í höndum útvarpsráðs
og því væri rétt að óskum yrði
komið á framfæri við það.“
P
Haflidi Jónsson
Höggmyndir
FÁTT gefur betur til kynna
menningu borga en myndir á
almannafæri. Það sem af er
þessu ári hafa verið settar upp í
Reykjavík fimm höggmyndir,
sem ætlað er að standa til fram-
búðar. Er þar fyrst að nefna
minnismerki Nínu Tryggva-
dóttur á Míklatúni eftir Sigur-
jón Ölafsson. Við upphaf þjóð-
hátfðar í Reykjavík var afhjúp-
uð í Austurstræti önnur mynd
Sigurjóns, brjóstmynd af Tóm-
asi Guðmundssyni, skáldi. Þann
sama dag var mynd Ásmundar
Sveinssonar, „Undir friðar- og
landnámssól" afhjúpuð á Bæj-
arhálsi fyrir ofan Ártúnsbrekk-
ur. Er sú mynd gjöf Álfélags-
ins. Auk þess sem höggmyndin
er án efa eitt af fegurstu verk-
um þessa aldna snillings, þá er
hún merkileg fyrir það, að vera
unnin að öllu leyti af íslenzkum
höndum og úr íslenzkum
málmi. Hún er tákn þeirrar þró-
unar. sem átt hefur sér stað á
íslandi í tíð núlifandi manna.
Ánægjulegt er, að myndinni
var valinn staður í útjaðri
skipulagðra byggða borgarinn-
ar á þessum merku tímamótum
í sögu þjóðarinnar. Liggja þar
vegir til allra átta að og frá
borginni út f dreifðar byggðir
landsins.
Vestur í Vatnsmýri var komið
fyrir táknmerki um samstarf
norrænna manna, merki Nor-
rænu félaganna, gert af Gísla
B. Björnssynf og gjöf frá
finnskum vinum okkar.
En sízt skal gleyma þeim
merka atburði, að hér hefur
bætzt við eitt listaverk eftir
Bertil Thorvaldsen, og er það
eitt frægasta verk hans, mynd-
in Adonis. Henni var valinn
staður í Fríkirkjuvegsgarðin-
um við gatnamót Sóleyjargötu
og Skothúsvegar. A næsta ári
eru liðin hundrað ár frá því að
fyrsta höggmyndin var sett upp
í Reykjavík, en það var sjálfs-
mynd Thorvaldsens, sem Danir
gáfu Islendingum í tilefni 1000
ára þjóðhátíðar. Sú mynd
stendur i Tjarnargarðinum en
var upphaflega sett upp á Aust-
urvelli, en flutt þaðan 1930 er
mynd Jóns Sigurðssonar var
komið fyrir á Austurvelli.
Adonismyndina gerði Thor-
valdsen árið 1808 að þvf er talið
er, og fyrir hana öðlaðist hann
þá frægð, sem honum var nauð-
synleg. Myndina eignaðist Lúð-
vík konungur i Bayern og galt
fyrir hana 4000 ríkisdali. Var
hún höggvin f marmara og
mun nú f höggmyndasafninu í
Miinchen.
Afsteypan, sem hér hefur
verið sett upp, er gerð eftir
myndinni, sem er í Thorvald-
sensafninu í Kaupmannahöfn
og steypt í eir. Með þessari
frægu mynd eru komnar þrjár
merkar höggmyndir eftir Thor-
valdsen á opin útivistarsvæði f
Reykjavík. Suður við Fossvogs-
kirkju stendur hin fræga
Kristsmynd Thorvaldsens, sem
gefin var af Bálfarfélagi Is-
lands og afhjúpuð 27. septemb-
er 1962.
Með þeim höggmyndum, sem
hér hafa bætzt við á þessu
sumri, eru myndir á opnum úti-
vistarsvæðum í borginni orðnar
yfir fimmtíu talsins. Munu fáar
borgir með svipaðan fbúafjölda
búa betur að listaverkum en
Reykjavík. Eru þó ekki með-
taldar þær mörgu myndir, er
skreyta húsveggi víðsvegar um
borgina.