Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGUST 1974 15 Þorsteinn Matthíasson: Áriö 1972 dvaldi ég tvo mánuði meðal tslendinga í Vesturheimi, lengst af í byggð- um þeim, sem forðum kölluðust Nýja-ísland, er var numið af íslenzkum innflytjendum fyrir 100 árum. Meðal þeirra mörgu, sem þá greiddu götu mína, var Jón Vigfússon, bóndi á Óslandi í Riverton f Manitobafylki. Aft- ur lá leið mín vestur nú í vor, en þá var tími minn það naum- ur, að mér vannst ekki tími til að heimsækja alla þá, sem ég þó svo gjarnan vildi hitta aftur. Nú var ég svo lánsamur að hitta Jón bónda hér heima og fá tækifæri til að rabba við hann smástund. Brot úr þessu sam- tali fer hér á eftir og er leitazt við að koma frásögn Jóns til skila sem næst óbreyttri að framsetningu. Jón er fæddur fyrir vestan haf. Hann er Árnesingur að ætt, líklega Hreppamaður. Foreldrar hans voru Vigfús Bjarnason og Guðrún Ólafsdótt- ir, sem komu frá íslandi 1887. Hann er 76 ára gamall, en ber aldurinn vel eins og flestir Vestur-íslendingar. Og nú skul- um við heyra hvað hann hefur að segja: Foreldrar mínir komu að ónumdu landi nokkrum mílum norðan við Islendingafljót. Þar var þá kargaskógur og þau byggðu sér kofa bara úr skógin- um. Ég veit ekki, hvort ég á fremur að kalla það kofa eða hús. Þau lifðu þar fyrst, en svo byggðu þau annað, sem var svo- lítið betra og svo það þriðja. Og nú er ég búinn að byggja það fjórða á þessu sama landi. Það er kannske ekkert stórhýsi, en svona meðalfamilíuhús eftir þvi sem þau gerast hjá okkur fyrir vestan — nægilega stórt. Ég átti tíu börn og það er meðalfamilía lfka, held ég. Nú er þetta orðið þó nokkuð býli, við höfum milli 8 og 9 hundruð ekrur, en upphaflega voru heimilisréttarlönd Iand- nemanna 160 ekrur og það var stærð þess lands, sem faðir minn byrjaði með, og húsið mitt stendur á þvi landi, sem hann fékk í byrjun. Hjá mér og son- um mínum, þeim sem heima eru, mætti kannske kallast félagsbú. Ég er nú orðinn léleg- ur, svo þeir eru farnir að gera meira en ég er fær um. Faðir minn lifði eingöngu af landi sínu. Hann var ekki fiskimaður nema bara fyrir heimilisbrúk. En þegar við bræðurnir uxum upp, unnum við á vatninu. En siðan 1930 hef ég ekki stundað fiskiveiðar, ekki til að selja a.m.k. Samtal við Jón Vigfússon, vestur- íslenzkan bónda úr Manitoba- fylki í Kanada Ég held, að foreldrar mínir hafi alltaf haft nóg, eftir að þau komu vestur. Það var aldrei neitt rfkidæmi en þau höfðu skepnur og það sýndist duga. Og ég varð aldrei var við, að þau sæu eftir að fara frá Islandi. Þau lentu í flóðinu, sem kom f Isafoldarbyggðina 1902 — og fluttu þá til Selkirk og vöru þar í níu mánuði, en komu svo til baka aftur. Eg man ekki eftir þeim erfiðleikum. Ég er yngst- ur af sex systkinum. Móðir mín dó, þegar ég var bara fjögurra ára. Faðir minn giftist aftur og átti með þeirri konu fimm börn. Af þeim eru þrjú á lífi og einn- ig þrjú af okkur eldri systk inunum. öll erum við búsett i Manitoba, en ég er sá eini, sem er þarna norðurfrá. Á fyrstu landnámsárunum var mikið af veiðidýrum í skóg- inum, t.d. rjúpum, rabbítum o.fl., það getur skeð að faðir minn hafi eitthvað stundað veiðar, en ég man náttúrlega ekki eftir því. Ég býst við, að við höfum alizt upp við íslenzkar heimilisvenjur, því að pabbi lærði t.d. aldrei enskuna almennilega, en gat alveg bjargað sér fyrir því. Þá voru er alveg áreiðanlegt. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, að þetta þarf að vera svona dýrt, því þið fáið bensinið frá Austurlöndum líka. Af hverju þarf það þá að vera mikið dýrara hjá ykkur en okkur? Ég er ekki stjórnmálaleiðtogi og get því ekki staðiðfyrir svörum á þeim vettvangi. Já, mér sýnist dýrtiðin hjá ykkur vera alveg hóflaus. Ég kaupi að vísu lítið, en það sem ég hefi spurt um verð á er miklu dýrara en heima. En kannske hafið þið meira kaup eða inntektir fyrir ykkar yinnu. Kaup hjá ókkur? Ja, ef þú ferð með vél á verkstæði, er það um 10 dollarar fyrir tímann, en maðurinn sem vinnur fær af því að minnsta kosti 6 dollara. Nú held ég að Manitobastjórnin hafi ákveðið að lægsta kaup, sem má greiða fyrir vinnustund verkmanns sé 2 dollarar og 25 cent. Við tökum ekki menn, ég og synir mínir. Við vinnum allt sjálfir, svo það er lítið, sem við þurfum að borga út f manna- kaup. Já, heimilistekjurnar duga vel, já, og við eigum afgang. Ég er ekki að segja, að það séu nein ósköp. Vinnutími bóndans yfir sumarið fer mest eftir veðr áttunni. Þegar rigning er og blautt, er ekkert hægt að gera, flestir í nágrenninu Is- lendingar, sérstaklega f kaup- staðnum, sem þá var kallaður Islendingafljót. Auk heldur búðarmennirnir þá. Þeir voru flestir eða allir Islendingar. Það var voðalítið af öðru fólki en Islendingum það tímabil. Því þá var ekki komið neitt af Pólverjum og fleiri þjóðum, sem seinna komu. Það töluðu því allir íslenzku. Ég giftist íslenzkri konu, sem hét Jónína Björg Gíslason, áður en hún giftist mér, en síðan auðvitað Vigfússon. Við höfum átt tíu börn. Þau eru öll upp- komin og við höfum ekkert þeirra misst. Einn sonur minn er hjá mér og annar hefur byggt þar skammt frá. Tveir eru farnir að heiman og allar sex dætur mínar eru giftar og eiga sín eigin heimili. Það mætti kannske kalla það dálftið dagsverk að koma þess- um börnum upp. En við höfð- um aldrei neina kreppu með það. Það var ekkert því til fyrir- stöðu. Við höfðum alltaf nóg handa okkur og okkar börnum. Já, bara af landinu, því ég stundaði ekkert sjó eftir að ég gifti mig. Það er miklu minni fiskur f vatninu nú en þegar ég var ungur, en samt sýnist nú aftur að koma meiri fiskur, sfðan vatnið var hvílt í tvö ár. Þá var talað um, að í því væri einhver mengun og ekki talið óhætt-að veiða. Nú eru líka gefin út leyfi handa hverjum fiskimanni. Hann má aðeins veiða ákveðið magn, svo verður hann að hætta. Áður var þetta ekki gert, þá mátti hver rífa upp eins mikið af fiski og hon- um sýndist og það var eflaust verra. Sumir, eins og gengur og gerist, eru ekki ánægðir með þetta, vilja láta leyfa meiri veiði, en ég held það bezta, sem hægt sé að gera, væri að tak- marka hana, Jjví annars yrði fiskveiðin eyðilögð. Þegar ég byrjaði, var lítil kornrækt, en nú erum við búnir að kaupameiraland. Það var skógarland, en við erum búnir að ryðja skóginn, svo að við höfum orðið býsna mikla korn- rækt líka, svona 500 ekrur. En í vor var veðrið óvanalega vont, eitthvert versta veður, sem ég man eftir. Þegar við ætluðum að fara að sá, voru alltaf rigningar og kuldi. Og við gát- um því ekki sáð nema í rúmlega helming af því landi, sem við erum vanir að sá f. Nú höfum við í kringum 200 gripi, bæði kýr og geldneyti. Við fáum kannske svona 50—60 kálfa og þá er líklegt að við seljum 40 kálfa í haust og svo eitthvað af fullorðnum gripum, eftir því hvernig þeir verða í holdum. Verðið er býsna gott, þó er það lægra en það var í fyrra, en það er líka allt, sem við þurfum að kaupa, svo hátt, að það verð- ur að vera gott. öll verkfæri og þetta bensín, sem þið kallið, við köllum það olíu. Hún er að vera svo gífurlega há. Við bændur höfum tanka og fáum kannske 3—4 hundruð gallon í einu, og kostar þá bensínið um 40 cent (38 kr.)gallonið,en svo brúkum við dísilolíu. Hún er svo sem 37 cent gallonið. Þetta er verðið fyrir okkur „farmarana". En bensínið, sem við brúkum á bílana, er 17 centum hærra, en á því er söluskattur. gerist í landinu og búið að setja á hann harða toppinn, svo hann er eins og gatan hérna. Eg heyri þið hér á Islandi kallið það olfumöl. Læknir? Já, hann var í River- ton, en ég þurfti lítið á honum að halda, mín börn voru vel hraust. Þegar pabbi kom var erfiðara með lækni. Þá var þó hér hómó- pati, Pétur Bjarnason. Hann kom utan af tslandi og reyndi að hjálpa fólki. Ég veit ekki hvort hann hjálpaði, en fólk hafði a.m.k. trú á því og það er alltaf betra en ekki neitt. Ég sé það, að það er allt miklu dýrara á Islandi heldur en hjá okkur, öll matvara, það en á sáningar- og uppskerutíma er unnið jafnt nótt sem dag, ef gott gefst veður. Landið okkar er gott og enn þá ekki fullnumið, en það land, sem stjórnin á norður frá, er skógarland og ekki jafngott og það, sem þegar hefur verið ræktað. Veðrátta þar? Hún er alveg sú sama. Þetta er ekki svo langt norður frá. Við sækjum mest verzlun til Riverton og þó stundum alla leið til Winnipeg. Þetta tekur ekki langan tíma, sjáðu, þægileg ferð á tveim tfmum frá okkur. Áður, þegar pabbi bjó, þá var nú öldin önnur. Við fórum á litilli byttu inn í bæ (Riverton). Ef vindur var hagstæður og við gátum haft uppi segllappa, vor- um við kannske minna en tvo tíma, en ef taka þurfti barning á móti, þá gat það gengið seint. En svo fengum við okkur bát og settum í hann gasvél. Þetta var áður en vegurinn kom, og það var enginn vegur aðráðifyrren eftir 1940. En nú er kominn til okkar góður vegur eins og bezt I vor og sumar hefur verið mjög hátt í vatninu og það hefur gengið mjög á heylandið okkar, sem liggur meðfram bökkunum. Norðanstormurinn breytir svo mikið hæðinni á vatninu, þvf eins og margir vita er „Lake Winnipeg“ langt og mjótt. Það er svo breiðara til beggja enda og norðurendinn miklu stærri en suðurendinn. Og þegar norðanvindurinn kemur, ýtir hann vatninu að norðan inn í suðurendann og þá hækkar svo gífurlega í vatninu þar. Og þegar fer að líða á sumarið, kom stormar, sem endast í tvo, þrjá daga og ná yfir allt vatnið, og þá er alltaf flóðahættan fyrir hendi. En jafnskótt og vindinn lægir, lækkar aftur í vatninu, en það getur gert illt af sér, þó að það komi aðeins í skyndiheimsókn til okkar. Ég held, að bændur í mínu byggðarlagi komist vel af. Ég er ekki að segja, að neinn þeirra sé ríkur, en þeir hafa held ég nóg fyrir sig, allir, sem ég veit af. Ég hefi aldrei heyrt talað um neitt tilfinnanlegt atvinnuleysi hjá okkur, nei, nei. Það geta allir fengið vinnu, sem vilja vinna. Það er þá helzt f Winnipeg. Þeir, sem vinna, geta allir lifað góðu lífi af dag- vinnukaupi sínu, já, já. Skattar? Ja, það fer eftir þvf, hvað inntektirnar eru miklar. Fyrir hjón eru dregnir frá 3000 dollarar og 300 dollarar fyrir hvert barn, áður en nokkurt skattgjald er lagt á, sem er kannske eins og 20—25% af því, sem þá er eftir, þangað til komið er upp f talsvert háar inntektir. En svo hefur fýlkis- stjórnin 5% ,,taxa“, það sem þið kallið söluskatt. En við „farmarar" eða bændur þurf- um ekki að borga hann á þá vöru, sem við notum til búreksturs, eins og land- búnaðarverkfæri og svoleiðis. En ef við kaupum bíl, þurfum við að borga hann. Bílarnir? Ja, þeir eru náttúrulega jafndýrir og fyrir ykkur, þegar þið kaupið þá þar. En þið verðið að borga tvisvar sinnum meira, þegar hann er kominn hingað. Eg heyrði hérna, að maður keypti bfl fyrir vestan, og þegar hann kom hingað, var hann þrisvar sinn- um eins dýr og hann var vestur frá. Það hlýtur einhver að taka þá peninga, en ég veit ekki, hver tekur þá. Mér lízt vel á Island að mörgu leyti. Það sem er gott, er býsna gott. En svo er líka mikið af landi, sem er ónýtt og ekki hægt að nota. Við fyrir vestan höfum hlý og góð hús, ekki mjög stór en þægileg. Þú veizt, að íslenzka byggðin tilheyrði Manitoba- fylkinu fyrst. Ég veit ekki fyrir hve löngum tíma þar var íslenzk stjórn. En svo tók Manitobafylki allt yfir og við erum í Manitobafylki núna. Minn búskapur hefur vaxið vel og eðlilega. Svo langt sem ég veit, taka synir mfnir við af mér. Þeir gætu náttúrulega snúið sér að öðru, en núna í svipinn held ég, að þeir geri Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.