Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. AGUST 1974 Árni úr Eyjum. Oddgeir Kristjánsson. Ási f Bæ. Skvett á þjóðhátfðarbálið f Eyjum. Valtýr Snæbjörnsson formaður þjóðhátfðarnefndar Þórs mundar hamarinn. Brennudraslið var einnig komið á Bakkann, en f kvöld verður búið að hlaða þvf upp f köstinn, 1000 tunnur takk. Frá Þjóðhátfðarundirbúningi á Breiðabakka 1974, danspallur og leiksvið byggt af Þórsurum, sem sjá um hátfðina að þessu sinni. „Þrátt íyrir böl og al- heims- stríð þá verðnr haldin p- FYRIR kemur, þegar minnzt er á þjóð- hátíð Vestmannaeyja, að sumir láti sér fátt um finnast og hafi á orði, að það sé stærilæti hjá tbúum einnar byggðar að tala um sína eigin þjóðhátíð. Þessi hefð á sér þó stna sögu eins og margt annað, þvi árið 1874, þann 2. ágúst, héldu Vestmannaeyingar fyrst þjóðhá- tíð t Herjólfsdal t Vestmannaeyjum til að minnast 1 000 ára byggðar á íslandi um leið og fagnað var réttarbót þeirri, sem Kristján níundi færði landsmönn- um með stjórnarskránni það ár Stðan hafa Eyjamenn haldið sína þjóðhátið ávallt um fyrstu helgi í ágúst og þaðan er nafnið komið og með því að halda þessa hátið árlega hafa Eyjamenn hald- ið tryggð við minningar, sem eru al- þjóðareign um leið og þeir hafa eignazt sérstæðan þátt í annars sérstæðu þjóð- lífi sinu. Á þjóðhátið hefur ávailt rikt góður og frjáls andi og iþróttafélögin Þór og Týr hafa annazt hátiðina til skiptis. Nú er haldið upp á 100 ára afmælis Þjóðhátíðar Vestmannaeyja við sér- stæðar aðstæður. Ávallt hefur þessi rómaða hátíð verið haldin i Herjólfsdal, hamrasalnum, en eftir gos hefur það ekki verið unnt ennþá S I sumar var hátiðin haldin á Breiðabakka við Stór- höfða og tókst hún sérstaklega vel og enn er Herjólfsdalur ekki nógu gróinn til þess að hægt sé að halda þar á ný þjóðhátið Vestmannaeyja, en það kem- ur skjótt að þvi. Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1874 hófst með útimessu og hefur það ávallt verið siður, tjöld voru þá reist og prýtt var með fánum Að loknu kaffi og meðlæti hófu sumir dansleik, aðrir söng og enn aðrir kepptu í íþróttum. Fór hátiðin fram með góðri glaðværð og svo hefur ávallt verið síðan . ■ Brennan á Fjósakletti, bjargsigið og þjóðhátíðarlögin hafa út á við orðið eftirminnilegustu þættir Þjóðhátiðar Vestmannaeyja, en þó hygg ég, að ríkasta minningin i huga hvers og eins sé minningin um sæludvöl með góð- um vinum i Herjólfsdal. girtum fjöllum, en með opinn faðm mót suðri Mörgum finnst eflaust, að það sé ekki þjóðhátið, sem haldin er utan Herjólfsdals, en sem betur fer féll þjóð- hátiðarhaldið ekki niður á sjálfu gosár- inu, þvi hátíð er til heilla bezt og þótt byljir gangi yfir þá má ekki gleyma þvi að líta hærra og teygja sig upp úr hversdagsleikanum annað veifið. Þjóðhátiðin á Breiðabakka við Klauf- ina s.l. sumar var myljandi góð og þar ríkti feiknalega góð stemmning. Þar var sungið og dansað, þjóðhátiðarbál tendrað að vanda, en þá var hátiðin aðeins i einn dag vegna anna við hreinsun bæjarins. Nú mun hún aftur standa i 3 daga og fjórar nætur minnst. Nú hefst hátiðin á föstudaginn 9. ágúst kl. 2 með messu, ávörpum og lúðrablæstri að vanda, þá er miðdegis- skemmtun, barnagaman, Iþróttir, kvöldskemmtun með fjölbreyttri dag- skrá, skátavarðeldur, flugeldasýning, þjóðhátíðarbrenna, og dansað verður til kl. 4 eftir miðnætti. Þannig mun svo næsti dagur liða i stórum dráttum og einnig sá þar næsti, en siðan hefjast annir hversdagsins aftur af fullum krafti, því hvað sem öllu gamni liður þá er vinnan númer 1, 2, 3, 4 og 5 hjá Eyjamönnum Að þessu sinni verður bjargsigið ekki á þjóðhátíðinni, það biður hátíðar á ný í Herjólfsdal, en þjóðhátlðarlag verður að vanda og að þessu sinni er það eftir Gylfa Ægisson, sem er sjó- maður! Vestmannaeyjum Ekki verður svo minnzt á upphaf og helztu þætti ( sögu Þjóðhátiðar Vest- mannaeyja, þótt í fáum orðum sé, að ekki sé getið þeirra þriggja manna, sem mest hófu þjóðhátiðarlögin frægu til vegs og virðingar: Oddgeir heitinn Kristjánsson tónskáld, Árna heitinn úr Eyjum og Ása i, Bæ. Strax þegar augu þeirra voru ung spunnu þeir saman vináttu sína og andardráttur þeirra var sá sami, Vestmannaeyjar. Þessir peyjar áttu marga tóna, einn dundaði i bókum, annar var fjörulalli og svo var þetta allt i bland, tónlist iðkuð, iþróttir stundaðar, grös og steinar skoðaðir, einn stóð sig vel á prófum, annar stal heldur árabát til að dóla á. Nokkur munur var á aldri þeirra þremenning- anna, en sá munur fjaraði út eins og verða vill þegar vináttan er annars vegar. Oft munu þessir félagar hafa hitzt heima hjá Oddgeiri og Svövu og þar á sínum tima i herbergiskytrunni á loftinu var margt lagið tekið, margur brandarinn fauk og hópurinn þjappaði sér saman i hugsjónum sínum, gleði og lífi Gömlu þjóðhátíðarlögin eru ekki aðeins frábær og sérstök lög, heldur fylgdu þeim úr hlaði góð Ijóð þeirra Árna og Ása og einnig Lofts Guðmundssonar. Þjóðhátlðarlög og Ijóð þessara félaga eru öll undir sterkum áhrifum frá Vestmannaeyjum. I gegnum ást þeirra til Eyjanna náðu þeir að breyta litlu atviki í dillandi spaug og gráum degi var breytt i glitrandi stundir. En þessir eiginleikar voru ekki aðeins þeirra, þeir eru eðlilegur þáttur í lifsgleði Eyjamanna. en þeim lét bezt að túlka hápunktinn á sinni tið og lengur með sfnum fjóðkunnu lögum og visum. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð þá verður haldin þjóðhátið," segir I einu gömlu þjóðhátíðarkvæði og þótt erfitt sé á margan hátt að halda eðlilega þjóðhátíð þessi árin, þá mun Þjóðhátíð Vestmannaeyja aftur ná sínu fyrra sæti í þjóðlifi Vestmannaeyja fyrr en varir. Árni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.