Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974 7 Sjálfsafgreiðsla er í matstofu Náttúrulækningafélagsins, Borða aðeins jurta- og mjólkurfæði — og lifa góðu lífi MARINÓ L. Stefánsson kennari er mikill áhugamaður um holla fæðu og hefur sjálfur ekki lifað á öðru en mjólkur- og jurtafæði t 27 ár. Og hann er við góða heilsu og léttur i spori og litur ekki út fyrir að vera orðinn 73ja ára. Hann er i stjórn Reykjavikurdeildar Náttúru- lækningafélags Íslands og þegar við hittum hann. sagði hann það i fréttum, að Náttúrulækninga- félagið hefði i sumar opnað nýja matstofu á Laugavegi 20 B, keypt þar hús og sameinað verzlanirnar báðar á neðri hæðinni, en komið upp matstofu á efri hæðinni. Það varð úr, að blaðamaður fylgdi Marinó í hádegismatinn i mat- stofu Náttúrulækningafélagsins og hitti þar fyrir Árna Ásbjarnar- son, framkvæmdastjóra félagsins, Zóphónías Pétursson, varaforseta þess og Svövu Fells ásamt mat- ráðskonunni, Ester Jónsdóttur. En margir aðrir voru að borða þarna i hádeginu Þarna er eingöngu framreiddur matur og drykkur er náttúrulækn- ingastefnan telur hollan, sem Marinó sagði að væri mjög svip- aður þvi fæði. sem er í heilsuhæli félagsins i Hveragerði, kannski heldur iburðarmeira og meira úrval. Allt er úr jurtaríkinu nema egg og mjólkurmatur, sem einnig er notaður. Útilokaður er hvitur sykur og hvitt hveiti, en notað brauð úr heilmjöli, ávallt nýmöluðu i brauðgerð félagsins. En hvað borða menn þá í stað- inn fyrir kjöt og fisk? Bollur úr baunum og hnetum ofl. Þennan dag voru einmitt á borðum bollur úr heslihnetum, heilraspi, lauk. sellerísaft, mjólk og eggjum, og í kring á diskinum alls konar græn- meti. Það leit vel út á diskinum rétt eins og venjuleg máltið og bragðaðist prýðilega. En þeir kunnugu sögðu, að mikið væri ávallt notað í réttina af ostum. — Sjálfur hefi ég góða reynslu af sliku fæði, sagði Marinó. Ég var lengi heilsulaus á miðjum aldri, en náði mér að mestu eftir að ég fór alveg yfir á náttúrulækningafæði, sem ég hefi nú borðað nær ein göngu i hálfan þriðja áratug. Langar hann þá aldrei i kjötbita? — Þegar ég finn hangikjötslykt á jólunum, getur hent, að ég smakki agnarlitinn bita, svarar Marinó kiminn. Okkur leikur hugur á að vita, hvort ekki sé erfitt að afla græn- metis og ávaxta allan ársins hring. Svarið er, að svo gæti vafalaust verið, ef ekki væri ræktað svo mikið grænmeti hjá hæli Náttúru- lækningafélagsins bæði inni og úti. En það, sem á vantar, þyrfti svo að flytja inn. í Hveragerði hefur grænmetið þann kost, að þar er ekki notað annað en lifrænn áburður og engum tilbúnum efnum sprautað á tré og jurtir. Ekki kváðu náttúrulækningamenn það koma að sök. Plönturnar virtust vera það harðgerðar. að þær spryttu vel. En af heilbrigðis- ástæðum eru húsin soðin og sótt- hreinsuð á hverju ári. Gátu þeir þess, að helzt þyrfti félagið að komast I gott samband við rækt- endur erlendis, sem ekki nota til- búinn áburð, en um innflutning á ávöxtum og grænmeti væru þeir háðir venjulegum innflutningi. í þessa matstofu kemur sýni- lega margt fólk um hádegið. Fyrir utan náttúrulækningamenn koma margir, sem kynnzt hafa fæðinu i Heilsuhælinu i Hveragerði og ýmsir einstaklingar, sem kynnzt hafa fyrri matstofum félagsins. Tvisvar áður hefur félagið rekið matstofu um nokkurra ára skeið. Fyrst i Landshöfðingjahúsinu með næpunni í Þingholtunum, en það lagðist niður á striðsárunum. Siðara skiptið i Skjaldbreið við Kirkjustræti, en það hús er eign rikisins og var tekið til afnota fyrir alþingi. Þegar loka þurfti matstof- unni i Skjaldbreið, voru margir óánægðir. Þá datt Marinó i hug að hefja fjársöfnun meðal félags- manna i Reykjavík, sem eru um 800. þvi nauðsynlegt var að reyna að eignast húsnæði til frambúðar. Söfnuðust á sjöunda hundrað þúsund krónur og var sú upphæð til að létta undir við að koma upp nýrri matstofu, sem að sjálfsögðu kostaði milljónir. Allt var gert upp og keypt nýtt þarna og aftur tókst að fá hina ágætu forstöðukonu, Ester Jónsdóttur, sem verið hefði i Skjaldbreið. að þvi er þeir sessu- nautar blaðamannsins sögðu. Matstofan var opnuð um mánaða- mót mai og júni á annarri hæð i húsinu á horni Klapparstigs og Laugavegar. En á sömu hæð er einnig skrifstofa félagsins , Jurtaréttirnir virðast bragðast þeim vel: Árni Ásbjarnarson, Zóphónfas Pétursson, Marfnó L. Stefánsson að borða og hjá þeim stendur ráðskonan Ester Jónsdóttir. Herbergi og fæði fyrir roskna konu, gegn umhirðu um einn mann, Kleppsvegi 44. Sn. Kaldalóns. Herbergi óskast með sérinngahgi, helst. Reglusemi, sem óhætt er að treysta. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtu- dagskvöld merkt: 1071 Benz 1113 vörubill, óskast keyptur. Sími 24755 eftir kl. 8 á kvöldin. Falleg 4ra herb. ibúð til leigu í Breiðholti frá 1. sept. n.k. Tilboð og upplýsingar merkt ,.1403'' sendist afgr. Mbl. fyrir kl. 1 8.00 föstudaginn 1 6. ágúst. Húsnæði og atvinna. Fjölskyldumaður vanur vélvirkjun og bílaviðgerðum óskar eftir atvinnu og húsnæði úti á landi. Uppl. í síma 21 673. Ráðskona óskast i sveit á Suðurlandi. Má hafa barn. Upplýsingar i sima 11108 milli kl. 7 — 9 á kvöldin Óska eftir vinnu úti á landi á gröfu eða jarðýtu. Uppl. eftir kl. 20 á kvöldin, sími 94-7623. Háskólastúdína óskar eftir vinnu 3 eftirmiðdaga i viku frá 1. sept. Margt kemur til greina. Uppl. i sima 37350 milli 5 og 7 Afgreiðslustúlka Dugleg stúlka vön afgreiðslu óskast. Uppl. um menntun, aldur og .fyrri störf, sendist afgr. Bl. merkt: „Úra & skartgripaverslun'' 1070 Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur aðallega hnepptar kvenpeysur flesta liti. Móttaka kl. 9 —- 1 2. UNEX, Aðalstræti 9. Píanó til sölu er mjög gott píanó (af eldri gerð.) Upplýsingar i sima 37435, (eftir kl. 7). Keflavík tvær reglusamar stúlkur óska eftir litilli ibúð á leigu. Upplýsingar i sima 1 645 íbúð óskast Kona með 5 ára barn óskar eftir ibúð, sem næst Sólheimum. Góð umgengni. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Upplýsingar i sima 86186 eftir kl. 5. Gulbrún ferðataska með fatnaði í tapaðist á Þingvöll- um, þjóðhátiðarhelgina. Þeir, sem gætu veitt upplýsingar vinsamlegast hringi í síma 71321. Höfum fyrirliggjandi Fiat 125 P fólksbifreiðar til afgreiðslu strax. Gott verð, góðir greiðsluskilmálar. Davíð Sigurdsson hf., Fiat-einkaumboö á Islandi, Síðumúla 35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.