Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974 Byggö á Eiðsgranda: Byggingarþjónusta A.í. Þjóðhátíðarbók barn- anna. Hugleiðingar um þjóð- hátíðarsýningar og minjagripi. Málun húsa. Það var heillaríkt skref, sem borgarstjórn tók, er hún sam- þykkti að fá heimild skipulags- ráðs til að breyta staðfestu skipu- lagi á Eiðsgranda þanníg, að í stað iðnaðarhverfis verði þar skipu- lagt íbúðarhverfi. Hér er um að ræða einn alfegursta útsýnisreit borgarinnar og hefði það verið mikil ógæfa að leggja hann undir iðnaðarhverfi. I framhaldi af sam- þykkt borgarstjórnar og eftir að unnið hafði verið að heildarskipu- lagi svæðisins, ákvað borgarráð að láta fara fram samkeppni um íbúðargerð og skipulag á um- ræddum reit. Urslit þessarar samkeppni ligg- ur nú fyrir, og getur að líta til- lögurnar í húsakynnúm Byggingarþjónustu Arkitekta- félags Islands að Grensásvegi 11, syo sem getið hefur verið í greinargóðum fréttum fjöl- miðla öll er þessi þróun mjög heil- brigð, slík samkeppni losar um hugmyndir, skapar umræðu, og svo er sjálfsagt að borgarbúar fái tækifæri til að fylgjast með fram- vindu jafn þýóingarmikilla atriða er varða framtíðarútlit einstakra hverfa borgarinnar. Ég hef verið allforvitinn um framvindu þessara mála, ekki síst vegna þess, að mér lék hugur á að vita hver yrði hlutur myndlistarinnar i tillögum samkeppnisaðila. Ég kom þvf fljótlega á vettvang eftir að sýningin var opnuð, þvf að ég var og ér svo bíræfínn að álíta myndlistarmenn þjóðfélagshóp, sem taka ber tillit til líkt og annarra minnihlutahópa, svo sem er f auknum mæli farið að gera i sambandi við slfkar samkeppnir. Ætla mætti, að í íbúðarhverfi, þar sem ráð er gert fyrir 6—7000 manna byggð (sbr. verðlaunatil- lögu) á einum alfegursta útsýnis- staó borgarinnar, fýsi einhverja sjónlistarmenn að búa og eiga sér starfsvettvang, einnig að þeir hafi hug á að leggja hönd á plóginn um lífræna skreytingu um- hverfisins, að gert sé ráð fyrir höggmyndum og ýmsum mynd- verkum, og jafnvel nokkrum íbúðum og vinnustofum mynd- listarmanna. Skemmst frá að segja þá varð ég fyrir vonbrigðum hvað þessi atriði snertir, því að ef hér er einhvers staðar gert ráð fyrir að þessi hópur eigi athvarf, hefur það farið framhjá athugun minni, slíkum þörfum á trúlega að sinna sfðar, líkt og endranær. Annars horfir hér vissulega margt til gleðilegra framfara í hinum ýmsu tillögum, og til eftír- breytni í gerð fjölbýlishúsa í framtíðinni, einkum hvað það snertir að skapa lífræna byggð, veita félagslegum athafnaþörfum íbúanna á öllum aldursskeiðum rými og útrás, og einangra bif- reiðina svo sem víða er farið að gera. Fyrir þetta og fleira, sem til framfaraiiorfir, hafði ég ánægju af að skoða tillögurnar og vildi mega vænta að slíkar hugmynda- samkeppnir fari fram sem oftast, eftir því sem við verður komið. Eitt á ég þó erfitt með að melta, en það er, að tillaga sú, er hlaut önnur verðlaun, skyldi dæmd úr leik vegna þess, að höf- undur (sem þó er arkitekt að mennt) hafði ekki öðlast leyfi til að leggja teikningar fyrir Byggingarnefnd Reykjavíkur, og samkvæmt samkeppnisreglum A.I., gr. 17 02, varð að svipta tillöguna þeim verðlaunum, sem hún hafði hlotið, auk þess, að hún var ekki höfð til sýnis. Ég hefði haldið, að í slíkum samkeppnum hlytu sjálfar hugmyndirnar að vera efst á blaði, en ekki lýtalaus tæknileg úrvinnsla, sem skapandi listamenn nefna í gamni „rass- púðavinnu“, þar sem um fast- mótuð og dauð tæknileg atriði er að ræða og skapandi atriði komast hvergi að. Það er ekki mögulegt að gefa út vegabréf á frjóar Vffill Oddson verkfræðingur og Helgi Vilhjálmsson arkitekt, sem eru meðal höfunda I. verðlaunatillög- unnar. Á veggnum hangir skipulagshugmynd þeirra að öllu Eiðsgrandasvæðinu. Séð yffr Eiðsgranda. A inngirta svæðinu til vinstri á myndinrti verður fyrsta fjölbýlishúsið reist. MYND’ LISTAR SYRPA Mvnúilst I.iósmyndir Mbl. RAX. skapandi hugmyndir, og því hlýt- ur að vera háskaleg stefna að binda sig hér um of við lögvernd starfsgreina og þröngar sam- keppnisreglur. Nægilegt virðist að lögvernda mótaðar tækni- greinar, en réttindi til að koma hugmyndum á framfæri má ekki leggja í hendur fámenns hóps með lagaboði. Arkitektar eru mis- jafnlega hugmyndafrjóir, en góða hugmynd getur hvaða faglærður arkitekt eða tækniteiknari út- fært, og þetta atriði er sjálfsagt að lögvernda. Einnig mætti spyrja hvers vegna enginn myndlistar- maður var hafður með til ráðu- neytis í samvinnuhópi, en slíkt mætti telja eðlilegt i sambandi við nútíma samkeppnir, og Walter Gropius stofnaði Bauhaus í Weimar skirrðist ekki við að nota hugmyndir skapandi myndlistar- manna og þá ekki síður sjálflærða en skólaðra. — Snjöll hugmynd er mikilsverð hvaðan sem hana ber að, og það hlýtur tvimælalaust að vera hemill á framfarir að hleypa hér að þröngsýni svo sem fram kemur i þeirri hagsmunaáráttu að stimpla allt fyrirfram ógilt, sem ekki kemur frá vissum útvöldum aðilum, en þvi miður ber allnokk- uð á slíku meðal skapandi lista- manna og ber það svip af sér- hyggju og þröngsýni. Að sjálfsögðu eiga menntaðir arkitektar að ganga fyrir við teikningu húsa, það er að mínum dómi óumdeilanlegt, en hins veg- ar eiga hugmyndasamkeppnir að vera opnar að vissu marki og mér þykir fráleitt að útiloka þar menntaða arkitekta með einfaidri skírskotun i reglur og kvaðir. — Mér kom mjög á óvart hve lítið var um hugmyndariss á sýningunni og hve rækilega var leitast við að ganga frá öllu. Á sýningu verka Alvars Aalto f Helsingfors á sl. sumri voru hug- myndarrissin aðalatriðið, þau eru að vísu ekki einhlít varðandi sam- keppnir, en mikilsverð viðbót og mjög til glöggvunar. eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Að lokum vil ég varpa fram nokkrum áleitnum spurningum til íslenzkra arkitekta: Getur talist rétt að sniðganga mynd- listarmenn? Eru þeir án sam- félagsréttinda? Væri ekki hyggi- legt að hagnýta menntun þeirra, hæfni og dómgreind á sviði lista þegar samkeppni fer fram um skipulag nýrra íbúðarhverfa? Sem myndlistarrýni og kennara um árabil þykir mér rétt að vekja athygli á þjóðhátíðarbók barn- anna „Við byggjum land,“ því að hér er um mjög áhugavert tillegg til þjóðhátíðar að ræða, sem ber að þakka. Ritmálinu hafa ræki- lega verið gerð skil á síðum blaðs- ins, og reyndar bókinni í heild, svo að naumast er þar við bætandi. Skal þó tekið undir, að val mynda hefur yfirleitt tekist vel, nema hvað einstaka svart- hvíta mynd áhrærir, þar sem mér virðist innihald myndar (frásögn) vera meira atriði en gæðin. Þar sem frjálst hugmynda- flugið og sköpunargleðin ræður ferðinni verður eftirtekjan mest f list barna, og fáar ef nokkrar kennslugreinar eru betur fallnar til að losa um hvers konar hömlur meðal þeirra, og eingöngu sem slík hefur myndíðakennsla miklu hlutverki að gegna í skólakerfinu. Þessu atriði gerir bókin góð skil og það er frá mínum bæjardyrum séð mikilvægast, en myndíða- kennsla hefur víða verið horn- reka fram að þessu, vanmetið fag og misskilið. Væri þýðingarmikið ef slík útgáfustarfsemi gæti orðið árviss viðburður í framtiðinni, sem nokkurs konar úttekt á því, sem gert er í skólakerfinu á sviði skapandi atriða í mynd og máli. Ýmsar myndlistarsýningar hafa verið settar upp í tilefni þjóð- hátíðar úti í landsbyggðinni og nágranabyggð höfuðborgarinnar, og er óhætt að fullyrða, að aldrei í sögu þjóðarinnar hafi myndlist verið gerð eins ítarleg skil og á yfirstandandi ári, hæst bera hér skiljanlega sýningarnar á höfuð- borgarsvæðinu og þá ótvirætt sýningin að Kjarvalsstöðum „Islensk myndlist f 1100 ár“, en framtak landsbyggðarinnar skal sfst vanmetið og hefði ég gjarnan viljað rækta það svið betur, en tími og aðstæður hafa ekki leyft mér að vera á faraldsfæti um land allt i þvi skyni. Auk myndlistar má nefna hlut listiðnaðarins varðandi gerð margvíslegra minjagripa og er þar víða brota- löm á, en slíkt er ekkert séríslenskt fyrírbæri í sambandi við líkar hátiðir. Framtak þjóð- hátíðarnefndar ber hér af að sjálfsögðu, enda undirbúningur- inn þar mestur að undangengnum samkeppnum, en þar brugðust fslenskir myndlistarmenn með dræmri þátttöku. Þess skal getið, að veggskildi eða platta ber að vinna beint i efnið, en ekki eftir fyrirfram gerðum uppdráttum, það eru réttustu og listrænustu vinnubrögðin i gerð þeirra og sem skila mestum árangri, að því er mér hefur verið tjáð af kunnug- um, — ber að hafa það í huga í framtíðinni. — Ég eyddi á dögun- um einni kvöldstund á tveim sýningum í nágrannabyggðinni og vil aðeins vikja að þeim hér: i Vighólaskóla í Kópavogi var sett upp sýning á innkaupum bæjar- félagsins á síðustu árum, sem sér- stök kosin nefnd sér um, en menn virðast þar áhugasamir um að viða að listaverkum eftir eldri og yngri myndlistarmenn. Þetta eru vafalitið bein og óbein áhrif þess hve margir starfandi myndlistar- menn eru búsettir i Kópavogi, en þar fengu þeir byggingalóðir og hafa byggt vel. Ekki er þó hér um „próvensíölsk" viðhorf að ræða, því að kappkostað er að kaupa verk eldri sem yngri islenskra myndlistarmenna, eftir því sem getan leyfir, en i fjárhagsáætlun kaupstaðarins er gert ráð fyrir að verja hálfu prósenti af tekjum hans til menningarmála. Hér er þegar sprottinn vísir að allgóðu safni, en sá er ljóðurinn á, að myndirnar eru geymdar viða á skrifstofum og i skólum, og ekki alltaf sem best búið að þeim. Tækifæri til að bæta úr þessu gefst í hvert sinn þegar efnt er til sýningar, en virðist að þessu sinni ekki hafa verið hagnýtt, þvi að ryk hafði jafnvel ekki verið þurkað af myndum. Bent skal á, að hér er um að ræða verðmætar eignir, sem ekki ber að láta drabbast niður þar til að það kostar stórfé að gera við þær. Það voru önnur viðhorf ríkjandi varðandi sýninguna i Iðnskóla Hafnarfjarðar, því að hér voru sýnd verk listamanna, sem búsettir hafa verið i Hafnar- firði og þvi „innansveitar- krönika" f besta lagi. I Hafnar- firði er ekki um nein skipulögð innkaup að ræða, svo ég viti til, og þó hafa búið þar ýmsir mynd- listarmenn er hafa meira og minna gert garðinn frægan, svo sem Gísli Jónsson, Gunnlaugur Scheving, Asgeir Júl, Eiríkur Smith, Sveinn Björnsson, Pétur Friðrik o.fl. Fæstar af myndum flestra þessara myndlistarmanna munu hafa orðið eftir í Firðinum, og þá helst hjá ættingjum og vinum, og er þannig nokkur ástæða til að vona, að nokkur breyting verði á viðhorfum Hafn- firðinga til myndlistarmanna sinna í framtíðinni og þá annarra um leið. Ekki virðist skorta áhug- ann, því að aðsókn á sýningar þar virðist litlu minni almennt en í höfuðborginni. Svo enda ég þetta spjall mitt með fáum orðum um málun húsa í höfuðborginni, en það er að mfn- um dómi eitt ánægjulegasta fram- takið á þjóðhátíðarári hve al- menningur hefur tekið við sér í þeim efnum. Svo langt hefur at- hafnastarfsemin náð að tima- bundinn hörgull hefur verið á ýmsum tegundum málningar. Annað, og sem mestu máli skiptir, er hve framförin er mikil f vali lita á hús og miklu meira hugað að þvf, að láta form þeirra njóta sin með réttri niðurskiptingu. Það gerðist oftar hér áður fyrr, að sterkir litir kæfðu formið, eða að það gufaði upp f litdeyfð. Hér er ég þó ekki að mæla frekar með sterkum litum heldur hlýtur það jafnan að vera aðalatriðið, hvort sem litir eru sterkir eða veikir, að grómagn litanna falli að formi húsanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.