Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974 5 SPONAPLOTUR: Bison (danskar) (10, 12, 16, 19, 22 mm) Elite, vatnsþéttar (12, 16 mm) VATNSÞÉTTUR KROSSVIÐUR Harðviðarkrossviður (4, 6, 9, 12, 18 mm) Mótakrossviður plasthúðaður (12, 15, 18 mm) Combi-krossviður (greni, birki) (3, 4, 61/2, 9, 12 mm) VIÐARÞILJUR: Gullálmur Eik Hnota Teak ÞILPLÖTUR: Harðtex Olíusoðið masonite ÍRKAÐUR HARÐVII „ Eik . Oregonpine 1 TIMBUR: Mótaviðpr Smíðaviðjjfi!:, Þurrkaður viður Gagnvarinn viðu i' Gluoaaefni LÍMTRESBITAR C Klapparstíg Glasgow-London tvisvar í viku British Airways flýgur nú bæði á miðvikudögum og sunnudögum frá Keflavik til Glasgow og London - og áfram til yfir 200 staða í 88 löndum. Brottfarartími kl. 16.05 frá Keflavík, kl. 11.35 frá London. Flogiö með hinum þægilegu Trident 2 þotum í samvinnu við Flugfélag íslands og Loftleiðir. British airways Now worldwide you 11 be in good hands Vestmannaeyingar í Reykjavík og nágrenni ÉG leyfi mér að senda ykkur, Vestmannaeyingum, sem enn eru dreifðir um Reykjavík og nágrannabæina, Kópavog, Garða- hrepp og Hafnarfjörð, smá orð- sendingu. Svo er mál með vexti, að fimmtudagskvöldið, er kemur, þann-15. þ.m., er ákveðið að hafa helgistund í kirkju Óháða safnað- arins, sem jafnframt verður þakkarstund, en við þennan söfn- uð, prest hans, síra Emil Björns- son, ásamt öllu starfsfólki safnað- arins, stöndum við Vestmannaey- ingar í óbættri þakkarskuld og reyndar við söfnuðinn I heild. Presturinn og safnaðarstjórnin sýndu okkur þá einstöku velvild, Þá beinir fundurinn þeim til- mælum til fjárveitingavaldsins og Vegagerðar ríkisins, að ofan- greindum hreppum verði gefinn kostur á, i framtíðinni, að eiga aðildaðendurskoðun vegaáætlun- ar, þannig að heimamönnum verði gert kleift að koma á fram- færi sfnum óskum, áður en veg- áætlun er tekin til endanlegrar afgreiðslu. Með þessu fyrirkomu- lagi verði fjármagni til fram- kvæmda í vegagerð á svæðinu betur varið f samræmi við þarfir íbúa þess. Einnig leggur fundur- inn áherzlu á, að vegaáætlun verði tilbúin fyrr á vorin en verið hefur, svo sumarið nýtist betur til framkvæmda. þegar við neyddumst til að flýja heimili okkar, að bjóða okkur inni í kirkju sinni endurgjaldslaust svo lengi, sem við þyrftum á að halda. í þessari kirkju hefur verið miðstöð safnaðarstarfs Landa- kirkju í dreifingunni. Allt, sem þvf starfi fylgir, hefur okkur Stað- ið það til boða. Auk þess höfum við notið stuðnings margra ómetanlegra starfskrafta, svo sem kirkjukórs safnaðarins, sem alltaf hefur mætt til hverrar messu, ásamt fleirum ágætum söngkröft- um undir stjórn hins mikilhæfa söngstjóra og kirkjuorganista, Jóns Isleifssonar, sem innt hefur mikið starf af höndum í okkar þágu endurgjaldslaust. Þá má og geta þess, að söfnuðir Kjalarnessprófastsdæmis, hafa samkvæmt tillögum prófastsins þar, séra Garðars Þorsteinssonar, stutt kirkjulegt starf Landakirkju mjög höfðinglega með mánaðar- legum fjárframlögum, sem komu sannarlega í góðar þarfir, þegar þörfin var mest. Fyrir allt þetta og margt fleira ber okkur vissulega að þakka. Við höfum valið til þess fimmtudags- kvöldið er kemur og það eru vin- samleg tilmæli mín, að allir Vest- mannaeyingar á þessum slóðum bregðist mannlega við og sýni lit á þakklæti sínu með því að fjöl- menna til kirkju Óháða safnaðar- ins kl. 8.30 á fimmtudag n.k. Þorsteinn L. Jónsson sóknarprestur. Þjóðhátíðarhefti Iceland Review NÝTT HEFTI tímaritsins ICELAND REVIEW er nýlega komið út og er það nokkru stærra en venjulega, flytur m.a. efni tengt þjóðhátíðarárinu, ásamt ýmsum öðrum fróðleik um land og þjóð. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, skrifar hér hugleiðingar um fyrstu landnemana, og fjallar um það hvers konar fólk þeir hafa verið og hvernig þeir hafa komið að landinu. Greinin er mynd- skreytt af Einar Hákonarsyni, listmálara. Þá skrifar Matthías Johannes- sen grein um skáldin og áhrifin, sem þau hafa orðið fyrir af náttúru landsins. Birtast með greininni litmyndir af náttúrufari eftir Rafn Hafnfjörð og Gunnar Hannesson. Árni Gunnarsson, fréttamaður, skrifar um Vestmannaeyjar, áhrif gossins á fólk á heimleið. Hvernig eyjaskeggjar eru að byrja að koma sér fyrir aftur, og hann greinir frá því helzta varðandi endurvakið lif í Eyjum. Myndir eru hér eftir Sigurgeir Jónasson og Sigurgeir Sigurjónsson, bæði f svarthvítu og litum. Þá er syrpa af loftmyndum frá óbyggðum landsins úr safni Land- mælinganna, og Sigurður A. Magnússon skrifar um endur- vakta heiðni á tslandi. Með þeirri grein birtist fjöldi mynda i litum, m.a. frá blóti Asatrúarmanna við Dragháls i fyrra. Haraldur J. Hamar, annar rit- stjóri Iceland Review, skrifar hugleiðingar um ást Islendinga á landinu og viðhorf þeirra til um- heimsins, og er sú grein prýdd fjölda litmynda. Þá er viðtal við Jakob Björnsson, orkumálastjóra, um hina miklu, óbeizluðu orku landsins, bæði í ám og jarðhita — og Eiður Guðnason gerir grein fyrir gangi mála í siðustu land- helgisdeilu og rekur þróun þeirra mála allra frá upphafi. Vilja hraða framkvæmdum við Suðurfjarðarveg Þá fylgir blaðinu litið frétta- blaó að vanda, og f heild er hér um að ræða mjög litskrúðugt og vandað hefti ritsins. HREPPSNEFNDIR Fáskrúðs- fjarðar-, Búða, Stöðvar- og Breið- dalshrepps komu saman til fund- ar á Fáskrúðsfirði 12. júlí s.l. Á þessum fundi var samþykkt sam- eiginleg áskorun um breytingar á vegaáætlun fyrir Suðurfjarðar- veg árin 1974—1977 til samgöngu- málaráðherra og þingmanna Austurlandskjördæmis. Fundurinn skorar á ofan- greinda aðila, að nokkrar breyt- ingar verði gerðar á vegaáætlun fyrir Suðurfjarðarveg. Beinast þær að því, að öllum framkvæmd- um verði hraðað og öðrum bætt inn í, þar sem vegur er slæmur. Bendir fundurinn á, að ef 45% framkvæmda áætlunartfmabils- ins verði settar á siðasta áriö, 1977, sé mikil hætta á frekari töfum á framkvæmd áætlunarinn- ar, en við það verði eigi unað. Ibúar hreppanna eigi ekki um aðra leið en Suðurfjarðarveg að velja til samgöngumiðstöðvar Austurlands, Egilsstaða, á vetr- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.