Morgunblaðið - 14.08.1974, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGUST 1974
25
BRUÐURIN SEIvi
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
26
Meö ótvíræöum hæfileikum
líkti Berggren eftir talsmáta
Jóakims og sagði:
— Ég var bara i þannig skapi,
að mér fannst það eiga við. Mér
fannst fara vel á því fyrir brúð-
guma, sem hafði verið kokkálaður
— eða hvað finnst yður, Berg-
gren?
Leo Berggren ygldi sig reiði-
lega. — Þessi líka monthani!
Christer og Löving gátu ekki
stillt sig um að hlæja, þegar þeir
sáu, hversu innilega argur lög-
reglustjórinn var.
Þeir ræddu alvarlega sin á
milli, hvernig rannsókninni
skyldi hagað, og var ákveðið, að
Berggren og Löving skyldu
annast það, sem beinlinis var i
sambandi við morðið! Aftur á
móti hafði Christer Wijk hug á
því að byrja á öðrum enda.
Eins og hann orðaði það sjálfur:
Hann ætlaði að byrja aftur á
byrjuninni. Skref fyrir skref
ætlaði hann að kanna, hvað
Anneli Hammar hafði aðhafst
föstudaginn, sem hún hvarf,
reyna eftir megni að finna skýr-
ingu á þvi, sem gerzt hafði i
blómabúðinni, reyna að komast
að þvf, hvar hún hafði haldið sig á
því timabili, sem hennar var
saknað og áður en hún var myrt,
og reyna að lokum að afla sér
vitneskju um, hverning á því stóð,
að hún hafði gengið á vit dauðans
rétt fáein fótmál frá heimili sínu.
Þegar hinir tveir voru farnir
sína leið, rakaði hann sig og skipti
um föt í flýti. Hann var dálftið
óstyrkur eins og alltaf, þegar
hann var að byrja fyrir alvöru á
nýju máli. Hann var að byrja elt-
ingarleikinn — eltingarleik þar
sem bráðin var einhver óþekkt
manneskja. Hættuleg kannski, en
alltént örvita af skelfingu — og
hafði rekið Anneli með hnífi i
hjartastað...
Hann stóð andartak kyrr við
mynd af Anneli, sem var á bóka-
hyllunni í dagstofunni. Það var
ný mynd, og fegurð hennar naut
sín til fullnustu. Hún var ekki
döpur á svipinn, en einhver þung-
lyndisbær hvfldi yfir andliti
hennar og sú ákvörðun, sem hann
hafði tekið um, að morðingja
hennar skyldi hann finna, hvað
sem það kostaði, tók á sig enn
skýrari mynd í huga hans.
Næstu klukkutimana gekk
Wijk lögregluforingi manna á
milli í bænum, hann nam staðar á
götuhornum og hjalaði við kunn-
ingja, drakk kaffibolla á veitinga-
húsum og ræddi lengi við tvær
gráhærðar konur, sem voru að
koma úr kirkjunni. Hann var alls
staðar, þar sem hann eygði mögu-
leika á að þefa upp einhverjar
kjaftasögur.
Og það var hreint ekki svo litið,
sem hann fékk að vita.
Jóakim Kruse hefði myrt unn-
ustu sína; allir virtust á einu máli
um, að ekki kæmi annað til
greina. Menn voru ekki alveg
sammála um ástæðuna fyrir því,
en kenningarnar voru sumar
vægast sagt ævintýralegar: Hin
móðursjúka móðir Anneli hafði
neytt hana til að trúlofast mann-
inum, sem síðar hafði orðið henni
að bana. Hún hefði elskað Lars
Ove Larsson, en Dina Richards-
son, sem væri hin mesta rótunga,
hefði talað illa um hann við
Anneli eða öfugt, svo að ekkert
hefði orðið meira á milli þeirra.
Öreiða væri á fjármálum Jóa-
kims Kruse. Egon Ström ætti i
iniklum fjárhagserfiðleikum.
Sebastian Petren ætti í miklum
fjárhagserfiðleikum. Jóakim
Kruse væri margfaldur milljóna-
mæringur. En hvernig hafði hann
aflað sér þessara milljóna, væri
ekki ráð að lögreglan kynnti sér
það eilítið nánar?
Sebastian Petren og Fanny
Falkman ættu í levnilegu ástar-
bralli . . . Fanny Falkman gerði
hvað sem var fyrir peninga.
HVAÐ SEM VAR. Hann gætibara
spurt Petrensysturnar um það!
— Anneli hefði í raun og veru
elskað Frakka, sem hún skrifaði
heit og innilega ástarbréf. Hún
hafði verið ákaflega utan við sig
hjá hárgreiðslukonunni á föstu-
daginn.
— Frú Anderson sagði, að hún
hefði varla svarað, þegar hún yrti
á hana og hún arkaði framhjá sér,
þótt ég sæti rétt við hliðina á
henni, án þess að yrða á mig, og
það er alls ekki líkt henni, þvi að
ég veit auðvitað, að margt má um
Anneli Hammar segja, en hroka-
full var hún ekki . . . hún líktist í
föðurættina sem betur fer að þvi
leyti.
— Hún hefði komið hágrátandi
út af skrifstofu Petrens um eitt-
leytið á föstudaginn, og hún hafði
snýtt sér hvað eftir annað i stór-
eflis vasaklút.
— Enginn í Skógum hafði séð
hana fara úr verzlun Fannyar
Falkman og yfirleitt alls ekki séð
henni bregða fyrir, eftir að hún
fór i verzlunina.
Þar með var Christer enn á ný
kominn i strand. Og honum
fannst áhöld um, hvort allar
þessar sögur, sem hann hafði
VELVAKADJOI
Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags Þetta minnir á atvik, sem gerðist á Þingvöllum á sjálfri þjóðhátíðinni sælu. Krakkar stóðu við handriðið við Peninga- eiá oe voru að leika sér að bví að hún „Sólnætur". Sumum finnst hún eflaust sýnu skárri en sú sem ég nefndi hér á undan, en ég verð að segja það fyrir mitt leyti, til almennings um að ganga vel um gróður landsins. Þetta er góð regla, þvi að allt lif á rætur sinar að rekja til gróðursins. Enginn
Tíeyringurinn
blívur
„Kæri Velvakandi.
Ég — og raunar fleiri — var
orðinn þeirrar skoðunar, að svo
illa væri komið fyrir krónunni
okkar, að hún væri ekki lengur til
skiptanna. En svo fékk ég um
daginn reikning frá ágætri, opin-
berri stofnun upp á nokkrar þús-
undir króna og tuttugu aura. Ég
tók þetta ekki alvarlega með
tuttugu aurana, skrifaði því ávis-
un upp á þúsundirnar en sleppti
tuttugu aurunum. „Það vantar
tuttugu aura,“ sagði blið gjald-
keraröddin. „Tuttugu aura,“
hváði ég. „Var ekki samþykkt um
það tillaga í þinginu, eða kannski
var það tilskipun frá ríkisstjórn-
inni, að aurum skyldi sleppt við
heildaruppgjör, annaðhvort
hækkaðir upp eða felldir niður?“
„Ég veit það ekki,“ sagði gjald-
kerinn og var ekkert nema elsku-
legheitin, „en þeir heimta ná-
kvæmt uppgjör." Ég fór ekkert
nánar út i það, hverjir þessir þeir
væru, fann krónu í vasanum og
gjaldkerinn taldi vandlega átta
tíeyringa úr kassanum og rétti
mér.
Ég hlýt að vera orðinn svo
mikill „milli", hugsaði ég, þegar
ég gekk út, að ég hugsa ekki
lengur i aurum, krónan er mín
peningaeining. En nú var ég með
átta tfeyringa í vasanum, þeir
hlutu þó að vera einhvers virði,
fyrst „hið opinbera“ gat ekki séð
af tuttugu aurum. — Vonandi er
kassinn ekki orðinn svo tómur, að
þctta sé gert til þess að eitthvað
sé þar til að telja.
„Milli“ I aurum.“
kasta peningum í gjána. Þegar
nánar var aðgætt kom i ljós, að
þeir voru með tieyringa og
skemmtu sér við að láta þá fljóta
ofan á vatninu.
Þetta er raunhæfasta tilraun til
að láta gengið fljóta, sem við mun-
um eftir.
0 Framhaldssögur
í útvarpi
Ásta Magnúsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ekki hef ég nú lagt það í vana
minn að hlaupa í blöðin þótt mér
mislíki eitthvað, en nú verð ég að
biðja þig að miskunna þig yfir
mig.
Það eru framhaldssögurnar í
útvarpinu, sem ég á svo bágt með
að sætta mig við. Mig langar bara
til að vita hver það er, sem velur
sögurnar, og fyrir hverja þær eru
þá ætlaðar.
Rétt er þó að láta blessaða
mennina njóta sannmælis, en
ekki eru allar sögur, sem heyrast í
útvarpinu leiðinlegar, en það er
eins og í seinni tíð hafi einhver
furðuleg sjónarmið verið látin
ráða ferðinni að þessu leyti.
Um þessar mundir er lesin
saga, sem heitir „Arminningar",
og veit ég um skoðun margra á
þeirri sögu, því að hún var ein-
mitt til umræðu á vinnustað
mínum nýverið. Bar öllum saman
um, að i fyrsta lagi væri sagan
þrautleiðinleg, auk þess sem hún
væri vart til flutnings í útvarpi
fallin sökurn sóðalegs orðbragðs.
Önnur saga er einnig lesin i
útvarp þessa dagana, og heitir
sjaldan heyrt.
Að vísu eru framhaldssögu-
málin með versta móti þessa dag-
ana, svo það er kannski ekki sann-
gjarnt að vera að finna að þessu
einmitt núna, en ég hélt nú satt að
segja, að nóg væri til af góðum
sögum í veröldinni.
Auðvitað hlýtur það alltaf að
vera matsatriði hvað séu góðar
bókmenntir og hvað ekki, en var
ekkert athugað með framhalds-
sögusmekk útvarpsnotenda í þess-
ari margumtöluðu könnun, sem
fram fór á vegum útvarpsins i
vetur?
Það er áreiðanlega nóg til af
góðum íslenzkum sögum, sem
hægt væri að lesa í útvarpið.
Ein frægasta saga og vin-
sælasta, sem hér hefur heyrzt í
útvarpi er Bör Börsson. Svo mikið
er búið að tala urn þann lestur og
frábæran flutningHelga Hjörvar,
að allir vita, að lesturinn er ekki
til á segulbandi eða stálþræði. En
væri nokkur goðgá að fá einhvern
snjallan lesara til að lesa þessa
sögu?
Það er ekki nóg að fylla í ein-
hverjar eyður i útvarpsdag-
skránni, — það verður lika að
reyna að hafa það efni, sem flutt
er við hæfi sem flestra.
Ásta Magnúsdóttir."
0 Reglur náttúru-
verndarráðs
M.B. skrifar:
„Nýlega sendi náttúruverndar-
ráð frá sér reglur eða hvatningu
menn eða dýr.
En er þetta ekki svolítið bros-
legt I landi þar sem 12 hundruð
þúsund sauðkindur darka hirðu-
lausar, nagandi og bítandi hvað
sem þær vilja sjálfar.
Sauðkindin á mesta sök á gróð-
ureyðingu landsins, þvi eins og
stendur í vísunni:
„Bera snoppu að blómsturtopp,
og blöðin kroppa af greinum."
M.B.“
Við þetta má kannski bæta, að
ekki er síður broslegt, eða eigum
við kannski að segja grátbroslegt,
að heyra eigendur sauðfjár fárast
yfir því þegar ekið er á sauðfé á
þjóðvegunum. Það ráfar stefnu-
laust urn hvar sem cr meðfram
þjóðvegum landsins, og sauðkind-
inni er flest betur gefið en þekk-
ing á umferðarreglum.
Hvenær skyldi sá dagur koma,
að girðingar verða meðfram veg-
um, þannig að ekki stafi stöðug
hætta af villuráfandi sauðurn?
Um siðustu helgi varð Vel-
vakandi tvivegis vitni að þvi, að
við lá, að slys yrðu vegna þess, að
kindur rásuðu skyndilega út á
veginn. I bæði skiptin var það
snarræði bifreiðarstjórans að
þakka, að hvorki urðu slys á
mönnum eða skepnunt.
Það hefur verið einhver tizka
hér að skella allri skuldinni
ökumenn þegar illa hefur farið
en hverjum dytti til dæmi's i hug
að vísa börnum á þjóðvégina til að
leika sér á? Eru þau þó mun lík
legri til að geta varað sig á um
ferðinni en sauðféð.
03^ S\GeA V/íJGA É 1/LVtfcAU
GVENOOft
VEK'STöR
&
ví
'L\. m faa
VlAWN ‘Sföt'MÓffoK OG
gewowö? og mm m
WELST im LÍTA 0?P..
r
vá mvm miN
mv/N\ 5IK4X ÁUW\
Þjóðar-
fram-
leiðslan
jókst um
134,5%
frá
1950—70
A TlMABILINU 1951—70 jókst
verg (brúttó) þjóðarframleiðsla á
tslandi, miðað við fast verðlag,
um 134,5% eða um 4% að meðal-
tali. Vöxtur þjóðartekna á sama
tfmabili var 93,5%, sem svarar til
3,3% aukningar á ári. Stafar mis-
munurinn af versnandi viðskipta-
kjörum. A fyrri hluta tfmabilsins
(1951—60) var vöxtur þjóðar-
framleiðslunnar 53,3% eða um
4,4% á ári, en á næsta áratug
(1961-70» 52,9% eða einnig um
nær 4,4% árlega. Þjóðartekjur
uxu 32,2% á fyrri hluta tfma-
bilsins en 46,4% á þeim sfðari, en
þetta samsvarar 2,8% aukningu
fyrri hlutann en 3,9% aukningu
hinn sfðari.
Þessar upplýsingar koma fram í
ritinu „Opinberar aðgerðir og at-
vinnulifið 1950—70“, sem nýlega
er komið út á vegum Landssam-
bands iðnaðarmanna og Félags
islenzkra iðnrekenda.
Verg þjóðarframleiðsla á íbúa
jókst allmiklu hægar á þessu
tfmabili sakir mikillar fólksfjölg-
unar. Á árinu 1950 var verg
þjóðarframleiðsla á mann 135
þúsund krónur en á árinu 1970
223 þúsund krónur, miðað við fast
verðlag. Hæstar urðu þjóðartekj-
urnar á þessu tfmabili á árinu
1966 er þær námu 233 þúsundum
króna á íbúa. Lægstar voru
þjóðartekjurnar á hvern mann á
árinu 1952 þegar þær numu 125
þúsund krónum. Mest aukning
milli ára varð 1952—53 en þá juk-
ust þjóðartekjur á mann á einu
ári um 12%. Á árunum 1963 og
1964 jukust þær um 7,9% og
7,8%. Mest hrap milli ára var
milli áranna 1967—68, en þá féllu
þjóðartekjurnar á mann um 7,1%.
Sé litið yfir allt timabilið
1950— 70 kemur í ljós, að þjóðar-
framleiðsla á mann jókst um
65,2%, en framleiðslumagnið í
heild jókst, eins og áður sagði, um
134,5%. Þjóðartekjur á mann juk-
ust um 36,8% (1950—69), sem
samsvarar 2,6% og 1,6% árlegri
aukningu að meðaltali. Sé tíma-
bilinu skipt í tvennt, þ.e.
1951— 60 og 1961—69, verður
aukning þjóðarframleiðslunnar á
mann 25,2% fyrra tfmabilið, en
32% það síðara. Þjóðartekjur á
mann jukust um 6,6% á fyrra
tímabilinu en um 28,2% á því
siðara. Á síðari áratugnum dró
smám saman úr fólksfjölgun, en
hún var i hámarki árið 1957,
þegar fólki fjölgaði um 2,54% frá
árinu áður. í lágmarki var fólks-
fjölgunin á þessu tfmabili á árinu
1970 eða aðeins 0,56%. Meðaltals-
mannf jölgun áranna 1959—69 var
1,40% á ári og hafði Tyrkland eitt
hærra meðaltal OECD landa, en
þarfjölgaði fólki um 2,65% á ári.