Morgunblaðið - 21.08.1974, Qupperneq 1
Wilson vill þjóð-
nýtingu hafnanna
London 20. ágúst AP.
Verkamannaflokksstjórn
Harolds Wilson tilkynnti í
dag, að hún hefði í undir-
búningi lagafrumvarp um
þjóðnýtingu allra hafna á
Bretlandi. Skv. frumvarp-
inu ergert ráð fyrir, að sett
verði á stofn sérstök
hafnarmálastjórn, sem
hafi yfirstjórn allra mála
varðandi brezkar hafnir.
Flestar hafnir á Bretlandi eru
nú undir stjórn viðkomandi
bæjaryfirvalda, þ.á m. hafnirnar í
Lundúnum, Liverpool og Manc-
hester. Ef af þjóðnýtingaráform-
unum verður munu litlar einka-
hafnir eins og Felixtowe og
Shoreham teknar undir ríkis-
Talsmaður íhaldsflokksins í
iðnaðarmálum, Eldon Griffiths,
sagði f dag, að Ihaldsflokkurinn
myndi leggjast gegn þessum þjóð-
nýtingaráformum og sagði, að svo
virtist sem verkalýðsfélögjn f
Bretlandi væru farin að mynda
stefnu stjórnar Wilsons. Er gert
ráð fyrir, að Griffiths hafi hér átt
við tilkynningu stjórnarinnar
fyrr í þessum mánuði um að hún
mundi þjóðnýta ailar stærstu
skipasmíðastöðvar landsins og
skipaviðgerðarstöðvar. Vfst er
talið, að Wilson muni næstu daga
boða til nýrra kosninga í lok
september eða byrjun október.
Rockefeller og Ford á blaðamannafundinum í gær.
Utnefningu Rockefellers fagnað:
stjórn.
I bréfi Fred Mulleys samgöngu-
málaráðherra til ýmissa hags-
munasamtaka segir, að þjóð-
nýting hafnanna sé gamalt loforð
Verkamannaflokksins. Þjóð-
nýtingin muni hafa f för með sér
nauðsunlegan sveigjanleika fyrir
brezkt viðskiptalíf.
„Einn af reyndustu og hæf-
ustu mönnum Bandaríkjanna
Styrjaldarhættan afstaðin?
Washington 20. ágúst AP—NTB.
(Sjá grein ábls. 13).
„HANN verður stórfínn liðsmaður fyrir mig, Banda-
ríkin og heiminn,“ sagði Gerald Ford Bandaríkjaforseti,
er hann I stuttri sjónvarps- og útvarpsræðu tilkynnti
útnefningu Nelsons Rockefellers, fyrrum fylkisstjóra
New York, í embætti varaforseta.
IJtnefningunni var í dag fagnað
af Bandarikjamönnum og flestir
bandarísku þingmannanna létu í
ljós ánægju sfna. Hugh Scott, leið-
togi repúblikana í öldungadeild-
inni, sagðist vonast til, að þingið
staðfesti útnefningu Rockefellers
á 35—40 dögum, en ekki 55
dögum, eins og það tók að stað-
festa útnefningu Fords fyrr á
árinu.
Reglu- og stjórnunarnefnd öld-
ungadeildarinnar byrjaði þegar í
dag umfangsmikla rannsókn á
ferli Rockefellers og bað alríkis-
lögregluna FBÍ um fullkomna
rannsókn á öllum málum fylkis-
stjórans. Þá var þingbókasafnið
beðið um að safna saman öllum
ræðum Rockefellers og öllum
greinum, sem um hann hafa verið
skrifaðar. Howard Cannon, for-
maður nefndarinnar, sagði, að
nefndin myndi biðja Rockefeller
um fullkomið uppgjör á skatt-
skýrlum hans og heimild til að fá í
hendur skýrslur frá læknum
hans. Cannon sagði, að erfiðasta
vandamálið yrði að komast að því
hvort hin gífurlegu auðævi
Rockefellers myndu valda hags-
munaárekstrum vegna embættis
hans. Cannon sagði, að nefndin
myndi ekki geta hafið opinbera
fundi um staðfestinguna fyrr en
eftir 4. september nk. Meirihluti
beggja þingdeilda þarf að stað-
festa útnefninguna. Af hálfu full-
trúadeildarinnar fjallar dóms-
málanefndin um málið.
Rockefeller sagði á fundi með
fréttamönnum f dag, að það væri
sér mikill heiður að fá að þjóna
Ford og þar með öllum Banda-
ríkjamönnum. Er fréttamenn
spurðu hann hversu miklar eignir
hans væru svaraði Rockefeller:
„Þið eruó ekki þingnefndin, sem
á að fjalla um það. Ég mun fara að
öllu leyti eftir því, sem lögin
kveða á um, og svara öllum þeim
spurningum, sem þingnefndir
kunna að spyrja mig.“ Hann sagð-
ist gera ráð fyrir, að eignir sínar
yrðu settar í sérstakan sjóð.
Rockefeller sagðist telja, að
Ford myndi örugglega bjóða sig
fram í forsetaembættið 1976.
Hann sagðist hafa hvatt hann til
þess og gerði ráð fyrir, að svo
yrði. Þetta er í fyrsta skipti, sem
fram kemur, að Ford, sem ekki er
kjörinn I forsetaembættið, hefur
minnzt á pólitíská framtíð sína,
en aðeins 11 dagar eru liðnir frá
þvi að hann tók við af Nixon.
Eins og fyrr segir fögnuðu þing-
menn útnefndingu Rockefellers
og m.a. sagði Carl Albert forseti
fulltrúadeildarinnar: „Rockefell-
er er einn af reyndustu og hæf-
ustu mönnum Bandarfkjanna og
ég geri ráð fyrir, að útnefning
hans vefði staðfest án tafar."
Sama sagði Frank Moss öldunga-
deildarþingmaður demókrata,
sem á sæti í reglu- og stjórnunar-
nefndinni. Mike Mansfield, leið-
togi demókrata f öldungadeild-
inni lýsti Rockefeller sem frábær-
lega hæfum manni. Eini maður-
inn, sem lét í ljós efasemdir, var
Framhald á bls. 16
Lang-
sóttur
snafs
Shirley
Temple
sendiherra
Washington 20. ágúst AP.
FORD Bandarfkjaforseti út-
nefndi f dag leikkonuna frægu
Shirley Temple sendiherra
Bandarfkjanna f Ghana.
Shirley Temple er nú 46 ára að
aldri, gift og þriggja barna
móðir. Hún beið ósigur f kosn-
ingum til fulltrúadeildarinnar
f Kalifornfu fyrir tveimur ár-
um, en hefur tekið virkan þátt
f bandarfskum þjóðmálum, sat
m.a. 24. allsherjarþing S.Þ.
sem fulltrúi Bandarfkjanna.
Shirley Temple lék f 40 kvik-
myndum og 50 sjónvarpsþátt-
um, en dró sig f hlé frá leik-
störfum fyrir mörgum árum.
Rólegra á Kvpur:
Nikósíu, London og
Washington 20. ágúst AP.
TILTÖLULEGA rólegt var á Kýp-
ur f dag og að sögn talsmanna
sameinuðu þjóðanna var aðeins
vitað um örfá tilfelli þar sem
skipzt var á skotum, en jafnframt
hermdu fregnir, að aukin spenna
rfkti nú milii liðsmanna Sam-
einuðu þjóðanna og tyrkneska
innrásarhersins. Stjórnin á Kýp-
ur fyrirskipaði f morgun útgöngu-
bann frá sólarlagi og bannaði
einnig allar hópgöngur f kjölfar
morðsins á bandarfska sendi-
herranum á Kýpur, Rodgers
Davis, f gær.
Lfk sendiherrans var flutt með
flugvél heim til Bandarfkjanna
sfðdegis í dag, en sama flugvélin
kom með eftirma'nn hans L. Dean
Brown, aðstoðarutanrfkisráð-
herra. Stjórnin á Kýpur gaf i dag
út handtökuskipun á hendur
þriggja Kýpurbúa vegna morðs-
ins á sendiherranum, en ekki var
í tilkynningu stjórnarinnar sagt
frá nöfnum þeirra, sem leitað er.
I tilkynningunni lofar stjórnin, að
þeir óábyrgu aðilar, sem stjórnin
álftur að hafi staðið að baki blóðs-
úthellingunum, verði færðir fyrir
rétt.
Brezka stjórnin tilkynnti í dag,
að hún hefði hafið nýjar tilraunir
til að koma Genfarviðræðunum
um Kýpur á stað á ný. Ræddi
brezki landstjórinn á Kýpur við
Clerides forseta í dag og viðræður
við Mavros utanríkisráðherra
Grikklands og Gunes utanrfkis-
ráðherra Tyrklands eru í bfgerð.
Areiðanlegar heimildir í
Ankara segja, að Tyrkirlivetji til
þess, að komið verði á fót sam-
bandsríki Tyrkja og Grikkja á
Kýpur, en stjórnin f Anakara hef-
ur á sama tíma hafið umfangs-
mikla aðstoð við Tyrki á Kýpur til
að setja á stofn sjálfstæða stjórn á
eynni. Hefur stjórnin skipað sér-
staka nefnd til að annast þessa
aðstoð og hefur nefndin setið á
stöðugum fundum til að gera
áætlanir í þessu sambandi.
Herma heimildirnar, að þúsundir
Tyrkja frá meginlandinu verði
sendir til Kýpur til að aðstoða við
framkvæmdir, þar á meðal
stjórnunarfræðingar, lögfræðing-
ar, byggingatæknifræðingar, iðn-
verkfræðingar, búfræðingar
o.s.frv. Tyrkir hafa nú á sínu
valdi um 40% landsvæðis á Kýp-
ur.
Tyrkneskir hermenn á Kýpur
fundu í dag fjöldagröf við þorpið
Aloa með 57 lfkum tyrkneskra
manna, þar á meðal kvenna og
smábarna, sem tyrknesk herna-
ðaryfirvöld segja, að grískir þjóð-
varðliðar hafi myrt. Aðeins þrír
þorpsbúa komust hjá aftöku.
Segja Tyrkir, að þetta séu aðeins
fyrstu sannanirnar um fjölmörg
Framhald á bls. 2.
Lang-
sóttur
snafs
Bridgeport Connecticut
20. ágúst.
LÖGREGLAN f Bridgcport
handtók f dag tvo menn og eru
þeir sakaðir um að hafa reynt
að fylla fangana f fylkis-
fangelsinu f Bridgeport.
Mennirnir skildu tvær
gallónflöskur af áfengi fyrir
utan glugga fangelsisins og
tóku úr þeim tappana. Fang-
arnir ráku sfðan 3ja metra
langa slöngu niður f flöskurn-
ar og reyndu að sjúga. Fanga-
verðir komu fljótlega á vett-
vang og bundu enda á þessa
hanastéisveizlu. Yfirfanga-
vörðurinn sagði við frétta-
menn, að hann vissi ekki til, að
nokkur fanganna hefði fundið
á sér, enda þyrfti mikinn sog-
kraft til að ná sér f snafs og
hefðu tveir fangar orðið bláir f
framan áður en þeir gáfust
upp.