Morgunblaðið - 21.08.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.08.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1974 3 Skymaster-flugvél frá danska hernum kom um hádegisbilið I gær til Keflavíkurflugvallar frá Meistaravlk á Grænlandi með mennina þrjá, sem dönsk þyrla náði I til Nansensfjarðar á laugardag, eftir að flugvél þeirra hafði hlekkzt á skömmu eftir hádegisbilið á föstudag. Mennirnir, sem eru Lúðvík Karlsson flugmaður, Páll Krist- jánsson flugmaður og Þjóðverji að nafni Thomas Gruler, voru allir við góða heilsu þegar þeir komu til Islands, en þeir höfðu beðið í nokkuð á annan sólar- hring eftir björgun þegar hún barst. — Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, voru mennirnir að vinna að flugvallargerð I Nansensfirði þegar vélinni hlekktist á, en ætlunin var að fljúga þangað seinna með þýzka fjallgöngumenn, sem ætluðu að klífa einn hæsta tind Grænlands, sem þarna er. I gærkvöldi hittum við þá Pál og Lúðvík að máli og spurðum fyrst hver ástæðan hefði verið fyrir því, að vélinni hlekktist á. „Ég kom einn á vélinni, sem var af gerðinni Cessna 180, til Nansensfjarðar skömmu eftir hádegi á föstudag, sagði Páll, „en þá var ég búinn að fara til Isafjarðar með einn leiðangurs- manna, Hannes Thorarensen fallhlífarstökkvara. Nú, ég lenti vélinni og gekk það að óskum.“ — En hvað gerðist sfðan? Reynsluflugtak „Við ákváðum," sögðu Lúð- vík og Páll, „að fara tveir upp I vélinni og hafa það sem reynsluflugtak, þvf við vildum kanna hvernig flugtakið gengi, og þyngdum við vélina með bensíntunnu, en dr. Gruler beið á jörðinni. Flugtakið gekk að óskum, og síðan komum við aftur til lendingar. Gekk það vel i fyrstu, en þegar vélin var komin að því að stöðvast, sprakk á vinstri hjólbarða, og skipti þá engum togum, að hjólið grófst niður, vélin fór út af brautinni, og hvolfdi." — Hver var ykkar fyrsta hugsun eftir að óhappið átti sér stað? „Við hugsuðum fyrst um að komast út úr vélinni, en síðan fórum við að líta i kringum okkur. Við könnun á vélinni kom í ljós, að hún var ekki mikið skemmd, en við sáum strax, að ekki var hægt að gera við hjólbarðann, þar sem brotnað hafði út úr felgunni." Gruler upp á fjall með neyðarsendinn „Nú, þvf næst hófumst við handa við að ná neyðarsend- inum úr vélinni og er því var lokið, lagði Tomas Gruler af stað upp á næsta fjall með send- inn, en hann er þaulvanur fjall- göngumaður. Aftur á móti fórum við að taka ýmislegt úr vélinni. Það fyrsta, sem við tókum, voru framsætin, og sfðan fengum við okkur sæti í þeim og byrjuðum að lesa nýj- ustu blöðin, sem Páll hafði komið með frá Isafirði. Ég var byrjaður á annarri sfðu Morgunblaðsins," segir Lúðvík, „þegar gífurlegir skruðningar í skriðjöklinum byrjuðu, og skipti það engum togum, að ísborg á stærð við fjall steyptist í sjóinn. Þarna kom hún niður 10—20 kíló- metra í burtu frá okkur, og höfðum við ekki miklar áhyggjur." „Urðum að flýja undan flóð- bylgju” Flóðbylgja kemur — En hvað gerðist sfðan? „Fyrstu sekúndurnar gerðist ekkert annað á firðinum, nema hvað litlir ísjakar voru á hoppi um allt og tókum við eftir því, að þeir hækkuðu á sjónum, þeg- ar miðað var við borgarísjak- ana. En fyrr en varði var sjórinn kominn upp á fjöru- kampinn fyrir framan okkur, en hann var í um 1 metra hæð yfir sjónum áður. Við áttuðum okkur strax, gripum það laus- legt, sem var f kringum okkur, og tókum á rás. Heil flóðbylgja og fsjakar eltu okkur, en við náðum upp á hól, sem var þarna skammt frá, í tæka tíð, en þá voru fyrstu jakarnir ekki nema 2—3 metra á eftir okkur. Höfum við sennilega sett Islandsmet á þessari vega- lengd. Það, sem við gátum grip- ið með okkur, voru neyðarblys, matarpakki, riffill og álsvefn- Þremenningarnir við heimkomuna í gær. Talið frá v.: Thomas Gruler, Lúðvík Karlsson og Páll Krist- jánsson. Ljósm. Mbl.: Brynjólfur. Thomas Gruler við flug- vallargerðina. pokar. Það kom í ljós, að við höfðum týnt myndavélinni, kíki og fleiru. Myndavélina fundum við seinna á kafi í leðju. Þetta gerðist rúmum tveimur tfmum eftir að vélinni hlekktist á. — Gruler, sem var uppi á fjalli, sá þegar ísfjallið fór af stað og kom hann í þeysingu niður eftir hlíðinni. Flóðið hjaðnaði fljótlega, en ekki var þó alveg þurrt í kringum okk- ur fyrr en eftir sólarhring og geysimikil drulla var um allt. Sagði Gruler, þegar hann kom, að hann hefði haldið, að hann myndi vart sjá okkur á lifi. Taldi hann sjóinn hafa gengið 100—200 metra í loft upp þegar fsfjallið brotnaði." 1<ALT UM NÖTTINA — Hvað var næst á dagskrá? „Við komumst fljótlega að vélinn og þá kom í ljós, að hún hafði gjöreyðilagzt. Við byrjuð- um þá að rífa allt nýtilegt úr henni. Tókum við m.a. hæðar- mæli, hitamæli, klukku og átta- vita úr vélinni, og þar með vor- um við búnir að koma upp vísi að veðurathugunastöð. Þá rist- um við klæðninguna úr vélinni og tókum allt, sem hægt var að brenna eins og hjólbarða og felgur, sem eru úr magnesfum og brenna vel. Síðan fórum við að búa okkur undir nóttina." — Hvernig leið ykkur þarna um nóttina og var ekki kuldinn nfstandi? „Það er ekki hægt að neita þvf, að kuldinn var mikill um nóttina fyrst og fremst vegna hins mikla raka, sem var í loft- inu. Við notuðum reyndar ál- svefnpokana, en að okkar mati eru þeir ekki góðir i háu raka- stigi. Betra hefði verið að hafa dúnsvefnpoka og álpoka utan- yfir. Við skiptumst á um að vaka og vaktmaður hafði alltaf riffilinn við höndina af ótta við Framhald á bls. 16 Thomas Gruler og Páll Kristjánsson sitja hér á öðrum væng fíugvélar- innar skömmu eftir óhappið. t f jarska má sjá grænlenzka jökulinn. Ljósm. Lúðvfk Karlsson. — Hjólbarðinn sem sprakk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.