Morgunblaðið - 21.08.1974, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGUST 1974
5
Þýzkir slökkviliðs-
menn í heimsókn
Dagana 17. til 27. ágúst
dvelja hér á landi 14
slökkviliðsmenn frá
Seelenberg í V-Þýzkalandi
á vegum Landssambands
slökkviliðsmanna. Þeir eru
að endurgjalda heimsókn
slökkviliðsmanna, er fóru
héðan til Seelenberg á
síðastliðnu sumri á vegum
Landsambands slökkviliðs-
manna.
Þjóðverjarnir munu
ferðast töluvert um á
meðan þeir dveljast hér og
þiggja heimboð nokkurra
aóildarfélaga sambandsins
m.a. félags slökkviliðs-
manna í Grindavík, Árnes-
sýslu og Borgarfirði. Þeir
munu einnig heimsækja
nokkrar stofnanir á ferð-
um sínum, m.a. slökkviliðið
í Reykjavík, Keflavíkur-
flugvelli, Hitaveitu
Reykjavikur, Sementverk-
smiðjuna, Islenzka
álfélagið, Laxeldisstöðina
Kollafirði, og Búrfells-
virkjun, auk heimsóknar
til borgarstjórans i Reykja-
vík.
Landsamband slökkvi-
liðsmanna þakkar öllum
þeim aðilum, er gert hafa
þessa heimsókn mögulega.
stefnan í Caracas: Menn vondaufir um
samkomulag um yfirlýsingu
Caracas, 19. ágúst
frá Margréti R. Bjarnason.
Meðal fréttamanna, sem
fylgjast með gangi mála á haf-
réttarráðstefnunni hér í Cara-
cas, hefur mikið verið rætt um
það síðustu dagana, hvort gef-
in verði út í lokin einhvers
konar yfirlýsing um grundvall-
arsjónarmið eða stefnumótun
ráðstefnunnar og hvað gerist ef
engin slík yfirlýsing verður gef-
in út hvort hin ýmsu ríki muni
grípa til einhliða ráðstafana
þegar i vetur.
Að því er fyrra atriðið varðar
heyrist mér menn almennt
orðnir mjög vondaufir um, að
samkomulag náist um yfirlýs-
ingu í lokin. Forseti ráðstefn-
unnar, Hamilton Shirley
Amerasinghe, er sagður hafa
verið þess mjög fýsandi, að
einhvers konar stefnumarkandi
Caracasyfirlýsing yrði samin,
en hugmyndin mun hafa mætt
verulegri andstöðu bæði meðal
iðnríkjanna og vanþróuðu ríkj-
anna á þeirri forsendu, að
menn verði áreiðanlega ekki á
eitt sáttir um það að svo komnu
máli, hvað eigi að taka rneð í
slíkri yfirlýsingu og hvað eigi
að skilja eftir.
Sem dæmi er tiltekið, að
Suður-Ameríkurikin myndu
ekki fallast á yfirlýsingu, þar
sem segði eða væri látið að því
liggja, að landhelgi yrði vænt-
anlega 12 mílur, þar eð þau
halda fast við kröfu sína um
200 mílna landhelgi þangað til
þeim hefur verið tryggð full-
komin 200 mílna efnahagslög-
saga. Sömuleiðis mundu marg-
ar þjóðir ekki skrifa undir yfir-
lýsingu, er kvæði á um sterka
efnahagslögsögu, jafnvel þótt
ekki yrði tiltekið, að hún ætti að
verða 200 mílur. Ber allt að
sama brunni, ekkert ríkjanna
vill láta af sínum kröfum fyrren
þau eru viss um að hafa fengið
eitthvað í staðinn.
Hvað síðara atriðið varðar —
hugsanlegar einhliða aðgerðir
hinna ýmsu ríkja, ef ekki næst
samkomulag um yfirlýsingu —
eru menn mjög á öndverðum
meiði.
Sumir segja, að t.d. Norð-
menn muni varla komast hjá
þvi að færa út fiskveiðilögsögu
sína einhliða, norski fiskiðnað-
urinn og sjómenn, einkum í
Norður-Noregi hafi verið taldir
á þá skoðun, að rétt væri að
bíða með aðgerðir eftir úslitum
ráðstefnunnar hér í Caracas, en
ekki verði hlaupið að því að
sannfæra þessa aðila um nauð-
syn þess að bíða enn í heilt ár.
Aðrir telja, að einhliða útfærsla
mundi einungis kalla yfir Norð-
menn málaferli fyrir Alþjóða-
dómstólnum í Haag og e.t.v.
óhagstæðan úrskurð og því
hljóti þeir að hinkra við.
Færi Norðmenn út sína fisk-
veiðilögsögu er talið næsta
víst, að Bretar geri slíkt hið
sama og síðan hver þjóðin af
annarri. Meðal annars eru uppi
sterkar raddir um einhliða út-
færslu bandarískrar fiskveiði-
lögsögu áður en langt um líður.
En í Bandaríkjunum rekast á
margvíslegir hagsmunir í þessu
sambandi, sem m.a. má sjá af
fjölda fulltrúa í sendinefnd
þeirra, en þar eru um 40
manns.
Fundahöldum, er haldið
áfram hér af fullum krafti, bæði
í nefndunum þremur, undir-
nefndum auk óformlegra við-
ræðna hinna ýmsu aðila.
I fyrstu nefnd hafa hin
stríðandi sjónarmið kristallazt
verulega. Þar lögðu 77-ríkja
hópurinn (sem telur nú 102
ríki), EBE-rikin og Bandarikin
fram til.lögur í síðustu viku um
það, hvaða aðilar ættu að hafa
heimild til málmvinnslu af hafs-
botni og verða þær ræddar á
opnum fundi i dag.
í annarri nefnd hefur síðustu |
dagana verið rætt um helztu
sjónarmið (main trends), sem
fram hafa komið í viðræðunum
í sumar ög er þeim umræðum
haldið áfram i dag. Þar komu
fram tillögur fyrir helgina um
efnahagslögsögu (frá Búlgaríu,
A-Þýzkalandi, Póllandi og
Sovétrikjunum), um efnahags-
lögsögu og yfirráð yfir land-
grunni utan efnahagslögsögu
(frá Bandarikjunum) og um far-
stofna (frá Ástralíu).
í þriðju nefnd eru óformlegir
lokaðir fundir um það, sem þar
hefur komið fram varðandi
visindarannsóknir og um-
hverfisvernd á hafi.
Hér i Miðgarði eru nú 17
íslendingar: 7 sendinefndar-
fulltrúar, ritari nefndarinnar,
þrjár eiginkonur nefndarfull-
trúa og tveir fréttamenn — og
auk þess íslenzkur starfsmaður
Sameinuðu þjóðanna ásamt
fjölskyldu.
AusuvswQ«now KWSTIHW 40.6
u ‘5'
Minjagripir frá
Alþingishátíöinni 1930
eru verömætir
ættargripir nú.
v ém
■
Ef aö líkum lætur, eiga minjagripir
Þjóöhátíöarnefndar 1974
einnig eftir aö margfaldast aö verömæti
meö árunum.
Veggskildirnir sem Sigrún Guöjónsdóttir
listamaöur hannaöi og hlaut verölaun fyrir,
kosta í dag kr. 7.494.-. Þeir eru framleiddir
meö sérstakri áferö hjá Bing og Gröndahl.
Tryggiö yöur þessa kjörgripi á meöan
tækifæri er til. Þeir fást í helstu
minjagripaverslunum um land allt.
wn
Þjóöhátíöarnefnd 1974