Morgunblaðið - 21.08.1974, Side 14

Morgunblaðið - 21.08.1974, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGUST 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 1 00. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands j lausasölu 35,00 kr. eintakið jálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn hafa nú rætt um möguleika á myndun ríkisstjórnar þessara tveggja flokka í vikutima. Margt bendir til þess, að samkomulag geti tekizt með þessum tveimur stærstu flokkum þingsins, þannig að unnt verði að mynda starfhæfa meiri- hlutastjórn á þingræðisleg- um grundvelli. Þessi stutti tími hefur þó ekki nægt til þess að kanna öll málefni til hlítar. Á hinn bóginn er ljóst, að stjórnarmyndun verður að hraða mjög vegna þess ástands, sem nú ríkir í efnahags- og fjár- málum þjóðarinnar. Rúmur einn og hálfur mánuður er liðinn frá al- þingiskosningum án þess að samkomulag hafi tekizt um myndun ríkisstjórnar, er nyti stuðnings meiri- hluta á Alþingi. Formanni Sjálfstæðisflokksins var í eðlilegu framhaldi af úr- slitum alþingiskosning- anna í fyrstu falið að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar. Hann lagði fyrst til, að stjórn- málaflokkarnir allir ræddu úrræði í efnahagsmálum. Af hálfu annarra flokka var ekki áhugi á slíkum viðræðum. Þá óskaði Geir Hallgrímsson sérstaklega eftir viðræðum við Alþýðu- flokkinn og Framsóknar- flokkinn um myndun ríkis- stjórnar. Á því stigi höfn- uðu báðir þessir flokkar viðræðum af því tagi. Það sem ávannst á þessu fyrsta stigi málsins var, að gerð var úttekt á stöðu þjóðar- búsins. Þær upplýsingar, sem þannig fengust um stöðu efnahagsmálanna, hafa síðan verið grundvöll- ur að umræðum um úrræði í þessum efnum. Tilraun vinstri flokk- anna svonefndu til þess að endurlífga vinstri stjórn- ina, sem féll í alþingiskosn- ingunum, stóð f fullar þrjár vikur. Enginn árang- ur varð af þeim viðræðum. Reyndar var ljóst frá upp- hafi, að engar forsendur voru fyrir myndun starf- hæfrar ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Áhugi þessara flokka á nýrri vinstri stjórn var í raun réttri ekki meiri en svo, að Lúðvík Jósepsson var við laxveiðar mestallan þann tíma, er viðræðurnar fóru fram. Hér fór því mikill tfmi til ónýtis. Þegar málum var svo komið var eðlilegt, að kannað yrði af alvöru, hvort málefnasamstaða gæti tekizt með Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðis- flokknum eins og Geir Hallgrímsson lagði til þeg- ar í upphafi. Þessir tveir flokkar hafa á hinn bóginn haft mjög knappan tíma til þess að kanna þessi mál- efni til þrautar, þannig að unnt yrði að leggja grund- völl að traustu stjórnar- samstarfi. En aðstæður eru með þeim hætti eins og marg sinnis hefur verið lögð áherzla á, að ekki má dragast úr hömlu að ríkis- stjórn verði mynduð. Sú óvissa, sem ríkir um stjórnarstefnu og brýnustu aðgerðir í efnahagsmálum, veldur eðlilega miklum vandkvæðum. Við slíkar aðstæður er jafnan hætta á óeðlilegu ástandi, spákaup- mennsku og svartamark- aðsviðskiptum. Fyrir síð- ustu helgi varð Seðlabank- inn að grípa til sérstakra aðgerða vegna þessa óvissuástands. Voru þá settar sérstakar reglur um sölu gjaldeyris, en gjald- eyrisvarasjóðurinn hefur aldrei verið jafn bágborinn og nú. Talið er að hann dugi fyrir þriggja vikna innflutningi, en við eðlileg- ar aðstæður á hann að standa undir þriggja til fjögurra mánaða innflutn- ingi. Þetta sýnir, hversu brýnt þaö er, að mynduð verði starfhæf ríkisstjórn, er geti tekið þessi viðfangs- efni traustum tökum. Með hliðsjón af þessum aðstæðum er eðlilegt, að lagt sé hart að flokkunum tveimur, er nú kanna stjórnarmyndun, að þeir hraði viðræðum sínum svo sem verða má til þess að fá úr því skorið, hvort sam- komulag tekst. Þeir hafa skemmri tima til þessarar könnunar en venjulegt er. Brýnt er, að forystumenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins skeri skjótt úr um, hvort af sam- starfi flokkanna getur orð- ið. Upplýst hefur verið, að Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til samstarfs um varnarmálin og telur ekki ástæðu til þess að halda fram viðræðugrund- vellinum, sem lagður var fyrir Bandarlkjastjórn. Ástæða er því til þess að ætla, að samstarf lýðræðis- flokkanna í varnar- og ör- yggismálum geti tekizt á ný. Um önnur atriði hefur ekki verið rætt opinber- lega, en ástæða er þó til þess að ætla, að flokkarnir geti náð samkomulagi um aðgerðir í efnahagsmálum. Alþingi tók þannig til starfa á ný I gær eftir að samkomulag varð um að framlengja bráðabirgða- lögin frá því í vor í þvi skyni að gefa tóm til að kanna frekari aðgerðir. En aukaþingið hefur verið óstarfhæft fram til þessa, þar sem allt hefur verið I óvissu með myndum meiri- hluta ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til flokksráðs- fundar I dag, þar sem rætt verður um stjórnarmynd- unarviðræðurnar. Líkurn- ar ættu því að fara að skýr- ast I þessum efnum, enda má það ekki dragast mjög lengi úr þessu. Línurnar þurfa að skýrast IJÓHANN HJÁLMARSSON ^^STIKURl Sólskinið íAusturstrœti REYKJAVtK er orðin fegurri borg. Að reika um Austurstræti á góðviðrisdögum, björtum morgnum eins og í sumar, lyfti huganum eins og ljóð skáldsins, sem orti um „bernsku vorrar athvarf". Nú er búið að setja upp mynd Tómasar Guðmundssonar í Austurstræti, ég á við brjóst- mynd Sigurjóns Ölafssonar af honum. Sigurjóni hefur sjald an tekist betur og því hljótum við öll að fanga þótt fátt jafn ist á við að mæta Tómasi sjálfum í Austurstræti og fá að vera þiggjandi andríkis hans og fyndni. Einu sinni afgreiddi ég bækur í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, þar sem Stein- ar Þórðarson gengur um og þekkir sennilega allar íslenskar bækur (að minnsta kosti titla þeirra og útgefendur). Tómas Guðmundsson kom oft í búðina og það voru mínar bestu stund- ir þar. Ég sakna þeirra stund- um vegna þess að samveran með Tómasi var kennslustund, sem ég gleymi aldrei. Tómas talaði um gamla vini sína eins og Jóhann Jónsson, Jón Thor- oddsen, Guðmund G. Hagalín, Sigurð Einarsson og Halldór Laxness og hann gleymdi ekki hinum ungu, sem voru að hefja skáldferil sinn. Hann bar um- hyggju fyrir hinu nýja og óráðna og virti hugrekkið. En vei þeim, sem urðu fyrir barð- inu á sumum athugasemdum hans. Þær voru þó flestar íþróttarinnar vegna, þeirrar listar, sem Tómas kann flestum betur: að vera skemmtilegur. Ég býst við að Tómas komi enn í búðina. Mynd hans stend- ur nú fyrir framan þessa sömu búð. Á tröppunum selur ungt fólk blöð um stéttabaráttu með sama málflutningi og tíðkaðist þegar íslensk þjóðmál voru í deiglu. Ég sá heldur ekki betur en málari væri að störfum í anddyrinu hjá Eymundsson um daginn. Kannski hann hafi ver- ið að mála guðinn, sem brást hugsandi mönnum, en heldur áfram að sá fræjum haturs í brjóst ungmenna uppi á Is- landi. Aldrei hafa ljóð Tómasar verið helguð slíkum tilgangi. „Önnur kynslóð tekur við af hinni“, eins og stendur í ljóð- inu, og sú kynslóð, sem nú er fjölmennust í Austurstræti, er kynslóð, sem alist hefur upp við ljóð Tómasar Guðmundssonar og orðið rikari og upplitsdjarf- ari fyrir bragðið. „Ljóð er óvin- ur einræðis“, sagði Tómas eitt sinn. Þau einkunnarorð mun hin nýja kynsióð tileinka sér þrátt fyrir dýrkun öfganna, sem blunda alls staðar og fá útrás í afskræmingu. Reykvíkingar mega ekki gleyma því að Tómas Guð- mundsson var ekki eingöngu skáld Reykjavíkur. „Tómas hef- ur stundum verið nefndur skáld Reykjavíkur, þar sem mörg kvæði hans eru ort um borgina og bera svipmót henn- ar, en oft bregður líka fyrir myndum frá æskustöðvum hans.“ Þetta minnir Kristján J. Gunnarsson okkur á í Skóla- Ijóðum sínum, sem Halldór Pét- ursson myndskreytti og Rfkis- útgáfa námsbóka gaf út. Skóla ljóð Kristjáns J. Gunnarssonar er námsbók, sem óhætt er að mæla með, menningarleg og smekkleg að allri gerð. Ég hef alltaf verið stoltur af þvi að Kristján J. Gunnarsson var fysti kennari minn. Meðan Kristján var skólastjóri Lang- holtsskóla kom ég þangað og fékk að kynnast því merka menningarstarfi, sem blómstr- aði þar undir handleiðslu hans. Jenna Jensdóttir rithöfundur kennari við skólann, hefur unn- ið íslenskri ljóðlist ómetanlegt gagn með því að veita börnum og unglingum tækifæri til að tengjast samtíma sfnum í ís- lenskunámi. Hún hefur með áhuga og uppörvun leitt mörg börn og unglinga til fundar við hið besta í ljóðlist samtíðarinn- ar. Mér skilst að forráðamönn- um menntamála sé nú að verða ljóst hið óeigingjarna stárf hennar, sem að sjálfsögðu hef- ur mætt vissri mótspyrnu, en f skóla Kristjáns J. Gunnarsson- ar er bjartsýnin ríkjandi. Það er sú sama bjartsýni og vinnu- gleði, sem hann flutti með sér ungur í afskekkt þorp á Vestur- landi, Hellissand, þegar sá, sem þetta ritar, var að hefja skóla- göngu sína. Kristján hefur nú tekið við nýju starfi, en án efa á eftir að efla m^nningarstarf- semi borgarinnar. Meðal þess, sem Kristján hefur þegar kom- ið til leiðar, er útgáfa Reykja- víkurborgar á þjóðhátíðarbók barnanna Við byggjum land, bók, sem allir hrífast af vegna einlægni hennar og ekki sist vegna dómgreindar höfund- anna ungu. Eftir að hafa gengið um Aust- urstræti og reyndar fleiri staði borgarinnar og garða kemur mér á óvart að sjá í dagblaði ummæli höfð eftir einum af fremstu fulltrúum ungra fs- lenskra myndlistarmanna: „Myndlist hefur að minum dómi verið hornreka í saman- burði við þessi hátíðarhöld, — þótt vitað sé með nokkurri vissu, að myndlist á Islandi í dag stendur bókmenntum framar að gæðum, — eins og nú standa sakir.“ Metingur milli listgreina er ævinlega hvimleið- ur. En hvernig stendur á slík- um fullyrðingum. Hvað um mynd Ásmundar Sveinssonar Undir friðar og landnámssól, hvað um frábæra veggskildi Einars Háskonarsonar, hvað um höggmyndasýninguna í Austurstræti og hvað um sýn- inguna á íslenzkri myndlist í 1100 ár svo að fáein dæmi séu nefnd? Hvenær verður álíka hús og Kjarvalsstaðir byggt yfir íslenzkar bókmenntir? Er ekki ástæða til að Reykjavíkurborg hyggi að því, sem upphaflega var þó eitthvað minnst á, að fslenskir höfundar fengju að koma fram á Kjarvalsstöðum. Ljóðalesturinn á listahátíð ætti að veita tilefni til slíkra þanka. Sjá forráðamenn Brjóstmynd Sigurjóns Ólafs- sonar af Tómasi Guðmundssyni skáldi. Reykjavfkurborgar í raun inni ekkert annað en mynd list, vita þeir ekki að til eru bókmenntir i landinu. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri fór fögrum orðum um bókmenntaframlag Tómas- ar Guðmundásonar við afhjúp- un brjóstmyndarinnar i Aust- urstræti. En nú duga ekki leng- ur fögur óg hjartnæm orð, Birg- ir og þið hinir. Nú verðið þið að sanna að þið eruð ekki ein- göngu myndlistarunnendur þótt það sé ákaflega virðingar- vert eins og þau dæmi, sem ég hef drepið á, vitna best um. Sólskinið í Austurstræti þarf að ná til allra listgreina, til alls fólks, vera lei^sögn borgar- stjórnar, sem vill gera Reykja- vík alhliða menningarborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.