Morgunblaðið - 21.08.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 21.08.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGUST 1974 15 Hans G. Andersen, sendiherra: , Fiskveiðimörk Islands og hugtakið efnahagslögsaga Hér á eftir verður birtur fyrri hluti erindis Hans G. Andersens, sendiherra, á XIX móti norrænna laganema, sem hér var haldið i júnimánuði sl. Erindið fjallar um fiskveiðitakmörk fslands og hugtakið efnahagslögsaga. Hans G. Andersen, sendiherra, lengst til hægri á XIX móti norrænna langanema í júnímánuði sl. Fyrir tuttugu árum flutti ég erindi við svipað tækifæri hér i Háskóla fslands. Fiskveiðimörk fslands höfðu þá verið færð út í 4 milur frá beinum grunnlínum og sumir nágrannar okkar héldu þvi fram, að útfærslan bryti i bága við alþjóðalög. Var þvi þá haldið fram, að þriggja mílna mörk væru landhelgi og umfram þá fjarlægð hefði strandrikið enga lög- sögu yfir fiskveiðum þegna annarra þjóða. I erindinu andmælti ég þessari skoðun, m.a. vegna þess, að hugtakið landhelgi væri miðað við hernaðarþarfir og önnur sjónarmið, sem ekki tækju tillit til hagsmuna strandrikisins af auðlindum undan ströndum. Þá hagsmuni bæri að vernda á raunhæfan hátt og væri þá nauðsynlegt að til kæmi sérstök lög- saga til að vernda hina efnahagslegu hagsmuni, sem um væri að ræða. Til viðbótar tiltölulega þröngri landhelgi yrði þvi að koma sérstök auðlinda- lögsaga. Nú, tuttugu árum síðar, hafa f iskveiðimörk Islands verið færð út í 50 milur og því hefir enn verið haldið fram, að þessi útfærsla brjóti i bága við alþjóðalög. Á þessu tuttugu ára tímabili hefir orðið mikil þróun á þessu sviði alþjóðalaga. Ber þá að hafa i huga dóm alþjóðadóm- stólsins í fiskveiðamáli Breta og Norðmanna árið 1951, störf alþjóða- laganefndarinnar, fyrstu og aðra haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna 1958 og 1960, einhliða út- færslu ýmissa rikja, niðurstöður og yfirlýsingar svæðafunda og alþjóð- legra funda og undirbúningsstarfið vegna þriðju hafréttarráðstefnunnar. sem þegar hefir verið kvödd saman og mun hefja störf sin efnislega i Caracas i Venezuela eftir nokkra daga. Ég mun við þetta tækifærí ræða fiskveiðimörk fslands i Ijósi þróunar alþjóðalaga. Hentugt er þá að hafa i huga fjóra þætti þessa máls. I fyrsta lagi er þar um að ræða þriggja milna kerfið samkvæmt samningi Bret- lands og Danmerkurfrá 1901. I öðru lagi, stefnumörkun Islands i þessum málum árið 1948. f þriðja lagi hafréttarráðstefnurnar tvær 1958 og 1960. i fjórða lagi þriðju haf réttarráðstefnuna. Allan þann tima, sem hér er um að ræða, er aðalatriðið að sjálfsögðu yfirráð Islendinga yfir auðlindum undan ströndum, gagnstætt kröfum annarra þjóða til fiskveiða sem næst ströndum íslands. Hvar á að draga mörkin? Það er sú spurning, sem svara verður. I raun er það spurning um, hvort auðlindir sjávar undan ströndum skuli taldar óaðskiljanlegur hluti af auðlindum strandrikis innan sanngjernrar fjar- lægðar eða hvort mörk lögsögu yfir fiskveiðum skuli vera þröng — annað hvort fyrir atbeina þröngrar landhelgi eða þröngra fiskveiði- marka — til þess að hindra ekki frjálsar veiðar á úthafinu. Hér er þvi um að ræða árekstur tveggja and- stæðra sjónarmiða. I þessu sam- bandi má rifja upp til frekari skýr- ingar það, sem gerðist, þegar ríkis- stjórn Hollands árið 1896 á grund- velli starfa Institute og International Law 1894 og International Law Association 1896, sendi orð- sendingu til annarra Evrópuríkja i því skyni að fá fram skoðanir þeirra um. hvort rétt væri að færa út land- helgina almennt. Öll ríkin voru reiðu- búin til að ræða þessa tillögu — nema eitt, þ.e. Bretland. Svar brezka utanríkisráðherrans, Salisbury lávarðar, er frægt orðið: „Þegar ég hafði orð á þvi við Salisbury lávarð," sagði sendiherra Hollands, „að Bretland hefði vegna viðáttu strandlengju sinnar og fisk- veiðihagsmuna meiri hag en nokkurt annað ríki af útfærslu landhelgi, svaraði hann á sinn venjulega, gáskafulla hátt: En þá gætum við ekki lengur komið og fiskað nálægt ykkar stöndum, og hversu langar sem okkar stendur eru, þá er fiskur- inn undan ykkar ströndum." Sögulegar staðreyndir Ef við lítum á sögulegar stað- reyndir kemur i Ijós, að fiskveiðar erlendra manna við ísland voru bannaðar alllangt frá ströndum á sautjándu, átjándu og nítjándu öld — og allir flóar og firðir voru þá lokaðir fyrir fiskveiðum erlendra manna. Hagsmunir Islendinga á þessu sviði voru á þeim timum nægi- lega verndaðir. Hinsvegar gerði Dan- mörk samning við Bretland árið 1901, þar sem þriggja milna land- helgi var ákveðin við fsland (ásamt 10 mflna grunnlínureglu f flóum og fjörðum). Þessi ákvörðun var tekin, þegar togveiðar höfðu hafizt og miklu meiri þörf en áður fyrir verndun auðlindanna undan ströndum. Við þetta kerfi var búið í hálfa öld með uggvænlegum afleið- ingum. Fiskveiðitækni jókst, veið- Fyrri hluti arnar fóru í vöxt og í vaxandi mæli var auðlindunum stofnað i hættu. Sanngjarnt er, að tekið sé fram, að ( samningnum frá 1901 var ákvæði um rétt til uppsagnar með tveggja ára fyrirvara, þannig að framkvæmd þess kerfis um hálfrar aldar skeið var ekki eingöngu Danmörku að kenna, svo sem stundum er haldið fram. Að þvi er Breta varðar, var það skoðun þeirra, að kerfi það, sem samningur- inn byggir á, væri það, sem alþjóða- lög mæltu fyrir um og þess vegna mundi aðstaðan verða óbreytt, þótt samningnum væri sagt upp. Sam- kvæmt þessari kenningu hafði strandríkið fullkomin yfirráð innan hinnar eiginlegu landhelgi. Utan þeirra marka væri ekki hægt að meina þegnum annarra rikja veiðar, nema samkvæmt samningum við hlutaðeigandi riki. Annað væri ósam rýmanlegt hinu helga frelsi á úthaf- inu. Nauðsynlegar verndunarráðstaf- anir átti þvf að gera með millirikja- samningum. Þetta var raunar sú skoðun, sem uppi var i alþjóðasam- félaginu á þeim timum. 1901-kerfið leiddi I sívaxandi mæli til eyðileggingar fiskistofnanna og þegar fyrir siðari heimsstyrjöldina var augljóst. að efnahagslegri framtið islenzku þjóðarinnar mundi stofnað í hættu ef ekki væru gerðar gagnráðstafanir. Stefnan mörkuð Eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar lýðveldið ísland hafði verið stofn- sett. taldi rikisstjórn jslands, að ekki væri lengur hægt að una við ástand- ið og að gera yrði gagnráðstafanir. Árið 1 948 var stefnan mörkuð. Árið 1945 höfðu Trumarvyfir- lýsingarnar áskilið Bandaríkjunum fullan rétt yfir auðlindum landgrunns þeirra og rétt til að ákveða verndar- reglur á hafinu utan landhelgi, — hið siðara í samvinnu við aðrar þjóðir, ef þegnar þeirra þjóðastund- uðu veiðar á þeim svæðum. Ýmis Suður Ameríkuriki höfðu á næstu tveimur árum lýst yfir rétti sinum á landgrunnssvæði þeirra og hafinu yfirþvi, innan200 mílna drá strönd- um. Yfírlýsingar þeirra gengu lengra en Truman-yfirlýsingarnar.-þar sem ætlunin var að færa út hina eigin- legu landhelgi. Hvað sem þvi liður, var komin upp hreyfing i þá átt að færa út lögsögu ríkja. Af Íslands hálfu var ákveðið að fylgja þessari hreyfingu eftir. Tvenns konar stefnumörkun var ákveðin. Annars vegar voru sett lög nr. 44 frá 5. april 1948, um visinda- lega verndun fiskimiða landgrunns- ins. Hins vegar var ákveðið að fylgja málinu eftir á alþjóða vettvangi Með lögunum frál 948 var sjávar- útvegsmálaráðuneytinu heimilað að ákveða nauðsynlegar reglur varð- andi fiskveiðar á tilteknum svæðum innan endimarka land- grunnsins við fsland. I athuga- semdum við frumvarpið að lögunum er að finna öll þau atriði, sem eru grundvöllur stefnu ríkisstjórna íslands i þessum málum Í fyrsta lagi, að sjálf landhelgin skuli ekki færð út vegna fiskveiðanna til þess að siglingafrelsi sé ekki heft. I öðru lagi, að sérstök lögsaga yfir fisk- veiðum utan iandhelgi sénauðsynleg. f þriðja lagi, að viðátta þeirrar lög- sögu skuli miðuð við þær aðstæður, sem máli skipta á staðnum. Og i fjórða lagi, að landgrunnssvæðið beri að skoða sem eina umhverfis- heild. Sjónarmið þessi voru endur- tekin þráfaldlega á þeim árum. sem fóru i hönd. Það er Ijóst, að með lögunum frá 1948 var lagður lagalegur grund- völlur fyrir útfærslu fiskveiði- markanna innan tiltekins ramma, þ.e. landgrunnssvæðisins. Stefnan var að færa út fiskveiðimörkin innan þess ramma með hliðsjón af þróun þjóðaréttarins. Úfærsla fiskveiði- markanna í 4 milur á árunum 1950 og 1 952, I 1 2 milur árið 1958 og I 50 milur árið 1972 var í öllum tilvik- um byggð á landgrunnslögunum frá 1948 og fól i sér framkvæmd i áföngum með hliðsjón af þróun alþjóðalaga. Á alþjóðavettvangi Hitt atriðið, sem ég vék að, var, að málinu skyldi framfylgt á alþjóða- vettvangi. Það var Ijóst, þegar lögin frá 1948 voru sett, að framkvæmd þeirra myndi ekki samrýmanleg samningnum frá 1901 og að nauðsynlegt væri að vinna ötullega að þróun þjóðaréttar. Samningunum frá 1901 var þvi sagt upp árið 1949 i samræmi við ákvæði hans sjálfs og féll hann úr gildi árið 1951. Ennfremur flutti sendinefnd Islands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna tillögu um. að alþjóðalaga nendinni skyldi falið að fjalla um hafréttarmálin i heild. Tillaga þessi var samþykkt og alþjóðalaganefndin vann að þessu verkefni fram til árs- ins 1956, þegar hún skilaði skýrslu sinni til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Árið 1951 kvað Alþjóða- dómstóllinn upp dóm í fiskveiðamáli Breta og Norðmanna. Hið beina grunnlinukerfi Noregs var þar stað- fest ogsamþykkt. Einungis lögmæti grunnlinakerfisins var til úrskurðar, þvi að Bretland hafði ekki mótmælt fjögurra milna landhelgi Noregs. Um þá skoðun Breta, að 10 mílna regla i flóum væri áskilin að alþjóðalögum, sagði dómstóllinn: „Dómstóllinn telur nauðsynlegt að taka fram, að enda þótt 10-milna reglan hafi verið tekin upp af sumum rikjum bæði i löggjöf þeirra og samn- ingum og enda þótt hún sé notuð i nokkrum gerðardómum varðandi þessi ríki, hafa önnur ríki notað önnur mörk. 10-milna reglan hefur þvi ekki öðlazt gildi almennrar reglu þjóðaréttar." Þar sem dómstóllinn sagði þetta um annað höfuðatriðið f 190Íkerf- inu, virðist mega telja, að svipuð sjónarmið mundu þá einnig hafa gilt um hitt höfuðatriðið, þ.e. þriggja mílna regluna. Hvað sem þvi liður, voru fiskveiðimörk Íslands, sem þegar árið 1950 höfðu verið færð út í fjórar milur frá beinum grunnllnum fyrir Norðurlandi. færð út árið 1952 i fjórar milur frá beinum grunnlinum umhverfis landið. Svo sem áður segir, starfaði alþjóðalaganendin að hafréttar- málum frá 1949 til 1956. Á þessu timabili sendi nefndin rikisstjórnum við og við frumdrög til umsagnar. Ríkisstjórn íslands notaði þessi tæki- færi til að koma sjónarmiðum sinum á framfæri við nefndina. Þannig sendi ríkisstjórn Islands nefndinni svohljóðandi athugasemdir hinn 5. mai 1952: „2. Skoðunum rikisstjórnar ís- lands varðandi lögsögu yfir fisk- veiðum má lýsa þannig á grundvelli fenginnar reynslu: Rannsóknir á íslandi hafa greini- tega leitt i Ijós, að landið hvílir á fótstalli eða landgrunni, sem i útlin- um sinum fylgir lögun landsins sjálfs. en siðan tekur við dýpi úthafs- ins i eiginlegum skilningi. Á þessum stalli er að finna ómetanleg fiskimið og hrygningarstöðvar, sem islenzka þjóðin byggir afkomu sina á. Landið sjálft er hrjóstrugt og flytja verður inn nær allar Iffsnauðsynjar og greiða fyrir þær með útflutningi sjávarafurða Má með sanni segja, að fiskimiðin undan ströndum séu ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir íslenzku þjóðina, þvi að þau gera landið byggilegt. Rikisstjórn íslands telur sér heimilt og raunar skylt að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á ein- hliða grundvelli til að varðveita þess- ar auðlindir og gerir það svo sem fram kemur i hjálögðum fylgiskjöl- um. Rfkisstjórnin telur það fráleitt. að hægt sé að meina útlendingum að dæla oliu úr landgrunninu, en ekki sé hægt jafnframt að koma i veg fyrir, að þeir eyðileggi aðrar auðlind- ir. sem nátengdar eru þeim sama hafsbotni. 3. Ríkisstjórn íslands heldur þvi ekki fram, að sama regla hljóti að gilda i öllum löndum. Öllu heldur telur hún, að hvert tilvik beri að skoða sérstaklega, þannig að strand- rikið geti sjálft framfylgt ráðstöfun- um til að vernda fiskveiðarnar innan sanngjarnra takmarka með hliðsjón af efnahagslegum, landfræðilegum. sögulegum og öðrum aðstæðum, sem þýðingu hafa á staðnum." j orðsendingu. dags. 6. apríl 1956, voru þessi sjónarmið endurtekin og þvi var bætt við, að: „Hið venjulega hafréttarkerfi er byggt á einskonar hlutfalli milli lög- sögu strandrikisins yfir hafsvæði undan ströndum og frelsi á úthafinu þar fyrir utan. Þessi hugtök eiga bæði rétt á sér. Það væru mistök að Ifta á annað hugtakið sem undan þágu frá hinu. Vandinn er og hefur alltaf verið að ákveða hvar mörkin skuli dregin." Skýrsla alþjóða- laganefn darinn ar Árið 1956 skilaði alþjóðalaga- nendin skýrslu sinni til Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna og lagði fram frumdrög að réttarreglum á hafinu. Alþjóðanefndin hafði ekki getað náð samkomulagi um víðáttu landhelginnar og mælti með þvi. að landhelgismörk skyldu ákveðin af alþjóðlegri ráðstefnu. Engu að siður taldi nefndin, að „útfærsla land- helginnar umfram 12 milur er ekki i samræmi við alþjóðalög". Engar tillögur voru gerðar um fiskveiði- mörk utan landhelginnar. Það er lærdómsrikt. að I athuga- semdum sinum við greinar varðandi fiskveiðar á úthafinu utan landhelgi segir nefndin eftirfarandi: „1. Athygli nefndarinnar hafði verið vakin á tillögu þess efnis, að þar sem þjóð byggir afkomu sina á fiskveiðum undan ströndum, ætti hlutaðeigandi ríki að hafa lögsögu yfir fiskveiðunum innan sanngjarnr- ar fjarlægðar miðað við aðstæður á staðnum, sem máli skipta, þar sem þetta er nauðsynlegt til að vernda fiskveiðarnar þjóðinni til lifsviður- væris. Lagt var til, að i slikum til- vikum væri hægt að færa út land- helgina eða framkvæma sérstaka fiskveiðilögsögu í ofangreindu skyni. 2. Eftir nokkrar umræður um þetta efni komst nefndin að raun um, að hún hefði ekki aðstöðu til að rann- saka til hlitar það, sem um er að ræða og einkaafnot þau, sem þar koma til. Hins vegar viðurkenndi nefndin, að tillaga þessi kynni að fela i sér vandamál og hagsmuni, sem viðurkenna bæri i þjóðarétti. En þar sem nefndin hefir ekki nægilega þekkingu á sviði liffræði og hagfræði til að rannsaka slik sérstök tilvik, hefur nefndin ekki gert ákveðnar Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.