Morgunblaðið - 21.08.1974, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1974
— 9,5% hækkun
Framhald af bls. 28
framhaldið eins og bráðabirgða-
lögunum. Þá óskaði hann eftir
upplýsingum um, hvort haldið
yrði áfram niðurgreiðslu á olfu til
fiskiskipa. Loks innti hann eftir
því, hvort fyrirhuguð hækkun á
búvöruverði færi út í verðlagið,
er hún kæmi til framkvæmda.
Olafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, sagði, að ríkisstjórnin
hefði á fundi þá um morguninn
ákveðið að halda niðurgreiðslun-
um áfram meðan bráðabirgðalög-
in væru i gildi, nema áður yrðu
gerðar ráðstafanir, er kæmu í
þeirra stað. Þá sagði hann, að
sama yrði upp á tengingnum með
niðurgreiðslu á olfu til fiskiskipa.
Þá ræddi forsætisráðherra um
búvöruverðið. Sagði hann, að
ríkisstjórnin hefði samþykkt
hækkun á búvöruverði vegna
rekstrarvöruhækkunar einvörð-
ungu. Sú hækkun myndi þvf
koma til framkvæmda á næst-
unni. Kaupgreiðsluvísitalan hefði
verið reiknuð út og ætti sam-
kvæmt þeim útreikningum að
verða 122,58 stig frá 1. september
n.k. En kaupgreiðsluvísitalan,
sem f gildi væri og myndi gilda
áfram, ef framlenging laganna
yrði samþykkt, væri 106,18 stig.
Hækkunin væri 15,45%. Hann
sagði síðan, að hækkun vfsitöl-
unnar 1. september kæmi ekki til
framkvæmda vegna búvöruverðs-
hækkunarinnar, þó að bráða-
birgðalögin yrðu ekki fram-
lengd. I þeim efnum væri því ekki
um breytta stöðu að ræða.
Gylfi Þ. Gfslason sagði, að auð-
séð væri á nefndarálitinu, að í
burðarliðnum væri rfkisstjórn
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins. Ekki færi á milli
mála, að það samkomulag, sem
gert hefði verið í nefndinni, væri
þáttur í stjórnarmyndunartil-
raununum, sem enn væru á döf-
inni. Bráðabirgðalögin væru að-
eins þáttur í miklu vfðtækari ráð-
stöfunum, sem allir ábyrgðir
stjórnmálamenn viðurkenndu, að
væru nauðsynlegar. Alþýðuflokk-
urinn hefði gert sér þess fulla
grein, eftir svo dæmalausa
óstjórn, sem verið hefði undan-
farin þrjú ár, að það hlyti að koma
að þvf að gera yrði ráðstafanir í
efnahagsmálum. Það væri þörf
víðtækra ráðstafana, ef bæta ætti
fyrir þau stórkostlegu mistök,
sem gerð hefðu verið undanfarin
þrjú ár og ríkisstjórn Ölafs
Jóhannessonar bæri ábyrgð á.
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn hefðu metið
það svo, að tíminn fram til næstu
mánaðamóta nægði ekki til þess
að ná samstöðu; samstaðan væri
ekki meiri en þetta. Hér væri því
um að ræða enn eitt bráðabirgða-
samkomulagið. Launþegum væri
það undrunarefni, að búvöruverð
væri nú hækkað, þó að kaupgjald
yrði bundið í mánuð til viðbótar.
Þannig ættu launþegar að þola
9% hækkun á verðlagsgrundvelli
búvara bótalaust f einn mánuð.
Síðan óskaði hann sérstaklega eft-
ir upplýsingum um, hvort ríkis-
stjórnin hefði verið sammála er
hún tók þessa ákvörðun, en lagði
jafnfram áherslu á, að ill væri hin
fyrsta ganga Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins.
Lúðvfk Jósepsson, við viðskipta-
ráðherra, sagði, að ein meginfor-
senda þess samkomulags, sem
stjórnarflokkarnir hefðu gert sl.
vor, hefði verið, að 9% hækkun á
verðlagsgrundvelli búvöru kæmi
ekki til framkvæmda meðan lögin
væru i gildi. Þá greindi hann frá
því, að ríkisstjórnin hefði þá um
morgunin samþykkt þessa hækk-
un með þremur atkvæðum ráð-
herra Framsóknarflokksins gegn
tveimur atkvæðum ráðherra Al-
þýðubandalgsins, en Magnús
Torfi Ólafsson hefði setið hjá.
Með þessu hefði áðurnefndu sam-
komulagi verið raskað. Hér væri
þvf á ferðinni nýtt samkomulag
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins, sem gilda ætti
næsta mánuð. Þá gerði hann
grein fyrir tillögu, er hann flutti
ásamt Magnúsi Kjartanssyni, þar
sem lagt var til, að sú hækkun,
sem leyfð hefði verið á landbún-
aðarvörum, yrði greidd niður úr
rfkissjóði. Hann taldi, að hér væri
um að ræða 50 milljónir króna.
Magnús Torfi Ólafsson greindi
frá þvf, að hann hefði setið hjá við
atkvæðagreiðslu í ríkisstjórninni,
þar sem hann hefði talið, að ríkis-
stjórnin ætti ekki sem bráða-
birgðastjórn að taka ákvörðun
sem þessa, enda hefði náðst sam-
komulag um framgang málsins
milli Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins, er hefði
öruggan meirihluta á Alþingi til
að koma því máli fram.
Eðvarð Sigurðsson sagði, að sú
9,5% hækkun á verðgrundvelli
búvöru, sem forsætisráðherra
hefði tilkynnt að koma ætti til
framkvæmda á næstunni, þýddi í
raun nálægt 20% hækkun á bú-
vöruverði til neytenda. Hér væri
þvf um stóra hluti að ræða, sem
kæmu verst niður á þeim, sem
lakast væru settir í þjóðfélaginu.
Með þessari ákvörðun væri geng-
ið þvert á aðalatriði bráðabirgða-
laganna.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, talaði að lokum og
sagði, að óþarfi væri að bendla
sjálfstæðismenn við þá ákvörðun,
sem tekin hafi verið f ríkisstjórn-
inni. Óhjákvæmilegt væri að
framlengja bráðabirgðalögin,
hvort sem tækist að mynda ríkis-
stjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks. Þá sagði hann, að
það hljómaði fallega, að segja, að
ríkissjóður ætti að mæta hækkun-
um með auknum niðurgreiðslum.
En æskilegt hefði þó verið, að
ráðherrar Alþýðubandalagsins
hefðu gert grein fyrir því, hvar
taka ætti fjármagn til aukinna
niðurgreiðslna.
Efri deild fær nú málið til með-
ferðar.
Irar
leita
fanga
Dyflinni, 19. águst. AP
IRSKA stjórnin kom f dag til
skyndifundar jafnframt þvf sem
hafin var leit um allt Irland að 19
skæruliðum, sem sprengdu sig út
úr einhverju rammgerðasta
fangelsi landsins.
Þvf var lýst yfir fyrr á þessu ári
að ógerningur væri að flýja úr
fangelsinu, þegar flestir fangar
úr Irska lýðveldishernum (IRA)
voru fluttir f það.
— Golf~
Framhald af bls. 27
leika f landsliðinu gegn Finnun-
um.
Stjórn GSl hefur fengið upplýs-
ingar um hvernig lið Svíþjóðar og
Danmerkur verða skipuð á
Norðurlandamótinu og í sænska
liðinu verða allir snjöllustu
áhugakylfingar Svía. Allir hafa
þeir forgjöfina 0, nema Jan Rube,
sem er með plús 1 í forgjöf. Aðrir
f sænska liðinu verða Olle
Dahlgren, Clauens Jöhmcke, Gör-
an Lundquist, Micael Sörling og
Tomas Bergström. Er sá síðast-
nefndi aðeins 18 ára gamall, en
talinn efnilegasti kylfingur Svía
um þessar mundir.
— íþróttir
Framhald af bls. 27
Trammere — Bournem. 0—1
Wrexham — Port Vale 2—2
4. deild:
Barnsley — Exeter 1—0
Brandford C. Crewe 1—2
Brendford — Northampton 1—0
Darlington — Swansea 3—2
Donacaster — Stockport 2—1
Hartlepool — Newport 2—0
Lincoln — Chester 2—1
Mansfield — Southport 2—1
Reading — Cambrigde U. 2—0
Torquay — Roterham 0—3
Workington — Scunthorpe 1—1
— Friðrik
Framhald af bls. 2
áskorendaeinvfgjum ef hann
verður þar f efstu sætum. Frið-
rik tók sfðast þátt f svæðamóti
1969, en komst þá ekki áfram.
En 1959 varð hann f efstu
sætum bæði á svæða- og milli-
svæða mótum, og vann sér þar
með rétt til þátttöku f áskor-
endamóti, en sigurvegari þess
vann sér rétt til að skora á
heimsmeistarann. 1 þá daga
voru einvfgin ekki komin til
sögunnar.
— Þeir yngri
Framhald af bls. 27
4x100 METEA BOÐHLAUP: (7)
sek.
A-sveit HSH 53,5
A-sveit HSK 56,9
A-sveit FH 58,4
A-sveit lE 58,7
A-sveit UMSB 61,1
B-sveit ÍR 61,4
LANGSTÖKK: (15) metrar
Magnús Stefánsson, HSH 5,23
J6n Erlingsson, HSK 5,23
Guðmundur Kristjánsson, HSH 4,81
Alexander Smárason, HSH 4,74
Gestur Grétarsson, lR 4,40
Hálfdán Þórisson, UMSB 4,32
HASTÖKK: (18) metrar
Jón Erlingsson, HSK 1,65
Guðmundur Geirdal, UBK 1,55
Þorsteinn Aðalsteinss., FH 1,50
Jóhann Grans, USAH 1,45
Bjarni Guðmundsson, FH 1,40
Einar Ó. Steinsson, HSK 1,40
KtJLUVARP: (15) metrar
Magnús Stefánsson, HSH 14,28
Gústaf Karlsson, HSH 13,45
Guðmundur Geirdal, UBK 13,40
Guðmundur Kristjánsson, HSH 12,28
Magnús Rúnarsson, HSK 11,90
Bjarni Guðmundsson, FH 11,45
— Vantaði bara
Framhald af bls. 2
ókeypis gistingu, eins og vant er
með tigna gesti, gist var í fanga-
geymslunni f stað hótels.
Maður þessi er rúmlega tvítug-
ur utanbæjarmaður. Hann hefur
ekki verið tekinn fyrir slfkt brot
áður. Þess má geta, að maðurinn
hafði f fórum sfnum nokkuð magn
af erlendum gjaldeyri, sem hann
hafði keypt á svörtum markaði og
borgað vel fyrir með fölskum
ávísunum. Voru dæmi til þess, að
hann borgaði 200 krónur fyrir
dollarann.
— Geir
Framhald af bls. 28
hér væri um að ræða hækkun á
verðgrundvelli búvara vegna
mikilla kostnaðarhækkana við
rekstur. Bændur hefðu lögum
samkvæmt rétt til þess að fá
hækkun á búvöruverði f sam-
ræmi við hækkun rekstrar-
kostnaðar. Rfkisstjórnin hefði
á hinn bóginn skotið sér undan
þvf allt fram til þess að af-
greiða þetta mál. Ef þessi
hækkun hefði ekki komið til
framkvæmda, hefði það jafn-
gilt raunverulegri kauplækkun
hjá bændum. En enginn stjórn-
málaflokkur hefði lagt til, að
gripið yrði til kauplækkana f
sambandi við þær ráðstafanir,
sem nú lægi fyrir að gera
þyrfti.
Geir Hallgrfmsson sagði enn-
fremur, að þótt þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hefðu
ekki verið með f ráðum um
þetta efni, hefðu þeir ekki vilj-
að eiga þátt f stórauknum út-
gjöldum ríkissjóðs f formi auk-
inna niðurgreiðslna vegna þess-
arar hækkunar landbúnaðaraf-
urða, þar sem öllum væri ljóst,
að rfkissjóður ætti minna en
ekki neitt úr að spila.
- Urðum að flýja
Framhald af bls.3.
fsbirni. Ekki urðum við varir
við neitt, en vorum hissa á að
verða aldrei varir við flugvélar,
en heiðskfrt var með öllu, þó
svo að við höfum heyrt hér
heima að hjá okkur hafi ver
ið þoka. Herkules-flugvélin frá
Varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli kom síðan í Ijós um há-
degisbilið á laugardag. Flug-
mennirnir köstuðu niður til
okkar pakka með neyðartalstöð,
mat og ýmsu öðru. Og áður en
þeir fóru, lækkuðu þeir flugið
og köstuðu til okkar sígarett-
um, sem við vorum fegnir að fá.
Danska þyrlan kom ekki fyrr
en um kvöldið, og fannst okkur
það alleinkennilegt að nota
þyrlu frá Grönlandair til að
bjarga okkur, því hún þurfti að
fara langa vegalengd til að
komast að okkur, en þyrla frá
varnarliðinu hefði ekki verið
nema tvo tima að komast til
okkar. Hér munu einhver ann-
arlega sjónarmið hafa ráðið.
Við komum síðan til Meistara-
víkur um miðnæturskeið á
laugardagskvöld og þar var vel
tekið á móti okkur.“
Að lokum sögðu þeir Lúðvík
og Páll, að skömmu áður en
isfjallið brotnaði og skall niður
í fjörðinn hefðu þrír hrafnar
flogið að þeim og látið öllum
illum látum. I þann mund, sem
ísfjallið féll í fjörðinn flugu
hrafnarnir í burtu. Þá sögðust
þeir vilja þakka öllum, sem
Iögðu sitt af mörkum til að
bjarga þeim.
—ÞÖ
— Yfirdráttur
Framhald af bls. 28
fram, að sjóðurinn ætti miklar
eignir, sem hann taldi, að væru
það miklar að verðmæti, að slag-
aði hátt upp I skuld sjóðsins. Inn-
heimta viðlagasjóðsgjalda hjá
sveitarfélögum hefur gengið treg-
lega, en það atriði skiptir þó ekki
sköpum að sögn Braga.
Viðlagasjóður hefur nú selt 170
hús af þeim 494, sem reiknað er
með að seld verði á almennum
markaði. I flestum hinna húsanna
er enn búið, og auð hús eru aðeins
á 3 stöðum af þeim 20 þar sem
sjóðurinn reisti hús, á Stokkseyri,
Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Á
sumum stöðunum eru biðlistar
fólks, sem vill kaupa hús af sjóðn-
um um leið og þau losna. Bráða-
birgðahúsin I Hveragerði hafa
ekki verið seld á almennum mark-
aði, heldur voru þau send til Vest-
mannaeyja til að leysa húsnæðis-
skortinn þar.
— Rockefeller
Framhald af bls. 1
flokksbróðir Rockefellers, Barry
Goldwater, sem sagði, að Rocke-
feller væri of frjálslyndur til að
geta sameinað repúblfkanaflokk-
inn, en sagði hann mjög hæfan f
v araf orsetaembættið.
\ f \ j \ 1 M ■ l\ i\ T \ '
Viljum ráða sem fyrst pilt eða stúlku til sendiferða Upplýsingar í aðalbankanum, Lækjargötu 12 Iðnaðarbanki íslands h. f. Hótel Borgarnes auglýsir Oss vantar stúlkur nú þegar og um næstu mánaðarmót til framreiðslustarfa. Uppl. hjá hótelstjóra. Hótel Borgarnes. Sameinuðu þjóðirnar óska eftir loftskeytamönnum með starfsleyfi eða jafngilda menntun. Aldurstakmörk 23—40 ára. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir til að starfa hvar sem er í heiminum. Góðfúslega hafið samband við hr. E. Michalsen, Hótel Loft- leiðum, Reykjavik 22 og 23. ágúst 19 74.
Stúlkur óskast óskum að ráða stúlkur til afgreiðslustarfa í kaffiteríu. Getum einnig bætt við okkur smurbrauðsdömu, þarf ekki að vera vön. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum, ekki í síma. Útgarður h. f., Veitingahúsið Glæsibæ, Álfheimum 74. HÓTEL BORG FRAMREIÐSLUMAÐUR EÐA STÚLKA SEM GETUR UNNIÐ SJÁLFSTÆTT ÓSK- ASTÁ HÓTEL BORG. UPPL. GEFUR HÓTELSTJÓRI.
Verzlunarstarf Maður óskast til afgreiðslustarfa í bíla- varahlutaverzlun. Tilboð merkt: „Framtíð — 1406" sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld.