Morgunblaðið - 21.08.1974, Síða 19

Morgunblaðið - 21.08.1974, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGÚST 1974 19 Elsa Kuhn — Minningarorð F. 2. sept. 1903 D. 2. aprfl 1974. 2. april siðatliðinn andaðist i Þýzkalandi Elsa Kuhn, fædd Jen- sen. Hér er runnið æviskeið merkr- ar konu, íslenzkrar að ætt. I blóma lífs sins gafst hún þýzk- um menntamanni, er síðar varð þekktur háskólakennari og vfsindamaður í norrænum fræð- um og kunnur hér á landi fyrir ritstörf sín og rannsóknir í þágu fslenzkrar menningararfleifðar. Viðburðaríku lífi Elsu Kuhn og baráttu mikilhæfrar konu á tfm- um stríðs og niðurlægingar þýzku þjóðarinnar verður ekki lýst nema að kunna góð skil á þeim örlagarfka þætti ævi hennar. Með- al Islendinga er slík barátta fátfð þrekraun sem betur fer og vert að minnast á öðrum vettvangi af þeim, sem betur veit. Elsa fæddist f Kaupmannahöfn 2. sept. 1903. — Þrátt fyrir danskt faðerni varð hún ekkert brot af íslensku bergi, heldur einkenndi hana alla tfð óskipt og þróttmikil skapgerð tslendingsins, jafnframt þeirri góðu gjöf að sjá skoplegu hliðar lffsins og geta létt af sér og öðrum drunga hversdagsleikans með glöðum hlátri. Gat það hvort tveggja verið arfur úr móðurætt, sem og frá hinni glaðlyndu feðra- þjóð. Móðir Elsu var Soffía, dóttir Sigurjóns Jóhannessonar bónda á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu og konu hans, Snjólaugar Þor- valdsdóttur frá Krossum i Eyja- firði. I föðurgarði fékk Soffía hið bezta uppeldi við þeirra tíma aga og skyldurækni, jafnframt naut hún æskunnar í stórum og glað- værum systkinahópi. öll nutu þau börn Laxamýrar- hjóna góðrar menntunar, bæði innanlands og utan, og var Soffía þar engin undantekning. Um aldamótin bjarmaði enn af Kaup- mannahöfn í hugum Islendinga. Þangað hélt Soffía til náms og dvaldi þar um nokkurra ára skeið ásamt yngsta bróður sínum, Jóhanni, sem þá var að hefja göngu sína á listabrautinni. Ekki varð úr, að Soffía settist að í Kaupmannahöfn eins og Jó- hann. Eftir að henni fæddist dótt- ir, ákvað hún, að sjá sér og barni sínu farborða ein og óstudd og lærði hún m.a. í því skyni nudd- lækningar. Að því námi loknu hélt hún heim til Islands og sett- ist að á Akureyri. Þar ól Elsa aldur sinn öll æskuárin í skjóli góðrar móður og meðal vina, er síðar á ævinni reyndust henni tryggir þá er hún þurfti á að halda. Soffía unni dóttur sinni mjög og bar Elsa ekki skarðan hlut frá borði, hvorki f uppeldi né allri umönnun, enda voru kærleikar miklir með þeim mæðgum. Einhvern tíma, þegar ég var í bernsku, kom Elsa að Laxamýri. Sé ég enn þá fyrir mér hluta af þeirri mynd. Faðir minn talaði jafnan fögur orð um dóttur Soffíu og hafði á henni mikið dálæti. Þarna var hún nú komin í heim- sókn til móðurbræðra sinna og annars frændfólks. Atti hún að líta æskustöðvar móður sinnar. Tíminn var valinn af nákvæmni þess, sem þekkti, hvenær fegurst var á Laxamýri. Fuglinn lá á eggj- um sínum, og sé ég enn fyrir mér landið eins og Þórólfur forðum, „þar sem smjör draup af hverju strái“. Faðir minn fór með systur- dóttur sína i eyjarnar, eins og hann gerði jafnan, ef einhver vildi njóta þess unaðar, er hvílir yfir æðarvarpi. Enn er mér minnisstætt bros Elsu og undrun yfir kollunum, þar sem þær lágu fast á eggjum sínum með svört, tindrandi augu ýmist hræddar þær yngri, en reiðar þær gömlu yfir ónæðinu. Á eftir reri faðir minn yfir vatnið, þangað sem Laxá fellur i þrengslum, hvit og blá. Það er „vatn sem streymir, vatn sem niðar“. Elsa klæddi sig úr sokkunum og stakk fótunum út fyrir borðstokkinn, hún ætlaði að færa móður sinni allar fréttir af ánni, til þess þurfti hún lika að finna af henni svalann. Soffíu varð snemma ljóst, að hugur dóttur hennar stóð til bók- náms. Gagnfræðaskólinn á Akur- eyri var fjölsótt menntasetur og þaðan lauk Elsa prófi árið 1919. Skömmu síðar hélt hún til út- landa og lagði meðal annars stund á tungumálanám í Englandi, ásamt hússtjórnarskólanámi í Danmörku. Lá leiðin heim til Akureyrar að loknu námi og mun Elsa hafa starfað þar á skrifstof- um, en jafnframt hugsað til frek- ara náms síðar Á þessum árum kynntist hún Hans Kuhn, er siðar varð eiginmaður hennar. Dvaldi hann á Akureyri öðru hvoru frá 1923 til 1929 og hafði þar einu sinni vetursetu. Vann hann þá að rannsóknum, er síðar urðu grund- völlur merkra ritverka um is- lenzka menningu og norræn fræði, og mun bók hans, „Das alte Island", vera þeirra viðamest. Ferðaðist hann um landið þvert og endilangt, las sig eftir fornum slóðum hesta og manna og lenti í mannraunum við fljót og eyði- sanda. Vöktu ferðalög hans undr- un og furðu fólks, enda fáir Is- lendingar, sem fóru ótilneyddir og án sýnilegra erinda yfir fjöll og firnindi fótgangandi. Arangur ferðalaga Hans Kuhn er ómetan- legur okkur íslendingum, forðað er frá gleymsku gömlum bæjar- nöfnum og margskonar vitneskju um forna þjóðhætti. Eftir að Elsa kynntist manns- . efni sínu, vildi hún læra að þekkja land hans og þjóð og nema þýzka tungu. Hélt hún því burt frá heimahögum sínum til dvalar f Þýzkalandi. Hinn 7. apríl 1931 gengu þau Elsa og Hans Kuhn í hjónaband. Tveim árum sfðar flutti Sofffa Sigurjónsdóttir alfarin frá tslandi til dóttur sinnar og tengdasonar. Heyrt hefi ég, að þegar Soffía leit aftur land sitt árið 1938, þá hafi ættjarðarástin og kærleikurinn til dótturinnar barist um stund f brjósti hennar. En það var aðeins um stund. Hún andaðist 5. september á heimili Elsu og Hans Kuhn í Leipzig. Seinni heimstyrjöldin hafði þá staðið f eitt ár. Engum getum skal að þvf leitt, hvernig daglegu lífi fólks á þýzkum heimilum var háttað á fyrstu árum styrjaldar- innar. En eitt er víst, að ógnar- veldi nasismans hafði þá staðið um árabil og hrammur hans lá þungt á hugum fólks, sem trúði hvorki á strfð né ofbeldi. Þegar leið á ,styrjöldina og loftárásir bandamanna færðust f aukana, tók lífið fljótlega á sig ömurlegan svip. Hans Kuhn var prófessor í norrænum fræðum og annaðist kennslu við háskóla i mörgum borgum. A ferðum sínum mátti heita, að hann væri f stöðugum lífsháska, enda loftárásir gffur- legar, ekki sízt á Berlín og Ham- borg. Á Leipzig voru gerðar dag- legar loftárásir tvö sfðustu ár styrjaldarinnar, enda var borgin í rústum, þegar yfir lauk. Diðrik, sonur þeirra hjóna, sem nú er búsettur hér á landi, hefir í fáum orðum sagt mér frá ótrúlegum erfiðleikum barna við skólagöngu og skorti á öllum sviðum, sem- nálgaðist hungur að lokum. Aldrei heyrðist orð af vörum Elsu um þessa skelfingatíma. I febrúar 1945 var Hans Kuhn kallaður í herinn í vonlausa bar- áttu. Um svipað leyti og Elsa kvaddi mann sinn, sem allt eins gat verið í sfðasta sinn, fæddist þeim sonur. Elsa stóð þá ein uppi með fimm drengi og eiginmann sinn á vígvellinum. Bandamenn gerðu innrás í Þýskaland og voru komnir inn f landið, bæði að aust- an og vestan, í ársbyrjun 1945. Tók þá fólk að flýja unnvörpum úr brennandi borgum undan inn- rásarherjunum. I maíbyrjun flýði Elsa með drengi sfna og komst við illan leik til Hamborgar. Um sama leyti lauk Evrópu-styrjöldinni með al- gjörri uppgjöf Þjóðverja. I Ham- borg tóku flóttamannabúðir við fjölda fólks sem hvergi hafði höfði sfnu að halla og voru margir f mikilli neyð. I einum slfkum búðum dvaldi Elsa með börn sfn f fjóra mánuði, eða þangað til sænski rauði krossinn kom þeim til hjálpar. A vegum hans og Rauða kross Islands tókst þeim loks að komast til tslands. Seint mun þeim gleymast, er sáu Elsu stfga á land. Hér var örsnauð, en óbuguð kona á ferð, yngsta soninn bar hún í fanginu, ásamt keri með ösku móður sinn- ar, sem hvíla átti í íslenzkri jörð. Elsa mun hafa dregið andann léttar, er hún fann gamla landið undir fótum. Þrátt fyrir allt hafði henni tekizt að vernda lff barna sinna og koma þeim öllum heilum og ósködduðum gegnum stríð og hörmungar. En erfiðleikum henn- ar var þó ekki lokið, nú beið henn- ar sá vandi, að sjá sér og börnum sfnum farboða og það var enginn leikur að takast á við hann. Eftir að bætt hafði verið úr mesta klæðleysi barnanna og þau náð sér nokkuð, héldu þau öll norður á Akureyri. Vilhelmína Sigurðardóttir og eiginmaður hennar, Jónas Þór, höfðu boðið henni vetursetu með tvo yngstu synina, aðrir vinir greiddu götu hinna eldri og settust þeir þegar á skólabekk. Meðan Elsa dvaldi hjá vinkonu sinni, hugsaði hún ráð sitt. Afréð hún að hefja búskap á eyðikoti, er var til ábúðar þá um vorið. Kífsá hét jörðin og benti nafnið til þess, að lífsbaráttan hefði löngum ver- ið þar hörð. Jörðin lá í Kræklinga- hlíðinni ofarlega við Akureyri, og var hvorki grösug né gjafmild. Túnið var lítið og bratt og allar aðstæður hinar erfiðustu. Húsa- kostur var bæði litill og lélegur og hefði margur kviðið vetrinum strax og vori, því langt var að fara í skóla og erfitt fyrir börn og unglinga að sækja á móti norð- lenzkum stórhríðum. En Elsa lét engan bilbug á sér finna og hóf búskap sinn með tveim kúm og fimmtíu hænsnum. — Um sumarið létu vinir hennar slá túnið. Allt hey varð hún að bera f hlöðu á bakinu með hjálp drengjanna og munu einhverjir vinir hafa hlaupið undir bagga Ifka, þegar mikið lá við. Þrátt fyrir strit og erfiði koma þeir dagar i íslenzkri sveit, þegar ekki er hægt að sofna frá fegurð- inni úti. Diðrik sá móður sína stundum ganga örþreytta eftir dagsins önn upp að kletti, þar settist hún og gleymdi bæði tíma og rúmi við að horfa á sólarlagið yfir Eyjafirði. Vorið 1947 komst Hans Kuhn til Islands. Urðu þá fagnaðarfundir á Kífsá. Næstu þrjú sumur starfaði hann að vörzlu við mæðiveikigirð- ingar í Glerárdal. Elsa stundaði búskapinn með sonum sínum, erfiðleikar voru miklir, bæði hjónin veiktust og lágu í rúminu, hann vetrarlangt í lömunarveiki og hún um langan tíma vegna meiðsla í baki. Féll það í hlut Diðriks að sjá um heimilið og ann- ast yngstu bræður sfna tvo. Þrátt fyrir óblíð kjör hans á Kffsá, þráði hann þó jafnan að vera bóndi og búa á Islandi. Árið 1949 var Hans Kuhn skip- aður prófessor við háskólann i Kiel, flutti þá fjölskyldan alfarin aftur til Þýzkalands. Margir Islendingar hafa sfðan not ið gestrisni og hjálpsemi þeirra hjóna. Hans Kuhn hefir manna bezt greitt götu islenzkra stúdenta, er til hans hafa leitað, og stutt þá með ráðum og dáð. Enda voru bæði hjónin gerð heiðursfélagar i Félagi Islend- inga í Norður-Þýzkalandi og þeim þannig vottað þakklæti fyrir óeigingjörn störf. Til Islands kom Elsa ásamt eiginmanni sfnum nokkrum sinn- um eftir þetta, m.a. 1961, þegar hann var sæmdur heiðursdoktors- nafnbót Háskóla Islands. Nú eru synirnir allir löngu vaxnir úr grasi og menntamenn f föðurlandi sinu. Diðrik einn er búsettur hér á landi og kvænt ur fslenzkri konu. Þótt hann yrði ekki bóndi, eins og hann ætlaði sér forðum, býr hann samt á Hvanneyri og stjórnar þar merki- legri stofnun í búvisindum. Elsa kemur ekki framar til Is- lands til þess að horfa á sólsetur í Eyjafirði. Við minnumst hennar með virðingu og sköknuði. Reisn hennar var jöfn, hvort sem hún var fátæk flóttakona eða stritaði á harðbýlu eyðikoti eða þá, er hún sat við háborð menningarinnar. Slfk kona eykur virðingu ís- lenzkra kvenna og hafa þær þó margar staðið af sér storma lífsins með sóma. Lfney Jóhannesdóttir. — Fiskveiðimörk Islands Framhald af bls. 15 tiltögur I þessu efni, en vekur athygli á þvl." Rlkisstjórn Islands hafði vissulega gert það, sem I hennar valdi stóð, með þvi að senda nefndinni athuga- semdir slnar og með þvi að hafa áheyrnarfulltrúa á fundum nefndar- innar til að leggja áherzlu á þetta atriði. En nefndin taldi sig ekki hafa nægilega þekkingu á sviði liffræði og hagfræði. Þessi athugasemd talar vissulega sinu máli, sérstaklega þegar þess er gætt, að nefndin hefði hvenær sem var getað leitað álits sérfræðinga og gerðj það í öðrum efnum. Hún hafði'einnig til hlið- sjónar umræður á ráðstefnu um verndun lifrænna auðlinda sjávarins, sem haldin var á vegum FAO í Róm árið 1955 til að athuga það mál, sem hér um ræðir. Hvað sem þvi liður, ákvað allsherjarþingið samkvæmt tillögu nefndarinnar að kveðja sam- an haf réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1958. Hafréttarráð- stefnan 1958 Hafréttarráðstefnan árið 1958 byggði störf sin á frumdrögum alþjóðalaganefndarinnar og tókst að ganga fré texta fjögurra alþjóða- samninga um réttarreglur á hafinu, þ.e. samnings um landhelgi og við- bótarbelti, samnings um úthafið, samnings um fiskveiðar og verndun lifrænna auðlinda úthafsins og samnings um landgrunnið. Ekkert samkomulag náðist hins vegar um viðáttu landhelgi eða fiskveiðimarka og önnur hafréttarráðstefna var þvi kvödd saman árið 1960 til að fjalla um þau tvö atriði. Ekkert samkomu- lag náðist þar heldur. Þegar á 1958 ráðstefnunni var Ijóst, að hið beina grunnlinakerfi var samþykkt, að hin svonefnda 3-mílna regla var úr sögunni og að meirihlut- inn studdi 6-milna landhelgi og 6- mílna fiskveiðimörk til viðbótar með tilteknum ákvæðum um um- þóttunartima. Eftif 1958 ráðstefn- una voru islenzku fiskveiðimörkin færð út i 1 2 milur. Á báðum ráðstefnunum lagði sendinefnd íslands fram tillögu um víðtækari mörk í tilvikum þar sem þjóð byggir afkomu sina á auðlindum undan ströndum. Við bæði þessi tækifæri voru tillögurnar samþykkt- ar i nefnd, en felldar á allsherjar- fundi. Hinsvegar samþykkti 1958 ráðstefnan ályktun, þar sem mælt var með bvi, að forgangsþarfir strandrikis, sem byggir afkomu sina á fiskveiðum. skuli hljóta sanngjarna meðferð með samningum við önnur riki, sem fiskveiðar stunda á svæðinu. Sendinefnd íslands greiddi atkvæði með þessari tillögu og gerði þá grein fyrir atkvæði sinu, að til- lagan gæti orðið að gagni utan lög- sögu strandrikisins. Sendinefndin lét færa til bókar, að hún teldi, að það væri nauðsynlegt atriði i sögu Sameinuðu þjóðanna, að svo margir hefðu daufheyrst við áskorun minnstu þjóðar samtakanna. fsland hefir ekki fullgilt neinn af samningunum frá 1958. Ástæðan er sú, að samningnum var ætlað að koma á heildarkerfi, en marklinan milli lögsögu strandrikisins og hins alþjóðlega svæðis var ekki fyrir hendi, þ.e.a.s. viðátta fiskveiðilög- sögunnar var ekki ákveðin i neinum samninganna. Auk þess var kerfið byggt á hugmyndum. sem rikisstjórn íslands gat ekki fallizt á. Annars vegar var það, að enda þótt miðað -v'æri við fiskveiðilögsögu utan land- helginnar. studdi meirihlutinn 12 mílna mörk í þessu skyni, ásamt takmörkuðum heimildum til að gera verndarráðstafanir i vissum tilvikum utan þeirra marka. er gilda skyldu jafnt fyrir alla. Hinsvegar var svo miðað við það, að enda þótt strand- rikið hefði full yfirráð yfir botni land- grunnsins og „sedentary fisheries", var yfirráðaréttur strandrikisins ekki talinn ná til hafsins yfir því, væntan- lega utan 1 2 milna marka. Utan 12 milna marka studdi meiri- hlutinn svæðafyrirkomulag, þar sem svæðastofnunum — eins cg Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðanefndinni — var ætlað að mæla fyrir um verndarráðstafanir og „úthluta"- kvótum, ef nauðsyn bar til. Utan 12 milna marka hefði þá land eins og fsiand átt allt undir öðrum rikjum á svæðinu, sem e.t.v. öll vildu stunda veiðar á Islandsmiðum. Á ráðstefn- unni 1958 mótmælti sendinefnd fs- lands þessum kenningum. Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga, að verndunarráðstafanir, sem sam- komulag næst um, gildi bæði innan og utan fiskveiðimarka, og i raun væri annað skammsýni. Hitt er allt annað mál að láta þjóðir, sem fisk- veiðar stunda á fjarlægum miðum, ákveða hlut strandrikisins á heima- miðum þess. Og sjálf fiskveiðimörk- in verður að ákveða á grundvelli aðstæðna á staðnum, en ekki með landhelgi eða fiskveiðimörkum, sem ákveðin eru vegna hagsmuna þjóða, sem veiða á fjarlæþum miðum, en ekki með hliðsjón af hagsmunum strandrikisins. En meirihlutinn á ráðstefnunni I Genf studdi ekki fisk- veiðimörk. er næðu lengra en 12 milur — jafnvel ekki i undan- tekningartilvikum, þar sem hlutað eigandi þjóð byggir afkomu sina á fiskveiðum. Af öllum þessum sökum voru engir af Genfarsamningunum fullgiltir af fslands hálfu, og fiskveiðimörkin voru færð út í 12 mílur að sinni. Mikil andstaða var gegn út- færslunni, einkum af hálfu Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzka- lands. en samkomulag var gert við þessi ríki, þar sem þau féllu frá andstöðu sinni við útfærsluna. f sam- komulaginu við Breta segir: „Rikisstjórn fslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi úrfærslu fiskveiðitak- markanna við fsland, en mun til- kynna ríkisstjórn Bretlands slíka út- færslu, með sex mánaða fyrirvara og risi deila vegna slikrar útfærslu, getur hvor aðili sem er skotið málinu til alþjóðadómstólsins." Samskonar samkomulag var gert við Sambandslýðveldið Þýzkaland. Þegar fiskveiðimörkin höfðu verið færð út 1 12 milur árið 1958 og 1960-ráðstefnan hafði farið út um þúfur, varð það stefna rikisstjórnar Islands að bíða frekari þróunar á alþjóðavettvanfi. Ljóst var, að frekari þróun í þjóðarétti væri undir þvi komin, að mjög mörg ný ríki bættust i alþjóðasamfélagið, og talið var líklegt, að tillögur um að kveðja saman þriðju hafréttarráðstefnuna til að ná stuðningi fyrir útfærslu umfram 12 milur mundu ná tilgangi sinum, án slíkrar þróunar. Önnur riki, sem börðust ekki að í þessu efni næstu tíu árin eftir Genfarráðstefn- urnar og það sama er að segja um önnur riki i öðrum heimshlutum. Það var raunar ekki fyrr en á árinu 1970., að staðan hjá Sameinuðu þjóðunum var orðin nægilega hag- stæð, og þá ákvað allsherjarþingið w6 m.a. fyrir tilhlutan fslands — að fela sérstakri nefnd undirbúning nýrrar hafréttarráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.