Morgunblaðið - 21.08.1974, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGUST 1974
Dag nokkurn sagði mamma:
„Hjálmar, nú þverneita ég að hafa gamla svefn-
bekkinn þinn lengur í eldhúsinu. Við verðum að losa
okkur við hann.“
Pabbi komst strax í uppnám. Bæði vegna rótgró-
innar íhaldssemi sinnar og andúðar á öllum breyt-
ingum heima fyrir, sem fjárútlát fylgdu. Og einnig
vegna þess, að bekkurinn var minjagripur frá pipar-
sveinsárum hans og til samanburðar við það, sem
síðar kom, sveipaður gullnum bjarma endurminn-
inganna. Hann réðst því þegar á garðinn þar sem
hann var lægstur.
„Þvættingur. Hvar ætti hann annars að vera? Þú
kemur honum hvergi fyrir.“
Mamma hafði hins vegar gert ráð fyrir þessum
mótbárum og hafði því svar á reiðum höndum.
„Ég er búin að tala við stífluvörðinn,“ sagði hún.
„Hann sagðist geta kurlað hann niður í eldivið ef við
kæmum honum niður að kyndistöðinni við ána.“
„Eldivið,“ hrópaði pabbi. „Fína, gamla bekkinn
minn?“
„Gamall er hann. Það segirðu satt. En fínn er hann
ekki,“ sagði mamma og haggaðist hvergi. „Það verð-
ur heldur ekkert pláss fyrir hann hérna, þegar
stólarnir koma.“
„Stólarnir? Hvaða stólar?“
„Ég fór til húsgagnasalans og pantaði fjóra nýja
eldhússtóla. Þeir koma á morgun.“
Pabbi gafst upp. Hann sá, að þessi útsmogna
skerðing á húsbóndavaldi hans mundi takast eins og
svo margar aðrar og sagði biturri röddu:
„Þú ræður... eins og alltaf. Aldrei er ég spurður.“
„Nú, var ég ekki að spyrja þig?“ sagði mamma með
þykkju og brá fyrir sig alkunnri rökvísi kvenna.
Bekkurinn var skoðaður bæði í bak og fyrir. Slíkur
bekkir höfðu verið svo að segja á hverju sveitaheim-
ili fyrr á árum og þeir höfðu margt sér til ágætis.
Setunni mátti lyfta upp og undir henni var tilvalið
rými fyrir alls kyns rusl. Þessi bekkur var úr hefl-
aðri furu, en málaður brúnn með ljósari æðum til
eftirlíkingar á eðlari trjátegundum. Áklæðið á
bekksetunni var orðið eins og f jölbreytt sýnsihorn af
öllum þeim matartegundum, sem sóðafengin börn
höfðu lagt sér til munns við eldhúsborðið, og við
saumana skein i ullarflókann, sem notaður hafði
verið lá stoppið. Pabbi klóraði sér í höfðinu.
„Ég verð líklega að setja sleðameiða undir hann,“
sagði hann loks.
ANNA FRÁ STÓRUBORO — saga frá sextándu öld
eftir
Jón
Trausta
er nú allt saman smáræði. En þú átt að vera heill og öskiptur
í þjónustu Hjalta. Lygin og lymskan eru þinir höfuðkostir.
Nú áttu að beita þeim sjálfum þér og öðrum til góðs. Þú átt
að villa sendimönnum lögmanns sýn, vefjast fyrir þeim, ljúga
þá fulla og leiða þá á glapstigu. Þú átt að beita brögðum
þínum við lögmanninn sjálfan, ef svo ber undir. Vitgrannur
ertu að visu, en hrekkjavit hefirðu á við hvem mann annan.
Ef þú leggur það ekki fram, er hellirinn þér einskis virði.“
Steinn var ljótur í framan, meðan hann hlustaði á þessa
tölu. En Sigvaldi mælti þetta allt með slíkri hógværð og
festu, að hvert orð hitti. Hanri hvessti augun á Stein og hélt
svo áfram:
„Og ekki skaltu hugsa til að svikja okkur í tryggðum.
Ég þekki þrælslundina í þér. Ég er nágranni þinn, og ég
verð þér nánari en nokkurn tíma áður núna fyrst um sinn.
Aldrei skal ég af þér lita svo lengi, að þú getir komið nokkr-
um svikum fram. Daglega skulu augu mín horfa þvert í
gegnum þig, daglega skal ég lesa allar þínar leyndustu hug-
renningar. Þú þekkir mig, Steinn. Þú veizt, hvað búið getur
undir „blíðalogninu“! Komist ég að svikum hjá þér, þá —
hverfur þú úr sögunni, áður en þú færð komið þeim fram.
Hefir þú skilið mig?“
Þögn varð dálitla stund. Steinn stiklaði í kringum Sigvalda,
eins og hann væri að leita lags til að bíta hann. Loks kom
hann honum fáein skref burtu frá önnu. Þá teygði hann
sig upp að honum og hálfhvíslaði:
„Hvað fæ ég fyrir þetta, ef ég geri það?“
Sigvaldi deplaði augum til örrnu og mælti svo hátt, að hún
heyrði:
„Anna hefir gefið Halli bróður þínum hálfa jörð. Ber þér
ekki að vera þakklátum fyrir hans hönd?“
Steinn svaraði gremjulega:
„Nei. Hallur bróðir minn getur þakkað fyrir sig sjálfur.
Mér er engin þægð í, að honum sé gefin jörð.“
Sigvaldi brosti.
„En ef þú skyldir nú eignast hálfa jörðina á móti hon-
um —?“
Steinn varð grimmari en áður.
„Ég afsegi að eiga jarðarpart á móti Halli bróður minum.“
Sigvaldi og Anna kímdu hvort framan í annað, en Steinn
var í versta skapi.
„Áttu jörðina sjálfur, sem þú býrð á, Steinn minn?“
mælti Anna.
Steinn varð seinn til svara og glápti á hana hálfhissa.
— Hvað??? — þú hér, og
ég, sem er að tala við þig
á skrifstofunni????
— Af hverju þarftu allt-
af að vera svona úrillur
á myndum????
— Þetta getur komið
fyrir allar nýgiftar kon-
ur, — að ruglast í rím-
inu og steikja eggið og
bera fram hrátt kjöt...
— Þegar þú verður stðr
þá mundu hvað þér
fannst ég klár núna...