Morgunblaðið - 21.08.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGIJST 1974
25
BRÚÐURIN SEIVi
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
31
ingar þetta getur einnig haft fyrir
yður . . .
Jóakim hneigði sig kurteislega
og fór. Christer leit sem snöggvast
á armbandsúrið og fór svo á eftir
honum. Uti á tröppunum réðust
að honum blaðamenn og hann lof-
aði, að hann skyldi sfðar um dag-
inn halda stuttan blaðamanna-
fund með þeim.
Hann kinkaði kolli til þeirra og
hugsaði með sér, að síðar um
daginn væri með öllu óvíst, að
hann hefði nokkuð fleira að segja
þeim en nú. Fylgdi lögreglan
nokkurri slóð? Hafði hann rök-
studdan grun? Það eina, sem
hann myndi geta sagt þeim með
góðri samvizku væri „að rann-
sókninni væri haldið áfram af
fullum krafti". Og hann efaðist
um, að það myndi seðja forvitni
þeirra að neinu marki.
Hann gekk aftur þangað sem
Anneli Hammar hafði fundizt og
ræddi stuttlega við Anders Löv-
ing og starfsmennina frá glæpa-
máladeildinni. Líkið hafði verið
flutt til krufningar og auk þess
var verið að rannsaka föt hennar
og blóðbletti á kjólnum hennar.
Rannsakaðyr var hver lófastór
blettur í námunda við staðinn,
þar sem stúlkan hafði legið; yfir-
heyrslur stóðu yfir á ótal stöðum í
bænum og allt benti til mikillar
athafnasemi, þótt afrakstur virt-
ist enginn ætla að verða.
Christer fór að finna til sultar
og varð þvi feginn, þegar hann
fékk boð frá móður sinni um að
koma og borða kvöldverð á
Sjávarbökkum. Það hentaði líka
bærilega, því að hann hafði hugs-
að sér að reyna að tala við Gretel
Ström.
Sér til óblandinnar undrunar
uppgötvaði hann, að Gretel var
langtum rólegri nú en daginn
áður. Hún sat við borðið, klædd
svörtum kjól og samræður hennar
voru jafn fátkenndar og ruglings-
legar og venjulega. Blá augu
hennar spegluðu ekki sorg,
heldur miklu frekar undrun og
skelfingu eins og hjá hræddu
barni . . . barni, sem skilur ekki
allt það illa, sem gerist umhverfis
það.
— Og hugsa sér, að ég hef ekki
farið í þennan kjól síðan Soffía
frænka var jörðuð og það eru tvö
ár síðan í október og ég var alveg
viss um, að ég gæti ekki komizt í
hann, þvi að ég veit, að ég hef nú
fitnað dálítið, jú, ég veit það.
Vertu ekkert að mótmæla því
Egon, því að ég hef fitnað þó
nokkuð, en ég var svona líka stál-
heppin, að ég gat alveg verið f
kjólnum og haldiði ekki, að það sé
heppilegt fyrst ég þurfti að fara i
svart svona allt í einu og óvænt?
Egon Ström virtist í senn niður-
brotinn og úttaugaður. Hann virt-
ist ekki sérlega málglaður, en
Gretel talaði án afláts.
— Og svo allt þetta fólk, sem
hefur verið hér á hlaupum inn og
út . . . Og spyr, svo að maður
verður alveg ruglaður. Hvort
Anneli hafi sett rúllur í hárið á
sér . . . hvort hún hafi haft hárið
slegið . . . Og ég hef sagt þeim, að
hún hafi ALDREI sett í sig rúllur,
ekki einu sinni þegar hún var
minni, því að það er nú staðreynd,
að snyrtilegri stúlku og passa-
samari með sig og sitt var ekki
hægt að fmynda sér. Og svo vilja
þeir vita, hvort einn eldhúshníf-
inn vantar. Og en sú della! En ég
gáði nú að þvf fyrst þeir voru
sífellt að spyrja og auðvitað eru
allir hnífarnir á sínum stað, meira
að segja gamli bitlausi búrhnífur-
inn. En ég verð að segja, að þessi
stúlka, sem við höfum til að
hjálpa okkur, er nú meiri subban
og setur allt á vitlausa staði í
eldhúsinu og hún þurrkar ekki
glösin almennilega og svo hefur
hún látið vatnið buna í þvottahús-
inu í alla nótt . . .
— Hún býr alténd til ágætan
mat, greip Egon fram í.
En ekkert gat stöðvað eigin-
konu hans fyrst hún var nú byrj-
uð að gagnrýna frú Hansson og
það sem eftir var máltíðarinnar
fengu viðstaddir ófagrar lýsingar
á frammistöðu frúar þessar.
Christer varð þvf öneitanlega
að leggja dálítið hart að sér, þegar
hann bað húsfreyju að koma með
sér og ræða við sig undir fjögur
augu, þegar máltíðinni var lokið.
Egon horfði á þau kvíðafullur og
vottaði sennilega fyrir samúð á
andliti hans, en Christer lokaði
ákveðinn dyrunum á eftir þeim
og reyndi að veiða upp úr henni
einhverjar bitastæðar upplýs-
ingar.
— Góða Gretel mín, reyndu nú
að rifja vandlega upp fyrir þér
allt, sem gerðist á föstudaginn.
Var Anneli áreiðanlega eins og
hún var vön?
— Já, það þori ég að fullyrða.
Hún söng og trallaði, þegar hún
var að búa um rúmið og ég sagði
henni, að sá, sem syngi að morgni,
myndi gráta að kvöldi. Svo gerði
hún að gamni sfnu við póstinn,
þau eru gamlir skólafélagar, en
hittast ekki oft, því að venjulega
er hún á skrifstofunni, þegar
hann kemur með póstinn og þess
vegna...
Gretel þagnaði skyndilega. Hún
hrukkaði ennið af þessari óvæntu
áreynslu — að þurfa að hugsa.
Svo sagði hún eins og hálf hissa.
— En allt í einu þaut hún upp í
herbergið sitt og lokaði sig þar
inni! En skrítið, að ég skuli ekki
hafa munað eftir því fyrr? Hún
svaraði ekki, þegar ég kallaði á
hana og hún var svo lengi þarna,
að við urðum að bíða með matinn,
við vorum með biksimat og spæld
egg á borðum og það er hreint
ekki gott að bfða með þannig mat
eins og þú skilur . . .
— Hún fékk sem sagt bréf?
sagði Christer hugsi. — Já, ef til
vill.
Hann vissi fyrir, að engin mark-
verð bréf höfðu fundizt í herbergi
Anneli né heldur hafði neitt bréf
verið í hvítu töskunni hennar,
þegar hún fannst um morguninn.
Gretel gat heldur ekki gefið
honum neinar gagnlegar upplýs-
ingar um bréfaskriftir dóttur
sinnar.
— Ég veit að hún og Lars Ove
skrifuðust á, þegar hanri var í
háskólanum, en annars fylgdist
ég ekkert með þvf . . . Þú verður
að sþyrja Egon, því að hann tekur
alltaf á móti póstinum á morgn-
ana. Bréf frá útlöndum? Nei, það
held ég ekki, en kannski Egon
geti sagt þér það líka.
Og þegar Christer spurði gæti-
lega, hvort Anneli hefði átt í
alvarlegu ástarævintýri áður en
Óbreytt
bann við
veiði
smá
síldar
SJÁVARUTVEGSRAÐUNEYT-
IÐ gaf í gær út reglugerð um
bann við veiði smásíldar. Kemur
reglugerð þessi í stað eldri reglu-
gerða um sama efni og eru
óbreytt öll ákvæði um lágmarks-
stærð síldar, sem er 25 sm.
Samkvæmt fyrri reglugerðum
voru síldveiðar fyrir Suður- og
Vesturlandi bannaðar með öllum
veiðarfærum öðrum en reknetum
til 1. september n.k., en með hinni
nýútgefnu reglugerð er bann
þetta framlengt til 15. september
1975. Er þetta gert samkvæmt til-
lögu Hafrannsóknastofnunarinn-
ar og með samþykki L.Í.U., Fiski-
félags íslands, Farmanna- og
fiskimannasambandsins, Sjó-
mannasambandsins og fleiri
aðila.
Þegar síldveiðar fyrir Suður- og
Vesturlandi voru bannaðar með
öðrum veiðarfærum en reknetum
f febrúar 1972 var áætluð stærð
íslenzka sumargotssíldarstofnsi ns
um 34 þúsund lestir. Nú er áætl-
að, að stofninn sé orðinn rúmar 84
þúsund lestir og þar af mun
hrygningarsíld, sem er 4ra ára og
eldri, nú vera um 56 þúsund
lestir. Með áframhaldandi friðun
er áætlað, að hrygningarstofninn
verði haustið 1975 orðinn u.þ.b.
95 þúsund lestir og er þá hugsan-
legt, að hægt verði að taka upp
síldveiðar að nýju að einhverju
marki.
Félwslif
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Umgengni
í Austurstræti
J.G. skrifar:
„Velvakandi góður.
Mig langar til að biðja þig fyrir
hjartans þakkir til borgarstjóra
og borgarstjórnar fyrir lokun
Austurstrætis, og að setja þar á
stalla þekkt listaverk. Einnig
fyrir þá viðleitni, sem borgaryfir-
völd hafa sýnt til að við getum
hvílt okkur þarna á góðum
bekkjum og látið hugann hvarfla
til gamla tímans án þess að þurfa
að vera að hugsa um umferðina.
Þarna f Austurstræti ber margt
fyrir augu. Það er deilt um allt, og
meðal annars sagt, að steinhellur
og þökur séu ekkert til að státa af,
en ég veit, að blómabeð og annar
fegurðarauki eiga eftir að koma'
næsta vor.
Það, sem kemur mér til að rita
þessar línur, er kæruleysisleg um-
gengni borgaranna.
Hvert sem litið er sjást pappa-
dósir undan ís og pylsubréf liggja
eins og hráviði og er Ijótt að sjá
innganginn frá Austurstræti i
Nýja bíó.
Umgengnin hefur að mfnu viti
versnað frá þvi að Austurstræti
var gert að göngugötu. Sama er að
segja um Hótel íslandsplanið.
Ég er þeirrar skoðunar, að það
þyrfti að banna ís- og pylsusölu
annars staðar en þar sem kaup-
endur neyta þessarar vöru á sölu-
staðnum. Fólk fleygir umbúðun-
um hvar sem það er statt þrátt
fyrir pappírskörfur, sem bærinn
hefur látið setja upp vfða.
Nokkrum sinnum hef ég farið
um miðbæinn um fjögur-leytið að
morgni og séð þá stóran
hreinsunarbíl með kústa utan á
sér koma niður Bankastræti. Einn
maður er f bílnum, sem fer um
Lækjargötu, Hafnarstræti, Aðal-
stræti og viðar til að sópa rusli.
Bfllinn nær þó ekki til að sópa
gangstéttirnar, en hér þyrfti að
setja nokkra menn í það að sópa
af gangstéttum út i rennusteininn
áður en hreinsunarbíllinn fer um.
Vona ég, að borgaryfirvöld taki
þessi tilmæli mín til yfirvegunar.
J.G.“
Velvakandi heldur nú, að gang-
stéttirnar séu sópaðar reglulega,
en satt er það, að umgengni þyrfti
að batna mikið frá þvf, sem verið
hefur.
Að vísu er það eins og J.G.
segir, að bréfakörfur hafa harla
-Iftið að segja í baráttunni við sóð-
ana, og er ekki go'tt að segja hvað
til ráða er í þessu efni, en áreiðan-
lega yrði það til bóta að hefja eina
alls herjar innrætingarherferð að
þessu leyti. Hér eru áróðursher-
ferðir mjög árangursríkar svo
sem oft hefur komið f ljós. Einnig
væri það þarft verk fyrir átthaga-
fræðikennara í skólum að hefja
kennslu í umgengni.
0 Skemmdarstarf-
semi á við-
komustöðum
strætisvagna og
í sundlaugunum
Jón Jóhannsson, Háaleitisbraut
15, hafði samband við Vel-
vakanda nýlega.
Hann sagðist hafa tekið eftir
því, að flísalagður sundlaugar-
barmurinn f lauginni í Laugardal
sé allur úthöggvinn eftir skemmd-
arvarga. Þar að auki hafi strætis-
vagnaskýli í námunda við heimili
hans allt verið útkrotað lengi, en
nýlega hafi svo komið „menn frá
bænurn" til að Iagfæra skýlið, og
hafi verið lögð mikil vinna í að
skrapa af þvi gamla málningu og
mála það á ný. Ekki leið nema
einn dagur þar til skemmdarvarg-
arnir höfðu brugðið á leik á ný, og
nú er skýlið komið f sama ástand
og það var f fyrir aðgerðina.
Jón sagði þetta athæfi hafa
vakið gremju sína, og lái það
honum hver sem vill. Hann sagð-
ist vera þeirrar skoðunar, að það
ætti að gera umgengnissiði að
skyldunámsgrein í skólum, og
geta víst flestir ve.rið sammála um
það.
0 Hentar ekki
vitsmunaverum
P.E. skrifar:
Ég var að lesa Þjóóviljann um
helgina, og mér var svolitið
skemmt við lestur á dálkinum
„Sjónvarpið f næstuviku". Fátt
fann dálkahöfundur bitastætt. Og
þó; Bandariski vísnasöngvarinn
Joe Glazer ætlaði að syngja verka-
lýðssöngva og rekja sögu verka-
lýðsbaráttunnar i Bandaríkj-
unum. Þetta lítur auðvitað út
fyrir að vera forvitnilegt og ágætt
i.^ i. i. • n i iL-ta i i' n i )
efni. En það er bandarísk verka-
lýðsbarátta. Og allt vont kemur
frá Bandaríkjunum, að sjálf-
sögðu. Kvikmyndin er fengin
gegnum Upplýsingaþjónustu
Bandarfkjanna. Og þá kemur í
ljós, að slikar kvikmyndir eru
ekki beinlínis við hæfi vitsmuna-
vera, að því er greinarhöfundur
telur. Er þetta ekki alveg stór-
kostlegt. Bandarískur kvik-
myndaiðnaður getur ekki fram-
leitt neitt við hæfi þessara miklu
vitsmunavera á íslandi. Ekki veit
ég hvernig við förum að því að
lifa í þessum vitlausa heimi. Við,
sem erum að dómi Þjóðviljans
svona langt fyrir ofan vitsmuna-
stig hálfs heimsins. Og þó. Við
hliðna á þessari grein gat maður
lesið nokkuð við hæfi slíkra ofur-
menna, grein frá APN, áróðurs-
skrifstofu Sovétmanna á íslandi,
um hagnýtingu Sovétmanna á
jarðhita. Það er þó gott, að eitt-
hvað finnst bitastætt í veröldinni,
sem bjóðandi er lesendum Þjóð-
viljans. Auðvitað verður 'áð~
sortera menningauna vel ofan i
þá. Og þeir láta sér vel lika. En
sjónvarpsáhorfendur eru bara
ekki allir orðnir svona rétt sinn-
aðir, að þeir beiti pólitik á gildi
skáldskapar, kvikmynda, eða alls
í veröldinni. Og á meðan verða
þeir rétttrúuðu bara að loka fyrir,
ef eitthvað kemur úr vitlausum
heimshluta. Það er þó gott, að það
er tilkynnt fyrirfram. Þá má
horfa á pólska kvikmynd og þess-
háttar, en sleppa þvf sem kemur
úr vestri og ekki hentar slikuni
vitsmunaverum, að þeirra eigin
dómi. En kannski einn og einn
vilji beita eigin dómgreind.
P.E.“
• ■(6Cis/,3 <, irnjjL'ti t j6&U'
Miðvikudagur21. ágúst
kl. 8.00 Þórsmörk.
22.—25. ágúst. Norður fyrir
Hofsjökul,
29. ágúst — 1. sept. Aðalblá-
berjaferð i Vatnsfjörð.
Ferðafélag íslands.
Föstudagskvöld kl. 20.
1. Hítardalur, berjaferð,
2. Þórsmörk,
3. Landmannalaugar,
4. Kjölur— Kerlingarfjöll.
Ferðafélag Islands,
Öldugötu 3,
sir.iar: 1 9533— 1 1798.
Kristniboðssambandið.
Almenn samkoma verður í
Betaníu Laufásvegi 1 3 i kvöld kl.
8.30.
Ásgeir Pétursson talar.
Allir velkomnir.
24.—25. ágúst
Ferð í Hrafntinnusker
Nánari upplýsingar veittar á skrif-
stofunni daglega frá 1 til 5 og á
fimmtudags og föstudagskvöldum
frá 8 til 10.
Farfuglar.
Eldri Farfuglar og yngri, hittumst
öll í Valabóli og endurnýjum göm
ul kynni sunnudaginn 25. ágúst
kl. 14.00.
Farfugla
.-HH4-(i
X>í Ja> 4 -Jt>j>l- Í9EV ^c-t